þriðjudagur, febrúar 27, 2007

West Ham - Tottenham









Sunnudaginn 4.mars Kl: 16:00 á Boleyn Ground

Saga West Ham

Stofnað: 1895 sem Thames Ironworks F.C.
Gælunafn: Hammers,The Irons, Academy of football
Heimavöllur: Boleyn Ground (35.647)
Borg: (austur) London
Nágrannarígur: Millwall, Chelsea og Spurs
Stjóri: Alan Curbisley


West Ham virðist vera eitt af fáum liðum sem er ekki stofnað af krikketliði sem vildi halda sér í formi yfir vetrartímann. West Ham er stofnað af járniðnaðarmönnum sem ákváðu að hafa smá hobby eftir vinnu. Fyritækið sem félagið var stofnað af hét Thames Ironworks and Shipbuilding Company. Eins og nafnið gefur til kynna var þetta aðalega skipasmíði sem fyritækið sá um. West Ham er nafnið á úthverfi London sem nafnið á félaginu er dregið af. Gælunafnið Hammers er dregið af hömrunum sem eru á merki félagsins og hamrarnir á merki félagsins eru til komnir vegna uppruna félagsins. Gælunafnið The Irons eða Járnin er auðvitað líka dregið af uppruna félagsins. Gælunafnið Academy of football er aðalega notað af stuðningsmönnum West Ham til að leggja áherslu á hversu margir góðir leikmenn koma þaðan. Tottenham hefur einmitt notið góðs undanfarið af ungmennastarfi West Ham. Þeir leikmenn sem við höfum fengið frá West Ham undnfarið eru m.a Defoe, Kanoute og Carrick. Reyndar var fyriliðinn Ledley King leikmaður ungmennaliðs West Ham áður en Spurs krækti í kappann á unglingsaldri. Þeir eru margir að gera það gott þessa daganna sem komu frá West Ham. Þar má m.a nefna Frank Lampart, Joe Cole, Rio Ferdinand, Glen Johnson ásamt auðvitað fyrrnefndum leikmönnum.

West Ham er ekki með sigursælustu liðum Englands. Þeim hefur aldrei tekist að vinna Englandsmeistaratitilinn. Þeir hafa unnið evrópukeppni bikarhafa einusinni, Intertoto einusinni og FA bikarinn þrisvar. West Ham féll úr úrvalsdeild árið 2003 eftir 10 ára veru í efstu deild. Þeir komust svo aftur upp í úrvalsdeild árið 2005. Þetta fyrsta ár í úrvalsdeild fór fram úr björtustu vonum. Ekki aðeins náðu þeir að halda sér uppi (9. sæti) heldur komust þeir í úrslitaleikinn í FA bikarnum þar sem þeir töpuðu reyndar fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni. Með því að komast í úrslitaleikinn höfðu West Ham tryggt sér sæti í UEFA cup.

Eins og hver einasti Íslendingur veit er liðið í eigu Eggerts Magnússonar. Það eru því eflaust margir sem vilja að þeir haldi sér uppi. Ég er einn þeirra manna, en vona þó að þeir þurfi að gera það með tap gegn Spurs á bakinu.

West Ham
Nú hefur maður verið að fylgjast svona með öðru auganu alltaf með West Ham. Það sem hrjáir þeim hvað mest er skortur á skipulagi og óheppni. Það er alltaf ágreiningsefni hvað sé óheppni og hvað ekki. En það virðist gerast nánast í hverjum leik að boltinn fer í tréverkið og út en ekki inn. Skipulagsleysið er gríðarlegt í öftustu vörn. Þeir eiga erfitt með að samstilla sig og því virkar rangstöðugildran sjaldan hjá þeim. Það ætti því að henta okkur ágætlega því við erum að þróast út í að vera eitt beittasta sóknarliðið í deildinni. Það virðist því vera að Davenport og Ferdinand séu ekki að ná nógu vel saman. En Davenport hefur heitið því að mæta tvíefldur í þennann leik.

Sóknin er þó ágæt hjá þeim. Þeir eru með marga góða sóknarleikmenn. Vandamálið er í raun það sama þar og í vörninni. Þeir eru ekki að spila sem heild og sóknarleikurinn gengur oftast út á einstaklingsframtak. Ef þeir ná að spila eins og lið myndi sóknin vera mjög sterk.

Þó West Ham sé ekki í góðum málum í deildinni getum við ekki búist við auðveldum leik. Þvert á móti getum við átt von á mjög erfiðum leik. Hamrarnir eru komnir upp að vegg og vita að hver einasti leikur héðan af er upp á líf eða dauða í úrvalsdeildinni. Jafntefli er ekki ásættanleg úrslit fyrir þá. Þeir munu spila til sigurs því þeim bráðvantar stigin og þurfa að taka áhættu. Það má líka búast við því að þeir hafi náð botninum í síðasta leik þegar þeir töpuðu gegn keppinautunum í fallbaráttunni. Þeir skíttöpuðu fyrir Charlton 4-0. Það má því búast við þeim staðráðnum í að gera betur á sunnudaginn.

Tölfræði

Taflan fyrir leiki helgarinnar







West Ham Síðustu 6 leikir
Charlton - West Ham...........4-0 Tap
West Ham - Watford............0-1 Tap
Aston Villa - West Ham........1-0 Tap
West Ham - Liverpool..........1-2 Tap
Newcastle - West Ham.............2-2 Jafnt
West Ham - Fulham...................3-3 jafnt


Tottenham síðustu 6 leikir

Tottenham -
Bolton...........4-1 sigur
Everton- Tottenham..........1-2 sigur
Sheff. Utd. - Tottenham......2-1 Tap
Tottenham -
Man U...........0-4 Tap
Fulham - Tottenham.........1-1 Jafnt
Tottenham -
Newcastle......2-3 Tap

Viðureignir liðanna frá upphafi. (127 leikir)
Tottenham....................51
West Ham.....................43
Jafnt..............................33


Viðureignir liðanna á Boylen Park frá upphafi Premier League. (11 leikir)
Tottenham..................3
West Ham...................6
Jafnt............................2

Við spiluðum fyrri leik okkar gegn West Ham 22 oktober síðastliðinn.
Við unnum leikinn 1-0 á WHL. Þetta er því einn af fjórum leikjum tímabilsins sem við höfum ekki fengið mark á okkur. Það var enginn annar en Mido sem tryggði okkur sigur í þeim leik.

Tottenham

Eins og menn kannski muna var það West Ham sem gerði út um vonir okkar á sæti í CL í loka leiknum í fyrra á Boylen Park. Okkur hefur nefninlega ekkert gengið of vel með West Ham á útivelli. Mér finnst það langt því frá gefið að við vinnum þó ég vona og búist við því. Mér finndist það í hæsta máta óeðlilegt að lið sem kemur heim eftir 4-0 tap sé á þeim buxunum að láta valta yfir sig öðru sinni, nú fyrir framan sína eigin áhorfendur vitandi að þeirra bíður fall. West Ham á gríðarlega erfitt prógram fyrir höndum sér og þurfa að byrja undir eins að krækja í stig.
Að því sögðu er rétt að áætla að okkar menn séu heldur ekkert á því að fara binda endi á sigurgöngu sína. Liðið er í feiknar ham og hefur virst óstöðvandi. Ég verð að viðurkenna að ég man varla eftir svona góðum kafla. Í fyrra var ég mjög ósáttur að liðið gæti ekki rústað öðrum liðum þrátt fyrir yfirburði á vellinum. Ég er því skiljanlega í hæstu hæðum núna. Ástæða þess að við höfum verið að skila tveim mjög sannfærandi sigrum í hús af þremur leikjum tel ég vera vegna þess að Jol er búinn að finna leiðina til sigurs. Það vita það allir Spursarar að okkar veikleiki er að geta ekki bakkað og haldið forustu. Í leiknum gegn Bolton sannaðist þessi hugarfarsbreyting hjá Jol. Eftir að hafa orðið einum færri hefði maður búist við að Jol myndi láta liðið bakka og halda. En annað kom á daginn. Við vorum sókndjarfari aðilinn nánast allann leikinn á enda. Það er því ljóst að við erum töluvert betra sóknarlið heldur en varnarlið.

En það er ekki bara það sem hefur verið að skila okkur sigri. Maður þakkar auðvitað fyrst og fremst breyttu hugarfari leikmanna. Nú loksins er maður farinn að sjá vilja, samvinnu og leikgleði hjá leikmönnum.

Ég býst því við að bæði lið sætti sig ekki við neitt nema sigur. Þó svo að við séum komnir á ágætis "run" núna má ekki gleyma því að við höfum aðeins unnið 2 leiki á útivelli í vetur og báðir hafa þeir unnist með einu marki. Ég vona því að menn hugsi ekki sem svo að við séum að fara rústa West Ham. Þrjú stig er það eina sem ég get farið fram á. Ef leikurinn vinnst ekki nema með einu marki er það í mínum augum stórsigur. Því allir leikir sem vinnast á útivöllum það sem af er mun ég telja til stórsigra.

Liðið
--------------------Robbo-----------------------
Chimb.------Daws-------Rocha---------Lee
Lennon-----Jenas-------Zokora--------Tainio
--------------Defoe-------Berbatov--------------

Þetta er nánast sama lið og spilaði síðasta leik nema að Keane er að sjálfsögðu í banni. Eftir síðasta leik er mér nokk sama hvort það verði Gardner eða Rocha sem spili við hlið Dawson. En líklega verður það Rocha sem spilar þar sem Gardner er ekki búinn að ná sér fullkomnlega af meiðslum. Það kæmi mér svo sem ekkert á óvart þó Steed kæmi inn í liðið núna. Ég held að Tainio eða Steed séu svona 50/50. Tainio hefur staðið sig gríðarlega vel að undanförnu enda hafa síðustu þrír leikir hentað honum vel. Fulham, Everton og Bolton eru öll með gríðarlega sterka miðju og því höfum við þurft menn sem eru tilbúnir að berjast um hana. Það er Tainio í hnotskurn, hann hefur svo sannarlega baráttuna í svoleiðis leiki. West Ham hefur að mér finnst ekki verið að berjast jafn mikið á miðjunni eins og hin þrjú. Þá er kannski betra að hafa mann eins og Steed sem getur skapað færi. Hinsvegar held ég að West Ham muni berjast mikið í leiknum og þess vegna er ég ekki viss. Treysti Jol bara fyrir þessu (Update! Steed ku vera meiddur og fregnir herma að hann muni ekki vera orðinn leikfær fyrir sunnudaginn).

Defoe er auðvitað sjálfkjörinn við hlið Berbatov þar sem Keane er í banni. Ég held mig enn við samsæriskenninguna að Defoe sé búinn að vera í andlegri krísu undanfarið. Ég var farinn að minnast á það þegar hann var ennþá að spila. Af einhverjum ástæðum hefur hann svo ekki fengið að koma inn á í ansi langann tíma. Ég vona að ég fái að sjá leikgleði hjá Defoe á morgun fremur en að sjá hann pirraðann. Enda hlýtur leikgleði samherjanna að smita út frá sér.

Mín spá
Eins og ég hef komið inná má alveg búast við að West Ham muni taka sig taki nú eftir að hafa ekki unnið leik svo mánuðum skipti og eftir að hafa verið niðurlægðir af keppinautunum í síðasta leik. Þeir munu ekki vanmeta okkur vegna gengi okkar í síðustu leikjum. Þeir munu heldur ekki ofmeta okkur vegna þess að við höfum verið slakir á útivöllunum og horfa þeir því á að það er stutt síðan Sheffield vann okkur á heimavelli sínum.

Ég hef mun meiri áhyggjur af því að við munum vanmeta West Ham. En ef það er eitthvað sem leikmenn og þjálfari eiga að vita er það það að við getum ekki bókað útisigrana fyrirfram. Ég spái að sjálfsögðu sigri. Ég ætla að spá þessu 1-3 og vona þar með að lánleysið ellti West Ham í þessum leik eftir nokkur skot í tréverkið. En sigurinn á eftir að vera tæpari en markatalan segir til um. Ef spá mín rætist mun Eggerti ekki veita af þessum slakandi baðsöltum sem hann fékk sent í vikunni.

Einn alveg sorglega lélegur hérna í lokin:
Það er víst að Sheringham mun ekki vera í ham með West Ham gegn Tottenham.

COYS!!!

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Meistarabragur

Hvað er í gangi???????????

Þetta er einhvernveginn svo ótrúlegt að ég er ekki alveg að meðtaka leikinn. Það er ekki hægt að finna nógu stór og áhrifamikil orð um það sem er að gerast þessa vikuna og það sem gerðist í dag. Ég er bara dofinn. Ekki nóg með að við fáum okkar fyrstu stig í tvo mánuði á heimavelli heldur erum við búnir að vinna 3 leiki í röð með markatölunni 10-2 samanlagt. Portsmouth og Newcastle sem við erum að berjast við töpuðu bæði leikjum sínum og Arsenal tapar úrslitaleiknum í bikarnum. Nei! Þetta er of gott til að vera satt.

Það er óneitandi mjög freistandi að nudda svartsýnisseggjum undanfarna mánuði upp úr því sem er að gerast í dag og koma með eitt feitt "I told you so". En ég vill ekki skemma stemminguna og óska þeim þess í stað til hamingju með sigurinn og daginn. Fyrir tveimur vikum vorum við að ná mórölskum botn en í dag er besti dagur okkar í allann vetur. Þetta er svo frábært að ég nenni ekki að eyða orðum á ákvarðanir Poll. Keane mun aldrei fá bann út á þetta og við fengum að sjá yfirburði okkar manna þegar við spilum meirihluta leiksins einum manni færri en berum samt höfuð og herðar yfir andstæðinginn sem var heilum 5 sætum fyrir ofan okkur.

Hver einasti maður í Spurs átti stórleik. Það bar enginn leikmaður af í okkar liði því allir gerðu sitt besta. Ég útnefni því Robinson og Zokora menn leiksins því mér finnst þeir loksins vera að sýna sitt rétta andlit. En leikmenn eins og Rocha, Lee, Jenas, Tainio, Steed og Keane fá einnig stórt klapp fyrir það sama, að vera loksins að sýna sitt besta. Menn eins og Chimb, Lennon, Dawson og Berbatov voru auðvitað frábærir og þá sérstaklega Chimb. og Berbatov. En þeir hafa allir verið frábærir í allann vetur.

INNILEGA TIL HAMINGJU ALLIR SPURSARAR MEÐ ÞENNANN FRÁBÆRA DAG OG MEGI ÞIÐ NJÓTA HANS SEM BEST OG LENGST.

laugardagur, febrúar 24, 2007

Tottenham - Bolton

Jæja nú kemur gamla formið á upphituninni aftur þ.e að koma stuðningsmönnum niður á jörðina. Þrátt fyrir glæsilega viku þar sem maður hefur getað bent á hverjir séu Spursarar af brosinu einu saman. Verðum við að vera raunsæ. Í dag er Bolton með betri tölfræði hvernig sem á málið er litið. Við höfum alltaf getað sagt þegar við spilum á heimavelli að við munum vinna. Við skulum hinsvegar átta okkur á því að við höfum ekki fengið eitt einasta stig á heimavelli síðustu tvo mánuðina!!! Við getum líka slegið því föstu að Bolton er með töluvert betri vörn en við. Okkur hefur ekki tekist að halda hreinu í 17 leikjum í röð í deildinni og aðeins haldið hreinu í 4 leikjum. Bolton hefur hinsvegar náð að halda markinu hreinu í 11 leikjum og hafa fengið 11 mörkum færra á sig. Þeir stefna á að komast í 4 sætið upp fyrir Arsenal með sigri á morgunn. Við vonumst hinsvegar eftir að komast í 9 sætið með sigri (og von um tap hjá Newcastle). Bolton unnu okkur eins og margir muna í okkar fyrsta leik á tímabilinu 2-0. Ég man að okkar menn litu afar illa út á vellinum í þeim leik.

Það er því margt sem bendir til þess að við eigum erfiðann leik fyrir höndum á morgunn. En að sjálfsögðu vonumst við eftir sigri. Við höfum engar staðreyndir bakvið þessar vonir en við höfum þó það að við erum allir að koma til. Tveir glæsilegir útisigrar í röð er eitthvað sem maður var búinn að gefa upp alla von að myndi gerast í vetur. Everton og Bolton eru svipuð að mörgu leiti því leikur þeirra beggja snýst um að ná tökum á miðjunni. Við gáfum Everton ekkert eftir í síðasta leik á miðsvæðinu þannig að ég býst við að við ættum að geta staðið í Bolton þar líka. En fyrir fram sætta líklega bæði lið sig við jafntefli. Jafntefli er vissulega ásættanleg úrslit fyrir okkur. En maður veit líka að ef að leikmenn Spurs eiga góðan dag munu þeir geta unnið þá. Það er náttúrulega það sem blundar í manni.

Liðið
------------------------Robbo----------------------
Chimb.---------Dawson------Gardner--------Lee
Lennon---------Zokora--------Jenas----------Tainio
------------------Keane--------Berbatov------------

King, THUDD og Mido eru meiddir. Gardner er eitthvað tæpur líka og fer í síðbúna læknisskoðun fyrir leik. Ef hann nær ekki að spila mun að sjálfsögðu Rocha taka sæti hans. Ég vona þó að Gardner verði með því Rocha hefur ekki verið að finna sig í þeim leikjum sem ég hef séð. Ég held að Tainio verði áfram á vinstri vængnum þar sem okkur vantar baráttuhunda í leikinn. Ef Defoe er búinn að fá almennilega sálfræðiaðstoð mun hann kannski byrja. Við þurfum virkilega að hafa Defoe í lagi og ég vona að hann sé að ná sér. Annars held ég að þetta sé nokkuð eftir bókinni.

Ég spái leiknum 3-2. Mér líkar það að sem virðist vera að gerast núna hjá Jol. Hann er búinn að átta sig á því að við erum ekki með mestu fautana í okkar liði og því þýðir ekkert að bakka um leið og við náum forustu. Styrkur okkar er meiri fram á við heldur en í vörninni, svo ég tali nú ekku um þegar fyrirliðinn Ledley King er meiddur. Ég spái því að Bolton byrji leikinn aftarlega en um leið og við skorum fyrsta markið mun leikurinn galopnast og bæði lið byrja að spila sóknarbolta.

Dómari leiksins er hinn umdeildi Graham Poll.

Coys!

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Everton 1 - Tottenham 2 !!!

Jeeeeeeeeeessssssssss!!!!

Nú er gaman að vera Spursari. Ef leikurinn gegn Fulham var sætur þá veit ég ekki hvaða lýsingarorð hægt er að nota um þennann leik. Það er nokkuð ljóst að það verður erfitt að festa svefn í nótt sökum adrenalínflæðis. Annar útisigurinn í deildinni staðreynd og fyrsti sigur okkar í 7 vikur í PL. Það sem gerir þetta kannski enn sætara er að við vorum ekki vinna eitt af botnliðunum á útivelli heldur lið sem stefnir á UEFA sæti í deildinni.

Þetta var kannski ekki okkar fallegasti leikur. Leikurinn var eiginlega barátta um miðsvæðið allann leikinn. Menn voru að gefa lélegar sendingar sem vill gerast við þær aðstæður. Hvorugt liðið náði undirtökunum í leiknum. Hinsvegar kom mér á óvart að Everton virtist vera búið að sætta sig við jafnteflið þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Þeir voru ekki að taka neina sénsa fram á við eða neitt slíkt. Einhvernveginn fannst mér eins og við værum frekar að freista þess að skora eitt í lokin.

Þegar við vinnum útileiki gegn liði í efrihelmingnum er mér samt nokk sama þó við spilum ekki sambabolta. Gleðin sem fylgir sigrinum yfirskyggir allt annað. Ég vona nú að allir séu tilbúnir að taka sér frí frá allri neikvæðni á þessum tímapunkti og séu tilbúnir að tala vel um liðið sitt. Þetta er heldur betur tíminn til þess!!!

Til hamingju allir Spursarar með sigurinn og njótið hans sem allra best.

(Tala kannski betur um leikinn seinna þegar mesta víman er runnin af mér!)

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Everton - Tottenham

Þá er komið að enn einum útileiknum, eða þeim þriðja í röðinni. Á morgunn tökum við á móti Everton í leik sem átti að fara fram fyrr í vetur en varð frestað. Ég óttast margt við þennann leik. Leikmenn þurfa að koma sér niður á jörðina og halda einbeitingu og stuðningsmenn búast kannski við annari eins framistöðu og í síðasta leik.

Það er í raun svolítið sárt að fá ekki að njóta sigursins í síðasta leik aðeins lengur. En þá er bara að vona að við getum haldið gleði okkar áfram eftir morgundaginn. En það er langt því frá að við eigum auðveldan leik fyrir höndum. Þó svo að við höfum unnið 0-4 á útivelli í síðasta leik skulum við átta okkur á því að það var einn leikur. Reynslan í vetur sýnir okkur að það er frekar undantekning að við vinnum leik á útivelli. Það skal enginn vanmeta Everton. Þeir tóku okkur algjörlega í bakaríið á WHL í upphafi tímabilsins og hafa verið að spila vel í vetur. Ég lít svo á að jafntefli sé bjartsýnisspá en sigur er draumur og draumar geta ræst.

Everton er taplaust í síðustu 4 leikjum í deildinni og unnu síðasta leik gegn Blackburn á heimavelli og gerðu jafntefli í þarsíðasta leik gegn LFC á Anfield. Við höfum hinsvegar ekki unnið leik í PL í tæpa tvo mánuði. En til að hljóma ekki of svartsýnn skal þess getið að þarsíðasti leikur þeirra á heimavelli í PL endaði 1-1 gegn Reading. Svo má einnig bæta því við að við höfum unnið á Goodison Park síðustu tvö tímabil.

Liðið
--------------------------Robbo-------------------------
Chimb.----------Dawson----Gardner------------Lee
Lennon---------Zokora-----Jenas--------------Steed
------------------Keane------Berbatov-----------------

Já spái bara tveimur breytingum frá liði síðasta leiks. Spái því að Jenas komi inn úr leikbanni í stað Tainio og Berbatov inn fyrir Mido. King og Ekotto eru meiddir þannig að það er bara spurning um hvort Rocha komi inn, að öðru leiti er vörnin nokkurnveginn sjálfskipuð. Ég útiloka ekki að THUDD komi inn í liðið eða Defoe fái að byrja. Jol verður auðvitað að taka púlsinn á leikmönnum og sjá hvort menn séu líkamlega tilbúnir í leikinn. Það er auðvitað bara tveir dagar á milli leikja þannig að það má vera að einhverjir séu enn þreyttir.

Eins og ég segi þá er jafntefli fyrirfram mjög góð úrslit. En við þurfum að fara ná nokkrum frábærum úrslitum ef við eigum að eiga einhverja möguleika á evrópusæti gegnum deildarkeppnina. Eins frábært og síðasti sigur var þá mun sigur í þessum leik ekki slá á þá gleði. En ég sætti mig mjög vel við jafntefli.

Þeim sem vilja lesa meira geta lesið upphitun frá því fyrr í vetur HÉR

COYS!

sunnudagur, febrúar 18, 2007

FULHAM 0 - SPURS 4 !!!!!!!!!!

Ef það var erfitt að gera upphitun fyrir leikinn, þá er þetta enn erfiðara. Hvaða lýsingarorð eru nógu sterk til að lýsa því sem gerðist í dag? Þetta var líklega flottasta comebackið sem ég hef orðið vitni af sem stuðningsmaður Spurs. Eftir að hafa hrapað harkalega á botninn í síðasta leik og með ömurlegan árangur á útivöllum tókum við úrvalsdeildarlið Fulham og lékum okkur að þeim. Í síðasta leik átti spilaði ekki nokkur maður ásættanlega. Í dag hinsvegar áttu allir leikmenn liðsins frábærann dag. Meira að segja Robinson spilaði stórkostlega. Þetta var hans besta framistaða í vetur.

Chimbonda og Dawson voru frábærir. Gardner var meira að segja mjög góður. Hafandi fylgst með Gardner í nokkur ár held ég að hann sé að komast á hátind ferilsins. Hann hefur verið að koma mér þó nokkuð á óvart í þeim leikjum sem ég hef séð hann spila undanfarið. Lee átti meira að segja góðann leik. Hann var sífellt að bjóða sig og hljóp mikið án boltans og var bara stórgóður. Lennon var stöðugt að ógna og skapa. Við meigum einfaldlega ekki við því að hann sé mikið fjarverandi. Tainio barðist til síðasta manns og ég dáist af baráttunni hjá honum í leiknum.

Zokora var að mínu mati maður leiksins ásamt Keane. Ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra enda voru þeir báðir geggjaðir í dag. Ég veit ekki hvort menn taki eftir vinnunni hans Zokora því hún er ekki mjög áberandi. Hann er ekki að hlaupa í alla menn eins og Davids. Hann er ekki að hoppa í tæklingarnar og svona heldur er hann alltaf mættur í hjálparvörnina og lokar sendingaleiðum með staðsetningu sinni. Svo er hann með gífurlegann hraða sem ég held að allir hafi séð í dag. Frábær leikur og solid tía. Steed var líka mjög fínn í dag. Hann var síflellt á harðahlaupum. Hann verður allavega ekki sakaður um áhugaleysi eða leti í leiknum. Mido var mjög góður í dag. Hann gerði nokkur mistök, en ekkert afdrifaríkt. Þegar við vinnum 0-4 á útivelli brosir maður bara af svona hlutum. það er engin ástæða til þess að horfa á einhver mistök sem skiptu svo engu máli. Hins vegar var hann sífellt að berjast og maður sá að hann vildi vinna traust þjálfarans á nýjann leik. Þannig að ég er mjög sáttur við innkomu hans í liðið, hann lagði upp 1 eða 2 mörk og því ekki yfir neinu að kvarta.

Keane var hinsvegar magnaður í dag. Sá ætlaði sér að vinna leikinn. Hann var á endalausum hlaupum og sýndi svipaða takta við mark andstæðinganna og hann gerði í fyrra. Hann var valinn maður leiksins á Sky Sport og á það fyllilega skilið. En eins og áður segir deilir hann þeim titli með Zok hjá mér.

Berbatov kom inná fyrir Mido og sýndi af hverju hann er enn striker nr.1 hjá okkur. Þrátt fyrir ævintýralega innkomu fannst mér hann ekkert vera að leggja of mikið á sig. Mér fannst einhvernveginn að hann gæti ef hann vildi skorað nokkur í viðbót. Þetta eru auðvitað gullhamrar en ekki gagnrýni.

Gahly: Er alveg magnaður leikmaður. Hann er svo óútreiknanlegur að það er ekki eðlilegt. Í dag kom hann inn með frábæra takta og ég tók ekki eftir einni feilsendingu hjá honum (það gæti þó verið vitleysa). Hann átti mjög góða innkomu í dag.

Jol: Ég verð nú að gefa honum hrós einnig. Ég ætla ekki að gefa honum kredidið fyrir baráttunna og sigurviljann. Það eiga leikmenn skuldlaust. Hinsvegar verð ég að gefa honum kredid fyrir allt annað. Hann valdi hárrétt byrjunarlið, hann og Hughton hafa lesið Fulham eins og opna bók enda búnir að keppa við þá tvisvar í deildinni. Hann hitti á hárrétta blöndu. það sem hann á þó mest hrós skilið fyrir voru ákvarðanir hans í seinnihálfleik. Í stöðunni 0-2 óttaðist ég að við myndum detta til baka og fjölga í vörninni eins og vaninn er og missa leikinn niður í jafntefli eða tap. Jol hinsvegar hélt áfram áherslunni á sóknarleikinn með því að skipta út sóknarmanni fyrir sóknarmann. Hefði Jol fært liðið aftur eins og hann er vanur hefðum við verið dauðadæmdir. Við hefðum ekkert ráðið við þá hefðum við boðið þeim í bardaga á okkar vallarhelming. þannig að Jol á hrós skilið.

Ég ætla að vona að allir séu nú yfir sig ánægðir með leikinn og reyni að einbeita sér að því að finna allt sem vel var gert í leiknum. það er svo miklu skemmtilegra, sérstaklega þegar maður hefur beðið svona lengi.

Til hamingju allir Spursarar nær og fjær og ég vona að þið njótið þess sem lengst og best!

laugardagur, febrúar 17, 2007

Fulham - Spurs (FA 5.umf.)

Hvernig gerir maður upphitun á þessum tímum? Ég í raun veit ekkert hvað er í gangi. Mér langar að segja að við eigum að vinna Fulham, en í ljósi þess sem undan er gengið er erfitt að færa rök fyrir því. Það er enginn vafi hjá mér að við erum á pappírunum sterkara lið. En við erum að fara spila á útivelli sem er virðist vera ávísun á tap eða jafntefli. Við höfum spilað tvo leiki við Fulham í vetur án þess að sigra. Við höfum auk þess ekki náð að sigra Fulham á útivelli í heil 5 ár! Við höfum ekki unnið leik í þrjár vikur og aðeins unnið tvo leiki gegn neðrideildarliðum í síðustu 11 leikjum. Við unnum síðasta leik gegn liði í efstu deild á annann í jólum.

Ég spyr því sjálfann mig að því hversu mikið sé nóg? Hvenar ná leikmenn botninum? Ég ætla því í bjartsýni minni að segja að leikmenn séu búnir að ná botninum og höfði til stolts síns. Ef að leikmenn sjá ástæðu til að vinna leikinn munu þeir gera það ef ekki, þá halda ófarirnar áfram. Ef við lítum aðeins betur á bjartarihliðar málsins má segja að við höfum enn ekki tapað fyrir Fulham í vetur.

Liðið:
---------------------------Robbo------------------------
Chimbonda------Dawson---Gardner-------Ekotto
Lennon-----------Zokora----Tainio---------Steed
--------------------Keane-------Berbatov--------------

King er meiddur sem fyrr og Defoe og Jenas taka út leikbann í þessum leik. Ég set Gardner þarna inn í stað Rocha sem spilaði síðasta leik. Ég geri það ekki vegna óbilandi trú minni á hæfni Gardners heldur frekar vegna vonbrigða með spilamennsku Rocha í þeim leikjum sem ég hef séð hann spila. Oft snýst þetta líka um að leikmenn nái saman, og Gardner og Dawson ná bara betur saman. Ég er ekkert 100% á að Ekotto spili enda er hver einasti maður sem spilaði síðasta leik í hættu á að missa sæti sitt. Lennon er orðinn frískur af veikindum og er því nánast öruggur inn. Zokora, THUDD og Tainio munu berjast um þessar tvær stöður á miðjunni. Ég veit í raun ekkert hvað er besta teymið þarna og treysti því Jol 100% fyrir því. Framherjarnir eru svo nánast sjálfskipaðir fyrst Defoe er í banni. Það er líka ágætt að Defoe skuli vera í banni þannig séð. Hann þarf að vinna mikið í sjálfum sér og helst með aðstoð fagaðila. Mér hefur virst hann vera á barmi taugaáfalls vegna bræði í undanförnum leikjum. Hann þarf að fara beina þessum skapofsa inn á jákvæðari brautir.

Ég get ekki ýmyndað mér annað en að leikmenn vilji vinna leikinn. Ef leikmenn okkar hafa einhverja sál og hjarta og eitthvert keppnisskap iða þeir í skinninu efitir að komast út á völlinn. Það þarf ekkert að útskýra stöðunna fyrir fullorðnum mönnum og því finnst mér með öllu óþarft að Jol komi inn í klefann til þeirra sem einhver klappstýra. Ég spái þessu 1-2 fyrir okkar mönnum en hef í bakhöndinni að jafntefli er ásættanlegt þó það sé ekki það sem ég óska mér. Ég held áfram að leita af ljósum punktum í okkar leik og vonandi verða þeir einhverjir á morgunn.

Dómari leiksins verður Mark Halsey.

COYS!

laugardagur, febrúar 10, 2007

Blades 2 - Tottenham 1

Úff! Þetta er erfitt. Í fyrsta skipti í langann tíma get ég ekki verið jákvæður. Til þess að vera jákvæður þarf liðið allavega að sýna manni einn ljósann punkt sem maður getur svo röflað endalaust um. Í leiknum í dag sá ég ekkert jákvætt. Það var enginn leikmaður sem spilaði vel. Hugsunin "ef við getum ekki unnið Sheffield á útivelli, þá munum við ekki sigra meira á útivelli í vetur" er bara nokkuð rökrétt. Það var ekkert sem benti til þess að leikmenn vildu vinna leikinn. Þessi ósigur var engin óheppni. Leikurinn var ekki þannig að við vorum betri aðilinn en tókst ekki að skora. Við vorum bara langt um lélegri aðilinn í leiknum.

Það var ansi erfitt að hafa Man U. leikinn á sjónvarpinu við hliðina. Þó svo þeir hafi ekki átt sinn besta leik voru leikmennirnir þó á þeim buxunum að vinna leikinn. Það sem sýndi það kannski best var að þegar leikmaður fékk boltann voru minnst 4 samherjar hans á harðahlaupum til að spila sig fría. Hjá okkur var þetta ekki svona. Það var bara leikmaðurinn sem var með boltann sem hreyfði sig. Andstæðingarnir voru fljótir að loka sendingaleiðum. Það er ekki erfitt þegar allir standa bara og horfa á. Þetta pirraði mig gríðarlega.

Ég bara skil ekki hvað vandamálið er? Hafa leikmenn ekki trú á sjálfum sér? Ég vona að það sé ekki vandamálið. Því ef menn hafa ekki trú á að þeir geti unnið Sheffield, þá er ástandið virkilega slæmt. Þá erum við að tala um að leikmenn séu bara veruleikafirtir og þurfi að komast undir hendur sérfræðinga sem fyrst.

Vantar sigurviljan? Ekki væri það nú skárra. Þegar ég keppi í einhverri íþrótt tek ég það ekki mál að tapa. Ég er mjög tapsár og það er ekki til í mínum huga uppgjöf í íþróttum. Þrátt fyrir það fæ ég ekki milljónir á mánuði. Ef menn hafa ekki sigurvilja eiga þeir ekkert erindi í atvinnufótbolta.

Ég kíkti á spurs.is áðan og í fyrsta skipti í langann tíma var ég sammála flestum um þennann leik. Menn eru eitthvað að vellta sér uppúr því hvað Jol muni segja við fjölmiðla. Í rauninni gæti mér ekki verið meira sama hvað hann segir við fjölmiðla. Það sem hann segir við leikmenn skiptir miklu meira máli. Það var augljóst af svipbrigðum Jol í leiknum að hann á margt ósagt við leikmennina. Þessi annars glaðbeitti hlýlegi maður leit út eins og hann væri að stíga inn í boxhringinn. Kannski er það það eina sem er jákvætt við þennann leik, þó það dugi mér skammt.

Ég ætla þó að hafa þetta eina neikvæða póstinn að sinni. Ég mun halda aftur í bjartsýnislandið um leið og mér er runnin reiðin.

Sheffield Utd. - Tottenham

Jæja það verður engin alvöru upphitun núna. Ég einhvernveginn held að það þurfi ekkert að peppa menn upp fyrir þennann leik. Nú er mjög raunhæfur möguleiki á öðrum útisigrinum á tímabilinu. Ég held að það sé bara nokkuð öruggt að við náum þeim sigri á gegn þeim. Það er allavega ljóst að ef leikmenn mæta ekki í þennann leik til að sigra, þá erum við í vanda. Það er allavega nægar ástæðurnar til að fara á fullum krafti inn í þennann leik. Við höfum orðið fyrir nokkrum áföllum upp á síðkastið. Við duttum út úr CC í síðustu viku og vorum svo teknir í bakaríð á móti Man U. Leikmenn hljóta að dauðskammast sín vegna útivallarárangursins í vetur. Leikmenn hafa nú haft tíma til að safna kröftum því síðasti leikur var fyrir rétt tæpri viku. Þannig að leikmenn hljóta að vilja sigur meira en nokkuð annað. Þó Sheffield sé sýnd veiði en alls ekki gefin á heimavelli sínum eigum við að vinna þá. Það er bara ekkert öðruvísi.

Í rauninni er ég svo sigurviss að ég efast um að ég geti haldið dvöl minni í bjartsýnislandi áfram ef við töpum. Ég skal meira að segja lofa neikvæðni ef við töpum!!! En ég þarf ekkert að óttast, við munum vinna. Annað væri allavega hrikalegt áfall. Ég spái þessu 0-2 fyrir okkur. Ég ætla sleppa því að giska á liðið þar sem ég sá ekki síðasta leik og finnst því erfitt að giska af einhverju viti. Ég vona líka að menn fagni sigrinum því þrjú stig hvernig sem þau nást eru þrjú stig.

Usssss. Búinn að "Jinxa" svakalega núna :)

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Á að reka Jol?

Jæja ég get því miður lítið fjallað um síðasta leik þar sem ég missti af honum. Þess vegna ætla ég að skrifa um það sem virðist vera eitt af heitustu málunum í dag.

Þeim fjölgar ört sem segja að tími Jol hjá félaginu eigi að líða undir lok hið fyrsta. Ég er svo sannarlega ekki á þeim buxunum og er alveg pollrólegur yfir þessu öllu saman. Segjum sem svo að við lendum í 10 sæti í pl og dettum út í næstu umferð FA cup og dettum út í næstu umferð UEFA. Ég yrði sem stuðningsmaður auðvitað mjög sár. En ég myndi samt vilja sjá Jol taka annað tímabil. Nú eru eflaust margir sem lesa þetta búnir að frussa kaffinu eða gosinu yfir tölvuskjáinn. Mér er þó fúlasta alvara. Ég lít þannig á að góðir hlutir gerist hægt. Það eru svo til þeir menn sem líta þannig á að góðir hlutir gerist með gjörbyltingu og stórum stökkum. Það er mín skoðun að sá hópur vilji Jol burt. Mér langar að segja ykkur sem viljið meina að Jol eigi að taka pokann sinn smá dæmisögu. En byrjum á að fara aðeins yfir það sem gerst hefur í tíð Jol (þið áttið ykkur á feitletruninni þegar á líður lesturinn):

Martin Jol tók við þjálfarastöðu Spurs þann 5 nóv 2004. Eins og menn vita byrjar tímabilið í ágúst þannig að menn voru á því að hann þyrfti tíma með liðinu til að ná árangri. Lokaárangurinn það tímabilið var viðunandi en ekkert meira en það. Við lenntum í 9 sæti og þótti það bara ásættanlegt miðað við aðstæður, og árangur undangengin ár.

Jol verslaði svo töluvert af ungum leikmönnum eftir tímabilið auk þess að kaupa nokkra stórlaxa á borð við Edgar Davids og Jenas. Árangurinn í deildinni lét ekki á sér standa þrátt fyrir að aðra sögu væri um bikarkeppnina að segja. Á örðu tímabili sínu með klúbbinn náði Jol besta árangri Spurs í deild í fjöldamörg ár. Stuðningsmenn Spurs voru sannfærðir um að nú værum við loksins kominn með mann í brúnna sem gæti leitt okkur inn í nýtt glory tímabil.

Um sumarið voru svo keyptir nokkrir leikmenn sem voru í hæsta gæðaflokki.
Leikmenn eins og Berbatov og Zokora sem voru undir smásjánni hjá mörgum af stórliðum evrópu voru fengnir til liðs við okkur. Tímabilið fór þó ekki vel af stað. Við unnum þó okkar stærsta sigur í mörg ár þegar við unnum Englandsmeistarana (stórsigur er að mínu mati ekki alltaf spurning um markamun). En við urðum líka niðurlægðir af erkifjendunum (3-0 tap). Þrátt fyrir að hafa náð í undanúrslit í bikarnum er enn óánægja. Stuðningsmenn gagnrýna leikmenn og þá helst landsliðsmarkvörðinn Paul Robinson sem er kennt um ansi mörg mörkin. Menn eru orðnir þreyttir á endalausum afsökunum hans Jol. Stuðningsmenn eru nú þegar u.þ.b 2-3 eru liðnir af þriðja tímabilinu hans Jol farnir að krefjast uppsagnar hans.

Ég held að þetta sé allt satt og rétt hjá mér. Þetta minnir ykkur kannski eins og mig á eitthvað sem áður hefur gerst á Englandi. Þetta er eiginlega svo líkt einhverju að það jaðrar við einhverju yfirnáttúrulegu. Hvað er Sicknote að fara? Jú ég skal rifja upp fyrir ykkur svolítið sem gerðist fyrir rúmum 20 árum síðan hjá Manchester United.

Þann 6 nóv. 1986 var maður að nafni Alex Ferguson ráðinn til Manchester Utd. Eins og menn vita byrjar tímabilið í ágúst þannig að menn voru á því að hann þyrfti tíma með liðinu til að ná árangri. Lokaárangurinn það tímabilið var viðunandi miðað við aðstæður. 11 sætið var lokaniðurstaðan.

Ferguson verslaði svo töluvert af ungum leikmönnum eftir tímabilið auk þess að kaupa nokkra stórlaxa
á borð við Steve Bruce og Brian McClair. Árangurinn í deildinni lét ekki á sér standa þrátt fyrir að aðra sögu væri um bikarkeppnina að segja. Á örðu tímabili sínu með klúbbinn náði Ferguson besta árangri Man U. í deild í fjöldamörg ár (2. sætið). Stuðningsmenn Man U. voru sannfærðir um að nú væru þeir loksins komnir með mann í brúnna sem gæti leitt Þá inn í nýtt glory tímabil.

Um sumarið voru svo keyptir nokkrir leikmenn sem voru í hæsta gæðaflokki. Þeirra bestur var eflaust Mark Huges. Á þessu tímabili gekk þeim illa í deildinni en komust þó í undanúrslit í bikarnum. En aðdáendur voru ekki sáttir því liðið endaði í 11 sæti deildarinnar.
Næsta tímabil byrjaði ekki vel þó þeir hafi unnið þeirra stærsta sigur í mörg ár þegar þeir unnu Englandsmeistarana (Arsenal 1 - Man U. 4). En þeir urðu líka niðurlægðir af erkifjendunum (5-1 tap gegn Man. City). Stuðningsmenn voru ákafir í að kvarta undann leikmönnum liðsins og þar fékk markmaðurinn sérstaklega slæma útreið. Jim Leighton sem var landsliðsmarkvörður á þeim tíma var kennt um mörg mörkin sem hann fékk á sig. Þegar leið á Janúarmánuð (1990) voru stuðningsmenn Man U. farnir að krefjast uppsagnar Ferguson, enda orðnir langþreyttir á endalausum afsökunum hans í fjölmiðlum. Menn gengu svo langt að mæta með spjöld á Old Trafford með slagorðunum "Three years of excuses and it's still crap. Ta ra Fergie." Fjölmiðlar voru farnir að efast um hæfni Fergie og fyrir stuttu kom það í ljós að leikur Man U. í fjórðu umferð FA cup gegn Notthingham Forrest hafi verið mikilvægasti leikur Ferguson á ferlinum þar sem úrslit hans myndu skera úr um framtíð hans. Á þessu fjórða tímabili gekk þeim hroðalega í deildinni en ágætlega í bikarnum (unnu FA.).

Í dag hugsa ég að margir glotti við tönn þegar þeir lesa um það að Ferguson hafi á þeim tíma verið talinn óhæfur stjóri af stuðningsmönnum sínum. En eins og við vitum eru margir fljótir að snúa baki við þjálfara sínum þegar í harðbakkann slær. Það er það sama að gerast hjá okkur núna. Ég vill þó taka það skýrt fram að það eru enn til þeir stuðningsmenn sem styðja Jol í starfi sínu, þannig að þetta á ekki við um alla. Til þess að sýna það enn betur hversu menn eru fljótir að snúa baki við þjálfara sínum má nefna að í fyrra kröfðust margir stuðningsmenn Man U. afsaknar Ferguson eftir að hafa hrakið Keane frá félaginu og liðið var mjög snemma slegið út úr CL gegn Benfica. Stuðningsmenn Man U. voru fljótir að finna blóraböggul og á margra vörum voru orðinn "Hann er bara búinn að missa það" eða "Honum finnst hann bara vera orðinn stærri en klúbburinn". Þessar raddir þögnuðu á meðan allt lék í lyndi það sem eftir var tímabils. Þessar raddir spruttu svo aftur upp í sumar þegar ljóst var að Ferguson hafði aðeins keypt einn stórlax. Í dag hlæjum við aftur af stuðningsmönnum Man U. á meðan við gerum nákvæmlega það sama í okkar herbúðum. Það er að snúa baki við þjálfaranum þegar illa gengur.

Þó svo að ég sé að benda á að einn af albestu þjálfurum í sögu PL (að mínu mati) hafi byrjað á nákvæmlega sama hátt og Jol
(fyrstu 4 tímabil fergie eru eins og fyrstu 3 hjá Jol) er ég ekkert að staðhæfa að Jol sé næsti Ferguson eða eitthvað slíkt. Ég bendi á þetta til að sýna að stuðningsmenn eru oft of fljótir á sér að dæma þjálfara úr leik.

Í meira en áratug höfum við haldið okkur við að ráða þjálfara og reka þá á tveggja ára fresti og stunum hafa meira að segja þjálfarar ekki náð að klára heilt tímabil áður en þeir eru reknir, krafðir uppsagnar eða taka pokann sinn. Þetta hefur skilað okkur mjög lélegum árangri. Þjálfarar hafa hugsað um skyndilausnir til að redda málunum. Þeir hafa verið að kaupa leikmenn sem eru að spila sín síðustu ár í boltanum og fást því ódýrt eða góða leikmenn sem eru alltaf meiddir.

Hér höfum við þjálfara sem hefur sýnt að hann hefur það sem til þarf til að ná árangri. Hann horfir til framtíðar með kaupum á ungum og efnilegum leikmönnum. Hann er fyrsti þjálfarinn í fjöldamörg ár sem hefur framtíðarsýn á stefnu félagsins og leikskipulag. Fyrir mitt leyti er ég tilbúinn að gefa Jol tíma. Þegar ég segji tíma þá er ég ekki að tala um næstu 5 leiki heldur alvöru tíma. Ég er tilbúinn að endurmeta stöðuna á næsta tímabili. Ég er í hjarta mínu sannfærður um hæfni Jol til að stjórna Spurs. Hann er búinn að gera mjög miklar breytingar á liðinu og er að byggja það upp. Það tekur tíma og ég er tilbúinn að gefa honum tíma til að koma Spurs aftur í fremstu röð. Á meðan hann er að byggja upp gott lið sé ég ekki vandamálið. Ef Jol fer á næstunni mun hann skilja eftir sig frábært lið, það er meira en nokkur framkvæmdarstjóri hefur geta gert í áraraðir. Mér finnst að á meðan hann er að byggja upp og taka til í félaginu sé engin ástæða að örvænta. Í versta falli myndi þá nýr þjálfari taka við frábæru búi svona eins og Benitez gerði þegar hann tók við af Houlier. Við erum búnir að prófa það í einhver 15 ár að gefa þjálfurum stuttann tíma og reka þá svo. Það hefur engu skilað. Af hverju ekki að breyta til og prófa að hafa þjálfara í 5 ár og sjá hvort það skili ekki einhverju þó það taki 2-4 tímabil. Svo fremi að við séum ekki að fara taka þátt í botnbaráttunni á þeim tíma.

Já og á meðan ég man. Ég á auðvitað eftir að fá kommentið um það að okkur vantar stöðugleika, og Jol er ekki að koma með neinn stöðugleika inn í liðið. Well! Mér skilst að síðast þegar liðið bjó við stöðugleika var Terry Venables við stjörnvölin. Síðan eru liðin 16 ár!!! Á þessum 16 árum erum við búnir að hafa 9 þjálfara. Þetta fær mann til að hugsa. Hvernig fáum við stöðugleika??? Í mínum huga er svarið ofureinfalt. Stöðugleiki fæst ekki með sífeldum breytingum, það liggur bara í hlutarins eðli. Með því að láta Jol róa erum við komnir á byrjunarreit aftur og nýr þjálfari kemur í hans stað og fær of stuttann tíma til að mynda stöðugleika og verður rekinn. Mér hryllir við tilhugsuninni um að félaginu sé ef til vill stjórnað af skammsýninni einni saman. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að Spurs sé stjórnað af ámóta sirkusstjórn og er hjá Real Madrid.

Nú man ég eftir enn öðru sem ég myndi örugglega fá komment út af. Það eru ummæli Jol eftir leiki. Það eru allir að gagnrýna Jol vegna ummæla á borð við "we have to step up" og "we have to learn from our mistakes" eftir tapleiki. En ég spyr, skiptir einhverju máli hvað hann segir við fjölmiðla og hvað viljið þið að hann segji? Ég sé þessi tvö ummæli sem nákvæmlega það sem ég vill heyra. Ef við gerum mistök þá er það besta sem hægt er að gera úr því sem komið er að læra af þeim. Ef við erum ekki að spila nægilega vel er þá ekki það besta sem liðið getur gert að "step up" eða taka sig taki? Hvað vilja menn eiginlega að hann segji í fjölmiðlum? Á hann að væla eins og Wenger og Morinho? Á hann að segja að hann sjái engin vandamál og skilji því ekki spurninguna? Á hann að hella sér yfir leikmenn í fjölmiðlum í hvert skipti sem einhver á ekki stórleik? Ég vona að menn átti sig á því að það sem Jol segir í fjölmiðlum er ekki það sama og hann segir við leikmenn. Hann mætir ekki á fund með leikmönnum og segir "I thought we played well, but we have to learn from our mistakes" fundi slitið. Þannig að ég sé ekkert að þessum ummælum hans.

Hafið bara þetta í huga (stolið):
Veikleiki súperman er kriptonít. Martin Jol hlær að súperman fyrir að hafa veikleika.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Smávægileg meiðsli.

Því miður hef ég ekkert getað póstað upp á síðkastið þar sem blessað bakið gaf sig á sunnudaginn. Ég er því rúmmliggjandi og get mig hvergi hreyft og engin er fartölvan. Þetta er ekkert alvarlegt held ég og ég vonast eftir að vera risinn úr rekkju innan nokkurra daga, og þá verður haldið áfram að herja á ykkur með jákvæðninni. :)

COYS!

laugardagur, febrúar 03, 2007

Tottenham - Manchester United

Upphitun frá fyrri viðureign okkar á tímabilinu á Old Trafford

Já þá er komið að stórleik umferðarinnar. Við erum að fara keppa á móti efsta og ég leyfi mér að segja besta liði deildarinnar Manchester Utd. Það er í raun fátt sem ég get sagt sem ætti að vinna með okkur í þessum leik. Manchester átti auðveldann leik á miðvikudaginn gegn Watford sem þeir unnu 4-0 á meðan við áttum mjög erfiðann leik sem var framlengdur á miðvikudaginn. Á meðan leikmenn Utd. fögnuðu sigrinum láu leikmenn Spurs í sárum sínum yfir tapinu. Það ætti því að vera töluvert meiri stemming í búningsklefa gestanna. Maður var vanur að geta alltaf huggað sig við að við værum ósigrandi á heimavelli, en það er liðin tíð eftir að hafa tapað síðustu tveimur heimaleikjunum í deildinni.

Það er því lítil ástæða til bjartsýni fyrir þennann leik. En það er allt hægt í fótbolta og af þeim sökum ætla ég að spá okkur sigri (þó ég færi nú ekki að leggja aleiguna undir). Í besta falli höfum við náð botninum eftir að hafa dottið úr deildarbikarnum. Þá er leiðin bara upp á við. Var það ekki West Ham sem náði botninum fyrir leik sinn gegn Man U. og vann þá? Minnir það. Það sýnir okkur að þetta er ekki útilokað. Ég er að vonast eftir að leikmenn séu búnir að fá nóg af þessu rausi í stuðningsmönnum og ætli nú að snúa við blaðinu fyrir framan 30.000 stuðningsmenn sína. Ég vona að leikmenn sjái leikinn sem tækifæri til að fá uppreisn æru og leggi allt í sölurnar. Ég vona líka að Man U. sjái allt það neikvæða sem er í gangi hjá okkur og líti á Spurs sem auðvelda bráð (þ.e vanmeti okkur). Ef að þetta gengur eftir ættum við að eiga ágætis möguleika.

En hin hliðin á peningnum er auðvitað að leikmenn séu hvorki búnir að jafna sig andlega né líkamlega og við töpum illilega.

Liðið
-------------------Robbo-------------------
Chimb.-------Daws----Gardner-----Lee
Lennon------THUDD--Jenas------Steed
---------------Berbatov---Keane----------

Nú held ég að ég þurfi ekki að rökstyðja margt. Það er svosem allt eins líklegt að það verði Rocha sem spili við hlið Dawson. Rocha er ekki eins þreyttur, en ég er svolítið hræddur um að mistökin hans í leiknum gegn Arsenal sitji eitthvað í honum. Það er eitthvað sem Jol verður að meta. Lee er þarna því ég held að Jol líti á hann sem jafningja Ekotto og vilji því fá óþreyttan mann þarna inn. Það sama á við um THUDD hann vill frekar fá inn óþreyttan mann en að spila Zokora þó hann hafi verið mjög góður í síðasta leik. Ég set Jenas þarna inn þó svo að ég vilji helst ekki að hann spili. Jenas er nýstiginn upp úr meiðslum sem ég tel hafa orsakast af miklu leikjaálagi. Mér finnst það geta orðið afdrifarík áhætta á að láta Jenas spila svona stíft svo stuttu eftir að hafa stigið upp úr meiðslum. En ég held að fyrst Tainio er enn meiddur finnst Jol hann tilneyddur til að spila Jenas. Ég er á því að Jol spili Keane frekar en Defoe þar sem ég hef haft það á tilfinningunni að það sé eitthvað að hjá Defoe, eða hann sé kominn í lægð. Það er svo sem kannski heldur ekkert hægt að segja að Keane sé neitt í feiknar formi þessa dagana. Annars eru þetta bara getgátur og það kæmi mér ekkert á óvart þó Defoe spilaði, þetta er bara 50/50 í mínum augum.

Ef einhverjum finnst ég ekki hafa verið jafn jákvæður nú og oft áður er það af ásetningi gert. Ég vill ekki að menn verði of kröfuharðir um sigur eða jafntefli á morgun. Ég vona að ef við náum jafntefli á morgun verði hátíð hjá okkur. Sama þótt við höfum átt eitt skot á markið eða 40, sama þó liðið hafi verið að spila vel eða ekki, sama þó að við hefðum átt að vera búnir að skora 5 mörk, sama þó Robbo hefði átt að verja skotið, sama þó Keane hafi klappað boltanum of mikið, bara sama hvað...

Dómari leiksins verður Mark Clattenburg. Sá hinn sami og dæmdi 3-1 sigurleikinn okkar gegn Wigan í nóv. En Clattenburg hefur verið ragastur allra dómara við að lyfta rauðaspjaldinu. Hann hefur aldrei gefið rautt spjald í þeim 17 leikjum sem hann hefur dæmt í PL.

Ég ætla spá því að Utd skori fyrst, því ef við gerum það þá eigum við eftir að detta til baka. Tottenham á svo eftir að jafna metin á 80 mínútu og Utd. fari í stórsókn og Lennon skori svo úr skyndisókn á þegar tvær mínútur eru eftir af leiknum. 2-1.

Mjög óraunhæft að spáin gangi eftir, en ef menn meiga ekki dreyma í "bjartsýnislandi", hvar þá? :)

COYS!

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Arsenal 3 - Tottenham 1

Jæja nú er komið að því að standa við það sem ég lofaði í gær. Mér finnst alltaf gaman að vera með aðrar skoðanir en fjöldinn, en í fyrsta sinn get ég nánast staðhæft að hver einasti maður sem les þetta á eftir að vera mér ósammála. Þetta þýðir ekki að ég hafi myndað skoðun mína eftir að hafa verið búinn að kanna skoðanir allra hinna. Þetta er bara einlægt mat mitt á leiknum í gær. Þó svo að ég reyni að vera jákvæður var margt sem miður fór í gær og margt neikvætt hægt að segja um leikinn. Ég bara nenni ekki að spá í það, og þess vegna sleppi ég því að mestu.

Arsenal vann leikinn í gær því þeir eru með betra lið en Spurs. Það er leiðinlegt að þurfa að viðurkenna það en svona er þetta bara. Við söknuðum alltof margra lykilmanna í gær. Það er bara einfalt mál að þó Arsenal hafi ekki verið með alla sína bestu menn í gær er hópurinn það svakalega breiður hjá þeim að þeir finna lítið fyrir því. Ef að King, Lennon og Berbatov eru ekki með er það hinsvegar massíf blóðtaka fyrir okkur, og veikir liðið okkar gríðarlega.

Þó það sé sárt að tapa fyrir Arsenal vorum við þó ekki niðurlægðir á vellinum. Arsenal gat ekki unnið okkur á WHL og þeir þurftu framlengingu til að leggja okkur á heimavelli. Hvorki Everton né Liverpool geta státað af því í þessari keppni.

Baráttan.
Mér finnst svo svakalega skrítið að lesa það hvað allir eru óánægðir með baráttuna í þessum leik. Það er nánast hver einasti Tottenhammaður á Íslandi sem tekur það fram að það hafi ekki verið barátta í liðinu. Ég er svo yfir mig ánægður með hvað liðið barðist vel bróðurpart leiksins. Það er eiginlega það sem ég er hvað ánægðastur með í þessum leik.

Horfum aðeins á staðreyndirnar fyrir leik:
  • Við gátum ekki unnið Arsenal á WHL
  • Við höfum verið hörmulegir á útivöllum í vetur
  • Við töpuðum síðasta leik á Emirates mjög sannfærandi 3-0
  • Okkur vantaði lykilmenn í liðið
  • Arsenal hefur unnið alla sína leiki í þessari keppni á 90 mínútum nema síðasta leik.
  • Arsenal er sjóðandi heitt lið með sjálfstraustið heldur betur í lagi.
  • Við erum það ekki.
Þegar allt þetta er skoðað þá var það ljóst að við þurftum að berjast til síðasta blóðdropa til að eiga möguleika á jafntefli. Það er ekkert á þessu tímabili sem bendir til þess að við hefðum átt að fara ansi létt í gegnum þennann leik. Því verð ég að hrósa leikmönnum okkar fyrir fyrstu 90 mínúturnar. Leikmenn sýndu karakter og baráttu í stöðunni 1-0 og náðu að uppskera mark. Það sem gerðist í framlengingunni vill ég meina að hafi verið þreyta. Ég vill meina að okkar leikmenn hafi einfaldlega verið búnir á því framlengingunni. Ég bara trúi því ekki að nokkur leikmaður hafi verið tilbúinn að gefast upp eftir að hafa lagt svona mikið á sig í leiknum og verið komnir svo langt í keppninni. Mér finnst eins og margir séu að gleyma því að það voru tvö lið að spila leikinn. Það er ekki eins og við höfum verið eina liðið á vellinum sem vildi vinna leikinn.

Leikmenn.
Mér fannst þó nokkrir leikmenn standa sig ansi vel í gær. Það voru líka leikmenn sem áttu slakan dag. Defoe og Keane voru alls ekki að standa sig í gær. En þeir hljóta að vita það best sjálfir.
Ég ætla hinsvegar að gefa mér aðeins betri tíma í þá leikmenn sem voru að standa sig vel.

Chimbonda: Ef reiknað er út hvaða leikmaður hljóp mest í þessum leik held ég að Chimp. hafi verið efstur á blaði hjá okkar mönnum. Hann verður alla vega ekki sakaður um áhugaleysi af mér.

Dawson: Einn besti maður vallarins. Maður var bara sallarólegur þegar Arsenalmenn sendu háu boltana fram. Dawson átti þá alla með tölu. Held að þetta sé örugglega einn besti varnarmaðurinn í loftinu í dag.

Gardner: Ekki það að hann hafi verið neitt frábær. Ég á bara alltaf von á svo rosalega litlu frá honum en hann hefur þó skilað aðeins meira en ég bjóst við.

Ekotto: Frábær leikur, skilaði varnarvinnuni rosalega vel og virkaði öruggur. Ég ætla vona að áróður minn varðandi Ekotto hafi verið til þess að menn gáfu honum gaum í leiknum.

Zokora: Er líklega sá maður ásamt Chimb. sem var með hvað mestu yfirferð í leiknum. Hann var í þessum leik að vinna þá vinnu sem Carrick var að vinna í fyrra, þ.e að detta til baka og aðstoða vörnina og spila upp boltanum þegar við vinnum hann. Hann gerði líka það sem Carrick gerði ekki, það er að taka þátt í sóknarleiknum. Mjög gaman að sjá hann vera koma sterkann inn.

Auðvitað er sárt að detta út þegar við erum komnir svona langt í keppninni. En einhvernveginn get ég ekki fengið mig til að snúa baki við liðinu. Ég er ekki viss um að ég myndi nenna að standa í að fylgjast með boltanum ef ég gæti ekki séð neitt gott í því sem liðið er að gera. Ef að það er eitthvað sem maður hélt að stuðningsmenn Spurs gætu frekar en stuðningsmenn annara liða, væri það að geta stutt liðið jafnvel þegar illa gengur. Maður hélt eftir öll þessi ár sem menn hafa horft upp á liðið klúðra málunum á síðustu metrunum væru menn komnir með skráp gagnvart því. En það er nokkuð ljóst að velgengnin í fyrra hefur spillt ansi mörgum.

Ef að það er eitthvað jákvætt við leikinn í gær er það einna helst það að þetta var besta tímabil okkar í deildarbikarnum í 5 ár. Ég óska liðsmönnum og stuðningsmönnum til hamingju með þann árangur.