laugardagur, ágúst 18, 2007

Tottenham 4 - Derby 0

Vá! Þetta var einn magnaðasti leikur sem ég hef séð í langann tíma. Svakalega opinn og skemmtilegur. Það sýndi sig líka að vörnin styrktist helling þegar við gátum mannað vinstri bakvörðinn. Ég bara bjóst ekki við svona svakalegum sigri. Að skora 4 mörk og halda hreinu! Það er hreint ótrúlegt! Þvílíkur karakter! Þetta sýnir manni hverju maður má búast við þegar við getum mannað allar stöður á vellinum með okkar bestu mönnum.

Varðandi leikmennina var margt jákvætt í gangi. THUDD er greinilega orðinn liprari og þ.a.l betri. Steed var frábær. Jenas átti góða spretti. Routhledge var svo sannarlega betri en enginn. Í raun var enginn leikmaður að spila illa.

Það besta við þetta allt saman er að nú getur maður loksins farið að lesa umræður spursara aftur án þess að þurfa endalaust að heyra hvað allt sé ömurlegt og að það þurfi að reka Jol og selja helming leikmanna okkar af því að þeir eru svo lélegir o.fl. Nú get ég loksins séð spursara fagna og upphefja leikmennn og liðið sem ég elska.

Engin ummæli: