mánudagur, febrúar 05, 2007

Smávægileg meiðsli.

Því miður hef ég ekkert getað póstað upp á síðkastið þar sem blessað bakið gaf sig á sunnudaginn. Ég er því rúmmliggjandi og get mig hvergi hreyft og engin er fartölvan. Þetta er ekkert alvarlegt held ég og ég vonast eftir að vera risinn úr rekkju innan nokkurra daga, og þá verður haldið áfram að herja á ykkur með jákvæðninni. :)

COYS!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mer fannst thu lika ovenjulega thogull, tho svo a spursarar tapi tha hefur thu yfirleitt eitthvad ad segja.
Annars var thessi leikur thannig ad hann stadfesti hversu gott United er en ekki hvad stodu Tottenham er i. Thad er samt sem adur augljost ad Jol verdur af fara ad kveikja neistan til ad fara ad spila meira med eldmod og hjartanu, thad er sama hvada lid menn eru ad spila a moti menn verda ad hafa tru a thvi ad menn geti unnid leik.
Lattu ther svo batna kallinn sem fyrst, thad er svo gaman ad lesa pistlanna fra ther og svo audvitad svor.
kvedja kiddi magg
poolari

Birgir sagði...

Vonandi kemur eitthvað skemmtilegt frá þér fljótlega. Maður hefur aðeins verið að rökræða á spurs.is ... en það er bara ekkert sérstakt.

En alla vega láttu þér batna ... svo rökræðan geti nú haldið áfram :)

BTW. Þá áttum við bara ekki feitan sjéns gegn Man Utd á sunnudaginn var ... þeir eru hrikalega öflugir. Væri meira segja til í að leggja 10 pund undir að Man Utd vinni alla vega tvöfalt í ár .. ef ekki bara þrennuna góðu.!!!

Sicknote sagði...

Sællir strákar og takk fyrir. Ég er nú allur að koma til.

Ég er mjög sár yfir að hafa misst af leiknum gegn Utd. Þá finnst mér einmitt þörfin til að peppa menn upp mest. Ég held að það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart að við töpuðum gegn þeim. Það er kannski huggun harmi gegn að ef við hefðum unnið þá hefðum við kannski lennt í því sama og gerðist þegar við unnum Chelsea. Þá töpuðum við minnir mig á mót Reading eða Watford. En þegar við töpuðum stórt síðast á móti einu af toppliðum deildarinnar (Arsenal 3-0) kom mjög góður kafli.

Vonum bara að það endurtaki sig ;)