sunnudagur, ágúst 19, 2007

Mido og Jol

Nú á dögunum var Mido seldur til Boro. Það eru svona blendnar tilfinningar hjá mér varðandi þessa sölu. Ég hef alltaf haft miklar mætur á Mido og oft á tíðum tekið þátt í að verja hann þegar illa hefur gengið hjá honum. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að Mido er góður leikmaður og 6m/p verðmiði finnst mér eiginlega bara sanngjarn. Það var líka alltaf ljóst að Mido var ekki að fara spila neitt hlutverk hjá okkur þannig að ég skil þetta mjög vel. Ég á alveg eins von á því að Mido geti orðið með markahærri mönnum þetta tímabil, en sjáum til.

Eftir sigurleikinn í gær fór ég loks á spursspjallið og ákvað að kíkja á umræður um leikinn. Furðulegt hvað lítið er að gerast þegar vel gengur en allir eru tilbúnir að tjá sig þegar illa gengur? Ætli það sé stór hópur sem eru bara röflarar? Jah maður spyr sig.

Svo er þessi Jol umræða. Hún er náttúrulega bara copy/paste af liverpoolmönnum hérna um árið. Það voru aðeins liðnir nokkrir leikir af tímabilinu eftir að Liverpool vann CL meistaratitilinn að menn byrjuðu að tala um að Benitez væri ekki maðurinn til að ná árangri með Liverpool. Nú náði Jol besta árangri Spurs í áraraðir í fyrra og strax byrjað að tala um að það þurfi að fá nýjann mann í brúnna? Sorry en ég bara skil ekki hugmyndafræðina bakvið það að ef stjóri á frábært tímabil þarf hann að vinna fyrstu tvo leikina af næsta tímabili, eins og það sé prófsteinninn sem sker úr um hæfni stjórans????

Svo er ég ekki alveg að fatta rökin með að við séum búnir að eyða tugum millj./p og ekki meiri árangur en þetta. Þá skal ég uppljóstra hérna algjörum "shockkfactor" eftir mikla rannsóknarvinnu hef ég komist að því að liðin í kringum okkur hafa ekki staðið í stað. Öll liðin í kringum okkur hafa eytt tugum milljóna punda líka í leikmannakaup undanfarin tímabil.

Málið er þetta. Árangur liðsins hefur batnað með hverju tímabilinu síðan Jol tók við því. Þannig að liðið er að þróast og eflast undir hans stjórn. Jafnvel þó hann tapi nokkrum leikjum þá er það heildarmyndin sem ber að líta á.

Svo er reyndar annað þessu tengt. Það hafa borist fréttir af því að það sé ósætti milli stjórnarformanns og Jol. Það er alvarlegt mál og gæti orðið til þess að Jol yrði látinn fara, ef Jol fer þá tel ég þetta einu rökréttu skýringuna á því.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Segi bara fyrir mig að ég hef ekki blendnar tilfinningar þó Mido kallinn sé farinn. Ég er bara mjög svo sáttur við gyðingana í stjórninni hjá okkur að ná að ávaxta peninginn svona mikið. Græða eina og hálfa millu á einu tímabili á manni sem spilaði nánast ekki neitt, bara snilld.

Þó svo að spjallið sé ekki glóandi útaf einum sigurleik gegn Derby angrar mig ekki neitt. Sá ekki leikinn og veit því ekkert um hann, en samkvæmt því sem maður heyrir þá höfum við klárað þetta strax í fyrri hálfleik. Auðvitað erum við öll röflarar, bara mismikið. Ég vil nú samt sem áður vara við allri bjartsýni og að nú sé þetta allt komið þó svo að við höfum unnið í gær. Þetta var jú lið sem við "áttum" að vinna og hljóta að teljast til fallkandidata.

Varðandi að reka Jol þá held ég að 99 prósent spurs aðdáenda vilji ekki reka hann, a.m.k. ekki strax. Hann á að fá meiri tíma, mitt mat.

Þegar mörgum milljónum er eytt þá, sjálfsögðu, væntir maður framfara. Þó þykist maður vita að slíkt getur tekið tíma okey en þegar menn koma inn í tímabilið eins og í leiknum á móti Sunderland þá spyr maður sig hvað var verið að gera á undirbúningstímabilinu. Eins og ég hef sagt hér á þessari síður áður þá var ég ekkert yfir mig svekktur með tapið á móti Sunderland, heldur hvernig við töðuðum leiknum. Baráttuleysið og andleysið var algjört, liðið að spila á við sæmilegt lið í Landsbankadeildinni, það pirraði mig hvað mest.

Sicknote sagði...

Málið með Mido er þetta. Það hefur enginn leikmaður Spurs í seinni tíð opinberað ást sína á klúbbnum jafn mikið og Mido. Á þar síðasta tímabili kepptist hann við að koma í fjölmiðla og hrósa öllu sem við kom Spurs. Hann opinberaði hrifningu á þjálfaranum og leikmönnum og hreinlega grátbað um samning.

Síðasta sumar fór hann aftur til Roma en fékk tilboð frá nokkrum úrvalsdeildarliðum en harðneitaði því í von um að Spurs myndi vilja hann aftur. Í heimi veraldlegra hluta þar sem samningar skipta milljörðum ber ég ómælda virðingu fyrir leikmönnum sem eru ekki bara að leita af hæstbjóðanda heldur liði sem þeir eru tilbúnir að spila fyrir fremur en annað.

En eins og ég sagði. Ég er ánægður fyrir hönd Mido og félagsins, báðir aðilar komu vel út úr þessu.

Að vara við bjartsýni? Bjartsýni er eitthvað mjög teygjanlegt þessa dagana. Fyrir tímabilið fannst mér stuðningsmenn vera svo bjartsýnir að það þeir voru á mörkum þess að vera í sambandi við raunveruleikann, margir voru að tala um að liðið ætti að ná 4. sæti og ná einum bikar í leiðinni.

Eftir alla þess bjarsýni töpum við tveim leikjum og fólk er að missa sig úr svartsýni. Þannig að ég vill vara við öllum öfgum og vona að stuðningsmenn tileinki sér frekar rökvísi. En það er auðvitað undir hverjum og einum komið. Ég er ekki í herferð að laga stuðningsmenn að mínum skoðunum.

Það er ekki sagt beinum orðum að þeir vilji reka hann en allt í einu eru allir að spurja sig hvort hann sé rétti maðurinn í starfið af því að liðið tapaði fyrir tveimur slakari kandídötum.

En þú hlýtur að sjá það að þegar öll liðin í kringum okkur eyða milljónum þá þurfum við að eyða milljónum bara til að halda í við þau.

Vegna meiðsla var allt annað lið að spila geng Sunderland en spilaði undirbúningsleikina. Leikmenn ná auðvitað ekki að spila sig saman nema þeir spili saman. Þannig að það er hæpið að ætla að Jol hafi getað spáð fyrir um það hverjir myndu verða meiddir í fyrsta leik, og láta þá það lið spila saman. En öll lið eiga slæma leiki. Jafnvel Spurs. Og helst myndi ég vilja að menn myndu búast við að við myndum eiga annann slæmann leik á tímabilinu án þess að missa sig í dómsdagsspár. Í raun skiptir ekki máli hvort við eigum slæma leiki í upphafi móts eða í lok móts við töpum jafn mörgum stigum á tapi.

Mér finnst samt furðulegt að raddirnar séu ekki háværari um að Ferguson yrði rekinn. Man U. átti nú að standa sig betur en við og Fergi átti frábært tímabil í fyrra eins og Jol. Öll tölfræði segir að Jol sé okkar besti þjálfari í fjölda ára og sama á við um Fergi þannig að ef ég ýminda mér rökin fyrir því hversvegna Jol ætti að vera rekinn sé ég þau rök helmingi sterkari hjá United.

Nafnlaus sagði...

Vissulega hrósaði Mido félaginu og allt það og ég deili með þér virðingunni fyrir leikmönnum sem ekki eingöngu hugsa um peninga, eins og t.d. Bent. En Mido var ekki fyrr farinn en hann byrjaði að senda pílur til baka á félagið.

Bjartsýni já, að sjálfsögðu er það mjög svo teigjanlegt hugtak. Nú spyr ég þig hreint út hæstvirtann forseta í bjartsýnislandi, hverjar voru þínar væntingar fyrir tímabilið? Sjálfur gerði ég mér vonir um topp fjögur og ekki endilega neinn bikar með. Tel eða öllu heldur taldi það raunhæfan kost í stöðunni en það eru að renna á mig tvær grímur með það.

Mér finnst ekki alveg sanngjarnt að bera saman Jol og Ferguson. Ferguson hefur sannað sig margoft það sýnir árangur hans með liðið, fleiri fleiri titlar. Man U er vissulega stærri klúbbur og meiri kröfur og allt það

Ég er drullusmeykur fyrir leikinn á móti Man U, þeir eiga eftir að koma til baka, aðeins spurning um tíma. Vona svo sannarlega að það verði ekki á móti okkur.

Sicknote sagði...

Mido er leikmaður Boro núna. Nú getum við ekki lengur búist við að hann upphefji Spurs lengur. Eðlilega er hann núna sýna að hann sé í Boro að heilum hug en hafi ekki verið að sættast á það næstbesta.

Væntingar mínar fyrir tímabilið voru og eru að það verði framfarir hjá liðinu. Ekki framfarir í fyrstu 5 leikjunum eða leikjum 20-25 heldur framfarir heilt yfir tímabilið.

Mig dreymir um topp 4. En mér finnst ekki hægt að setja það sem kröfu. Við erum ekki með það góðann hóp að það sé bara sjálfsögð krafa í dag. Ef við náum inná topp 4 verð ég rosalega glaður og lít á það sem algjörlega stórkostlegan árangur. Mér finnst að leikmenn eigi að setja markið hátt og ég geri það líka. En ég er samt ekkert að fara missa mig í svartsýni og böl ef draumar mínir rætast ekki.