Jeeeeeeeeeessssssssss!!!!
Nú er gaman að vera Spursari. Ef leikurinn gegn Fulham var sætur þá veit ég ekki hvaða lýsingarorð hægt er að nota um þennann leik. Það er nokkuð ljóst að það verður erfitt að festa svefn í nótt sökum adrenalínflæðis. Annar útisigurinn í deildinni staðreynd og fyrsti sigur okkar í 7 vikur í PL. Það sem gerir þetta kannski enn sætara er að við vorum ekki vinna eitt af botnliðunum á útivelli heldur lið sem stefnir á UEFA sæti í deildinni.
Þetta var kannski ekki okkar fallegasti leikur. Leikurinn var eiginlega barátta um miðsvæðið allann leikinn. Menn voru að gefa lélegar sendingar sem vill gerast við þær aðstæður. Hvorugt liðið náði undirtökunum í leiknum. Hinsvegar kom mér á óvart að Everton virtist vera búið að sætta sig við jafnteflið þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Þeir voru ekki að taka neina sénsa fram á við eða neitt slíkt. Einhvernveginn fannst mér eins og við værum frekar að freista þess að skora eitt í lokin.
Þegar við vinnum útileiki gegn liði í efrihelmingnum er mér samt nokk sama þó við spilum ekki sambabolta. Gleðin sem fylgir sigrinum yfirskyggir allt annað. Ég vona nú að allir séu tilbúnir að taka sér frí frá allri neikvæðni á þessum tímapunkti og séu tilbúnir að tala vel um liðið sitt. Þetta er heldur betur tíminn til þess!!!
Til hamingju allir Spursarar með sigurinn og njótið hans sem allra best.
(Tala kannski betur um leikinn seinna þegar mesta víman er runnin af mér!)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli