föstudagur, september 01, 2006
Upphitun
Manchester Utd.
Stofnað: 1878 (1902 undir réttu nafni).
Nágrannar: Manchester City
Gælunafn: Red Devils/Man U.
Heimavöllur: Old Trafford.
Stjóri Alex Ferguson.
Man U. var stofnað árið 1878 undir nafninu Newton Heath FC. Newton Heath var samansafn verkamanna sem unnu við að leggja járnbrautateina. Árið 1902 þegar félagið var nærri gjaldþrota keypti maður að nafni John Henry Davies liðið og breytti nafninu í Manchester Utd.Fc.
Manchester er stór borg í norður Englandi. Manchester er sjötta stærsta borg Englands með um 450.000 íbúa. Heimavöllurinn Old Trafford er staðsettur í Trafford hverfinu eins og nafnið gefur til kynna. Old Trafford tekur nú um 76.000 áhorfedur. Völlurinn var tekinn í gagnið árið 1910. Síðan þá hafa miklar endurbætur átt sér stað og er hann nú einn glæsilegasti völlurinn í Evrópu. Manchester United er af mörgum talið stærsti fótboltaklúbbur heimsins. Þeir hafa gríðarlegan stóra aðdáenda hópa um allann heim. Man U er tekjuhæsta fótboltafélag heimsins í dag. Þeir gerðu nýverið auglýsingasamning við tryggingafélagið AIG sem er fjórða stærsta fyritæki í heiminum í dag skv. Forbes.
Manchester
Manchester hafa byrjað tímabilið geysilega vel. Þeir eru einir á toppi deildarinnar með 9 stig úr þremur umferðum. Þeir hafa markatöluna 10-2. Það er nokkuð ljóst að þeir verða með í baráttunni um englandsmeistaratitilinn í ár eins og undanfarin ár. Alex Ferguson hefur nú ekki beint verið iðinn við kolann á leikmannamarkaðnum í sumar. Þeir keyptu eins og hver einasti Tottenhammaður veit Michael Carrick frá okkur fyrir væna fúlgu. Þeir misstu reyndar frá sér markamaskínuna Ruud Van Nistelrooy en engin önnur stóráföll. Það er í raun furðulegt að þrátt fyrir að missa einn mesta markaskorarann sinn undanfarin ár hafa þeir skorað lang flest mörkin í deildinni sem komið er.
Meiðsli og leikbönn
Wayne Rooney og Paul Scholes verða í leikbanni í leiknum gegn okkur á Laugardaginn. Gary Neville, Gabriel Heinze og Vidic eru allir tæpir fyrir leikinn.
Tottenham
Það hefur ekki beint verið sólskinsbrosið á okkur spursurunum undanfarna daga. Liðið hefur ekki verið að spila sannfærandi fótbolta og eftir síðasta leik erum við farnir að fá flashback frá fyrri tímum þegar við vorum alltaf um miðja deild. En auðvitað erum við alltaf bjartsýnir fyrir næsta leik. Þetta er auðvitað bara tímaspursmál. Við tókum lægðina okkar eftir áramót í fyrra. Lægðin er bara á öðrum tímapunkti núna. Það er algjör óþarfi að missa stjórn á sér þó maður geri það nú alltaf eftir tapleikina. Við getum horft til þess að í upphafi tímabilsins í fyrra var Liverpool að berjast í neðri helmingnum í deildinni. Við getum líka horft til þess að Arsenal eru nú ekki að spila á pari nú í upphafi leiktíðar. Tapið gegn Everton var kannski lán í óláni. Það vita allir uppá sig sökina sem spiluðu þennann leik. Það var hrikalegt að sjá spilamennskuna. Það er nokkuð ljóst að ef einhver metnaður er í þessu Spurs liði munu þeir reyna að bæta upp fyrir þennann leik í næsta leik. Við eigum svo að spila evrópuleik 5 dögum síðar á móti Slavia Prague. Það eru náttúrulega tímamót fyrir okkur að vera loksins að fara spila evrópuleik. Það er samt vonandi að leikmenn verði ekki með hugann við þann leik á laugardaginn.
Ýmislegt hefur breyst frá síðasta leik okkar gegn Everton. Við höfum fengið ágætis liðstyrk í formi Mido, Chimbonda og Steed (reyndar ekki liðstyrkur fyrr en eftir 2-3 mán). Svo má einnig geta þess til að peppa okkur aðeins upp að Man U. Spilaði síðasta leik á móti Watford og náði aldrei almennilegum tökum á leiknum þó þeir hafi unnið leikinn 1-2. Það er s.s allt hægt. Ef við gátum spilað eins og meistarar í 20 mínútur á móti Sheff. utd þá hljótum við að geta spilað 90 mínútur eins og meistarar. Ef það dettur inn í þessum leik munum við ná stigi/stigum. Auk þess hefur verið mikið álag á leikmönnum Man U þar sem flestir eru byrjunarliðsmenn hjá landsliðum sínum og eru því búnir að spila 5 leiki á 14 dögum. Man U eiga svo eftir að keppa við Celtic 4 dögum eftir leikinn við okkur. Nú bíða að sjálfsögðu allir eftir því að sjá hvernig liðinu verður stillt upp nú þegar nýir menn hafa bæst í hópinn. Ég get nú ekki sagt að þetta sé eitthvað líkleg uppstilling. En mér dettur í hug að þetta gæti verið uppstillingin í næsta leik.
Hægri Vinstri
-----------------------Robbo----------------
Cimbonda---Dawson----Davenport---Ekotto
Lennon------Jenas-------Zokora------Lee
---------------Mido-------Defoe------
Þetta er ekki draumauppstillingin mín en... Mér finnst líklegt að Cimbonda fari beint inn í liðið. Mér dettur í hug fyrst að Lee spilaði mikið vinstrameginn í fyrra og Jol viðurkenndi í síðasta leik að það væri ekki mikið að koma út úr vinstri kanntinum að hann setji Lee þar. Það er svo mitt mat að Defoe hennti betur frami í þessum leik en Keane. Jenas verður að spila leikinn þar sem Manchester virðist hennta honum ágætlega. King verður sem fyrr meiddur og Berbatov er tæpur. .
Tölfræði
*Við höfum ekki tapað fyrir Man U á útivelli síðustu tvö tímabil.
*Vð höfum spilað 18 leiki á dagsetningunni 9.9 og unnið 12 af þeim leikjum. Við höfum reyndar unnið 8 af síðustu 9 leikjum á þessari dagsetningu.
*Fyrsti leikur okkur við Manchester(hét þá Newton Heath) á útivelli fór fram árið 1899 og unnum við þann leik 3-5.
Myndbönd
Myndband 1.
Man U - Tottenham
Tottenham - Man U.
Jenas enn og aftur
Að lokum
Það er ekkert ómögulegt í knattspyrnunni. Það er langt frá því að Man U sé eitthvað óvinnandi lið. Ef að Watford getur staðið í þeim er það alveg eins líklegt að við getum gert gott betur en það.
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli