Upphitun frá fyrri viðureign okkar á tímabilinu á Old Trafford
Já þá er komið að stórleik umferðarinnar. Við erum að fara keppa á móti efsta og ég leyfi mér að segja besta liði deildarinnar Manchester Utd. Það er í raun fátt sem ég get sagt sem ætti að vinna með okkur í þessum leik. Manchester átti auðveldann leik á miðvikudaginn gegn Watford sem þeir unnu 4-0 á meðan við áttum mjög erfiðann leik sem var framlengdur á miðvikudaginn. Á meðan leikmenn Utd. fögnuðu sigrinum láu leikmenn Spurs í sárum sínum yfir tapinu. Það ætti því að vera töluvert meiri stemming í búningsklefa gestanna. Maður var vanur að geta alltaf huggað sig við að við værum ósigrandi á heimavelli, en það er liðin tíð eftir að hafa tapað síðustu tveimur heimaleikjunum í deildinni.
Það er því lítil ástæða til bjartsýni fyrir þennann leik. En það er allt hægt í fótbolta og af þeim sökum ætla ég að spá okkur sigri (þó ég færi nú ekki að leggja aleiguna undir). Í besta falli höfum við náð botninum eftir að hafa dottið úr deildarbikarnum. Þá er leiðin bara upp á við. Var það ekki West Ham sem náði botninum fyrir leik sinn gegn Man U. og vann þá? Minnir það. Það sýnir okkur að þetta er ekki útilokað. Ég er að vonast eftir að leikmenn séu búnir að fá nóg af þessu rausi í stuðningsmönnum og ætli nú að snúa við blaðinu fyrir framan 30.000 stuðningsmenn sína. Ég vona að leikmenn sjái leikinn sem tækifæri til að fá uppreisn æru og leggi allt í sölurnar. Ég vona líka að Man U. sjái allt það neikvæða sem er í gangi hjá okkur og líti á Spurs sem auðvelda bráð (þ.e vanmeti okkur). Ef að þetta gengur eftir ættum við að eiga ágætis möguleika.
En hin hliðin á peningnum er auðvitað að leikmenn séu hvorki búnir að jafna sig andlega né líkamlega og við töpum illilega.
Liðið
-------------------Robbo-------------------
Chimb.-------Daws----Gardner-----Lee
Lennon------THUDD--Jenas------Steed
---------------Berbatov---Keane----------
Nú held ég að ég þurfi ekki að rökstyðja margt. Það er svosem allt eins líklegt að það verði Rocha sem spili við hlið Dawson. Rocha er ekki eins þreyttur, en ég er svolítið hræddur um að mistökin hans í leiknum gegn Arsenal sitji eitthvað í honum. Það er eitthvað sem Jol verður að meta. Lee er þarna því ég held að Jol líti á hann sem jafningja Ekotto og vilji því fá óþreyttan mann þarna inn. Það sama á við um THUDD hann vill frekar fá inn óþreyttan mann en að spila Zokora þó hann hafi verið mjög góður í síðasta leik. Ég set Jenas þarna inn þó svo að ég vilji helst ekki að hann spili. Jenas er nýstiginn upp úr meiðslum sem ég tel hafa orsakast af miklu leikjaálagi. Mér finnst það geta orðið afdrifarík áhætta á að láta Jenas spila svona stíft svo stuttu eftir að hafa stigið upp úr meiðslum. En ég held að fyrst Tainio er enn meiddur finnst Jol hann tilneyddur til að spila Jenas. Ég er á því að Jol spili Keane frekar en Defoe þar sem ég hef haft það á tilfinningunni að það sé eitthvað að hjá Defoe, eða hann sé kominn í lægð. Það er svo sem kannski heldur ekkert hægt að segja að Keane sé neitt í feiknar formi þessa dagana. Annars eru þetta bara getgátur og það kæmi mér ekkert á óvart þó Defoe spilaði, þetta er bara 50/50 í mínum augum.
Ef einhverjum finnst ég ekki hafa verið jafn jákvæður nú og oft áður er það af ásetningi gert. Ég vill ekki að menn verði of kröfuharðir um sigur eða jafntefli á morgun. Ég vona að ef við náum jafntefli á morgun verði hátíð hjá okkur. Sama þótt við höfum átt eitt skot á markið eða 40, sama þó liðið hafi verið að spila vel eða ekki, sama þó að við hefðum átt að vera búnir að skora 5 mörk, sama þó Robbo hefði átt að verja skotið, sama þó Keane hafi klappað boltanum of mikið, bara sama hvað...
Dómari leiksins verður Mark Clattenburg. Sá hinn sami og dæmdi 3-1 sigurleikinn okkar gegn Wigan í nóv. En Clattenburg hefur verið ragastur allra dómara við að lyfta rauðaspjaldinu. Hann hefur aldrei gefið rautt spjald í þeim 17 leikjum sem hann hefur dæmt í PL.
Ég ætla spá því að Utd skori fyrst, því ef við gerum það þá eigum við eftir að detta til baka. Tottenham á svo eftir að jafna metin á 80 mínútu og Utd. fari í stórsókn og Lennon skori svo úr skyndisókn á þegar tvær mínútur eru eftir af leiknum. 2-1.
Mjög óraunhæft að spáin gangi eftir, en ef menn meiga ekki dreyma í "bjartsýnislandi", hvar þá? :)
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Skemmtileg upphitun að vanda..
Draumur í dós að vinna Man Utd ... það er líka draumur að vinna 150 milljónir punda í lottóinu hérna í UK. Draumur að fá að spila með Tottenham fyrir framan fullt hús á White Hart Lane ... :o)
Margir er draumarnir... og ég held að leikurinn á morgun verði í meira lagi ójafn. Man Utd er hreinlega sterkasta og besta liðið í deildinni þessa stundina og held ég að við komum ekki til með að ráða við liðið.
Lið með C.Ronaldo svona heitann, Rooney farinn að skora reglulega, Saha að koma tilbaka úr meiðslum og bara yfir höfuð mjög stabílt lið í alla staði. Ferguson búinn að búa til frábært lið, maður verður að taka hattinn ofan fyrir honum. Góð kaup og ekki dýr margir af þessum leikmönnum .. Ronaldo, Saha, Vidic, Evra, Heinze ..
En í fótboltanum er allt mögulegt ... og leikurinn á morgun byrjar 0-0 .. og á meðan það er staðan, erum við enn inn í leiknum og með 1 stig í hús. Við gátum unnið Chelsea loksins fyrr í vetur, svo það er alltaf "smá" sjéns að kraftaverkin gerist.
Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að joina Sicknote í "bjartsýnislandi" ... en auðvitað er maður bjartsýnn fyrir leikinn á að við sigrum þetta ... en á sama tíma er ég næstum sure á því að við komum til með að tapa þessum leik. Bara vegna þess hvernig liðið hefur verið að standa sig upp á síðkastið.
Spái 1-3 ... verðum yfirspilaðir af besta liði UK þessa stundina.
Þessi leikur verður sá fyrsti af 6 leikjum okkar í feb og mars ... og tel ég mjög mikilvægt að ná í stig í þessum leik til að koma sjálfstraustinu í gang. Ef við spilum eins og lið, sýnum baráttu og sigurvilja í næstu leikjum ... þá eigum við með góðu móti að geta tekið inn 14 stig í næstu 6 leikjum, Man U (H) , Sheff Utd (Ú), Bolton (H) , West Ham (Ú) , Watford (H) og Reading (H).. sem gæti komið okkur langleiðina að 5. sætinu í deildinni. En grundvöllurinn fyrir svoleiðis spámennsku og vonum er að liðið fari nú að taka sig saman í andlitinu og fari að spila sem ein heild, einn fyrir alla og allir fyrir einn, berjast til síðasta blóðdropa og gefa sig 110% í þetta.
Spurs 4Ever
Birgir
Skrifa ummæli