Þá er komið að enn einum útileiknum, eða þeim þriðja í röðinni. Á morgunn tökum við á móti Everton í leik sem átti að fara fram fyrr í vetur en varð frestað. Ég óttast margt við þennann leik. Leikmenn þurfa að koma sér niður á jörðina og halda einbeitingu og stuðningsmenn búast kannski við annari eins framistöðu og í síðasta leik.
Það er í raun svolítið sárt að fá ekki að njóta sigursins í síðasta leik aðeins lengur. En þá er bara að vona að við getum haldið gleði okkar áfram eftir morgundaginn. En það er langt því frá að við eigum auðveldan leik fyrir höndum. Þó svo að við höfum unnið 0-4 á útivelli í síðasta leik skulum við átta okkur á því að það var einn leikur. Reynslan í vetur sýnir okkur að það er frekar undantekning að við vinnum leik á útivelli. Það skal enginn vanmeta Everton. Þeir tóku okkur algjörlega í bakaríið á WHL í upphafi tímabilsins og hafa verið að spila vel í vetur. Ég lít svo á að jafntefli sé bjartsýnisspá en sigur er draumur og draumar geta ræst.
Everton er taplaust í síðustu 4 leikjum í deildinni og unnu síðasta leik gegn Blackburn á heimavelli og gerðu jafntefli í þarsíðasta leik gegn LFC á Anfield. Við höfum hinsvegar ekki unnið leik í PL í tæpa tvo mánuði. En til að hljóma ekki of svartsýnn skal þess getið að þarsíðasti leikur þeirra á heimavelli í PL endaði 1-1 gegn Reading. Svo má einnig bæta því við að við höfum unnið á Goodison Park síðustu tvö tímabil.
Liðið
--------------------------Robbo-------------------------
Chimb.----------Dawson----Gardner------------Lee
Lennon---------Zokora-----Jenas--------------Steed
------------------Keane------Berbatov-----------------
Já spái bara tveimur breytingum frá liði síðasta leiks. Spái því að Jenas komi inn úr leikbanni í stað Tainio og Berbatov inn fyrir Mido. King og Ekotto eru meiddir þannig að það er bara spurning um hvort Rocha komi inn, að öðru leiti er vörnin nokkurnveginn sjálfskipuð. Ég útiloka ekki að THUDD komi inn í liðið eða Defoe fái að byrja. Jol verður auðvitað að taka púlsinn á leikmönnum og sjá hvort menn séu líkamlega tilbúnir í leikinn. Það er auðvitað bara tveir dagar á milli leikja þannig að það má vera að einhverjir séu enn þreyttir.
Eins og ég segi þá er jafntefli fyrirfram mjög góð úrslit. En við þurfum að fara ná nokkrum frábærum úrslitum ef við eigum að eiga einhverja möguleika á evrópusæti gegnum deildarkeppnina. Eins frábært og síðasti sigur var þá mun sigur í þessum leik ekki slá á þá gleði. En ég sætti mig mjög vel við jafntefli.
Þeim sem vilja lesa meira geta lesið upphitun frá því fyrr í vetur HÉR
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli