Já heldur betur frábær leikur sem boðið var uppá í dag. Held að ég hafi aldrei áður sprottið jafn oft úr sætinu tilbúinn að fagna en þurft að setjast vonsvikinn aftur niður og í dag. En frábær leikur hjá okkur og algjörlega frábært að sjá að þó svo að við séum að notast við miðverði nr.4 og 5 í goggunarröðinni að þá nær vörnin að þétta sig ágætlega.
Mér fannst flestir leikmenn standast áskorunina í dag en varð fyrir svolitlum vonbrigðum með Keane og Steed Malbranque. Aðrir leikmenn stóðu sig vel. Mér finnst ekki hægt að skrifa markið á neinn í okkar liði. Mér finnst aldrei hægt að kenna markmanni um mark þegar skot breytir um stefnu þegar hann snertir einhvern leikmann. Þetta var ekki mikil stefnubreyting en samt nóg. Mér finnst heldur ekki hægt að kenna dómaranum um neitt. Mér fannst það svona 50/50 með Wes Brown hvort við ættum að fá víti. En dómarinn hefði þurft að standa fyrir aftan endamörk til að geta séð þetta og því finnst mér óréttlátt að kenna dómaranum um eitthvað. En það er vitað að gamla tuggan um að það sé ekkert dæmt á stóruliðin mun blossa upp.
Allavega fannst mér við miklu betri aðilinn. Við kannski sóttum ekki jafn mikið en mér fannst liðið allt öruggara í sínum aðgerðum og þó það sé aldrei spurt um hvor var betri aðillinn heldur hvernig leikurinn fór, þá vorum við samt betri aðilinn. Það gefur ekki stig en það gefur mér ánægju og von.
Svo verð ég aðeins að minnast á viðmælenda Harðar Magnússonar fyrir hönd Spurs. Það var hann Bogi Ágústson. Eins og það kann að fara í taugarnar á mönnum hvað ég er bjartsýnn og tala vel um Spurs fer það rosalega í taugarnar á mér þegar menn eru svartsýnir og tala niður til Spurs (þá sérstaklega ef það er stuðningsmaður Spurs). Ég umber það á svona netspjalli og finnst það í lagi ef menn gæta hófs. En þegar menn missa trúnna á sitt eigið félag í beinni útsendingu verð ég brjálaður. Þegar þú situr gegn Liverpoolmanni og Man U.manni þá er eins gott að týna allt það góða til sem Spurs á. Þú getur horft á stöðunna frá sjónarhorni þeirra sem vilja okkur ekki vel og kallað það raunsæji. Þú getur t.d talað um að við höfum aðeins unnið einn leik. Þú getur talað um að fréttir um þjálfaramál muni eyðileggja tímabilið, þú getur talað um hvað okkur vantar.
En svo getur þú líka horft á þetta frá augum stuðningsmanna sem reyna að finna það jákvæða og kallað það líka raunsæji. Þú getur talað um að það séu aðeins fjórir leikir búnir og nóg eftir af mótinu til að koma til baka, þú getur talað um að ef United verður að berjast á toppnum og við erum betri aðilinn á þeirra heimavelli (þrátt fyrir tap) þá ættum við að vera þar líka, þú getur talað um að nú þegar allt fárið í kringum Jol sé búið geti liðið og leikmenn einbeitt sér að því sem er að gerast inná vellinum ofl.
Allavega ef við erum búnir að missa af 4. sætinu vegna lélegrar byrjunar þá er United líka í vondum málum. En að mínu mati verða annað hvort Chelsea og Man U. meistarar og við eigum mjög góða möguleika á CL sæti.
Svo langar mig að óska Mido til hamingju með annað markið sitt i jafn mörgum leikjum (ef mér telst rétt til). Ég sagði þegar hann fór að hann yrði líklega með 10 markahæstu mönnum PL. Það fer kannski eftir því hversu langt Egyptar ná í afríkumótinu en hann er allavega að standa sig vel eins og við var að búast.
sunnudagur, ágúst 26, 2007
laugardagur, ágúst 25, 2007
Man U. - Spurs
Manchester United - Tottenham
Sunnudaginn 26 ágúst kl 15:00 á Old Trafford
Upphitanir á síðasta tímabili
Manchester - Spurs - Eftir leik
Spurs - Manchester
Að mínu mati er Manchester í dag með besta byrjunarliðið í deildinni (þegar allir eru heilir). Ég hef horft svolítið á Man U. nú í upphafi leiktíðar og sé þá gríðarlega sterka þegar líður á mótið. Eflaust vanmeta margir Man U. þar sem þeir hafa enn ekki náð að sigra leik í deildinni. En að dæma Spurs eða Man U. af fyrstu leikjum tímabilsins er að mínu mati dómar byggðir á röngum forsendum.
Leikmenn eins og Nani, Anderson, Hargreavs og Tevez eru nýjir leikmenn en þó þeir séu ekki að falla neitt sérstaklega vel inn í liðið þá munu þeir gera það og þá eru þeir illviðráðanlegir. Man U. hefur líka verið í miklum meiðslavandræðum sem hefur komið niður á þeim. En líkt og hjá okkur eiga þeir líkega eftir að rífa sig upp með hvelli.
Þetta verður svakalegur leikur. En ég er nokkuð viss um að við vinnum þennann leik. Fæstir hafa tekið lítið tillit til þess að við höfum verið í rosalegum meiðslavandræðum. Ég tel það vera ástæðu þess að við erum ekki með fleirri stig eftir þessa fyrstu leiki okkar. Nú erum við hinsvegar að fá leikmenn til baka og þá styrkist liðið. Í raun og veru er ég á þeirri skoðun að ef allir leikmenn liðsins eru heilir erum við ekki langt á eftir bestu liðum Englands. Þannig að ég held að við vinnum 1-2 sigur. Hinsvegar hefur Fergie lofað sigri á morgun. Ekki með óbeinum hætti heldur sagði hann "We will win the game on Sunday. Our performance level will win the game for us." Hinsvegar er það okkur í hag að leikmenn eins og Ronaldo, Park, Neville og Rooney verða ekki með og Van der Sar, Anderson og Saha eru tæpir og verða líklega ekki í byrjunrliðinu.
Ég horfði á leik Man U. gegn grönnum sínum um síðustu helgi. Þó þeir hafi tapað sýndu þeir að þeir geta sótt og haldið upp pressu í 90 mín. Það var aðeins frábærum varnarleik City manna að þakka að þeir fóru með öll þrjú stigin. Ég hef svolitlar áhyggjur af varnarleiknum okkar. Verði hann frábær munum við vinna leikinn. En getur maður treyst miðvörðunum Gardner og Rocha til að halda mönnum eins og Tevez, Nani eða Scholes niðri í 90 mín? Ég set gríðarlega stórt spurningamerki við Gardner því varnarleikurinn mun standa og falla með því hversu kvikir varnarmennirnir eru en það er stærsti veikleiki Gardners. En Zok mun vonandi hjálpa mikið til í vörninni.
Ég ætla að skjóta á bæði liðin.
Man U.
----------------------Kuszczak------------------------
Brown-------Ferdinand------Vidic--------Evra
Eagels-------Anderson------Hargreavs-----Nani
--------------------------Scholes-----------------
---------------------Tevez------------------------
Veit svo sem ekki hvort þetta sé raunhæft lið. Anderson er tæpur en ég set hann samt inn. Eagels var stórkostlegur á móti City, og hann á sætið skilið. Þeim vantar sóknarmenn og því held ég að þeir muni halda sig við 4-5-1, eða 4-3-3 eftir því hvernig á það er litið.
Spurs
--------------------------Robbo----------------------
Chimb.---------Gardner-------Rocha-----------Lee
Steed-----------Zokora--------Jenas----------Tainio
------------------Keane---------Berbatov-------------
Sko Bale er kominn aftur en ég von á að Jol vilji Lee frekar. Vörnin er löskuð eins og hún er og ég held að hann vilji ekki gera hana enn brothættari með því að koma inn með ungling í sínum fyrsta leik með liðinu í svo stórann leik. Miðjan verður svona uppstillt nema Jol vilji setja Steed á vinstri eða Routhy í stað Tainio. Berbatov er tæpur fyrir leikinn en ég held að hann spili samt því Bent er meiddur. Að mínu mati ættum við að leggja leikinn þannig upp að við reynum að sækja mikið upp vinstri kanntinn því þar er Wes Brown ekki að skila góðum leik, hann er umfram allt miðvörður og ræður því illa við stöðuna.
Hvernig sem þetta verður verður þetta áhugaverður leikur. Bæði lið hafa átt slaka byrjun vegna meiðslavandræða. Bæði lið geta eru í vandræðum með stöður á vellinum (miðvarðarstaðan hjá okkur, og framherjastaðan hjá þeim). Þannig að það er jafnt á komið með báðum liðum.
En eins og ég segji 1-2 fyrir okkur.
Coys!
Sunnudaginn 26 ágúst kl 15:00 á Old Trafford
Upphitanir á síðasta tímabili
Manchester - Spurs - Eftir leik
Spurs - Manchester
Að mínu mati er Manchester í dag með besta byrjunarliðið í deildinni (þegar allir eru heilir). Ég hef horft svolítið á Man U. nú í upphafi leiktíðar og sé þá gríðarlega sterka þegar líður á mótið. Eflaust vanmeta margir Man U. þar sem þeir hafa enn ekki náð að sigra leik í deildinni. En að dæma Spurs eða Man U. af fyrstu leikjum tímabilsins er að mínu mati dómar byggðir á röngum forsendum.
Leikmenn eins og Nani, Anderson, Hargreavs og Tevez eru nýjir leikmenn en þó þeir séu ekki að falla neitt sérstaklega vel inn í liðið þá munu þeir gera það og þá eru þeir illviðráðanlegir. Man U. hefur líka verið í miklum meiðslavandræðum sem hefur komið niður á þeim. En líkt og hjá okkur eiga þeir líkega eftir að rífa sig upp með hvelli.
Þetta verður svakalegur leikur. En ég er nokkuð viss um að við vinnum þennann leik. Fæstir hafa tekið lítið tillit til þess að við höfum verið í rosalegum meiðslavandræðum. Ég tel það vera ástæðu þess að við erum ekki með fleirri stig eftir þessa fyrstu leiki okkar. Nú erum við hinsvegar að fá leikmenn til baka og þá styrkist liðið. Í raun og veru er ég á þeirri skoðun að ef allir leikmenn liðsins eru heilir erum við ekki langt á eftir bestu liðum Englands. Þannig að ég held að við vinnum 1-2 sigur. Hinsvegar hefur Fergie lofað sigri á morgun. Ekki með óbeinum hætti heldur sagði hann "We will win the game on Sunday. Our performance level will win the game for us." Hinsvegar er það okkur í hag að leikmenn eins og Ronaldo, Park, Neville og Rooney verða ekki með og Van der Sar, Anderson og Saha eru tæpir og verða líklega ekki í byrjunrliðinu.
Ég horfði á leik Man U. gegn grönnum sínum um síðustu helgi. Þó þeir hafi tapað sýndu þeir að þeir geta sótt og haldið upp pressu í 90 mín. Það var aðeins frábærum varnarleik City manna að þakka að þeir fóru með öll þrjú stigin. Ég hef svolitlar áhyggjur af varnarleiknum okkar. Verði hann frábær munum við vinna leikinn. En getur maður treyst miðvörðunum Gardner og Rocha til að halda mönnum eins og Tevez, Nani eða Scholes niðri í 90 mín? Ég set gríðarlega stórt spurningamerki við Gardner því varnarleikurinn mun standa og falla með því hversu kvikir varnarmennirnir eru en það er stærsti veikleiki Gardners. En Zok mun vonandi hjálpa mikið til í vörninni.
Ég ætla að skjóta á bæði liðin.
Man U.
----------------------Kuszczak------------------------
Brown-------Ferdinand------Vidic--------Evra
Eagels-------Anderson------Hargreavs-----Nani
--------------------------Scholes-----------------
---------------------Tevez------------------------
Veit svo sem ekki hvort þetta sé raunhæft lið. Anderson er tæpur en ég set hann samt inn. Eagels var stórkostlegur á móti City, og hann á sætið skilið. Þeim vantar sóknarmenn og því held ég að þeir muni halda sig við 4-5-1, eða 4-3-3 eftir því hvernig á það er litið.
Spurs
--------------------------Robbo----------------------
Chimb.---------Gardner-------Rocha-----------Lee
Steed-----------Zokora--------Jenas----------Tainio
------------------Keane---------Berbatov-------------
Sko Bale er kominn aftur en ég von á að Jol vilji Lee frekar. Vörnin er löskuð eins og hún er og ég held að hann vilji ekki gera hana enn brothættari með því að koma inn með ungling í sínum fyrsta leik með liðinu í svo stórann leik. Miðjan verður svona uppstillt nema Jol vilji setja Steed á vinstri eða Routhy í stað Tainio. Berbatov er tæpur fyrir leikinn en ég held að hann spili samt því Bent er meiddur. Að mínu mati ættum við að leggja leikinn þannig upp að við reynum að sækja mikið upp vinstri kanntinn því þar er Wes Brown ekki að skila góðum leik, hann er umfram allt miðvörður og ræður því illa við stöðuna.
Hvernig sem þetta verður verður þetta áhugaverður leikur. Bæði lið hafa átt slaka byrjun vegna meiðslavandræða. Bæði lið geta eru í vandræðum með stöður á vellinum (miðvarðarstaðan hjá okkur, og framherjastaðan hjá þeim). Þannig að það er jafnt á komið með báðum liðum.
En eins og ég segji 1-2 fyrir okkur.
Coys!
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Mido og Jol
Nú á dögunum var Mido seldur til Boro. Það eru svona blendnar tilfinningar hjá mér varðandi þessa sölu. Ég hef alltaf haft miklar mætur á Mido og oft á tíðum tekið þátt í að verja hann þegar illa hefur gengið hjá honum. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að Mido er góður leikmaður og 6m/p verðmiði finnst mér eiginlega bara sanngjarn. Það var líka alltaf ljóst að Mido var ekki að fara spila neitt hlutverk hjá okkur þannig að ég skil þetta mjög vel. Ég á alveg eins von á því að Mido geti orðið með markahærri mönnum þetta tímabil, en sjáum til.
Eftir sigurleikinn í gær fór ég loks á spursspjallið og ákvað að kíkja á umræður um leikinn. Furðulegt hvað lítið er að gerast þegar vel gengur en allir eru tilbúnir að tjá sig þegar illa gengur? Ætli það sé stór hópur sem eru bara röflarar? Jah maður spyr sig.
Svo er þessi Jol umræða. Hún er náttúrulega bara copy/paste af liverpoolmönnum hérna um árið. Það voru aðeins liðnir nokkrir leikir af tímabilinu eftir að Liverpool vann CL meistaratitilinn að menn byrjuðu að tala um að Benitez væri ekki maðurinn til að ná árangri með Liverpool. Nú náði Jol besta árangri Spurs í áraraðir í fyrra og strax byrjað að tala um að það þurfi að fá nýjann mann í brúnna? Sorry en ég bara skil ekki hugmyndafræðina bakvið það að ef stjóri á frábært tímabil þarf hann að vinna fyrstu tvo leikina af næsta tímabili, eins og það sé prófsteinninn sem sker úr um hæfni stjórans????
Svo er ég ekki alveg að fatta rökin með að við séum búnir að eyða tugum millj./p og ekki meiri árangur en þetta. Þá skal ég uppljóstra hérna algjörum "shockkfactor" eftir mikla rannsóknarvinnu hef ég komist að því að liðin í kringum okkur hafa ekki staðið í stað. Öll liðin í kringum okkur hafa eytt tugum milljóna punda líka í leikmannakaup undanfarin tímabil.
Málið er þetta. Árangur liðsins hefur batnað með hverju tímabilinu síðan Jol tók við því. Þannig að liðið er að þróast og eflast undir hans stjórn. Jafnvel þó hann tapi nokkrum leikjum þá er það heildarmyndin sem ber að líta á.
Svo er reyndar annað þessu tengt. Það hafa borist fréttir af því að það sé ósætti milli stjórnarformanns og Jol. Það er alvarlegt mál og gæti orðið til þess að Jol yrði látinn fara, ef Jol fer þá tel ég þetta einu rökréttu skýringuna á því.
Eftir sigurleikinn í gær fór ég loks á spursspjallið og ákvað að kíkja á umræður um leikinn. Furðulegt hvað lítið er að gerast þegar vel gengur en allir eru tilbúnir að tjá sig þegar illa gengur? Ætli það sé stór hópur sem eru bara röflarar? Jah maður spyr sig.
Svo er þessi Jol umræða. Hún er náttúrulega bara copy/paste af liverpoolmönnum hérna um árið. Það voru aðeins liðnir nokkrir leikir af tímabilinu eftir að Liverpool vann CL meistaratitilinn að menn byrjuðu að tala um að Benitez væri ekki maðurinn til að ná árangri með Liverpool. Nú náði Jol besta árangri Spurs í áraraðir í fyrra og strax byrjað að tala um að það þurfi að fá nýjann mann í brúnna? Sorry en ég bara skil ekki hugmyndafræðina bakvið það að ef stjóri á frábært tímabil þarf hann að vinna fyrstu tvo leikina af næsta tímabili, eins og það sé prófsteinninn sem sker úr um hæfni stjórans????
Svo er ég ekki alveg að fatta rökin með að við séum búnir að eyða tugum millj./p og ekki meiri árangur en þetta. Þá skal ég uppljóstra hérna algjörum "shockkfactor" eftir mikla rannsóknarvinnu hef ég komist að því að liðin í kringum okkur hafa ekki staðið í stað. Öll liðin í kringum okkur hafa eytt tugum milljóna punda líka í leikmannakaup undanfarin tímabil.
Málið er þetta. Árangur liðsins hefur batnað með hverju tímabilinu síðan Jol tók við því. Þannig að liðið er að þróast og eflast undir hans stjórn. Jafnvel þó hann tapi nokkrum leikjum þá er það heildarmyndin sem ber að líta á.
Svo er reyndar annað þessu tengt. Það hafa borist fréttir af því að það sé ósætti milli stjórnarformanns og Jol. Það er alvarlegt mál og gæti orðið til þess að Jol yrði látinn fara, ef Jol fer þá tel ég þetta einu rökréttu skýringuna á því.
laugardagur, ágúst 18, 2007
Tottenham 4 - Derby 0
Vá! Þetta var einn magnaðasti leikur sem ég hef séð í langann tíma. Svakalega opinn og skemmtilegur. Það sýndi sig líka að vörnin styrktist helling þegar við gátum mannað vinstri bakvörðinn. Ég bara bjóst ekki við svona svakalegum sigri. Að skora 4 mörk og halda hreinu! Það er hreint ótrúlegt! Þvílíkur karakter! Þetta sýnir manni hverju maður má búast við þegar við getum mannað allar stöður á vellinum með okkar bestu mönnum.
Varðandi leikmennina var margt jákvætt í gangi. THUDD er greinilega orðinn liprari og þ.a.l betri. Steed var frábær. Jenas átti góða spretti. Routhledge var svo sannarlega betri en enginn. Í raun var enginn leikmaður að spila illa.
Það besta við þetta allt saman er að nú getur maður loksins farið að lesa umræður spursara aftur án þess að þurfa endalaust að heyra hvað allt sé ömurlegt og að það þurfi að reka Jol og selja helming leikmanna okkar af því að þeir eru svo lélegir o.fl. Nú get ég loksins séð spursara fagna og upphefja leikmennn og liðið sem ég elska.
Varðandi leikmennina var margt jákvætt í gangi. THUDD er greinilega orðinn liprari og þ.a.l betri. Steed var frábær. Jenas átti góða spretti. Routhledge var svo sannarlega betri en enginn. Í raun var enginn leikmaður að spila illa.
Það besta við þetta allt saman er að nú getur maður loksins farið að lesa umræður spursara aftur án þess að þurfa endalaust að heyra hvað allt sé ömurlegt og að það þurfi að reka Jol og selja helming leikmanna okkar af því að þeir eru svo lélegir o.fl. Nú get ég loksins séð spursara fagna og upphefja leikmennn og liðið sem ég elska.
föstudagur, ágúst 17, 2007
Tottenham - Derby
Já Derby á morgunn. Hvað á maður að segja? Ekki nóg með það að við höfum verið í bullandi vandræðum með að manna lið undanfarna leiki heldur halda menn áfram að meiðast. Flestir kunna að segja að við eigum að vinna þennann leik, en ég er ekki viss um að við séum með nógu sterkt lið til þess. Hefðu allir verið heilir hefði ég jafnvel krafist stórsigurs. En án Dawson, King, BAE, Lennon, Kaboul, Bale og Berbatov er Spurs bara alls ekki sterkt lið. Að mínu mati eru þarna 5 af 8 bestu leikmönnum liðsins meiddir. Það er ekkert lið í deildinni, þá meina ég EKKERT LIÐ sem hefur svo gríðarlega breydd að þau gætu haldið dampi án 5 af sínum bestu leikmönnum.
Ég ætla að vona að leikmenn nái að kreista allt út úr sjálfum sér á morgunn og að heppnin verði okkar megin. Ef það gerist eigum við í það minnsta von á jafntefli. Ef sigur næst er það frábært algjörlega stórkostlegt, og sigur er alls ekki óhugsandi í þessum leik.
Ég ætla að vona að leikmenn nái að kreista allt út úr sjálfum sér á morgunn og að heppnin verði okkar megin. Ef það gerist eigum við í það minnsta von á jafntefli. Ef sigur næst er það frábært algjörlega stórkostlegt, og sigur er alls ekki óhugsandi í þessum leik.
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
Tottenham 1- Everton 3
Ég kíkti á spursspjallið eftir leikinn á laugardaginn og omg! Held að ég sleppi bara alfarið að fara þangað inn núna.
Annars var fyrri hálfleikur alveg ótrúlega skemmtilegur, svona hlutlaust mat. Bæði lið sókndjörf og leikurinn galopinn. En því miður var seinnihálfleikurinn ekki jafn skemmtilegur. Þó við höfum tapað er samt framfarir frá fyrsta leik (þó það hafi verið fullt af vanköntum á leik okkar núna) og það er ég ánægður með. Við sóttum meira upp kanntana, Chimbonda var sæmilegur (var lélegur í gegn Sunderland), við sköpuðum okkur fleirri færi, Jol leggur leikinn vel upp, Gardner opnar markareikning okkar á tímabilinu ofl.
Auðvitað er maður svekktur með að hafa tapað leiknum. En það er leikur eftir þennann leik og allt það. Ég er ennþá bjartsýnn um góðann árangur í vetur. Við þurfum bara að sætta okkur við það að við erum ekki lið í úrvalsklassa þegar leikmenn eins og Dawson, King, BAE, Lee, Kaboul (að meðstu leiti), Bale og Lennon eru ekki með. Svona blóðtaka myndi lama hvaða lið sem er.
Annars var fyrri hálfleikur alveg ótrúlega skemmtilegur, svona hlutlaust mat. Bæði lið sókndjörf og leikurinn galopinn. En því miður var seinnihálfleikurinn ekki jafn skemmtilegur. Þó við höfum tapað er samt framfarir frá fyrsta leik (þó það hafi verið fullt af vanköntum á leik okkar núna) og það er ég ánægður með. Við sóttum meira upp kanntana, Chimbonda var sæmilegur (var lélegur í gegn Sunderland), við sköpuðum okkur fleirri færi, Jol leggur leikinn vel upp, Gardner opnar markareikning okkar á tímabilinu ofl.
Auðvitað er maður svekktur með að hafa tapað leiknum. En það er leikur eftir þennann leik og allt það. Ég er ennþá bjartsýnn um góðann árangur í vetur. Við þurfum bara að sætta okkur við það að við erum ekki lið í úrvalsklassa þegar leikmenn eins og Dawson, King, BAE, Lee, Kaboul (að meðstu leiti), Bale og Lennon eru ekki með. Svona blóðtaka myndi lama hvaða lið sem er.
laugardagur, ágúst 11, 2007
Sunderland 1 - Tottenham 0
Þvílík hörmung. Við eigum eftir að þurfa berjast fyrir sæti okkar í deildinni í vetur. Við getum alveg gleymt öllum evrópukeppnum á næsta ári.
Nei bara grínast. Ég er ennþá sicknote í draumaheimi ;)
Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessum leik. Hann var viss vonbrigði en svona samt ekki. Hann var illa spilaður en það eru til skýringar á því. Þannig að svona all in all þá er ég bara rólegur yfir þessu en svona smá svekktur yfir því að við vorum óheppnir.
Ég vissi það alltaf fyrir leik að þetta yrði erfiður leikur. Sunderland var að spila fyrsta leik sinn í Pl eftir nokkra bið og mættu baráttuglaðir, staðráðnir í að sanna sig sem fyrst í deild þeirra bestu. Þeir eru öflugir á heimavelli en við erum ekki mjög öflugir á útivelli. Þannig að það var viðbúið að þetta gæti orðið jafn leikur.
Ofan á það allt saman vorum við í hrikalega miklum meiðslavandræðum. Það voru þrír vinstri bakverðir meiddir og báðir (aðal) miðverðirnir voru meiddir. Þetta þýddi það að undir eðlilegum kringumstæðum var einn leikmaður í vörninni sem á að vera í vörninni, Chimbonda. Til viðbótar við vinstri bak meiðslin var Lennon líka meiddur. Það var því vitað að við værum vængbrotnir (vinstri og hægri vængur).
Ég veit ekki alveg með Steed. Sjónvarpsmennirnir settu hann á hægri vænginn en ég gat ekki betur séð en að hann spilaði allann leikinn vinstrameginn. Þetta gerði það að verkum að við sóttum allann leikinn upp miðjann völlinn og því voru færin svona fá. Sunderland átti í litlum vandræðum með að þjappa sex manna varnarlínuna fyrir framan markið. Ekki bætti það úr skák að Chimbonda var ekki í takt við leikinn, og Jenas var slakur að venju á miðsvæðinu. Með þann mannskap sem Jol hafði úr að velja í dag hefði ég sett Jenas í hægri vænginn (því hann er yfirleitt fínn í þeirri stöðu) og Steed á vinstri. Eða Steed í hægri og Keane á vinstri. Allavega fannst mér Jol ekki gera neitt til að leysa úr vandamálunum á könntunum í þessum leik. Það var bara hent inn fleirri strækerum sem sækja alltaf inn að miðju. Það vantaði í leikinn að við sköpuðum eitthvað á könntunum bæði til að hafa fjölbreyttni í sóknarleiknum og til að dreyfa varnarmönnum Sunderland.
En svona heilt yfir þá er ég ekkert að farast úr reiði. Horfi bara til þess að Robbo virðist vera í fínu formi og átti tvær frábærar markvörslur, og Kaboul var að standa sig feikivel. Tek það góða úr leiknum og býst við okkur sterkum þegar eitthvað af þessum leikmönnum skilar sér úr meiðslum.
Nei bara grínast. Ég er ennþá sicknote í draumaheimi ;)
Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessum leik. Hann var viss vonbrigði en svona samt ekki. Hann var illa spilaður en það eru til skýringar á því. Þannig að svona all in all þá er ég bara rólegur yfir þessu en svona smá svekktur yfir því að við vorum óheppnir.
Ég vissi það alltaf fyrir leik að þetta yrði erfiður leikur. Sunderland var að spila fyrsta leik sinn í Pl eftir nokkra bið og mættu baráttuglaðir, staðráðnir í að sanna sig sem fyrst í deild þeirra bestu. Þeir eru öflugir á heimavelli en við erum ekki mjög öflugir á útivelli. Þannig að það var viðbúið að þetta gæti orðið jafn leikur.
Ofan á það allt saman vorum við í hrikalega miklum meiðslavandræðum. Það voru þrír vinstri bakverðir meiddir og báðir (aðal) miðverðirnir voru meiddir. Þetta þýddi það að undir eðlilegum kringumstæðum var einn leikmaður í vörninni sem á að vera í vörninni, Chimbonda. Til viðbótar við vinstri bak meiðslin var Lennon líka meiddur. Það var því vitað að við værum vængbrotnir (vinstri og hægri vængur).
Ég veit ekki alveg með Steed. Sjónvarpsmennirnir settu hann á hægri vænginn en ég gat ekki betur séð en að hann spilaði allann leikinn vinstrameginn. Þetta gerði það að verkum að við sóttum allann leikinn upp miðjann völlinn og því voru færin svona fá. Sunderland átti í litlum vandræðum með að þjappa sex manna varnarlínuna fyrir framan markið. Ekki bætti það úr skák að Chimbonda var ekki í takt við leikinn, og Jenas var slakur að venju á miðsvæðinu. Með þann mannskap sem Jol hafði úr að velja í dag hefði ég sett Jenas í hægri vænginn (því hann er yfirleitt fínn í þeirri stöðu) og Steed á vinstri. Eða Steed í hægri og Keane á vinstri. Allavega fannst mér Jol ekki gera neitt til að leysa úr vandamálunum á könntunum í þessum leik. Það var bara hent inn fleirri strækerum sem sækja alltaf inn að miðju. Það vantaði í leikinn að við sköpuðum eitthvað á könntunum bæði til að hafa fjölbreyttni í sóknarleiknum og til að dreyfa varnarmönnum Sunderland.
En svona heilt yfir þá er ég ekkert að farast úr reiði. Horfi bara til þess að Robbo virðist vera í fínu formi og átti tvær frábærar markvörslur, og Kaboul var að standa sig feikivel. Tek það góða úr leiknum og býst við okkur sterkum þegar eitthvað af þessum leikmönnum skilar sér úr meiðslum.
sunnudagur, ágúst 05, 2007
Sunderland - Tottenham
Sunderland - Tottenham
Laugardaginn 11 ágúst kl: 11:45 á Stadium Of Lights
Laugardaginn 11 ágúst kl: 11:45 á Stadium Of Lights
Sunderland
Stofnað : 1879
Heimavöllur: Stadium of Lights (49.000)
Gælunafn: The Black Cats
Stjóri: Roy Keane
Nágrannarígur: Newcastle
Á meðan flest lið hafa verið stofnuð af krikketliðum sem hafa viljað halda sér í formi yfir vetrartímann eða af iðnaðarmönnum, var Sunderland stofnað af kennara.
Sunderland varð fyrsta liðið sem fékk inngöngu inn í ensku deildina eftir að hún var stofnuð af nokkrum liðum árið 1888. Sunderland hefur 6 sinnum unnið efstudeild, síðast árið 1936. Gullaldarár þeirra voru um lok 18. aldar. Undanfarin ár hafa Sunderland verið eins og jójó milli efstu og næstefstudeildar. Stuðningsmenn Sunderland sjá þó fram á bjarta tíma með tilkomu Roy Keane.
Roy Keane var ráðinn framkvæmdarstjóri eftir að liðið hafði tapað 5 af fyrstu 6 leikjum liðsins. Honum tókst heldur betur að berja saman liðið því liðið náði m.a að spila 17 leiki í röð án taps. Sunderland náði svo að tryggja sér sæti í PL með 5-0 sigri á útivelli gegn Luton í lokaumferðinni. Með sigrinum urðu þeir efstir og sluppu við umspil um sæti í PL. Eftir tímabilið var Roy Keane svo kosinn framkvæmdastjóri ársins í kókdeildinni.
Roy Keane hefur í sumar eytt um 24 millj. punda í leikmannakaup, þar má nefna menn eins og Kieran Richardson og Michael Chopra. Ekki má gleyma furðulegustu kaupum sumarsins, þegar Keane lagði út 9 m/p fyrir markmann Harts, Craig Gordon að nafni. Aðrir leikmenn sem þið gætuð kannast við eru Dwight Yorke, Marton Fulop (fyrrum varamarkvörður Spurs), Dickson Etuhu, Graham Kavanagh og Stanislav Varga. Þetta eru allavega þau nöfn sem hringja bjöllum hjá mér.
Tottenham
Tottenham hefur verið að standa sig vel í sumar, bæði á leikmannamarkaði og í undirbúningsleikjunum. Við höfum verið að fá nokkra unga og mjög efnilega leikmenn eins og Bale, Kaboul, Taarabt og Prince-Boateng. Tilkoma Darren Bent mun styrkja okkur töluvert fram á við og vonandi að við fáum að sjá nokkra stórsigra í vetur.
Við höfum unnið alla leiki okkar á undirbúningstímabilinu og leikmenn virðast koma ágætlega undan sumarleyfum. Hinsvegar má alls ekki gleyma því að undirbúningstímabilið er ekki mælikvarði á hvar lið stendur. Þessir leikir eru oftast svona vináttuleikir þar sem menn fara lítið í tæklingar og leikmenn oft prófaðir í nýjum stöðum í nýjum leikkerfum. Úrslit eru aukaatriði í þessum leikjum.
Leikurinn
Þessi leikur gæti verið mjög erfiður fyrir okkur. Leikmenn Sunderland hafa beðið eftir að spila í úrvalsdeild í rúmt ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir eru að fara í leikinn með því hugarfari að sýna sig og sanna. Þeir vita það líka að pressan er ekki á þeim í þessum leik. Undir stjórn Keane hefur Sunderland aðeins tapað tveim heimaleikjum en unnið 14. Þó það hafi verið í kókdeildinni þá sýnir það engu að síður það að þeir eru sterkir á heimavelli. Hinsvegar náðum við aðeins 5 sigrum á útivelli í fyrra. Það þýðir 15 stig af 57 mögulegum!!!
Þeir hafa það líka fram yfir okkur að þegar þessi orð eru skrifuð er enginn leikmaður á meiðslalista hjá þeim. Hinsvegar eru nokkur stór nöfn á okkar meiðslalista eins og King, Ekotto, Lennon, Lee og Bale er tæpur.
Við höfum því alls ekki efni á því að vera með eitthvað vanmat. Ef maður lærði eitthvað af síðasta tímabili var það það að enginn útileikur er bókuð 3 stig.
Hinsvegar komum við inní leikinn sem sterkari aðilinn. Við hljótum að teljast sigurstranglegri í þessum leik. Við "eigum" að vinna þetta lið og þó það eigi ekki eftir að verða auðvelt er ég viss um að við tökum 3 stig úr þessum leik. 1-3 ætla ég að spá þessum fyrsta leik úrvalsdeildarinnar.
Liðið
----------------------Robbo------------------------
Chimpo---------Daws------Kaboul-------Bale
Lennon---------Jenas------Zokora------Steed
------------------Keane------Berbatov------------
Það er alltaf erfitt að spá hvernig þetta lítur út í fyrstu leikjunum. Það er spurning hvort Jol vilji byrja með Kaboul eða Rocha. Líklega mun það vera Kaboul. Svo er spurning hvort Bale verði orðinn fitt. Ef ekki gæti Tainio spilað vinstri bak. Svo veit maður ekki hvort Bent sé fyrsti valkostur við hlið Berbatov eða hvort það verður Keane. En hvernig sem það verður þá held ég að þetta lið sé nokkuð nálægt lagi.
Tölfræði
*Við höfum mætt Sunderland 12 sinnum í PL og unnið 9 og aðeins tapað 2 leikjum.
*Eftir því sem ég kemst næst er þetta fyrsti leikurinn sem Spurs spilar á dagsetningunni 11 ágúst (í það minnsta frá árinu 1911).
* Spili Berbatov og Chimbonda munu þeir báðir spila sinn fimmtugasta leik í Spurstreyju.
Nú er bara að bíða eins og barn eftir jólunum til fyrsta leiksins. Góða skemmtun!
Coys!
Stofnað : 1879
Heimavöllur: Stadium of Lights (49.000)
Gælunafn: The Black Cats
Stjóri: Roy Keane
Nágrannarígur: Newcastle
Á meðan flest lið hafa verið stofnuð af krikketliðum sem hafa viljað halda sér í formi yfir vetrartímann eða af iðnaðarmönnum, var Sunderland stofnað af kennara.
Sunderland varð fyrsta liðið sem fékk inngöngu inn í ensku deildina eftir að hún var stofnuð af nokkrum liðum árið 1888. Sunderland hefur 6 sinnum unnið efstudeild, síðast árið 1936. Gullaldarár þeirra voru um lok 18. aldar. Undanfarin ár hafa Sunderland verið eins og jójó milli efstu og næstefstudeildar. Stuðningsmenn Sunderland sjá þó fram á bjarta tíma með tilkomu Roy Keane.
Roy Keane var ráðinn framkvæmdarstjóri eftir að liðið hafði tapað 5 af fyrstu 6 leikjum liðsins. Honum tókst heldur betur að berja saman liðið því liðið náði m.a að spila 17 leiki í röð án taps. Sunderland náði svo að tryggja sér sæti í PL með 5-0 sigri á útivelli gegn Luton í lokaumferðinni. Með sigrinum urðu þeir efstir og sluppu við umspil um sæti í PL. Eftir tímabilið var Roy Keane svo kosinn framkvæmdastjóri ársins í kókdeildinni.
Roy Keane hefur í sumar eytt um 24 millj. punda í leikmannakaup, þar má nefna menn eins og Kieran Richardson og Michael Chopra. Ekki má gleyma furðulegustu kaupum sumarsins, þegar Keane lagði út 9 m/p fyrir markmann Harts, Craig Gordon að nafni. Aðrir leikmenn sem þið gætuð kannast við eru Dwight Yorke, Marton Fulop (fyrrum varamarkvörður Spurs), Dickson Etuhu, Graham Kavanagh og Stanislav Varga. Þetta eru allavega þau nöfn sem hringja bjöllum hjá mér.
Tottenham
Tottenham hefur verið að standa sig vel í sumar, bæði á leikmannamarkaði og í undirbúningsleikjunum. Við höfum verið að fá nokkra unga og mjög efnilega leikmenn eins og Bale, Kaboul, Taarabt og Prince-Boateng. Tilkoma Darren Bent mun styrkja okkur töluvert fram á við og vonandi að við fáum að sjá nokkra stórsigra í vetur.
Við höfum unnið alla leiki okkar á undirbúningstímabilinu og leikmenn virðast koma ágætlega undan sumarleyfum. Hinsvegar má alls ekki gleyma því að undirbúningstímabilið er ekki mælikvarði á hvar lið stendur. Þessir leikir eru oftast svona vináttuleikir þar sem menn fara lítið í tæklingar og leikmenn oft prófaðir í nýjum stöðum í nýjum leikkerfum. Úrslit eru aukaatriði í þessum leikjum.
Leikurinn
Þessi leikur gæti verið mjög erfiður fyrir okkur. Leikmenn Sunderland hafa beðið eftir að spila í úrvalsdeild í rúmt ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir eru að fara í leikinn með því hugarfari að sýna sig og sanna. Þeir vita það líka að pressan er ekki á þeim í þessum leik. Undir stjórn Keane hefur Sunderland aðeins tapað tveim heimaleikjum en unnið 14. Þó það hafi verið í kókdeildinni þá sýnir það engu að síður það að þeir eru sterkir á heimavelli. Hinsvegar náðum við aðeins 5 sigrum á útivelli í fyrra. Það þýðir 15 stig af 57 mögulegum!!!
Þeir hafa það líka fram yfir okkur að þegar þessi orð eru skrifuð er enginn leikmaður á meiðslalista hjá þeim. Hinsvegar eru nokkur stór nöfn á okkar meiðslalista eins og King, Ekotto, Lennon, Lee og Bale er tæpur.
Við höfum því alls ekki efni á því að vera með eitthvað vanmat. Ef maður lærði eitthvað af síðasta tímabili var það það að enginn útileikur er bókuð 3 stig.
Hinsvegar komum við inní leikinn sem sterkari aðilinn. Við hljótum að teljast sigurstranglegri í þessum leik. Við "eigum" að vinna þetta lið og þó það eigi ekki eftir að verða auðvelt er ég viss um að við tökum 3 stig úr þessum leik. 1-3 ætla ég að spá þessum fyrsta leik úrvalsdeildarinnar.
Liðið
----------------------Robbo------------------------
Chimpo---------Daws------Kaboul-------Bale
Lennon---------Jenas------Zokora------Steed
------------------Keane------Berbatov------------
Það er alltaf erfitt að spá hvernig þetta lítur út í fyrstu leikjunum. Það er spurning hvort Jol vilji byrja með Kaboul eða Rocha. Líklega mun það vera Kaboul. Svo er spurning hvort Bale verði orðinn fitt. Ef ekki gæti Tainio spilað vinstri bak. Svo veit maður ekki hvort Bent sé fyrsti valkostur við hlið Berbatov eða hvort það verður Keane. En hvernig sem það verður þá held ég að þetta lið sé nokkuð nálægt lagi.
Tölfræði
*Við höfum mætt Sunderland 12 sinnum í PL og unnið 9 og aðeins tapað 2 leikjum.
*Eftir því sem ég kemst næst er þetta fyrsti leikurinn sem Spurs spilar á dagsetningunni 11 ágúst (í það minnsta frá árinu 1911).
* Spili Berbatov og Chimbonda munu þeir báðir spila sinn fimmtugasta leik í Spurstreyju.
Nú er bara að bíða eins og barn eftir jólunum til fyrsta leiksins. Góða skemmtun!
Coys!
laugardagur, ágúst 04, 2007
Spá/vangaveltur fyrir komandi tímabil
Þá er það fyrsti pósturinn um komandi tímabil, og þar langar mér aðeins að vellta fyrir mér möguleikum okkar. Ég ætla að byrja á að telja upp þau lið sem við munum ekki vera berjast við.
Manchester United
Chelsea
Liverpool.
Auðvitað er aldrei hægt að segja aldrei. Á pappírunum eru þessi lið bara einfaldlega of sterk. En fótbolti er fullur af óvæntum uppákomum. En ef við horfum t.d á Man U. Þá eru þeir að fara vinna CL í ár sé tekið mið af mannskapnum. En auðvitað gæti það orðið basl hjá Fergie að pússla saman þessum stjörnum. En líkurnar á því eru litlar.
Chelsea er líka klassanum fyrir ofan okkur. Frábær mannskapur og engar byltingar á leikmannamarkaðnum í sumar. Ég er eiginlega mest viss um að þeir verði í topp 3 af öllum liðunum. Litlar breytingar þýða oftast meiri stöðugleika.
Liverpool hafa verið grimmir á leikmanna markaðnum í sumar. Leikmenn eins og Babel og Voronin munu styrkja liðið mjög mikið og hópurinn er nægilega sterkur til að þeir geti verið að slást um Englandsmeistara titilinn. Það er ekki ónýtt að hafa Voronin, Kuyt og Crouch til að velja úr sem framherja og geta þá haft mann eins og Torres á bekknum.
Þá er bara spurning um fjórða sætið. Ég blæs á allar raddir sem segja að Spurs eigi það sæti á silfurfati eftir að Henry fór frá Arsenal. Nú er ég ekkert að fara upphefja Arsenal neitt sérstaklega en við spiluðum held ég 4 leiki gegn Arsenal í fyrra án þess að Henry kæmi við sögu. Tölfræðilega voru þeir samt sterkari en við. Arsenal brilleraði í bikarkeppnunum (allavega annari) án Henry. Auðvitað var hann frábær hjá þeim en við skulum þó ekki halda að Arsenal hafi staðið og fallið með Henry.
Hinsvegar eigum við alveg góða möguleika á að enda ofar en Arsenal. Fjórða sætið er alveg raunhæfur möguleiki. En það er fásinna að ætla að það verði auðvelt að ná því. Við þurfum að spila fanta vel og hafa heppni með okkur til að ná fjórða sætinu. Það myndi ekki koma mér á óvart þó að það yrðu Arsenal, Blackburn og Spurs sem væru að berjast um þetta sæti fram í lokaumferðina. Ég myndi allavega vilja sjá það sem markmið (vill ekki tala um það sem kröfu eins og sumir) fyrir þetta tímabil að við myndum enda í 4. sæti.
Smá svona skemmtilegar og óskemmtilegar vangaveltur
Undanfarin tímabil hafa einkennst af lægð eftir áramót. Janúar og febrúar hafa ekki verið að skila miklu undanfarin ár. Í ár lítur janúar og febrúar svona út:
Aston Villa - úti
Chelsea - úti
Sunderland - heima
Evert0n - úti
Man U. - heima
Derby - úti
Chelsea - Heima
Ég myndi segja að líkurnar á rýrum upphafsmánuðum næsta árs séu nokkuð miklar. En mars og Apríl hafa verið okkar mánuðir og leikjaplanið þar gefur góð fyrirheit.
Svona af því að ég er byrjaður að spá eins og norn langar mig að henda fram nokkrum spám í viðbót svona til að geta sagt "I told you so" þegar tímabilið er búið.
*Zokora verður frábær á þessu tímabili.
*Prince (nýji maðurinn með þrjú nöfnin) á eftir að koma á óvart.
*Taarabt mun verða svona ágætur á þessu tímabili (verður svona frískur af bekknum í nokkrum leikjum).
*Defoe á því miður ekki eftir að ná sér á strik þetta tímabilið en nær þó nokkrum góðum leikjum fyrir áramót.
*BAE á eftir að sanna sig sem vinstri bakvörður nr 1 hjá Spurs (kannski meiri óskhyggja en spá).
*Steed og Tainio eiga eftir að verða ansi mikilvægir leikmenn á tímabilinu.
Coys!
Manchester United
Chelsea
Liverpool.
Auðvitað er aldrei hægt að segja aldrei. Á pappírunum eru þessi lið bara einfaldlega of sterk. En fótbolti er fullur af óvæntum uppákomum. En ef við horfum t.d á Man U. Þá eru þeir að fara vinna CL í ár sé tekið mið af mannskapnum. En auðvitað gæti það orðið basl hjá Fergie að pússla saman þessum stjörnum. En líkurnar á því eru litlar.
Chelsea er líka klassanum fyrir ofan okkur. Frábær mannskapur og engar byltingar á leikmannamarkaðnum í sumar. Ég er eiginlega mest viss um að þeir verði í topp 3 af öllum liðunum. Litlar breytingar þýða oftast meiri stöðugleika.
Liverpool hafa verið grimmir á leikmanna markaðnum í sumar. Leikmenn eins og Babel og Voronin munu styrkja liðið mjög mikið og hópurinn er nægilega sterkur til að þeir geti verið að slást um Englandsmeistara titilinn. Það er ekki ónýtt að hafa Voronin, Kuyt og Crouch til að velja úr sem framherja og geta þá haft mann eins og Torres á bekknum.
Þá er bara spurning um fjórða sætið. Ég blæs á allar raddir sem segja að Spurs eigi það sæti á silfurfati eftir að Henry fór frá Arsenal. Nú er ég ekkert að fara upphefja Arsenal neitt sérstaklega en við spiluðum held ég 4 leiki gegn Arsenal í fyrra án þess að Henry kæmi við sögu. Tölfræðilega voru þeir samt sterkari en við. Arsenal brilleraði í bikarkeppnunum (allavega annari) án Henry. Auðvitað var hann frábær hjá þeim en við skulum þó ekki halda að Arsenal hafi staðið og fallið með Henry.
Hinsvegar eigum við alveg góða möguleika á að enda ofar en Arsenal. Fjórða sætið er alveg raunhæfur möguleiki. En það er fásinna að ætla að það verði auðvelt að ná því. Við þurfum að spila fanta vel og hafa heppni með okkur til að ná fjórða sætinu. Það myndi ekki koma mér á óvart þó að það yrðu Arsenal, Blackburn og Spurs sem væru að berjast um þetta sæti fram í lokaumferðina. Ég myndi allavega vilja sjá það sem markmið (vill ekki tala um það sem kröfu eins og sumir) fyrir þetta tímabil að við myndum enda í 4. sæti.
Smá svona skemmtilegar og óskemmtilegar vangaveltur
Undanfarin tímabil hafa einkennst af lægð eftir áramót. Janúar og febrúar hafa ekki verið að skila miklu undanfarin ár. Í ár lítur janúar og febrúar svona út:
Aston Villa - úti
Chelsea - úti
Sunderland - heima
Evert0n - úti
Man U. - heima
Derby - úti
Chelsea - Heima
Ég myndi segja að líkurnar á rýrum upphafsmánuðum næsta árs séu nokkuð miklar. En mars og Apríl hafa verið okkar mánuðir og leikjaplanið þar gefur góð fyrirheit.
Svona af því að ég er byrjaður að spá eins og norn langar mig að henda fram nokkrum spám í viðbót svona til að geta sagt "I told you so" þegar tímabilið er búið.
*Zokora verður frábær á þessu tímabili.
*Prince (nýji maðurinn með þrjú nöfnin) á eftir að koma á óvart.
*Taarabt mun verða svona ágætur á þessu tímabili (verður svona frískur af bekknum í nokkrum leikjum).
*Defoe á því miður ekki eftir að ná sér á strik þetta tímabilið en nær þó nokkrum góðum leikjum fyrir áramót.
*BAE á eftir að sanna sig sem vinstri bakvörður nr 1 hjá Spurs (kannski meiri óskhyggja en spá).
*Steed og Tainio eiga eftir að verða ansi mikilvægir leikmenn á tímabilinu.
Coys!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)