Já Derby á morgunn. Hvað á maður að segja? Ekki nóg með það að við höfum verið í bullandi vandræðum með að manna lið undanfarna leiki heldur halda menn áfram að meiðast. Flestir kunna að segja að við eigum að vinna þennann leik, en ég er ekki viss um að við séum með nógu sterkt lið til þess. Hefðu allir verið heilir hefði ég jafnvel krafist stórsigurs. En án Dawson, King, BAE, Lennon, Kaboul, Bale og Berbatov er Spurs bara alls ekki sterkt lið. Að mínu mati eru þarna 5 af 8 bestu leikmönnum liðsins meiddir. Það er ekkert lið í deildinni, þá meina ég EKKERT LIÐ sem hefur svo gríðarlega breydd að þau gætu haldið dampi án 5 af sínum bestu leikmönnum.
Ég ætla að vona að leikmenn nái að kreista allt út úr sjálfum sér á morgunn og að heppnin verði okkar megin. Ef það gerist eigum við í það minnsta von á jafntefli. Ef sigur næst er það frábært algjörlega stórkostlegt, og sigur er alls ekki óhugsandi í þessum leik.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli