Manchester United - Tottenham
Sunnudaginn 26 ágúst kl 15:00 á Old Trafford
Upphitanir á síðasta tímabili
Manchester - Spurs - Eftir leik
Spurs - Manchester
Að mínu mati er Manchester í dag með besta byrjunarliðið í deildinni (þegar allir eru heilir). Ég hef horft svolítið á Man U. nú í upphafi leiktíðar og sé þá gríðarlega sterka þegar líður á mótið. Eflaust vanmeta margir Man U. þar sem þeir hafa enn ekki náð að sigra leik í deildinni. En að dæma Spurs eða Man U. af fyrstu leikjum tímabilsins er að mínu mati dómar byggðir á röngum forsendum.
Leikmenn eins og Nani, Anderson, Hargreavs og Tevez eru nýjir leikmenn en þó þeir séu ekki að falla neitt sérstaklega vel inn í liðið þá munu þeir gera það og þá eru þeir illviðráðanlegir. Man U. hefur líka verið í miklum meiðslavandræðum sem hefur komið niður á þeim. En líkt og hjá okkur eiga þeir líkega eftir að rífa sig upp með hvelli.
Þetta verður svakalegur leikur. En ég er nokkuð viss um að við vinnum þennann leik. Fæstir hafa tekið lítið tillit til þess að við höfum verið í rosalegum meiðslavandræðum. Ég tel það vera ástæðu þess að við erum ekki með fleirri stig eftir þessa fyrstu leiki okkar. Nú erum við hinsvegar að fá leikmenn til baka og þá styrkist liðið. Í raun og veru er ég á þeirri skoðun að ef allir leikmenn liðsins eru heilir erum við ekki langt á eftir bestu liðum Englands. Þannig að ég held að við vinnum 1-2 sigur. Hinsvegar hefur Fergie lofað sigri á morgun. Ekki með óbeinum hætti heldur sagði hann "We will win the game on Sunday. Our performance level will win the game for us." Hinsvegar er það okkur í hag að leikmenn eins og Ronaldo, Park, Neville og Rooney verða ekki með og Van der Sar, Anderson og Saha eru tæpir og verða líklega ekki í byrjunrliðinu.
Ég horfði á leik Man U. gegn grönnum sínum um síðustu helgi. Þó þeir hafi tapað sýndu þeir að þeir geta sótt og haldið upp pressu í 90 mín. Það var aðeins frábærum varnarleik City manna að þakka að þeir fóru með öll þrjú stigin. Ég hef svolitlar áhyggjur af varnarleiknum okkar. Verði hann frábær munum við vinna leikinn. En getur maður treyst miðvörðunum Gardner og Rocha til að halda mönnum eins og Tevez, Nani eða Scholes niðri í 90 mín? Ég set gríðarlega stórt spurningamerki við Gardner því varnarleikurinn mun standa og falla með því hversu kvikir varnarmennirnir eru en það er stærsti veikleiki Gardners. En Zok mun vonandi hjálpa mikið til í vörninni.
Ég ætla að skjóta á bæði liðin.
Man U.
----------------------Kuszczak------------------------
Brown-------Ferdinand------Vidic--------Evra
Eagels-------Anderson------Hargreavs-----Nani
--------------------------Scholes-----------------
---------------------Tevez------------------------
Veit svo sem ekki hvort þetta sé raunhæft lið. Anderson er tæpur en ég set hann samt inn. Eagels var stórkostlegur á móti City, og hann á sætið skilið. Þeim vantar sóknarmenn og því held ég að þeir muni halda sig við 4-5-1, eða 4-3-3 eftir því hvernig á það er litið.
Spurs
--------------------------Robbo----------------------
Chimb.---------Gardner-------Rocha-----------Lee
Steed-----------Zokora--------Jenas----------Tainio
------------------Keane---------Berbatov-------------
Sko Bale er kominn aftur en ég von á að Jol vilji Lee frekar. Vörnin er löskuð eins og hún er og ég held að hann vilji ekki gera hana enn brothættari með því að koma inn með ungling í sínum fyrsta leik með liðinu í svo stórann leik. Miðjan verður svona uppstillt nema Jol vilji setja Steed á vinstri eða Routhy í stað Tainio. Berbatov er tæpur fyrir leikinn en ég held að hann spili samt því Bent er meiddur. Að mínu mati ættum við að leggja leikinn þannig upp að við reynum að sækja mikið upp vinstri kanntinn því þar er Wes Brown ekki að skila góðum leik, hann er umfram allt miðvörður og ræður því illa við stöðuna.
Hvernig sem þetta verður verður þetta áhugaverður leikur. Bæði lið hafa átt slaka byrjun vegna meiðslavandræða. Bæði lið geta eru í vandræðum með stöður á vellinum (miðvarðarstaðan hjá okkur, og framherjastaðan hjá þeim). Þannig að það er jafnt á komið með báðum liðum.
En eins og ég segji 1-2 fyrir okkur.
Coys!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli