sunnudagur, ágúst 05, 2007

Sunderland - Tottenham










Sunderland - Tottenham

Laugardaginn 11 ágúst kl: 11:45 á Stadium Of Lights

Sunderland

Stofnað : 1879
Heimavöllur: Stadium of Lights (49.000)
Gælunafn: The Black Cats
Stjóri: Roy Keane
Nágrannarígur: Newcastle

Á meðan flest lið hafa verið stofnuð af krikketliðum sem hafa viljað halda sér í formi yfir vetrartímann eða af iðnaðarmönnum, var Sunderland stofnað af kennara.
Sunderland varð fyrsta liðið sem fékk inngöngu inn í ensku deildina eftir að hún var stofnuð af nokkrum liðum árið 1888. Sunderland hefur 6 sinnum unnið efstudeild, síðast árið 1936. Gullaldarár þeirra voru um lok 18. aldar. Undanfarin ár hafa Sunderland verið eins og jójó milli efstu og næstefstudeildar. Stuðningsmenn Sunderland sjá þó fram á bjarta tíma með tilkomu Roy Keane.

Roy Keane var ráðinn framkvæmdarstjóri eftir að liðið hafði tapað 5 af fyrstu 6 leikjum liðsins. Honum tókst heldur betur að berja saman liðið því liðið náði m.a að spila 17 leiki í röð án taps. Sunderland náði svo að tryggja sér sæti í PL með 5-0 sigri á útivelli gegn Luton í lokaumferðinni. Með sigrinum urðu þeir efstir og sluppu við umspil um sæti í PL. Eftir tímabilið var Roy Keane svo kosinn framkvæmdastjóri ársins í kókdeildinni.

Roy Keane hefur í sumar eytt um 24 millj. punda í leikmannakaup, þar má nefna menn eins og Kieran Richardson og Michael Chopra. Ekki má gleyma furðulegustu kaupum sumarsins, þegar Keane lagði út 9 m/p fyrir markmann Harts, Craig Gordon að nafni. Aðrir leikmenn sem þið gætuð kannast við eru Dwight Yorke, Marton Fulop (fyrrum varamarkvörður Spurs), Dickson Etuhu, Graham Kavanagh og Stanislav Varga. Þetta eru allavega þau nöfn sem hringja bjöllum hjá mér.

Tottenham
Tottenham hefur verið að standa sig vel í sumar, bæði á leikmannamarkaði og í undirbúningsleikjunum. Við höfum verið að fá nokkra unga og mjög efnilega leikmenn eins og Bale, Kaboul, Taarabt og Prince-Boateng. Tilkoma Darren Bent mun styrkja okkur töluvert fram á við og vonandi að við fáum að sjá nokkra stórsigra í vetur.

Við höfum unnið alla leiki okkar á undirbúningstímabilinu og leikmenn virðast koma ágætlega undan sumarleyfum. Hinsvegar má alls ekki gleyma því að undirbúningstímabilið er ekki mælikvarði á hvar lið stendur. Þessir leikir eru oftast svona vináttuleikir þar sem menn fara lítið í tæklingar og leikmenn oft prófaðir í nýjum stöðum í nýjum leikkerfum. Úrslit eru aukaatriði í þessum leikjum.

Leikurinn
Þessi leikur gæti verið mjög erfiður fyrir okkur. Leikmenn Sunderland hafa beðið eftir að spila í úrvalsdeild í rúmt ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir eru að fara í leikinn með því hugarfari að sýna sig og sanna. Þeir vita það líka að pressan er ekki á þeim í þessum leik. Undir stjórn Keane hefur Sunderland aðeins tapað tveim heimaleikjum en unnið 14. Þó það hafi verið í kókdeildinni þá sýnir það engu að síður það að þeir eru sterkir á heimavelli. Hinsvegar náðum við aðeins 5 sigrum á útivelli í fyrra. Það þýðir 15 stig af 57 mögulegum!!!

Þeir hafa það líka fram yfir okkur að þegar þessi orð eru skrifuð er enginn leikmaður á meiðslalista hjá þeim. Hinsvegar eru nokkur stór nöfn á okkar meiðslalista eins og King, Ekotto, Lennon, Lee og Bale er tæpur.

Við höfum því alls ekki efni á því að vera með eitthvað vanmat. Ef maður lærði eitthvað af síðasta tímabili var það það að enginn útileikur er bókuð 3 stig.

Hinsvegar komum við inní leikinn sem sterkari aðilinn. Við hljótum að teljast sigurstranglegri í þessum leik. Við "eigum" að vinna þetta lið og þó það eigi ekki eftir að verða auðvelt er ég viss um að við tökum 3 stig úr þessum leik. 1-3 ætla ég að spá þessum fyrsta leik úrvalsdeildarinnar.

Liðið

----------------------Robbo------------------------
Chimpo---------Daws------Kaboul-------Bale
Lennon---------Jenas------Zokora------Steed
------------------Keane------Berbatov------------

Það er alltaf erfitt að spá hvernig þetta lítur út í fyrstu leikjunum. Það er spurning hvort Jol vilji byrja með Kaboul eða Rocha. Líklega mun það vera Kaboul. Svo er spurning hvort Bale verði orðinn fitt. Ef ekki gæti Tainio spilað vinstri bak. Svo veit maður ekki hvort Bent sé fyrsti valkostur við hlið Berbatov eða hvort það verður Keane. En hvernig sem það verður þá held ég að þetta lið sé nokkuð nálægt lagi.

Tölfræði

*Við höfum mætt Sunderland 12 sinnum í PL og unnið 9 og aðeins tapað 2 leikjum.

*Eftir því sem ég kemst næst er þetta fyrsti leikurinn sem Spurs spilar á dagsetningunni 11 ágúst (í það minnsta frá árinu 1911).

* Spili Berbatov og Chimbonda munu þeir báðir spila sinn fimmtugasta leik í Spurstreyju.

Nú er bara að bíða eins og barn eftir jólunum til fyrsta leiksins. Góða skemmtun!

Coys!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jú vissulega er maður eins og barn að bíða eftir jólunum því er ekki hægt að neita. Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur og er ekki eins bjartsýnn og flestir eru í tippleiknum á spallinu. Það er allavega einhver órói í manni fyrir leiknum því eins og þú segir þá "eigum" við að vinna þennan leik, þeir voru að koma upp og við vorum í fimmta sæti. Ég er þess handviss um að þeir mæti eins og grenjandi ljón, vona samt að við náum að merja sigur. Varðandi liðið þá er það ljóst núna að það verður ekki eins og þú reiknar með. Samkvæmt öllu sem maður hefur verið að lesa á netinu þá verður Bale ekki klár og Lennon verður frá í nokkrar vikur. Að öðru leyti þá reikna ég nú með að liðið verði eins og þú heldur. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að gera einhverjar rósir á þessu tímabili þá verður útivallaformið að breytast og að því gefnu að við höldum okkar heimavallaformi frá síðasta tímabili. En eins og alltaf þegar nýtt tímabil er að hefjast þá vonar maður svo sannarlega að nú gerist eitthvað og við náum að vinna einhvern titil þó svo að meistaratitillinn sé ennþá bara fjarlægur draumur.

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill eins og venjulega fyrir leikdag og gleðilegan Tottenham-vetur!

Sicknote sagði...

Ossie.
Þetta er hugarfarið sem maður á að horfa á svona leiki með. Miðað við spár manna á Spurs.is óttast ég hið versta á því spjallborði ef leikurinn vinnst ekki. Menn verði kallaðir öllum illum nöfnum og menn dragi hæfni Jol í efa. Þannig að ég vona extra mikið að við vinnum þennann leik.

Veit svo ekki alveg hvað ég var að spá með að setja Lennon í liðið því ég hafði varla lokið við að segja að hann væri meiddur þegar ég svo stilli honum upp. Þá vona ég innilega að Jenas spili hægri kannt, en allt eins líklegt að það verði Steed og Tainio á vinstri.

Og já vonandi breytist útivallaformið. Ég er nokkuð viss um að við stöndum okkur betur á útivelli í ár en í fyrra. Við vorum yfirleitt með 5-7 menn að spila þeim völlum í fyrsta sinn og því held ég að í ár meigum við búast við aðeins meiri stöðugleika milli heimaleikja og útileikja þó eðlilega verðum við sterkari heima.

Ég tek einnig undir með þér að auðvitað gerir maður sér vonir um einhverja bikara og frábærann árangur í deild. Það er auðvitað eðlilegt og allt svo lengi sem það er ekki sett sem krafa. Þeir sem tala um að sætta sig ekki við neitt minna en 4 sætið og einn bikar eru auðvitað bara að leggja grunninn af tímabili uppfullu af vonbrigðum og gremju.

Garðar: takk takk.

Nafnlaus sagði...

Varnarlínan er nokkuð sérstök hjá Spurs í dag:
Chimbonda Gardner Kaboul Staltieri

Dawson meiddist í gær.

Það er einn varnarmaður sem maður vill sjá að jafnaði í byrjunarliði.

Keane og Berbatov frammi.
Það er gott.