laugardagur, febrúar 17, 2007

Fulham - Spurs (FA 5.umf.)

Hvernig gerir maður upphitun á þessum tímum? Ég í raun veit ekkert hvað er í gangi. Mér langar að segja að við eigum að vinna Fulham, en í ljósi þess sem undan er gengið er erfitt að færa rök fyrir því. Það er enginn vafi hjá mér að við erum á pappírunum sterkara lið. En við erum að fara spila á útivelli sem er virðist vera ávísun á tap eða jafntefli. Við höfum spilað tvo leiki við Fulham í vetur án þess að sigra. Við höfum auk þess ekki náð að sigra Fulham á útivelli í heil 5 ár! Við höfum ekki unnið leik í þrjár vikur og aðeins unnið tvo leiki gegn neðrideildarliðum í síðustu 11 leikjum. Við unnum síðasta leik gegn liði í efstu deild á annann í jólum.

Ég spyr því sjálfann mig að því hversu mikið sé nóg? Hvenar ná leikmenn botninum? Ég ætla því í bjartsýni minni að segja að leikmenn séu búnir að ná botninum og höfði til stolts síns. Ef að leikmenn sjá ástæðu til að vinna leikinn munu þeir gera það ef ekki, þá halda ófarirnar áfram. Ef við lítum aðeins betur á bjartarihliðar málsins má segja að við höfum enn ekki tapað fyrir Fulham í vetur.

Liðið:
---------------------------Robbo------------------------
Chimbonda------Dawson---Gardner-------Ekotto
Lennon-----------Zokora----Tainio---------Steed
--------------------Keane-------Berbatov--------------

King er meiddur sem fyrr og Defoe og Jenas taka út leikbann í þessum leik. Ég set Gardner þarna inn í stað Rocha sem spilaði síðasta leik. Ég geri það ekki vegna óbilandi trú minni á hæfni Gardners heldur frekar vegna vonbrigða með spilamennsku Rocha í þeim leikjum sem ég hef séð hann spila. Oft snýst þetta líka um að leikmenn nái saman, og Gardner og Dawson ná bara betur saman. Ég er ekkert 100% á að Ekotto spili enda er hver einasti maður sem spilaði síðasta leik í hættu á að missa sæti sitt. Lennon er orðinn frískur af veikindum og er því nánast öruggur inn. Zokora, THUDD og Tainio munu berjast um þessar tvær stöður á miðjunni. Ég veit í raun ekkert hvað er besta teymið þarna og treysti því Jol 100% fyrir því. Framherjarnir eru svo nánast sjálfskipaðir fyrst Defoe er í banni. Það er líka ágætt að Defoe skuli vera í banni þannig séð. Hann þarf að vinna mikið í sjálfum sér og helst með aðstoð fagaðila. Mér hefur virst hann vera á barmi taugaáfalls vegna bræði í undanförnum leikjum. Hann þarf að fara beina þessum skapofsa inn á jákvæðari brautir.

Ég get ekki ýmyndað mér annað en að leikmenn vilji vinna leikinn. Ef leikmenn okkar hafa einhverja sál og hjarta og eitthvert keppnisskap iða þeir í skinninu efitir að komast út á völlinn. Það þarf ekkert að útskýra stöðunna fyrir fullorðnum mönnum og því finnst mér með öllu óþarft að Jol komi inn í klefann til þeirra sem einhver klappstýra. Ég spái þessu 1-2 fyrir okkar mönnum en hef í bakhöndinni að jafntefli er ásættanlegt þó það sé ekki það sem ég óska mér. Ég held áfram að leita af ljósum punktum í okkar leik og vonandi verða þeir einhverjir á morgunn.

Dómari leiksins verður Mark Halsey.

COYS!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja þá er það enn einn leikurinn sem maður hefði fyrir tímabilið sagt að spursarar ættu að vinna. En því miður hefur lítið gengið upp að undanförnu, ég vill meina að ef að Tottenham vinna ekki þennan leik er tímabilið búið. hvað hafa menn að keppast að þegar allt sem girnilegt er fjarlægist. Miðað við gengið á þessum liðum undanfarið verður þetta gríðarlega erfiður leikur fyrir Tottenham en mig langar til að vera bjartsýnn og veðja á 0-1 sigur spursara. Hvernig væri svo að strikerarnir færu að sýna klærnar og setja virkilega pressu frami.
kveðja kiddi magg
poolari.
Taiwan

Sicknote sagði...

Ég er ekki sammála þér Kiddi að tímabilið sé búið þó við myndum tapa þessum leik. Markmiðin og áherslurnar yrðu í grundvallaratriðum þær sömu. Við viljum evrópusæti. Við erum ekki vanir að berjast um titla á þessum bænum og því dæmum við ekki tímabilin eftir titlum. Ef við dettum út úr FA verður sett allt kapp á deildina og stefnt að 5-6 sæti og árangur í UEFA Cup. En ég er ekki að draga úr mikilvægi leiksins. Við verðum að vinna. Við þurfum að binda endi á þessa niðursveiflu og taka okkur saman í andlitinu.

Bestu kveðjur til Taiwan og hafðu gott Kiddi minn :)