laugardagur, febrúar 10, 2007

Sheffield Utd. - Tottenham

Jæja það verður engin alvöru upphitun núna. Ég einhvernveginn held að það þurfi ekkert að peppa menn upp fyrir þennann leik. Nú er mjög raunhæfur möguleiki á öðrum útisigrinum á tímabilinu. Ég held að það sé bara nokkuð öruggt að við náum þeim sigri á gegn þeim. Það er allavega ljóst að ef leikmenn mæta ekki í þennann leik til að sigra, þá erum við í vanda. Það er allavega nægar ástæðurnar til að fara á fullum krafti inn í þennann leik. Við höfum orðið fyrir nokkrum áföllum upp á síðkastið. Við duttum út úr CC í síðustu viku og vorum svo teknir í bakaríð á móti Man U. Leikmenn hljóta að dauðskammast sín vegna útivallarárangursins í vetur. Leikmenn hafa nú haft tíma til að safna kröftum því síðasti leikur var fyrir rétt tæpri viku. Þannig að leikmenn hljóta að vilja sigur meira en nokkuð annað. Þó Sheffield sé sýnd veiði en alls ekki gefin á heimavelli sínum eigum við að vinna þá. Það er bara ekkert öðruvísi.

Í rauninni er ég svo sigurviss að ég efast um að ég geti haldið dvöl minni í bjartsýnislandi áfram ef við töpum. Ég skal meira að segja lofa neikvæðni ef við töpum!!! En ég þarf ekkert að óttast, við munum vinna. Annað væri allavega hrikalegt áfall. Ég spái þessu 0-2 fyrir okkur. Ég ætla sleppa því að giska á liðið þar sem ég sá ekki síðasta leik og finnst því erfitt að giska af einhverju viti. Ég vona líka að menn fagni sigrinum því þrjú stig hvernig sem þau nást eru þrjú stig.

Usssss. Búinn að "Jinxa" svakalega núna :)

Engin ummæli: