Þrjú töp í fjórum leikjum. Ekki er það nú árangur til að vera stoltur af. Hinsvegar er ég ekki ósáttur við leikinn í dag. Jú við töpuðum en við spiluðum bara vel. Það munar náttúrulega mikið um leikmann eins og Lennon og þegar ég sá að hann var ekki með var ég farinn að búa mig undir vonbrigði. Við skulum bara minna okkur á að við vorum að spila við heitasta liðið í deildinni í dag.
Það voru samt nokkur atriði sem mér fannst merkileg. Til dæmis fannst mér skrítið hvernig Mido spilaði leikinn. Hann var að spila meira og minna vinstri kanntinn og R. Keane var eiginlega einn frami. Þetta finnst mér mjög einkennilegt. Ég skal slá því föstu að þetta hafi verið skipun frá Jol. Mér finnst þetta vera dómgreindarleysi hjá Jol. Þess má þó geta að Mido var alveg hreint frábær í þessum leik. Hann vann nánast hvert einasta skallaeinvígi.
Ég skil ekki hvernig Jol fær það út að Keane sé betri "targetmaður" en Defoe. Mér finnst það ekki meika nokkurn sens. Ég ætla vona að allir skilji hvað ég á við með þessu. Ég er ekki að meina að Keane sé verri leikmaður en Defoe. Það sem ég á við að það hentar ekki Keane vel að vera einn fremstur. Það henntar honum mun betur að draga sig aðeins aftur.
Án þess að geta rökstutt það neitt nákvæmlega finnst mér eins og mórallinn hjá okkur sé ekki í lagi. Mér finnst leikmenn hafa litla trú á sjálfum sér og samherjum sínum. Ég merki þetta á því að mér finnst eins og það búi miklu meira í leikmönnum en þeir sýna. Mér fannst t.a.m Ghaly ekki hafa mikla trú á því sem hann var að gera og var meira og minna að passa sig á að gera ekkert rangt. Jenas hefur haft þetta vandamál frá því að hann kom til okkar. Keane er ekki að spila eins vel og hann getur.
Þegar boxari er í réttu hugarástandi trúir hann því að andstæðingurinn geti ekki meitt hann. Trúin á því er svo mikil að hann finnur ekki sársaukann sem fylgir höggum andstæðingsins. Þetta er hugarástand sem ég vill sjá í liðinu. Ég vill sjá menn gefa sendingu með því hugarfari að það sé ómögulegt að sendingin misheppnist. Ég vill sjá menn taka skot á markið með því hugarfari að það sé ekki hægt að klúðra þessu og svo frv. Einhvernveginn þarf Jol að mótívera leikmennina þannig að þeir hafi sjálfstraust til að sýna allar sínar bestu hliðar.
Það ætti ekki að vera mikið mál að mótívera leikmenn fyrir næsta leik sem er evrópuleikur á móti Slavia Prague. Þetta er leikur sem menn hafa beðið eftir í mörg ár. Því miður er ég á leið erlendis og get því miður ekki gert upphitun fyrir leikinn né leikinn á móti Fullham. :(
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli