Sunnudaginn 4.mars Kl: 16:00 á Boleyn Ground
Saga West Ham
Stofnað: 1895 sem Thames Ironworks F.C.
Gælunafn: Hammers,The Irons, Academy of football
Heimavöllur: Boleyn Ground (35.647)
Borg: (austur) London
Nágrannarígur: Millwall, Chelsea og Spurs
Stjóri: Alan Curbisley
West Ham virðist vera eitt af fáum liðum sem er ekki stofnað af krikketliði sem vildi halda sér í formi yfir vetrartímann. West Ham er stofnað af járniðnaðarmönnum sem ákváðu að hafa smá hobby eftir vinnu. Fyritækið sem félagið var stofnað af hét Thames Ironworks and Shipbuilding Company. Eins og nafnið gefur til kynna var þetta aðalega skipasmíði sem fyritækið sá um. West Ham er nafnið á úthverfi London sem nafnið á félaginu er dregið af. Gælunafnið Hammers er dregið af hömrunum sem eru á merki félagsins og hamrarnir á merki félagsins eru til komnir vegna uppruna félagsins. Gælunafnið The Irons eða Járnin er auðvitað líka dregið af uppruna félagsins. Gælunafnið Academy of football er aðalega notað af stuðningsmönnum West Ham til að leggja áherslu á hversu margir góðir leikmenn koma þaðan. Tottenham hefur einmitt notið góðs undanfarið af ungmennastarfi West Ham. Þeir leikmenn sem við höfum fengið frá West Ham undnfarið eru m.a Defoe, Kanoute og Carrick. Reyndar var fyriliðinn Ledley King leikmaður ungmennaliðs West Ham áður en Spurs krækti í kappann á unglingsaldri. Þeir eru margir að gera það gott þessa daganna sem komu frá West Ham. Þar má m.a nefna Frank Lampart, Joe Cole, Rio Ferdinand, Glen Johnson ásamt auðvitað fyrrnefndum leikmönnum.
West Ham er ekki með sigursælustu liðum Englands. Þeim hefur aldrei tekist að vinna Englandsmeistaratitilinn. Þeir hafa unnið evrópukeppni bikarhafa einusinni, Intertoto einusinni og FA bikarinn þrisvar. West Ham féll úr úrvalsdeild árið 2003 eftir 10 ára veru í efstu deild. Þeir komust svo aftur upp í úrvalsdeild árið 2005. Þetta fyrsta ár í úrvalsdeild fór fram úr björtustu vonum. Ekki aðeins náðu þeir að halda sér uppi (9. sæti) heldur komust þeir í úrslitaleikinn í FA bikarnum þar sem þeir töpuðu reyndar fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni. Með því að komast í úrslitaleikinn höfðu West Ham tryggt sér sæti í UEFA cup.
Eins og hver einasti Íslendingur veit er liðið í eigu Eggerts Magnússonar. Það eru því eflaust margir sem vilja að þeir haldi sér uppi. Ég er einn þeirra manna, en vona þó að þeir þurfi að gera það með tap gegn Spurs á bakinu.
West Ham
Nú hefur maður verið að fylgjast svona með öðru auganu alltaf með West Ham. Það sem hrjáir þeim hvað mest er skortur á skipulagi og óheppni. Það er alltaf ágreiningsefni hvað sé óheppni og hvað ekki. En það virðist gerast nánast í hverjum leik að boltinn fer í tréverkið og út en ekki inn. Skipulagsleysið er gríðarlegt í öftustu vörn. Þeir eiga erfitt með að samstilla sig og því virkar rangstöðugildran sjaldan hjá þeim. Það ætti því að henta okkur ágætlega því við erum að þróast út í að vera eitt beittasta sóknarliðið í deildinni. Það virðist því vera að Davenport og Ferdinand séu ekki að ná nógu vel saman. En Davenport hefur heitið því að mæta tvíefldur í þennann leik.
Sóknin er þó ágæt hjá þeim. Þeir eru með marga góða sóknarleikmenn. Vandamálið er í raun það sama þar og í vörninni. Þeir eru ekki að spila sem heild og sóknarleikurinn gengur oftast út á einstaklingsframtak. Ef þeir ná að spila eins og lið myndi sóknin vera mjög sterk.
Þó West Ham sé ekki í góðum málum í deildinni getum við ekki búist við auðveldum leik. Þvert á móti getum við átt von á mjög erfiðum leik. Hamrarnir eru komnir upp að vegg og vita að hver einasti leikur héðan af er upp á líf eða dauða í úrvalsdeildinni. Jafntefli er ekki ásættanleg úrslit fyrir þá. Þeir munu spila til sigurs því þeim bráðvantar stigin og þurfa að taka áhættu. Það má líka búast við því að þeir hafi náð botninum í síðasta leik þegar þeir töpuðu gegn keppinautunum í fallbaráttunni. Þeir skíttöpuðu fyrir Charlton 4-0. Það má því búast við þeim staðráðnum í að gera betur á sunnudaginn.
Tölfræði
Taflan fyrir leiki helgarinnar
West Ham Síðustu 6 leikir
Charlton - West Ham...........4-0 Tap
West Ham - Watford............0-1 Tap
Aston Villa - West Ham........1-0 Tap
West Ham - Liverpool..........1-2 Tap
Newcastle - West Ham.............2-2 Jafnt
West Ham - Fulham...................3-3 jafnt
Tottenham síðustu 6 leikir
Tottenham - Bolton...........4-1 sigur
Everton- Tottenham..........1-2 sigur
Sheff. Utd. - Tottenham......2-1 Tap
Tottenham - Man U...........0-4 Tap
Fulham - Tottenham.........1-1 Jafnt
Tottenham - Newcastle......2-3 Tap
Viðureignir liðanna frá upphafi. (127 leikir)
Tottenham....................51
West Ham.....................43
Jafnt..............................33
Viðureignir liðanna á Boylen Park frá upphafi Premier League. (11 leikir)
Tottenham..................3
West Ham...................6
Jafnt............................2
Við spiluðum fyrri leik okkar gegn West Ham 22 oktober síðastliðinn. Við unnum leikinn 1-0 á WHL. Þetta er því einn af fjórum leikjum tímabilsins sem við höfum ekki fengið mark á okkur. Það var enginn annar en Mido sem tryggði okkur sigur í þeim leik.
Tottenham
Eins og menn kannski muna var það West Ham sem gerði út um vonir okkar á sæti í CL í loka leiknum í fyrra á Boylen Park. Okkur hefur nefninlega ekkert gengið of vel með West Ham á útivelli. Mér finnst það langt því frá gefið að við vinnum þó ég vona og búist við því. Mér finndist það í hæsta máta óeðlilegt að lið sem kemur heim eftir 4-0 tap sé á þeim buxunum að láta valta yfir sig öðru sinni, nú fyrir framan sína eigin áhorfendur vitandi að þeirra bíður fall. West Ham á gríðarlega erfitt prógram fyrir höndum sér og þurfa að byrja undir eins að krækja í stig.
Að því sögðu er rétt að áætla að okkar menn séu heldur ekkert á því að fara binda endi á sigurgöngu sína. Liðið er í feiknar ham og hefur virst óstöðvandi. Ég verð að viðurkenna að ég man varla eftir svona góðum kafla. Í fyrra var ég mjög ósáttur að liðið gæti ekki rústað öðrum liðum þrátt fyrir yfirburði á vellinum. Ég er því skiljanlega í hæstu hæðum núna. Ástæða þess að við höfum verið að skila tveim mjög sannfærandi sigrum í hús af þremur leikjum tel ég vera vegna þess að Jol er búinn að finna leiðina til sigurs. Það vita það allir Spursarar að okkar veikleiki er að geta ekki bakkað og haldið forustu. Í leiknum gegn Bolton sannaðist þessi hugarfarsbreyting hjá Jol. Eftir að hafa orðið einum færri hefði maður búist við að Jol myndi láta liðið bakka og halda. En annað kom á daginn. Við vorum sókndjarfari aðilinn nánast allann leikinn á enda. Það er því ljóst að við erum töluvert betra sóknarlið heldur en varnarlið.
En það er ekki bara það sem hefur verið að skila okkur sigri. Maður þakkar auðvitað fyrst og fremst breyttu hugarfari leikmanna. Nú loksins er maður farinn að sjá vilja, samvinnu og leikgleði hjá leikmönnum.
Ég býst því við að bæði lið sætti sig ekki við neitt nema sigur. Þó svo að við séum komnir á ágætis "run" núna má ekki gleyma því að við höfum aðeins unnið 2 leiki á útivelli í vetur og báðir hafa þeir unnist með einu marki. Ég vona því að menn hugsi ekki sem svo að við séum að fara rústa West Ham. Þrjú stig er það eina sem ég get farið fram á. Ef leikurinn vinnst ekki nema með einu marki er það í mínum augum stórsigur. Því allir leikir sem vinnast á útivöllum það sem af er mun ég telja til stórsigra.
Liðið
--------------------Robbo-----------------------
Chimb.------Daws-------Rocha---------Lee
Lennon-----Jenas-------Zokora--------Tainio
--------------Defoe-------Berbatov--------------
Þetta er nánast sama lið og spilaði síðasta leik nema að Keane er að sjálfsögðu í banni. Eftir síðasta leik er mér nokk sama hvort það verði Gardner eða Rocha sem spili við hlið Dawson. En líklega verður það Rocha sem spilar þar sem Gardner er ekki búinn að ná sér fullkomnlega af meiðslum. Það kæmi mér svo sem ekkert á óvart þó Steed kæmi inn í liðið núna. Ég held að Tainio eða Steed séu svona 50/50. Tainio hefur staðið sig gríðarlega vel að undanförnu enda hafa síðustu þrír leikir hentað honum vel. Fulham, Everton og Bolton eru öll með gríðarlega sterka miðju og því höfum við þurft menn sem eru tilbúnir að berjast um hana. Það er Tainio í hnotskurn, hann hefur svo sannarlega baráttuna í svoleiðis leiki. West Ham hefur að mér finnst ekki verið að berjast jafn mikið á miðjunni eins og hin þrjú. Þá er kannski betra að hafa mann eins og Steed sem getur skapað færi. Hinsvegar held ég að West Ham muni berjast mikið í leiknum og þess vegna er ég ekki viss. Treysti Jol bara fyrir þessu (Update! Steed ku vera meiddur og fregnir herma að hann muni ekki vera orðinn leikfær fyrir sunnudaginn).
Defoe er auðvitað sjálfkjörinn við hlið Berbatov þar sem Keane er í banni. Ég held mig enn við samsæriskenninguna að Defoe sé búinn að vera í andlegri krísu undanfarið. Ég var farinn að minnast á það þegar hann var ennþá að spila. Af einhverjum ástæðum hefur hann svo ekki fengið að koma inn á í ansi langann tíma. Ég vona að ég fái að sjá leikgleði hjá Defoe á morgun fremur en að sjá hann pirraðann. Enda hlýtur leikgleði samherjanna að smita út frá sér.
Mín spá
Eins og ég hef komið inná má alveg búast við að West Ham muni taka sig taki nú eftir að hafa ekki unnið leik svo mánuðum skipti og eftir að hafa verið niðurlægðir af keppinautunum í síðasta leik. Þeir munu ekki vanmeta okkur vegna gengi okkar í síðustu leikjum. Þeir munu heldur ekki ofmeta okkur vegna þess að við höfum verið slakir á útivöllunum og horfa þeir því á að það er stutt síðan Sheffield vann okkur á heimavelli sínum.
Ég hef mun meiri áhyggjur af því að við munum vanmeta West Ham. En ef það er eitthvað sem leikmenn og þjálfari eiga að vita er það það að við getum ekki bókað útisigrana fyrirfram. Ég spái að sjálfsögðu sigri. Ég ætla að spá þessu 1-3 og vona þar með að lánleysið ellti West Ham í þessum leik eftir nokkur skot í tréverkið. En sigurinn á eftir að vera tæpari en markatalan segir til um. Ef spá mín rætist mun Eggerti ekki veita af þessum slakandi baðsöltum sem hann fékk sent í vikunni.
Einn alveg sorglega lélegur hérna í lokin:
Það er víst að Sheringham mun ekki vera í ham með West Ham gegn Tottenham.
COYS!!!