Nú þegar Spursarinn hefur verið tæpt hálft ár við lýði vill ég lýsa þakklæti mínu til þeirra sem hingað venja komur sínar. Sú hugsun sem lá á bakvið það að ég opnaði síðuna var að það vantaði meiri fjölbreyttni í umræður um Spurs á Íslandi. Ég ákvað því að reyna að búa síðunni til sérstöðu þannig að hún væri frekar viðbót við spjallsvæði spurs.is en væri ekki í samkeppni við hana. Spjallsvæði Spurs hefur þá sérstöðu að þar er meira um stuttar vangavelltur og póstunum oft svarað með nokkrum setningum. Ég hef hinsvegar reynt að feta þær slóðir sem ekki eru troðnar á spjallsvæði spurs. Upphitanir fyrir leiki og færri en þá kannski helst ítarlegri pistlar um mínar skoðanir hafa frekar ráðið ferðinni hér á Spursaranum.
Ég hef haft ákveðnar áhyggjur af gangi mála hjá íslenskum stuðningsmönnum Spurs. Það virðist sem að íslenska umræðan eigi undir högg að sækja og sé á vissann hátt að lúta í lægra haldið fyrir erlendum spjallsvæðum. Ég hef það á tilfinningunni að margir af þeim málefnalegu og virtu stuðningsmönnum hér á íslandi sem hafa gert umræðurnar skemmtilegri og málefnalegri séu í miklum mæli að hverfa frá okkur til erlendu síðanna. Þetta finnst mér mjög slæm þróun. Fréttaflutningur á Íslandi virðist vera takmarkaður að miklu leyti við stærstu 4 lið Englands. Þetta þýðir ekki að við eigum að gefast upp og kvarta. Nei, þetta þýðir einfaldlega að við þurfum að leggja enn harðar að okkur við að halda uppi umræðunni á Íslandi.
Ég er ekki aðeins stoltur af því að vera stuðningsmaður Spurs. Ég er líka mjög stoltur af því að vera íslenskur stuðningsmaður Spurs. Ég gæti einna best trúað því líka að þar ytra yrðu menn stoltir ef þeir vissu að á Íslandi væri stór hópur fólks sem styddi Spurs og að hér væri virk umræða um allt er við kemur Spurs.
Nú er ég ekki einn af þeim sem er svo svakalega annt um íslenska tungu. Allavega er það ekki ástæða þess að ég tel mikilvægi þess að hafa íslenska umræðu mikla. Við verðum að hugsa til þess að hér á landi eru ekki allir sem hafa gott tak á enskri tungu. Fyrir þá aðila er fréttafluttningur um Spurs á íslensku af mjög skornum skammti og því hætt við að þeir aðilar verði útundan.
Helst myndi ég vilja sjá a.m.k 5 síður um Spurs á Íslensku. Allar með sína sérstöðu. Ég myndi vilja sjá að á Íslandi væri eitt öflugasta stuðningskerfi Spurs utan Bretlandseyja.
En nóg um það í bili. Eins og fram kom í upphafi er ég þakklátur þeim viðtökum sem Spursarinn hefur fengið. Nú er enginn teljari á síðunni þannig að ég veit í raun ekki hvað heimsóknirnar eru margar. En ég finn hinsvegar fyrir þeim góðu viðtökum sem síðan hefur fengið, og ljóst að það var þörf fyrir aðra vídd í umræðurnar hér á Íslandi. Þegar ég fór á stað með síðuna bjóst ég við að það tæki síðuna langan tíma að festa sig í sessi. Hinsvegar hefur henni verið tekið vel frá fyrsta degi og menn duglegir að láta skoðun sína í ljós. Ég sé ekkert nema bjart framundan á nýju ári bæði hvað varðar Spurs og Spursarann. Ég mun að sjálfsögðu halda uppteknum hætti á Spursaranum. Ég er jafnframt með ýmislegt í pokahorninu sem ég hef hug á að setja í framkvæmd á næsta ári og þar með auka fjölbreyttnina enn frekar.
Ég vill enda þetta á að óska öllum stuðningsmönnum Spurs og annara liða og fjölskyldum þeirra velfarnaðar á komandi ári. Ég vonast eftir að sjá ykkur sem flest á Spursaranum á nýju ári. Takk fyrir viðtökurnar og samstarfið á árinu sem er að líða.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!
Spursarinn (Elías Guðmundsson)
sunnudagur, desember 31, 2006
laugardagur, desember 30, 2006
Spurs 0 - LFC 1
Þannig endaði leikur mistakana. Ég í rauninni get ekki verið pirraður yfir þessum leik. Þegar menn eru annað hvort ekki í neinu leikformi eða örþreyttir að spila við þessar aðstæður verður mikið um mistök. Það er bara þannig. Þetta var fimmti leikurinn á tveimur vikum. Það er eðlilegt að þeir menn sem hafa spilað alla leikina séu orðnir ansi þreyttir, enda PL erfiðasta deild í heimi. Berbatov og King voru ekki í byrjunarliðinu sem og Lennon, Jenas og fleirri, og munar þar um minna á móti liði eins og Liverpool. Það var úrhellisrigning og á tímabili var maður farinn að óttast um að leikurinn yrði flautaður af. Það má líka segja að við vorum óheppnir í leiknum. Einn Liverpoolmaðurinn var aðeins hársbreidd frá því að skora sjálfsmark í seinnihálfleik.
Það má heldur ekki líta framhjá því að liðið barðist vel framm á lokamínútu. Ég er alveg handviss um að við tökum góða sigurtörn þegar Lennon, Jenas og Keane koma úr meiðslum.
Það má heldur ekki líta framhjá því að liðið barðist vel framm á lokamínútu. Ég er alveg handviss um að við tökum góða sigurtörn þegar Lennon, Jenas og Keane koma úr meiðslum.
fimmtudagur, desember 28, 2006
Tottenham - Liverpool
Tottenham - Liverpool
Laugardaginn 30 Des kl 15:00 á WHL (Í opinni dagskrá á skjá einum)
Liverpool
Liverpool var stofnað árið 1892. Það kom þannig til að Everton hafði leikið sína leiki á Anfield. Árið 1891 keypti maður að nafni John Houlding Anfield. Hann ákvað að hækka leiguna á vellinum úr 100 pundum í 250 pund á ári. Þetta sættu Evertonmenn sig ekki við og fóru af Anfield. Nú þurfti J.H að finna leið til að gera fjárfestingu sína arðbæra og í mars 1982 stofnaði hann liðið Liverpool.
Liverpool var fljótt að festa sig í sessi sem eitt af stóru liðunum á Englandi. Þeir unnu deildina 1901, 1906.1922 og 1923. Eftir titilinn 1923 tók hinsvegar við lengsta þurrðartímabil í sögu Liverpool. Það unnust engir titlar á næstu rúmlega tveimur áratugum. Það var svo 1947 sem þeir unnu deildina aftur. En 7 árum síðar voru þeir fallnir um deild. Árin 1954-59 var liðið að strögla í annari deild. Árið 1959 tók svo við liðinu maður sem haldinn er í dýrlingatölu á Anfield. Þegar Bill Shankly tók við liðinu ákvað hann að endurbyggja liðið nánast frá grunni. Eftir mögur ár á undann hóf Shankly mesta gullaldartímabil sem sögur fara af í fótboltaheiminum. Næstu þrjátíu ár vann Liverpool 13 deildarmeistaratitla og fjöldann allann af öðrum dollum. Stytta Bill Shankley stendur fyrir utan Anfield til minningar um upphafsmann glory tímabilsins. Eftir að Shankly lét af störfum árið 1974 tók aðstoðarmaður hans Bob Paisley við stjórastöðunni. Paisley átti eftir að verða sigursælasti stjórinn í sögu Liverpool og þó víðar væri leitað. Á þeim 9 tímabilum sem hann sat við stjórastöðuna hjá þeim vann hann 21 bikar með Liverpool. Það var ekki fyrr en í lok níunda áratugsins sem gullaldartímabilið hjaðnaði. Tíundi áratugurinn (ekki meðtalið tímabilið 89-90) var svo ákveðið sjokk fyrir stuðningsmennina sem sumir höfðu ekki þekkt annað en að vinna titla á hverju ári. Aðeins 2 bikartitlar unnust á þessum áratugi. Þrátt fyrir að vera sigursælasta lið Englands eru stuðningsmenn margir hverjir ekki sáttir með að hafa enn ekki unnið úrvalsdeildina. En hlutirnir hafa gengið vel eftir tíunda áratuginn. Þeir hafa frá árinu 2000 unnið meistaradeildina og 4 sinnum unnið bikarkeppni, unnið UEFA Cup einusinni, unnið UEFA super cup tvisvar og góðgerðaskjöldin tvisvar.
Það er nú varla hægt að minnast á sögu Liverpool án þess að koma inn á tvær hörmungar sem dunið hafa á félagið. Hillsborough- og Heyselhörmungarnar. Ég læt það þó gott heita að segtja linka með þessum hörmungum.
Heysel (upprifjun á atburðunum fyrir leik LFC og Juve 2005)
Hillsborough
Ég veit að poolarar finnast ég vera að fara á alltof miklu hundavaði yfir söguna.
Leikurinn
Liverpool hefur verið að strögla í deildinni í byrjun tímabils rétt eins og Spurs. Þeir sitja í sjötta sæti með 34 stig. Ef okkur tekst að vinna þá með 7 marka mun munum við hafa sætaskipti við þá (er ekki allt hægt í fótbollta?). Liverpool hefur annað sammerkt með okkur er varðar lélegan árangur. Þeir hafa verið hörmulegir á útivelli, með tveimur undantekningum þó. Það virtist vera að þeir væru að hrökkva í fluggír eftir að hafa unnið tvo leiki á útivelli í röð með samtals 7 mörkum gegn engu um jólin, en Blackburn tókst hinsvegar að sigra þá á heimavelli sínum í síðustu umferð. Þeir hafa aðeins unnið tvo af 10 útileikjum sínum í deildinni, og aðeins hlotið 8 stig af 30 mögulegum. Síðustu sex viðureignir liðana eru þó Liverpool í hag. Við höfum aðeins unnið einn af þessum 6 leikjum, en Liverpool 2. Mönnum er líklega enn í fersku minni tapið gegn Liverpool þann 23 sept. síðastliðinn þegar við steinlágum á Anfield 3-0. Það voru Kuyt, Gonzalez og Rise sem skoruðu mörk leiksins. Hér er það sem skrifað var á Spursaranum eftir leik.
Það er ekki bara slakt gengi Liverpool á útivelli í vetur sem gefur okkur von um sigur í þessum leik. Tottenham hefur nú unnið 12 leiki í röð á heimavelli. Við erum reyndar á barmi þess að setja félagsmet hvað þetta varðar. Síðustu heimaleikir hafa reyndar ekki gefið góð fyrirheit. Við rétt mörðum Southend í framlengdum leik heima í þarsíðasta leik og mörðum Villa með naumindum í síðustu umferð á WHL. Það er nokkuð ljóst að heimavöllurinn er ekki eins sterkt vopn þegar leikmenn eru örþreyttir. Það á líklega eftir að skera úr um úrslit leiksins hvort liðið mætir minna þreytt í leikinn. Mér fannst ég merkja mikla þreytu bæði í Dawson og Chimbonda í síðasta leik okkar, sem er auðvitað eðlilegt. En auðvitað eru bæði lið að spila jafn stíft prógram.
Liðin
Spurs
----------------Robinson------------
Chimbonda---Dawson----King----Ekotto
Ghaly-------THUDD-----Zokora---Steed
------------Defoe-----Berbatov------
Ég er að spá í að hætta með röflið um að það sé nánast ómögulegt að spá til um liðskipan vegna leikjaálags. Það virðist ekki vera neitt atriði. Annað hvort eru menn í einhverju súperdúper formi og þurfa ekkert að hvíla sig eða þá að Jol ætli að láta menn harka þetta af sér. Þetta er að mínu viti okkar sterkasta lið eins og staðan er í dag. Hinsvegar ef Lennon nær að standast læknisprófið fyrir leik mun hann koma inn í liðið fyrir Ghaly. Aðrir leikmenn sem ná líklega ekki leiknum eru Mido, Keane, Jenas, Tainio, Davids og Stalteri.
Liverpool
--------------Reyna----------------
Finnan---Agger---Carrager----Rise
Pennant--Alonso--Gerrard----Gonzalez
-------Crouch----Bellamy----------
Nú veit ég það aðeins að þessir leikmenn eru heilir. Ég veit í raun lítið annað um Liverpoolleikmennina. Ég hef ekkert horft á Liverpool nýlega og veit ekkert hverjir eru heitir og hverjir ekki. Þannig að ég er ekki maðurinn til að tippa á lið Liverpool. Þeir leikmenn sem eru meiddir hjá Liverpool eru Zenden, Kewell og Sissoko.
Mín spá
Þetta verður auðvitað erfiður leikur. Jafntefli er lágmarkskrafan í þessum leik. Ég spái hinsvegar að við vinnum leikinn. Ég ætla ekki að gera mér neinar einustu vonir um að við náum að halda hreinu enda er það eitthvað sem gerist bara ekki hjá okkur. Ég spái þessu því 2-1 fyrir Spurs!
Coys!!!!
Update
*Dómari leiksins verður Mark Halsey, sá hinn sami og dæmdi leik Spurs gegn Boro fyrr í þessum mánuði.
*Ef við skorum mark í leiknum verður það mark nr. 450 sem Spurs skorar á WHL í PL.
Hitt og annað
Ég vill byrja á að óska Tom Huddlestone til hamingju með að hafa náð tvítugsaldrinum. THUDD skrifaði nýlega undir samning sem heldur honum hjá félaginu til 25 ára aldurs. Það er auðvitað frábærar fréttir. Nú byrjaði ég að halda smá upp á hann þegar hann kom til félagsins. Ástæða hrifningar minnar á honum höfðu þó ekkert með leikinn að gera heldur að hann leit út eins og hasarmyndahetja. Nú hefur hann öðlast allt aðra og dýpri virðingu hjá mér, sem og öllum stuðningsmönnum Spurs.
Defoe.
Defoe hefur heldur betur verið að koma til upp á síðkastið og nýtt sér meiðsli Keane til fulls. Hann er nú á topp tíu yfir markahæstu menn í deildinni. Jol hefur gefið það út að hann muni alls ekki selja Defoe í janúar. Það er spurning hvernig maður á að taka því. Í fyrra sagði bæði Jol og Commoli að engin leikmaður myndi fara frá félaginu í janúar. Reyndin var reyndar sú að við seldum minnir mig mest allra félaga í janúar. En ég hef engar áhyggjur af því að Defoe fari. Hann hefur séð það svartara en þetta án þess að yfirgefa félagið. Hann er sá framherji Spurs sem hefur fengið að spila mest allra þetta tímabil í deildinni.
Vanmetnasti leikmaðurinn.
Ég var að sjá ansi skemmtilega frétt áðan. Þar var niðurstaða úr könnun um hver væri vanmetnasti leikmaður Spurs. Sá sem hlaut yfirburðakosningu var Hossam Ghaly. Landi hans Mido var í öðru sæti og Murphy í þriðja. Ég get ekki annað en verið pínu sammála þessu. Ég hef mjög gaman af Ghaly. Hann vinnur mikið og er stórhuga. Hann hefur fengið að heyra gagnrýnisraddir vegna þess hve oft sendingar hans misheppnast. Það er reyndar hárrétt að hann gefur boltann mjög mikið frá sér. Það má að mestu rekja til þess að flestar sendingar hans eru ætlaðar sem stoðsendingar. Ghaly er ekki mikið gefinn fyrir það að gefa á næsta mann og alls ekki fyrir að gefa boltann til baka (í átt að eigin marki). Nei, sendingarnar eru yfirleitt ætlaðar fremsta manni. Ég kann að meta það í fari leikmanns. Leikmenn sem gefa boltann alltaf til baka og andstæðingurinn mætir þeim gera engin mistök en gera ekki leikinn skemmtilegri. Við sjáum það líka að Ghaly hefur gefið nokkrar stoðsendingar og er ekkert feiminn við að keyra á andstæðinginn. Með því hefur hann m.a náð að fiska vítaspyrnur og skapa hættu. Ég er samt ekkert að segja að hann sé sá besti en samt sammála því að hann er vanmetinn.
Í næsta sæti hefði ég reyndar haft Murphy. Hann hefur verið rosalega góður í þeim leikjum sem hann hefur fengið að spila á leiktíðinni. Hann hefur gríðarlega góða sendinga og skottækni og hefur mikla reynslu. Í þeim örfáu leikjum sem hann hefur fengið að spila á þessari leiktíð hefur honum tekist að skora tvö mörk. Hann er líklega markahæsti leikmaður liðsins í hlutfalli við hversu oft hann hefur verið í byrjunarliðinu. Ég vill sjá miklu meira af þessum leikmanni og vona að hann verði ekki seldur í janúar, þó ég óttist það.
Mido er og hefur allt frá atvikinu á afríkumótinu verið vanmetinn leikmaður. Hann hefur réttilega fallið í skuggann á Berbatov. En Mido er frábær leikmaður. Hann er enginn supersub og því þarf hann að fá nokkra leiki í röð til að finna sig. Þegar Mido finnur sig er hann frábær. Það er þó erfitt fyrir Mido að ætla að vinna sér inn sæti í liðinu á meðan Berbatov er að spila eins og hann hefur gert. Jol er harðákveðinn í því að spila ekki saman tveimur "stórum framherjum". En ég þreytist ekki á að minnast á að þeir geta vel spilað saman.
Aðrir leikmenn sem ég tel vanmetna í þessu liði eru t.d Lee Barnard, Davids og Ekotto
Defoe.
Defoe hefur heldur betur verið að koma til upp á síðkastið og nýtt sér meiðsli Keane til fulls. Hann er nú á topp tíu yfir markahæstu menn í deildinni. Jol hefur gefið það út að hann muni alls ekki selja Defoe í janúar. Það er spurning hvernig maður á að taka því. Í fyrra sagði bæði Jol og Commoli að engin leikmaður myndi fara frá félaginu í janúar. Reyndin var reyndar sú að við seldum minnir mig mest allra félaga í janúar. En ég hef engar áhyggjur af því að Defoe fari. Hann hefur séð það svartara en þetta án þess að yfirgefa félagið. Hann er sá framherji Spurs sem hefur fengið að spila mest allra þetta tímabil í deildinni.
Vanmetnasti leikmaðurinn.
Ég var að sjá ansi skemmtilega frétt áðan. Þar var niðurstaða úr könnun um hver væri vanmetnasti leikmaður Spurs. Sá sem hlaut yfirburðakosningu var Hossam Ghaly. Landi hans Mido var í öðru sæti og Murphy í þriðja. Ég get ekki annað en verið pínu sammála þessu. Ég hef mjög gaman af Ghaly. Hann vinnur mikið og er stórhuga. Hann hefur fengið að heyra gagnrýnisraddir vegna þess hve oft sendingar hans misheppnast. Það er reyndar hárrétt að hann gefur boltann mjög mikið frá sér. Það má að mestu rekja til þess að flestar sendingar hans eru ætlaðar sem stoðsendingar. Ghaly er ekki mikið gefinn fyrir það að gefa á næsta mann og alls ekki fyrir að gefa boltann til baka (í átt að eigin marki). Nei, sendingarnar eru yfirleitt ætlaðar fremsta manni. Ég kann að meta það í fari leikmanns. Leikmenn sem gefa boltann alltaf til baka og andstæðingurinn mætir þeim gera engin mistök en gera ekki leikinn skemmtilegri. Við sjáum það líka að Ghaly hefur gefið nokkrar stoðsendingar og er ekkert feiminn við að keyra á andstæðinginn. Með því hefur hann m.a náð að fiska vítaspyrnur og skapa hættu. Ég er samt ekkert að segja að hann sé sá besti en samt sammála því að hann er vanmetinn.
Í næsta sæti hefði ég reyndar haft Murphy. Hann hefur verið rosalega góður í þeim leikjum sem hann hefur fengið að spila á leiktíðinni. Hann hefur gríðarlega góða sendinga og skottækni og hefur mikla reynslu. Í þeim örfáu leikjum sem hann hefur fengið að spila á þessari leiktíð hefur honum tekist að skora tvö mörk. Hann er líklega markahæsti leikmaður liðsins í hlutfalli við hversu oft hann hefur verið í byrjunarliðinu. Ég vill sjá miklu meira af þessum leikmanni og vona að hann verði ekki seldur í janúar, þó ég óttist það.
Mido er og hefur allt frá atvikinu á afríkumótinu verið vanmetinn leikmaður. Hann hefur réttilega fallið í skuggann á Berbatov. En Mido er frábær leikmaður. Hann er enginn supersub og því þarf hann að fá nokkra leiki í röð til að finna sig. Þegar Mido finnur sig er hann frábær. Það er þó erfitt fyrir Mido að ætla að vinna sér inn sæti í liðinu á meðan Berbatov er að spila eins og hann hefur gert. Jol er harðákveðinn í því að spila ekki saman tveimur "stórum framherjum". En ég þreytist ekki á að minnast á að þeir geta vel spilað saman.
Aðrir leikmenn sem ég tel vanmetna í þessu liði eru t.d Lee Barnard, Davids og Ekotto
þriðjudagur, desember 26, 2006
Slæm þróun hjá stuðningsmönnum (langt)
Það hefur nú gerst það sem ég óttaðist, en vonaði að myndi aldrei gerast. Stuðningsmenn Spurs eru margir hverjir dottnir niður á það lága plan sem oft hefur einkennt stuðningsmenn Liverpool. Nú er ég að tala um íslenska stuðningsmenn og ekki alla sem einn.
Þetta fylgir oft góðum árangri tímabilsins á undan. Stuðningsmenn verða gráðugir og búast við að nú komi risastórt stökk upp á við. Það muna kannski einhverjir eftir því þegar Liverpool tókst hið ómögulega. Þeir unnu meistaradeildina þrátt fyrir að þeir hafi verið það lið í Englandi og líklega meistaradeildinni líka sem áttu við hvað mest meiðslavandræði að stríða. Þeir unnu svo úrslitaleikinn með einhverjum dramatískasta hætti sem hægt er að hugsa sér. Fyrir tilstilli þessa afreks mun ég alltaf virða Liverpool FC. Svo byrjaði næsta tímabil og þegar aðeins 10 deildarleikir voru búnir af tímabilinu voru margir af þeirra áðdáendum (minni enn og aftur á að ég er að tala um íslensku aðdáendurna) farnir að heimta uppsökn Benitez þar sem liðið var ekki að vinna alla sína leiki. Þeir vildu sjá hæfari þjálfara taka við. Þessi hópur fólks sem kallaði sig aðdáendur Liverpool fékk mig til að missa nánast allt álit á þeim öllum. Þvílík hneysa og heimska. Þarna voru þeir með þjálfara sem gerði kraftaverk, svo stórt kraftaverk að Liverpool hefðu átt að bjóða honum æviráðningu.
Ég hef nú gert mér grein fyrir því að það er alltaf þessi vanþakkláti hópur aðdáenda til í hverju félagi. Hann virðist hinsvegar vera ógnarstór og áberandi hjá Liverpool. Á þessu tímabili hefur þetta að sjálfsögðu haldið áfram hjá þeim. Í byrjun gekk illa hjá Liverpool í deildinni. Maður þurfti ekki að bíða lengi eftir að menn vildu aftur sjá Benitez hverfa frá störfum. Þessi hópur að sjálfsögðu þagnar alltaf jafn skjótt og vel gengur, en eru jafnfljótir að gleyma velgengninni ef leikur tapast. Þetta á ekki aðeins við um þjálfarann. Ef leikmaður á slæman leik er þessi hópur tilbúinn að ata leikmanninn skít og krefjast þess að nýr leikmaður verði keyptur í staðinn. Hlægjilegasta dæmið hvað þetta varðar var í fyrra þegar umræða hóps Liverpoolmanna um að Reyna markvörður væri ekki nægjilega góður og vildu fá annað hvort Dudek eða nýjann markvörð. Þetta er auðvitað hlægilegt af þeim ástæðum að Reyna stóð sig mjög vel á síðasta tímabili og var m.a sá markvörður sem náði að halda hreinu markinu í flestum leikjum. Hann hélt minnir mig hreinu í 20 af 35 leikjum sínum. How much is enough?
Nú er ég ekki að segja að aðdáendur eigi bara að brosa falsbrosi þegar illa gengur. Að sjálfsögðu er hluti af leiknum að hafa skoðun á hlutunum. Það má auðvitað gagnrýna það sem manni finnst hafa mátt gera betur og þar fram eftir götunum. En gagnrýnin verður þá líka að vera réttmæt. Það sér það hver maður að þessi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Liverpool er auðvitað ekki réttmæt. En ég vill ljúka umræðu minni um Liverpool með að benda á að það eru ekki allir stuðningsmenn þeirra hér á Íslandi sem haga sér svona. Það eru fjölmargir þeirra sem standa við bakið á leikmönnum og þjálfara sinna manna, jafnvel þó hlutirnir séu ekki að ganga upp á akkúrat þeim tímapunkti. Þeir stuðningsmenn hljóta virðingu fyrir mínum augum.
Nú víkur sögunni að Spurs.
Þessi hópur stuðningsmanna sem vill stórbrotinn árangur ellegar brottrekstur þjálfara og sölu leikmanna hefur nánast ekki þekkst hjá stuðningsmönnum Spurs. Ég gerði mér þó alltaf grein fyrir að þetta gæti komið upp hjá stuðningsmönnunum eftir að hafa náð góðum árangri í fyrra. En ekki í þessum mæli. Þegar ég horfi til baka yfir það sem af er þessu tímabili er árangurinn frábær. Það er í raun ótrúlegt að við skulum hafa náð þessum árangri. Við skulum átta okkur á því að við skiptum út næstum því helmingnum af liðinu okkar fyrir þetta tímabil! Leikmenn eins og Cimbonda, Ekotto, Ghaly, Zokora, THUDD, Steed og Berbatov komu allir nýjir inn (THUDD telst sem nýr leikmaður í byrjunarliðinu). Það er auðvitað ekki við því að búast að liðið nái að vinna eins og smurð vél þar sem allir leikmenn gjörþekkja allar hreyfingar samherjanna svona til að byrja með. Það er því eftir á að hyggja hægt að segja að "slæm byrjun" á mótinu hafi verið nokkuð eðlileg. Ég set slæm byrjun innnan gæsalappa, því mér finnst tímabilið hafa spilast ágætlega, jafnvel vel. En mjög margir eru mér ekki sammála. Horfum nú á hvað hafði gerst á sama tímabili í fyrra. Við höfðum startað bestu byrjun Spurs frá upphafi úrvalsdeildar. Þetta var magnaður árangur! Það er kannski til of mikils ætlast finnst mér að ætla að gera slíkt hið sama annað árið í röð. Hins vegar höfðum við staðið okkur algjörlega ömurlega í keppnum utan PL. Það er reyndar bara um eina að ræða og þar duttum við út á móti liði sem var á mörkum þess að vera atvinnulið (Grimsby). Það var því ætlast til þess að við myndum gera betur á þeim vetvangi.
Horfum nú á þetta tímabil. Við höfum verið að strögla á útivöllum í vetur. Það er í raun það eina sem hægt er að setja út á liðið. Við höfum unnið hvern einn og einasta leik í evrópukeppninni og flugum í gegnum riðlakeppnina, langefstir! Við höfum spilað svo vel að það er hátíð í hverjum einasta leik. Við höfum líka spilað í keppninni þar sem við duttum út í fyrstu umferð í fyrra. Við höfum þar líka unnið hvern og einn einasta leik og erum komnir í undanúrslit. Við unnum Chelsea í vetur. Þvílíkur draumur. Við höfum ekki unnið top 4 í fjöldamörg ár og voru menn orðnir ansi þreyttir á því að geta aldrei unnið neitt af þessum topp liðum. Við höfum unnið okkar fyrsta stórsigur í 1 og 1/2 ár þetta tímabilið þegar við unnum Charlton 5-1. Það eru í raun bara 5 stig í að við náum 4. sætinu sem við sátum í fyrra.
Það er því nokkuð ljóst að liðið hefur verið að standa sig ansi vel þrátt fyrir allt og að mínu mati betur heilt yfir en í fyrra. Það er svakalega gott ef við tökum mið af því að liðið er gjörbreytt og að á sama tímabili í fyrra vorum við að setja félagsmet í úrvalsdeildinni. En þrátt fyrir þetta er kominn þessi hópur stuðningsmanna sem ég var að tala um í sambandi við Liverpool. Það eru að spretta upp umræður hvort það sé tímabært að reka Jol og leikmenn fá skítkastið ef þeir standa sig ekki. Ef við byrjum á að skoða hvort þetta sé réttmætt varðandi Jol. Jol er sá stjóri sem hefur lang besta sigurhlutfallið af öllum stjórum Spurs frá upphafi úrvalsdeildar. Hann er í raun með 6. besta sigurhlutfallið af öllum stjórum Spurs frá stofnun félagsins. Hann náði að fara með Spurs upp í nýjar hæðir á síðasta tímabili og er einn snjallasti stjórinn á leikmannamarkaðnum sem ég man eftir að Spurs hafi haft. Hann er að gera góða hluti á þessu tímabili, þó auðvitað hafi ekki hlutirnir verið að ganga upp á útivöllunum. Auðvitað er þetta þvílík vitleysa að annað eins er fáheyrt, nema auðvitað hjá þessum hóp Liverpoolmanna. Ef maður ber saman þessi vandræði á útivöllunum miðað við allt annað, sjá náttúrulega allir að það réttlætir auðvitað ekki brottrekstur þjálfarans.
Svo er hitt sem ég hef minnst á, óþolinmæði gagnvart leikmönnum. Þeir eru margir sem hafa mátt þola óvægna og á stundum óréttláta gagnrýni ákveðins hóps stuðningsmanna sinna. Defoe, Keane, Zokora, Ekotto og Robinson eru þeir sem hafa mátt þola óréttmæta gagnrýni á þessu tímabili. Þessir leikmenn hafa kannski ekki alltaf staðið undir væntingum, og sumir hafa bara ekki verið að standa sig yfir höfuð. En á meðan við erum stuðningsmenn þessara leikmanna fynnst mér að við ættum að gagnrýna þá á sanngjarnann hátt en ekki ráðast á þá á stundum með svívirðingum. Stuðningsmenn Spurs á Englandi eru ekki taldir einir þeir bestu á Englandi vegna þess að þeir ráðast á eigin leikmenn. Þeir hljóta þessa virðingu vegna þess að þeir standa með sínum mönnum.
Það sem gerði kannski útslagið með að ég skrifaði þennann pistil var aðför stuðningsmanna að stolti okkar Spursaðdáanda. Eno, eða Englands number one; Paul Robinson fékk heldur betur að heyra það á spjallborði Spurs.is eftir leikinn gegn Newcastle. Robbo greyjið hefur verið að strögla svolítið það sem af er tímabili. Hann hefur líka fengið að heyra það. Það er svosem í lagi að menn bendi á staðreyndir og þurfa ekkert að fara undir rós með það. Hann hefur hinsvegar verið að koma til nú í desember og spilað mjög vel. Hann átti stórkostlegan leik gegn Man. City. Eins og við var að búast voru menn ekkert að heimta bekkjasetuna á hann á meðan hann spilar svona vel. En um leið og hann misstígur sig (líkingamál) í einum leik eru sumir stuðningsmenn tilbúnir að stökkva á hann líkt og hýenur á hræ.
Ég er ekki að segja að Robinson hafi ekki átt óvægna gagnrýni skilið. Stuðningsmenn vænta þess að leikmenn leggji sig alla fram í leikjum. Ekki aðeins vegna þess að þeir þyggi milljónir í laun fyrir það heldur líka af því að þeir eru þeirra forréttinda aðhljótandi að fá að spila með liði sem sérhvern ungann markmann dreymir um að spila með. En um leið og við tökum það að okkur að gagnrýna verðum við alltaf að spurja okkur að því hvort gagnrýnin sé réttmæt. Ég ætla að leyfa mér að byrta nokkrar setningar af þræði spurs.is spjallsvæðisins um leik Newcastle og Tottenham. Þetta var skrifað eftir leikinn. Ég ætla ekki að fara setja út á hluti sem sagðir eru í hita leiksins.
Ég er lönguhættur að reyna að stjórna því hvernig stuðningsmenn eiga að haga sér og hvernig þeir eiga ekki að haga sér. Þessi færsla er því ekki tilraun til þess. Færslan lýsir hinsvegar minni skoðun á þeim hópi sem "styðja" lið sitt með þessum hætti. Ég hef eflaust einhverntíma dottið í þá gryfju að dæma með óréttmætum hætti, ég reyni þó alltaf að fara yfir gagnrýnina og spurja mig að því hvort hún sé réttmæt. Það sem varð til þess að ég ákvað upphaflega að taka þátt í umræðum á netinu um Spurs var það hvað stuðningsmenn Spurs voru yfirleitt málefnalegir og sanngjarnir í gagnrýni sinni á liðið og leikmenn. Vonandi heldur það áfram.
Þetta fylgir oft góðum árangri tímabilsins á undan. Stuðningsmenn verða gráðugir og búast við að nú komi risastórt stökk upp á við. Það muna kannski einhverjir eftir því þegar Liverpool tókst hið ómögulega. Þeir unnu meistaradeildina þrátt fyrir að þeir hafi verið það lið í Englandi og líklega meistaradeildinni líka sem áttu við hvað mest meiðslavandræði að stríða. Þeir unnu svo úrslitaleikinn með einhverjum dramatískasta hætti sem hægt er að hugsa sér. Fyrir tilstilli þessa afreks mun ég alltaf virða Liverpool FC. Svo byrjaði næsta tímabil og þegar aðeins 10 deildarleikir voru búnir af tímabilinu voru margir af þeirra áðdáendum (minni enn og aftur á að ég er að tala um íslensku aðdáendurna) farnir að heimta uppsökn Benitez þar sem liðið var ekki að vinna alla sína leiki. Þeir vildu sjá hæfari þjálfara taka við. Þessi hópur fólks sem kallaði sig aðdáendur Liverpool fékk mig til að missa nánast allt álit á þeim öllum. Þvílík hneysa og heimska. Þarna voru þeir með þjálfara sem gerði kraftaverk, svo stórt kraftaverk að Liverpool hefðu átt að bjóða honum æviráðningu.
Ég hef nú gert mér grein fyrir því að það er alltaf þessi vanþakkláti hópur aðdáenda til í hverju félagi. Hann virðist hinsvegar vera ógnarstór og áberandi hjá Liverpool. Á þessu tímabili hefur þetta að sjálfsögðu haldið áfram hjá þeim. Í byrjun gekk illa hjá Liverpool í deildinni. Maður þurfti ekki að bíða lengi eftir að menn vildu aftur sjá Benitez hverfa frá störfum. Þessi hópur að sjálfsögðu þagnar alltaf jafn skjótt og vel gengur, en eru jafnfljótir að gleyma velgengninni ef leikur tapast. Þetta á ekki aðeins við um þjálfarann. Ef leikmaður á slæman leik er þessi hópur tilbúinn að ata leikmanninn skít og krefjast þess að nýr leikmaður verði keyptur í staðinn. Hlægjilegasta dæmið hvað þetta varðar var í fyrra þegar umræða hóps Liverpoolmanna um að Reyna markvörður væri ekki nægjilega góður og vildu fá annað hvort Dudek eða nýjann markvörð. Þetta er auðvitað hlægilegt af þeim ástæðum að Reyna stóð sig mjög vel á síðasta tímabili og var m.a sá markvörður sem náði að halda hreinu markinu í flestum leikjum. Hann hélt minnir mig hreinu í 20 af 35 leikjum sínum. How much is enough?
Nú er ég ekki að segja að aðdáendur eigi bara að brosa falsbrosi þegar illa gengur. Að sjálfsögðu er hluti af leiknum að hafa skoðun á hlutunum. Það má auðvitað gagnrýna það sem manni finnst hafa mátt gera betur og þar fram eftir götunum. En gagnrýnin verður þá líka að vera réttmæt. Það sér það hver maður að þessi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Liverpool er auðvitað ekki réttmæt. En ég vill ljúka umræðu minni um Liverpool með að benda á að það eru ekki allir stuðningsmenn þeirra hér á Íslandi sem haga sér svona. Það eru fjölmargir þeirra sem standa við bakið á leikmönnum og þjálfara sinna manna, jafnvel þó hlutirnir séu ekki að ganga upp á akkúrat þeim tímapunkti. Þeir stuðningsmenn hljóta virðingu fyrir mínum augum.
Nú víkur sögunni að Spurs.
Þessi hópur stuðningsmanna sem vill stórbrotinn árangur ellegar brottrekstur þjálfara og sölu leikmanna hefur nánast ekki þekkst hjá stuðningsmönnum Spurs. Ég gerði mér þó alltaf grein fyrir að þetta gæti komið upp hjá stuðningsmönnunum eftir að hafa náð góðum árangri í fyrra. En ekki í þessum mæli. Þegar ég horfi til baka yfir það sem af er þessu tímabili er árangurinn frábær. Það er í raun ótrúlegt að við skulum hafa náð þessum árangri. Við skulum átta okkur á því að við skiptum út næstum því helmingnum af liðinu okkar fyrir þetta tímabil! Leikmenn eins og Cimbonda, Ekotto, Ghaly, Zokora, THUDD, Steed og Berbatov komu allir nýjir inn (THUDD telst sem nýr leikmaður í byrjunarliðinu). Það er auðvitað ekki við því að búast að liðið nái að vinna eins og smurð vél þar sem allir leikmenn gjörþekkja allar hreyfingar samherjanna svona til að byrja með. Það er því eftir á að hyggja hægt að segja að "slæm byrjun" á mótinu hafi verið nokkuð eðlileg. Ég set slæm byrjun innnan gæsalappa, því mér finnst tímabilið hafa spilast ágætlega, jafnvel vel. En mjög margir eru mér ekki sammála. Horfum nú á hvað hafði gerst á sama tímabili í fyrra. Við höfðum startað bestu byrjun Spurs frá upphafi úrvalsdeildar. Þetta var magnaður árangur! Það er kannski til of mikils ætlast finnst mér að ætla að gera slíkt hið sama annað árið í röð. Hins vegar höfðum við staðið okkur algjörlega ömurlega í keppnum utan PL. Það er reyndar bara um eina að ræða og þar duttum við út á móti liði sem var á mörkum þess að vera atvinnulið (Grimsby). Það var því ætlast til þess að við myndum gera betur á þeim vetvangi.
Horfum nú á þetta tímabil. Við höfum verið að strögla á útivöllum í vetur. Það er í raun það eina sem hægt er að setja út á liðið. Við höfum unnið hvern einn og einasta leik í evrópukeppninni og flugum í gegnum riðlakeppnina, langefstir! Við höfum spilað svo vel að það er hátíð í hverjum einasta leik. Við höfum líka spilað í keppninni þar sem við duttum út í fyrstu umferð í fyrra. Við höfum þar líka unnið hvern og einn einasta leik og erum komnir í undanúrslit. Við unnum Chelsea í vetur. Þvílíkur draumur. Við höfum ekki unnið top 4 í fjöldamörg ár og voru menn orðnir ansi þreyttir á því að geta aldrei unnið neitt af þessum topp liðum. Við höfum unnið okkar fyrsta stórsigur í 1 og 1/2 ár þetta tímabilið þegar við unnum Charlton 5-1. Það eru í raun bara 5 stig í að við náum 4. sætinu sem við sátum í fyrra.
Það er því nokkuð ljóst að liðið hefur verið að standa sig ansi vel þrátt fyrir allt og að mínu mati betur heilt yfir en í fyrra. Það er svakalega gott ef við tökum mið af því að liðið er gjörbreytt og að á sama tímabili í fyrra vorum við að setja félagsmet í úrvalsdeildinni. En þrátt fyrir þetta er kominn þessi hópur stuðningsmanna sem ég var að tala um í sambandi við Liverpool. Það eru að spretta upp umræður hvort það sé tímabært að reka Jol og leikmenn fá skítkastið ef þeir standa sig ekki. Ef við byrjum á að skoða hvort þetta sé réttmætt varðandi Jol. Jol er sá stjóri sem hefur lang besta sigurhlutfallið af öllum stjórum Spurs frá upphafi úrvalsdeildar. Hann er í raun með 6. besta sigurhlutfallið af öllum stjórum Spurs frá stofnun félagsins. Hann náði að fara með Spurs upp í nýjar hæðir á síðasta tímabili og er einn snjallasti stjórinn á leikmannamarkaðnum sem ég man eftir að Spurs hafi haft. Hann er að gera góða hluti á þessu tímabili, þó auðvitað hafi ekki hlutirnir verið að ganga upp á útivöllunum. Auðvitað er þetta þvílík vitleysa að annað eins er fáheyrt, nema auðvitað hjá þessum hóp Liverpoolmanna. Ef maður ber saman þessi vandræði á útivöllunum miðað við allt annað, sjá náttúrulega allir að það réttlætir auðvitað ekki brottrekstur þjálfarans.
Svo er hitt sem ég hef minnst á, óþolinmæði gagnvart leikmönnum. Þeir eru margir sem hafa mátt þola óvægna og á stundum óréttláta gagnrýni ákveðins hóps stuðningsmanna sinna. Defoe, Keane, Zokora, Ekotto og Robinson eru þeir sem hafa mátt þola óréttmæta gagnrýni á þessu tímabili. Þessir leikmenn hafa kannski ekki alltaf staðið undir væntingum, og sumir hafa bara ekki verið að standa sig yfir höfuð. En á meðan við erum stuðningsmenn þessara leikmanna fynnst mér að við ættum að gagnrýna þá á sanngjarnann hátt en ekki ráðast á þá á stundum með svívirðingum. Stuðningsmenn Spurs á Englandi eru ekki taldir einir þeir bestu á Englandi vegna þess að þeir ráðast á eigin leikmenn. Þeir hljóta þessa virðingu vegna þess að þeir standa með sínum mönnum.
Það sem gerði kannski útslagið með að ég skrifaði þennann pistil var aðför stuðningsmanna að stolti okkar Spursaðdáanda. Eno, eða Englands number one; Paul Robinson fékk heldur betur að heyra það á spjallborði Spurs.is eftir leikinn gegn Newcastle. Robbo greyjið hefur verið að strögla svolítið það sem af er tímabili. Hann hefur líka fengið að heyra það. Það er svosem í lagi að menn bendi á staðreyndir og þurfa ekkert að fara undir rós með það. Hann hefur hinsvegar verið að koma til nú í desember og spilað mjög vel. Hann átti stórkostlegan leik gegn Man. City. Eins og við var að búast voru menn ekkert að heimta bekkjasetuna á hann á meðan hann spilar svona vel. En um leið og hann misstígur sig (líkingamál) í einum leik eru sumir stuðningsmenn tilbúnir að stökkva á hann líkt og hýenur á hræ.
Ég er ekki að segja að Robinson hafi ekki átt óvægna gagnrýni skilið. Stuðningsmenn vænta þess að leikmenn leggji sig alla fram í leikjum. Ekki aðeins vegna þess að þeir þyggi milljónir í laun fyrir það heldur líka af því að þeir eru þeirra forréttinda aðhljótandi að fá að spila með liði sem sérhvern ungann markmann dreymir um að spila með. En um leið og við tökum það að okkur að gagnrýna verðum við alltaf að spurja okkur að því hvort gagnrýnin sé réttmæt. Ég ætla að leyfa mér að byrta nokkrar setningar af þræði spurs.is spjallsvæðisins um leik Newcastle og Tottenham. Þetta var skrifað eftir leikinn. Ég ætla ekki að fara setja út á hluti sem sagðir eru í hita leiksins.
Robinson - leikurinn hefði kannski endað með jafntefli ef hann hefði ekki ákveðið að vera svona feitur og með lokuð augun.Þetta finnst mér vera dæmi um óréttmæta gagnrýni. Ég er þó ekki endilega að setja höfunda þessara innleggja í hópinn með þessum óþreyjufullu stuðningsmönnum. Þetta eru aðeins dæmi. Svona árásir eiga heima hjá stuðningsmönnum keppinautana. Mér finnst það felast í orðinu stuðningsmaður að þú styður þitt lið og þína leikmenn. Eins og ég kom inná áðan hafði Robbo verið búinn að standa sig mjög vel það sem af var mánaðar. Ég er svolítið hræddur um að verða misskilinn með að það megi ekki gagnrýna. Ég endurtek því að það er munur á réttmætri gagnrýni og óréttmætri. Ég sé ekki að holdafar Robbo hafi neitt með mistök hans í þessum leik að gera. Mér finnst það líka óréttmæt gagnrýni að kalla hann lélegasta markvörð deildarinnar. Það gæti alveg verið hægt að rökstyðja það að Robbo hafi átt mjög slæmt tímabil á sanngjarnann hátt. En það er enginn rökstuðningur á bakvið þessar ásakanir.
Fyrst þurfti ég að horfa uppá liðið mitt áskæra hrauna í sig þökk sé lélegasta markverði deildarinnar sem var besti maður Newcastle í dag
Ég er lönguhættur að reyna að stjórna því hvernig stuðningsmenn eiga að haga sér og hvernig þeir eiga ekki að haga sér. Þessi færsla er því ekki tilraun til þess. Færslan lýsir hinsvegar minni skoðun á þeim hópi sem "styðja" lið sitt með þessum hætti. Ég hef eflaust einhverntíma dottið í þá gryfju að dæma með óréttmætum hætti, ég reyni þó alltaf að fara yfir gagnrýnina og spurja mig að því hvort hún sé réttmæt. Það sem varð til þess að ég ákvað upphaflega að taka þátt í umræðum á netinu um Spurs var það hvað stuðningsmenn Spurs voru yfirleitt málefnalegir og sanngjarnir í gagnrýni sinni á liðið og leikmenn. Vonandi heldur það áfram.
Tottenham 2 - Villa 1
Enn heldur glæsileg sigurganga á WHL áfram. Það fer nú eiginlega bara að verða fyndið að við skulum nær alltaf fá á okkur 1 mark í þessum sigurleikjum. Annars var þetta ekki auðveldur leikur. Aston Villa fá klapp á bakið fyrir að berjast fram á lokamínútu. Okkar leikmenn stóðu sig vel í dag. Mér fannst hinsvegar óvenjulegt að sjá Dawson svona slappann. Hann átti ekki neitt hörmulegann leik en hann var ekki að sýna sitt rétta andlit. Nú er ég ekki bara að tala um atvikið sem varð til þess að Villa skoruðu. Þessi gríðarlega barátta sem hefur alltaf verið í Dawson sást ekki í leiknum í dag. Það held ég að sé greinilega komin mikil þreyta í leikmenn og törnin bara hálfnuð. En ég ætlaði nú ekki að tala um slakan leik Dawson. Hann fær 6 og allt í lagi þannig séð. Það sem meira máli skipti voru þeir leikmenn sem voru að spila hvað best í dag. King, THUDD, Defoe og Berbatov áttu allir mjög góðann leik. King gjörsamlega át Agbonlahor og þar með nær allar sóknaraðgerðir Villa. THUDD var endalaust að hirða boltana af andstæðingunum og var að skila boltanum vel frá sér. Defoe skoraði 2 mörk, en þar fyrir utan var hann kannski ekkert spes. En tvö mörk var það sem tryggði sigurinn og hann fær fullt kredid fyrir að klára þessi færi. Berbatov var að búa til færin og varnarmenn Villa réðu illa við hann. Ég ætla samt að gefa THUDD titilinn maður leiksins. Mér fannst hann frábær í þessum leik.
Það kom mér mikið á óvart að Jol skildi ekki hafa neinn sóknarmann á bekknum. Defoe kom inn í leikinn líklega ekki búinn að ná sér fullkomnlega af meiðslunum (þó það væri ekki að sjá á leik hans). Berbatov er búinn að spila mjög stíft núna undanfarið. Þetta var því svolítil áhætta.
Annars er ég bara sáttur við leikinn þetta voru þrjú dýrmæt stig og það skiptir ekki máli þegar upp er staðið hvernig við unnum leikina.
Það kom mér mikið á óvart að Jol skildi ekki hafa neinn sóknarmann á bekknum. Defoe kom inn í leikinn líklega ekki búinn að ná sér fullkomnlega af meiðslunum (þó það væri ekki að sjá á leik hans). Berbatov er búinn að spila mjög stíft núna undanfarið. Þetta var því svolítil áhætta.
Annars er ég bara sáttur við leikinn þetta voru þrjú dýrmæt stig og það skiptir ekki máli þegar upp er staðið hvernig við unnum leikina.
mánudagur, desember 25, 2006
Tottenham - Aston Villa
Þriðjudaginn 26 des. Kl:13:00 Á WHL.
Aston Villa Fc.
Gælunafn : The Villans
Stofnað árið: 1874
Borg: Birmingham
Heimavöllur: Villa Park (42.553)
Stjóri: Martin O'Neill
Grannar: Birmingham City Fc.
Aston Villa
Þó svo Aston Villa hafi ekki verið í toppslagnum undanfarin ár er þetta ekki eitt af litlu liðunum í deildinni. Það kom mér á óvart hversu stórt félag þetta er í raun og veru í sögulegu samhengi.
Aston Villa er eitt af þeim 12 liðum sem stofnuðu ensku deildina árið 1888. A. Villa er eins og svo mörg önnur knattspyrnulið í englandi stofnað út frá krikket liði sem vildi halda sér í formi yfir vetrartímann. Árið 1897 var Villa Park leikvangurinn opnaður og var á þeim tíma einn glæsilegasti völlur Englands. Villa Park er fyrsti leikvangur í sögu Englands þar sem hefur verið spilaður landsleikur á þremur öldum (19,20 og 21 öld). Gullaldartímabil Aston Villa hófst fljótlega eftir stofnun félagsins. Árið 1894 hófst titlasöfnun Aston Villa. Aston Villa unni á árunum 1894 -1900 fimm englandsmeistaratitla og urðu tvisvar bikarmeistarar. Aston Villa hefur verið á mjög svipuðu róli og Tottenham frá upphafi úrvalsdeildar. Þeir hafa verið svona um miðja deild.
Fróðleikskorn um Aston villa
*Aston Villa er eitt af 7 úrvalsdeildarliðum (þ.á.m Spurs) í dag sem hafa enn ekki fallið um deild.
*Aston Villa er það lið sem hefur átt flesta enska landsliðsmenn í gegnum tíðina. Alls hafa 63 leikmenn Aston Villa verið valdir í enska landsliðið.
*A. Villa er það lið sem hefur spilað næst flesta leikina í efstudeild (Everton flesta). Samanlagt hafa þeir verið í efstu deild í 97 ár.
*Aston Villa er það lið sem hefur skorað flest mörk allra liða í FA cup.
*Tímabilið 1930-31 skoruðu Villamenn 128 mörk í deildinni. Það er það mesta sem hefur verið skorað á einu tímabili í ensku deildinni fyrr og síðar.
*Þegar Aston Villa unnu Uefa cup árið 1982 spiluðu þeir gegn Bayern Munchen. Þeir urðu þar með fyrsta liðið til að vinna úrslitaleik á móti Bayern.
*Í febrúar í fyrra var Aston Villa eitt af 20 ríkustu knattspyrnufélögum heims hvað innkomu varðar.
Titlar:
Uefa cup: 1
Super cup: 1
Englandsmeistarar: 7
FA cup: 7
Deildarbikar: 5
Aston Villa í dag
Það er heldur betur viðsnúningur hjá liðinum frá því að þau mættust fyrr í vetur. Þá hafði Villa ekki tapað leik í deildinni. Þeir höfðu s.s farið í gegnum 7 fyrstu leikina án taps. Nú þegar liðin mætast hefur Villa ekki unnið leik í síðustu 7 leikjum sínum. Staðan hjá Spurs var hinsvegar sú að við höfðum aðeins unnið 2 leiki af fyrstu 7 í deild. Nú er staðan hinsvegar sú að við höfum tapað 2 og unnið 5 í öllum keppnum. Já þetta hefur heldur betur snúist við. En ég get bara ekki annað en leikið mér meira með tölfræðina. Hún getur verið ansi heillandi og hægt að túlka hlutina á marga vegu eftir hvaða formerkjum er farið.brEinhver kann að hugsa með sér að þetta verði auðvelt þar sem að Villa hefur ekki unnið leik í síðustu 7. Þá er á móti hægt að koma með þá staðreynd að þeir hafa ekki tapað á útivelli síðan 8. nóvember þegar þeir lágu fyrir Chelsea. Við höfum hinsvegar unnið 11 leiki í röð á WHL. Svo má aftur segja að við höfum ekki unnið Villa síðan á þarsíðasta tímabili þegar við unnum þá 5-1. Síðustu 3 leikir hafa farið jafnrefli. Við höfum svo ekki tapað fyrir Villa í rúm 6 ár á heimavelli. Nú hlítur þú að vera klóra þér í hausnum og spurja hvert er hann að fara með þessu? Ég er ekki að fara neitt með þessu, mér langaði bara að rugla í þér :)
Þó það hafi gengið illa hjá Villa upp á síðkastið getum við ekki átt von á auðveldum leik. Eins og áður segir hafa Villa ekki unnið leik í síðustu 7 leikjum. Hungrið í sigur vex með hverjum leiknum. Það er bara tímaspursmál hvenar þeir mæta dýrvitlausir á völlinn. Þeir hafa alveg getuna til að vinna hvaða lið sem er á góðum degi. Við vonum að sjálfsögðu að þeir þurfi einn tapleik til viðbótar til að ná botninum.
En þetta er fyrst og fremst í okkar höndum. Ef við spilum eins vel og við getum á heimavelli stöðvar ekkert lið okkur. Leikmenn Spurs vita líka að síðasti leikur var hörmung og stuðningsmenn vilja sjá þá bæta upp fyrir töpuð 3 stig. Þó svo að ég óttist svolítið að leikurinn geti endað með jafntefli spái ég sigri. Annað er ekki ásættanlegt.
Liðið
---------------Robbo-------------------
Chimb.-----Daws-----King------Ekotto
Ghaly------Zokora---Tainio----Steed
-----------Defoe----Berbatov----------
Eins og ég hef áður komið inná verður Jol að hugsa um álagsmeiðsli. Ég spái því að Thudd fái hvíldina núna. Ég óttast það líka að Jol spili Defoe jafnvel þó hann hafi ekki náð sér að fullu. Ef Defoe er ekki leikfær myndi ég rosalega vilja sjá Mido og Berbatov saman eins og ég hef nokkrum sinnum komið inná. En einhvernveginn held ég að Jol sé búinn að útiloka þann möguleika, því miður. Annars er ekkert meira um liðsuppstillinguna að segja.
Ég spái þessum leik 2-0 fyrir okkar menn.
COYS!
laugardagur, desember 23, 2006
Gleðileg Jól!
föstudagur, desember 22, 2006
Newcastle - Tottenham
Nú líður stutt milli leikja. Eftir að hafa fengið rétt nægann tíma til að kasta mæðinni er næsti leikur á dagskrá. Við höfum ekki riðið feitum hesti á útivöllunum í ár. Fyrsti sigurinn kom í síðasta deildarleik gegn City. Það var þó langt því frá að vera öruggur sigur. Newcastle er á góðu róli nú eftir afleita byrjun á tímabilinu. Þeir töpuðu naumlega fyrir Chelsea í bikarnum í vikunni, á meðan við rétt mörðum Southend á heimavelli. Allar líkur eru á því að Lennon verði ekki með á morgunn. Það væri því mikil bjartsýni fólgin í að spá léttum leik fyrir okkar menn.
Hinsvegar erum við á ansi góðu róli þessa dagana. Við erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni og unnið síðustu þrjá deildarleiki og sitjum í 7. sætinu. Með sigri á morgun gætum við hugsanlega lyft okkur í fjórða sætið. Það má búast við að menn verði fljótir að þreytast í þessum leik enda leikjaálagið búið að vera mikið. Við getum hinsvegar snúið því svolítið í okkar hag. Newcastle er nú það lið í PL sem á við mestu meiðslavandræðin að stríða. Það eru 10 leikmenn á meiðslalistanum hjá þeim. Þetta þýðir að þeir geta ekki leyft sér að hvíla menn eins mikið og ella. Þeir menn sem eru á meiðslalista hjá þeim eru:
C N’Zogbia
T Bramble
S Harper
D Duff
C Moore
O Bernard
T Krul
S Carr
S Ameobi
M Owen
Hjá okkur er enn sama sagan Keane, Jenas og Lennon meiddir. Gahly er að öllum líkindum orðinn heill aftur og Zokora snýr aftur úr banninu. Það er vonandi að síðasti útileikur hafi losað um ákveðna sálfræðihindrun. Leikmenn trúa því nú að þeir geti unnið á útivelli og sjálfstraustið er vonandi meira nú. Þessi leikur gæti í raun endað hvernig sem er. Ég hef þó enga trú á að annað liðið hafi einhverja yfirburði á vellinum. Jafntefli væri ásættanlegt en ég vill sigur.
Liðið
------------------Robbo-----------
Chimb.---Daws------King---Lee
Gahly----Zokora-----Thudd----Steed
-----------Defoe-------Berbatov------
Þetta lið er bara skot í myrkri. Jol þarf að feta þunna línu þess að stilla upp sterkum hóp og passa að leikmenn séu ekki að yfirkeyra sig. Thudd og Defoe eiga að sjálfsögðu hvíldina skilið og því ekkert vitlaust að hvíla þá. En restin held ég að sé rétt hjá mér.
Dómari leiksins verður Alan Wiley.
Coys!
Hinsvegar erum við á ansi góðu róli þessa dagana. Við erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni og unnið síðustu þrjá deildarleiki og sitjum í 7. sætinu. Með sigri á morgun gætum við hugsanlega lyft okkur í fjórða sætið. Það má búast við að menn verði fljótir að þreytast í þessum leik enda leikjaálagið búið að vera mikið. Við getum hinsvegar snúið því svolítið í okkar hag. Newcastle er nú það lið í PL sem á við mestu meiðslavandræðin að stríða. Það eru 10 leikmenn á meiðslalistanum hjá þeim. Þetta þýðir að þeir geta ekki leyft sér að hvíla menn eins mikið og ella. Þeir menn sem eru á meiðslalista hjá þeim eru:
C N’Zogbia
T Bramble
S Harper
D Duff
C Moore
O Bernard
T Krul
S Carr
S Ameobi
M Owen
Hjá okkur er enn sama sagan Keane, Jenas og Lennon meiddir. Gahly er að öllum líkindum orðinn heill aftur og Zokora snýr aftur úr banninu. Það er vonandi að síðasti útileikur hafi losað um ákveðna sálfræðihindrun. Leikmenn trúa því nú að þeir geti unnið á útivelli og sjálfstraustið er vonandi meira nú. Þessi leikur gæti í raun endað hvernig sem er. Ég hef þó enga trú á að annað liðið hafi einhverja yfirburði á vellinum. Jafntefli væri ásættanlegt en ég vill sigur.
Liðið
------------------Robbo-----------
Chimb.---Daws------King---Lee
Gahly----Zokora-----Thudd----Steed
-----------Defoe-------Berbatov------
Þetta lið er bara skot í myrkri. Jol þarf að feta þunna línu þess að stilla upp sterkum hóp og passa að leikmenn séu ekki að yfirkeyra sig. Thudd og Defoe eiga að sjálfsögðu hvíldina skilið og því ekkert vitlaust að hvíla þá. En restin held ég að sé rétt hjá mér.
Dómari leiksins verður Alan Wiley.
Coys!
þriðjudagur, desember 19, 2006
Tottenham - Southend
Nú er stutt upphitun fyrir bikarleikinn. Hún er stutt vegna þess að það er lítið um leikinn að segja. Ég hugsa að margir séu smeykir við andstæðinginn vegna þess að þeir sigruðu Man Utd í síðustu umferð. Ég er það hinsvegar ekki. Við munum vinna þennann leik. Það er ekki nokkur einasta spurning í mínum huga. Southend er líklega allra légasta liðið í fyrstu deild (kalla þetta fyrstudeild þó þetta heiti eitthvað Coca Cola championship). Þeir eru í neðsta sæti og geta ekki neitt. Mér reiknast svo til að þeir hafi nú fengið 6 stig af 33 mögulegum í síðustu 11 leikjum. Einhverjir kunna að segja að þeir hafi spilað hörkuleik á móti Man U og við ættum því ekki að vanmeta andstæðinginn. Ég horfði svona með öðru auganu á leikinn gegn Man U. og þeir voru miklu betri. Manchester tapaði hinsvegar leiknum vegna vanmats og það munum við ekki gera, ekki eftir að hafa séð þann leik. Við erum svo miklu betra lið en þetta Southend að það nær engri átt. Við lenntum í basli með Port Vale en það var að mínu mati vanmat okkar á andstæðingunum. Það mun ekki gerast núna. Við erum líka komnir á siglingu og spilum á velli sem tryggir sigur Spurs
Liðið
-------------Robbo-----------
Chimb.----Daws---Davenport--Ekotto
Ghaly----Thudd--Tainio-----Steed
----------Mido---Defoe---------
Það er í raun ómögulegt að segja hvernig hann stillir þessu upp. Jol vill vinna leikinn og veit að hann þarf að hafa hópinn sterkann minnugur ófara Utd gegn þeim. Hann vill einnig hafa menn klára á þorláksmessu í leiknum gegn Newcastle. Hann þarf því að hvíla einhverja. Lennon er meiddur en gæti verið til í leikinn. Reyndar er Ghaly einnig tæpur en annarhvor þeirra mun þó spila held ég.Berbatov hlítur að fá hvíld úr því að Jol á góðann staðgengil fyrir hann. Það vantar hinsvegar góðann staðgengil fyrir Defoe. Reyndar finnst mér að Barnard ætti að koma inná strax ef við náum góðu forskoti. Thudd spilar þennann leik því Jol vill þá frekar hvíla hann þegar hann hefur Zokora sem er í banni í þessum leik. Davenport stóð sig ágætlega gegn Man City um helgina og freistast Jol þá kannski til að hvíla King. En annars er þetta bara eftir bókinni.
Liðið
-------------Robbo-----------
Chimb.----Daws---Davenport--Ekotto
Ghaly----Thudd--Tainio-----Steed
----------Mido---Defoe---------
Það er í raun ómögulegt að segja hvernig hann stillir þessu upp. Jol vill vinna leikinn og veit að hann þarf að hafa hópinn sterkann minnugur ófara Utd gegn þeim. Hann vill einnig hafa menn klára á þorláksmessu í leiknum gegn Newcastle. Hann þarf því að hvíla einhverja. Lennon er meiddur en gæti verið til í leikinn. Reyndar er Ghaly einnig tæpur en annarhvor þeirra mun þó spila held ég.Berbatov hlítur að fá hvíld úr því að Jol á góðann staðgengil fyrir hann. Það vantar hinsvegar góðann staðgengil fyrir Defoe. Reyndar finnst mér að Barnard ætti að koma inná strax ef við náum góðu forskoti. Thudd spilar þennann leik því Jol vill þá frekar hvíla hann þegar hann hefur Zokora sem er í banni í þessum leik. Davenport stóð sig ágætlega gegn Man City um helgina og freistast Jol þá kannski til að hvíla King. En annars er þetta bara eftir bókinni.
sunnudagur, desember 17, 2006
City 1 - Spurs 2
Jol fékk ósk sína uppfyllta í dag. Hann getur fagnað langt frameftir kvöldi sigur í hundraðasta leiknum og fyrsta útisigrinum á tímabilinu. Það kom mér svolítið á óvart að Dawson skildi ekki vera með. Þegar ég var að skoða netsíður fyrir leikinn sá ég á einni að þar var talað um að Dawson væri í banni. Hinar síðurnar minntust hinsvegar ekkert á það. Ég ákvað því að sjá hvort aðalsíða Spurs hefði einhverjar útskýringar en þar var aðeins tekið fram að Zokora væri í banni. Það var því bara BBC sem var með þessar upplýsingar. Reyndar stóð í sömu frétt hjá þeim að Dawson væri löglegur. En hvað um það. Leikurinn var ansi fjörugur til að byrja með. Dawenport skoraði fyrsta mark sitt í Spurstreyjunni í dag og THUDD skoraði undurfallegt mark. Þegar líða tók á leikinn fór pressan hinsvegar að snúast við og undir lokin vorum við nánast í nauðvörn. Maður var orðinn ansi taugatrekktur á lokamínútunum. Ég get mér þess til að leikmenn hafi verið orðnir ansi þreyttir undir lokin enda búið að líða stutt milli leikja. Ég held að enginn hafi átt von á stórsigri í dag og held ég því að allir taki fyrsta útisigrinum vel þrátt fyrir að við höfum ekki verið jafn sannfærandi eins og í síðustu leikjum.
Það átti enginn leikmaður stórleik en mér fannst þó THUDD spila manna best í dag og fær því titilinn maður leiksins.
TIL HAMINGJU SPURSARAR MEÐ FYRSTA ÚTISIGURINN!!!!
COYS
Það átti enginn leikmaður stórleik en mér fannst þó THUDD spila manna best í dag og fær því titilinn maður leiksins.
TIL HAMINGJU SPURSARAR MEÐ FYRSTA ÚTISIGURINN!!!!
COYS
laugardagur, desember 16, 2006
Hundruðasti leikurinn undir stjórn Jol.
Manchester City gegn Spurs
Sunnudagur kl 15:00
Já nú er komið að útileik eftir þrjá heimaleiki í röð. Venju samkvæmt höfum við spilað glymrandi bolta á heimavellinum og unnið þessa þrjá leiki samanlagt 10-3. Þó svo að við séum glaðir og stoltir Tottenhamaðdáendur í dag berum við þó ennþá þá skömm að hafa enn ekki unnið útileik. Við höfum reyndar aðeins náð 3 stigum af 24 mögulegum á útivelli þetta tímabilið. Það er mönnum enn í fersku minni niðurlægingin sem við urðum fyrir í síðasta útileik gegn Arsenal. Leikmenn sýndu yðrun með því að berjast vel í leiknum gegn Boro og vinna stórt gegn Charlton og nú síðast lögðu þeir Dinamo í Uefa. Við höfum því spilað á fullu tempói í 3 leiki á 9 dögum. Það væri því ekkert óeðlilegt að leikmenn væru farnir að þreytast svolítið. Svo við höldum nú áfram á neikvæðu nótunum hafa City enn ekki tapað heimaleik á leiktíðinni. Einhverjir kunna svo að telja það ógæfu að dómari leiksins sé Rob Styles. Það er því kannski engin ástæða til þess að menn geti bókað sigurinn. Ég ráðlegg mönnum að vanmeta ekki City og hugsa ekki sem svo að þetta verður auðvelt.
Nú verða kaflaskil á upphitunninni og ég segi ykkur nú af hverju við munum vinna leikinn. Við höfum aðeins einusinni í 9 leikjum í úrvalsdeild tapað á heimavelli City. Við höfum hinsvegar unnið 6 af 9 leikjum á heimavelli City. Það er alltaf möguleiki að leikmenn séu þreyttir. Það er líka möguleiki á því að leikmenn séu uppveðraðir vegna síðustu leikja og sjálfstraustið sé orðið öllu öðru yfirsterkara. Leikmenn hljóta líka að vera staðráðnir í að bæta upp fyrir síðasta útileik okkar. Leikmenn hljóta líka að vilja gefa Jol þá gjöf að geta fagnað hundruðasta leiknum með félagið með að sigra fyrsta útileik tímabilsins. Það er ansi fúlt að þurfa að fagna hundruðastaleiknum eftir leik með tap á bakinu. Þess vegna held ég að leikmenn muni leggja sig 100% fram til að tryggja sigur í þessum leik.
Liðið
-------------Robbo-----------
Chimb.---Daws----King---Ekotto
Lennon---THUDD---Ghaly--Steed
---------Defoe---Berbatov----
Þetta er sami hópurinn og á móti Dinamo nema að Zokora er í banni og ég held að Steed komi inn í staðinn. Allir áttu góðann dag á fimmtudaginn og allir eiga skilið að halda sæti sínu. Það gæti auðvitað verið að Jol myndi vilja hvíla einhverja leikmenn en ég held að hann bíði með það þangað til í leiknum gegn Southend. Annað hef ég ekki um liðið að segja.
Ég ætla bara að sætta mig við sigur á morgunn. Ég trúi ekki öðru en að það takist. Coys!
Sunnudagur kl 15:00
Já nú er komið að útileik eftir þrjá heimaleiki í röð. Venju samkvæmt höfum við spilað glymrandi bolta á heimavellinum og unnið þessa þrjá leiki samanlagt 10-3. Þó svo að við séum glaðir og stoltir Tottenhamaðdáendur í dag berum við þó ennþá þá skömm að hafa enn ekki unnið útileik. Við höfum reyndar aðeins náð 3 stigum af 24 mögulegum á útivelli þetta tímabilið. Það er mönnum enn í fersku minni niðurlægingin sem við urðum fyrir í síðasta útileik gegn Arsenal. Leikmenn sýndu yðrun með því að berjast vel í leiknum gegn Boro og vinna stórt gegn Charlton og nú síðast lögðu þeir Dinamo í Uefa. Við höfum því spilað á fullu tempói í 3 leiki á 9 dögum. Það væri því ekkert óeðlilegt að leikmenn væru farnir að þreytast svolítið. Svo við höldum nú áfram á neikvæðu nótunum hafa City enn ekki tapað heimaleik á leiktíðinni. Einhverjir kunna svo að telja það ógæfu að dómari leiksins sé Rob Styles. Það er því kannski engin ástæða til þess að menn geti bókað sigurinn. Ég ráðlegg mönnum að vanmeta ekki City og hugsa ekki sem svo að þetta verður auðvelt.
Nú verða kaflaskil á upphitunninni og ég segi ykkur nú af hverju við munum vinna leikinn. Við höfum aðeins einusinni í 9 leikjum í úrvalsdeild tapað á heimavelli City. Við höfum hinsvegar unnið 6 af 9 leikjum á heimavelli City. Það er alltaf möguleiki að leikmenn séu þreyttir. Það er líka möguleiki á því að leikmenn séu uppveðraðir vegna síðustu leikja og sjálfstraustið sé orðið öllu öðru yfirsterkara. Leikmenn hljóta líka að vera staðráðnir í að bæta upp fyrir síðasta útileik okkar. Leikmenn hljóta líka að vilja gefa Jol þá gjöf að geta fagnað hundruðasta leiknum með félagið með að sigra fyrsta útileik tímabilsins. Það er ansi fúlt að þurfa að fagna hundruðastaleiknum eftir leik með tap á bakinu. Þess vegna held ég að leikmenn muni leggja sig 100% fram til að tryggja sigur í þessum leik.
Liðið
-------------Robbo-----------
Chimb.---Daws----King---Ekotto
Lennon---THUDD---Ghaly--Steed
---------Defoe---Berbatov----
Þetta er sami hópurinn og á móti Dinamo nema að Zokora er í banni og ég held að Steed komi inn í staðinn. Allir áttu góðann dag á fimmtudaginn og allir eiga skilið að halda sæti sínu. Það gæti auðvitað verið að Jol myndi vilja hvíla einhverja leikmenn en ég held að hann bíði með það þangað til í leiknum gegn Southend. Annað hef ég ekki um liðið að segja.
Ég ætla bara að sætta mig við sigur á morgunn. Ég trúi ekki öðru en að það takist. Coys!
fimmtudagur, desember 14, 2006
Spurs 3 - Dinamo 1
Loksins sá ég leik! Þetta var hreint út sagt stórskemmtilegur leikur. Það er komið sem vantaði í fyrra, liðið er farið að spila skemmtilegan sóknarbolta. Mér finnst ekki hægt að taka neinn útúr liðinu sem maður leiksins. Það voru allir leikmenn Spurs að spila mjög vel og enginn að gera nein alvarleg mistök. Það er auðvitað auðvelt að benda á framherjana sem menn leiksins eða Lennon. Það má líka segja að miðjan og vörnin hafi verið snilld því Dinamo var ekkert að geta fram á við.
Þetta miðast náttúrulega allt við fyrstu 70 mín. Mér finnst samt ekki hægt að kvarta undan því að leikmenn gefi eftir undir lokin þegar þeir hafa haldið svona svakalega háu tempói í leiknum og margir leikir framundan. Þeir kláruðu leikinn með þriðja markinu og gátu leyft sér að hægja aðeins á leiknum undir lokin. Þetta varð til þess að Dinamo skoruðu. Mér finnst það litlu máli skipta. Öruggur yfirburðasigur okkar var aldrei í hættu. Ég vona svo sannarlega að ég fái að sjá fleirri svona leiki í vetur.
Nú er bara málið að halda þessu skriði áfram og vinna okkar fyrsta útileik á sunnudaginn. Ég er reyndar handviss um að það takist. Ef það tekst ekki heiti ég því að taka þátt í "á að reka Martin Jol" umræðuni *lol*
Þetta miðast náttúrulega allt við fyrstu 70 mín. Mér finnst samt ekki hægt að kvarta undan því að leikmenn gefi eftir undir lokin þegar þeir hafa haldið svona svakalega háu tempói í leiknum og margir leikir framundan. Þeir kláruðu leikinn með þriðja markinu og gátu leyft sér að hægja aðeins á leiknum undir lokin. Þetta varð til þess að Dinamo skoruðu. Mér finnst það litlu máli skipta. Öruggur yfirburðasigur okkar var aldrei í hættu. Ég vona svo sannarlega að ég fái að sjá fleirri svona leiki í vetur.
Nú er bara málið að halda þessu skriði áfram og vinna okkar fyrsta útileik á sunnudaginn. Ég er reyndar handviss um að það takist. Ef það tekst ekki heiti ég því að taka þátt í "á að reka Martin Jol" umræðuni *lol*
miðvikudagur, desember 13, 2006
Tottenham - Dinamo 1948 Bucuresti
Þá er komið að lokaleiknum í riðlakeppni Uefa cup. Þessi leikur skiptir svona svolitlu máli fyrir bæði lið þó þau séu bæði búin að tryggja sér áframhaldandi þáttökurétt í keppninni. Þetta er leikur upp á hver vinnur riðilinn. Dinamo verður að vinna leikinn til að ná toppsætinu á meðan okkur dugir jafntefli. Þjálfari Dinamo er staðráðinn í að mæta í leikinn til að sigra. Hann hafði m.a þetta að segja um leikinn
Það er þó algjör óþarfi að detta í einhverja svartsýni. Það er tvennt sem gerir það að verkum að ég sé ekkert nema sigur á morgunn.
1) Við höfum spilað nær óaðfinnanlega í Uefa cup. Við höfum enn ekki tapað leik og aðeins fengið á okkur 1 mark í 5 leikjum og skorað 8 mörk. Það eitt og sér nægir mér til að vera öruggur um sigur.
2) Við þetta bætist svo að við erum að spila á heimavelli. Við höfum spilað eins og englar þegar við erum á heimavelli, hvort sem er í deild eða Uefa.
Það má kannski við þetta bæta að við höfum svo verið að spila glymrandi bolta í síðustu tveimur leikjum, þó svo að ég hafi ekki séð þessa leiki. Það má því kannski komast svo að orði að liðið er á rífandi siglingu þessa dagana. Það á samt eftir að reyna svolítið á kænsku Martin Jol þar sem hann þarf að rífa menn niður á jörðina eftir síðasta leik. Það er þekkt í boltanum að lið sem vinna leik stórt eiga það oft til að hrapa til jarðar í næsta leik. Við sáum þetta eftir MK Dons leikinn og eftir Chelsea leikinn. Ég hef fulla trú á að Jol muni takast þetta.
Liðið
--------------Robbo-------------
Chimb.----Daws----King----Ekotto
Lennon----Ghaly---Zokora---Steed
----------Berbatov--Mido-------
Robinson og Chimbonda, Daws, King, Lennon, Zokora, Steed og Berbatov eru að mínu viti öruggir í liðið. Nú hef ég misst af síðustu tveimur leikjunum og veit ekki alveg hvernig Lee hefur verið að standa sig í vinstri bak. Það má því vel vera að Lee verði þar frekar en Ekotto. Ég er nokkuð viss um að Lennon verði þarna nema eitthvað sé að hrjá hann. Mér skilst að THUDD hafi verið að spila einhverja súperleiki á móti Charlton og Boro. Það er hinsvegar spurning hvort hann fái hvíld. Zokora er í banni í næsta leik þannig að hann fær að spila þennann. Það er bara spurning hvort hann komi í stað THUDD eða spili með honum. Ég er búinn að sakna Ghaly mikið og hlakka mikið til að sjá hann aftur. Steed á orðið fast sæti á vinstri vængnum. Defoe er spurningamerki fyrir leikinn líkt og Tainio. Ég í sannleika sagt vona innilega að Jol ákveði bara að tefla ekki á tvær hættur og setji Mido inn með Berbatov. Það er alveg sjúklega forvitnileg samvinna eins og ég kom inná fyrir stuttu. Mér finnst hálf skrýtið að skrifa um liðsuppstillinguna þegar ég hef ekkert séð síðustu leiki. Endilega komið með ykkar skoðun á þessu!
Ég spái 2-0 sigri okkar manna. Berbatov setur annað og Lennon hitt.
COYS!
"I will not be satisfied with second place. I want to be first in this group, not only because being second we might play against a very strong team eliminated from the UEFA Champions League, but also because, as a famous Romanian player [Cornel Dinu] once said: 'You only feel like a real footballer after you have beaten an English team.'"Ef að þjálfarinn getur fengið leikmennina til að tileinka sér þessa speki meigum við ekki vanmeta andstæðinginn. Þjálfara þeirra tókst fyrir rúmu ári að mótívera leikmenn all svakalega við sömu aðstæður. Þetta er einmitt liðið sem sló Everton út úr Uefa í fyrra, og það mjög sannfærandi 5-1 í fyrstu umferð. Dinamo hefur lagt bæði Leverkusen og Besiktas í riðlakeppninni (jafntefli við Club Brugge).
Það er þó algjör óþarfi að detta í einhverja svartsýni. Það er tvennt sem gerir það að verkum að ég sé ekkert nema sigur á morgunn.
1) Við höfum spilað nær óaðfinnanlega í Uefa cup. Við höfum enn ekki tapað leik og aðeins fengið á okkur 1 mark í 5 leikjum og skorað 8 mörk. Það eitt og sér nægir mér til að vera öruggur um sigur.
2) Við þetta bætist svo að við erum að spila á heimavelli. Við höfum spilað eins og englar þegar við erum á heimavelli, hvort sem er í deild eða Uefa.
Það má kannski við þetta bæta að við höfum svo verið að spila glymrandi bolta í síðustu tveimur leikjum, þó svo að ég hafi ekki séð þessa leiki. Það má því kannski komast svo að orði að liðið er á rífandi siglingu þessa dagana. Það á samt eftir að reyna svolítið á kænsku Martin Jol þar sem hann þarf að rífa menn niður á jörðina eftir síðasta leik. Það er þekkt í boltanum að lið sem vinna leik stórt eiga það oft til að hrapa til jarðar í næsta leik. Við sáum þetta eftir MK Dons leikinn og eftir Chelsea leikinn. Ég hef fulla trú á að Jol muni takast þetta.
Liðið
--------------Robbo-------------
Chimb.----Daws----King----Ekotto
Lennon----Ghaly---Zokora---Steed
----------Berbatov--Mido-------
Robinson og Chimbonda, Daws, King, Lennon, Zokora, Steed og Berbatov eru að mínu viti öruggir í liðið. Nú hef ég misst af síðustu tveimur leikjunum og veit ekki alveg hvernig Lee hefur verið að standa sig í vinstri bak. Það má því vel vera að Lee verði þar frekar en Ekotto. Ég er nokkuð viss um að Lennon verði þarna nema eitthvað sé að hrjá hann. Mér skilst að THUDD hafi verið að spila einhverja súperleiki á móti Charlton og Boro. Það er hinsvegar spurning hvort hann fái hvíld. Zokora er í banni í næsta leik þannig að hann fær að spila þennann. Það er bara spurning hvort hann komi í stað THUDD eða spili með honum. Ég er búinn að sakna Ghaly mikið og hlakka mikið til að sjá hann aftur. Steed á orðið fast sæti á vinstri vængnum. Defoe er spurningamerki fyrir leikinn líkt og Tainio. Ég í sannleika sagt vona innilega að Jol ákveði bara að tefla ekki á tvær hættur og setji Mido inn með Berbatov. Það er alveg sjúklega forvitnileg samvinna eins og ég kom inná fyrir stuttu. Mér finnst hálf skrýtið að skrifa um liðsuppstillinguna þegar ég hef ekkert séð síðustu leiki. Endilega komið með ykkar skoðun á þessu!
Ég spái 2-0 sigri okkar manna. Berbatov setur annað og Lennon hitt.
COYS!
laugardagur, desember 09, 2006
Leikurinn í dag
Nú er ég sár! Ég missi af leiknum sem ég hef beðið eftir í meira en 1 og 1/2 ár. Frá því í maí 2005 höfum við ekki unnið stærri en tveggja marka sigur í deild og ekki skorað þar meira en 3 mörk. Ég hef haft þetta oft á orði og beðið óþreyjufullur. Svo missi ég af tveimur leikjum og báðir sigurleikir. Spurning hvort maður eigi bara að sleppa því að horfa á leiki í beinni. Ég vona að leikurinn sé endursýndur einhverntíma eftir kl 7 í vikunni svo ég geti nú séð leikinn. Ég ætla því að bíða með alla umfjöllun um leikinn þangað til. En ég óska öllum Spursáhangendum til hamingju með sigurinn.
fimmtudagur, desember 07, 2006
Keane meiddur
Já fréttir voru að berast af því að Keane gæti verið meiddur í allt að mánuð. Mido á viku eftir af sínum meiðslum. Þetta þýðir að Berbatov og Defoe eru valmöguleiki nr.1. En desember er einmitt sá tími sem felstir leikir eru spilaðir. Það þýðir að Jol verður að rótera framherjunum á einhverjum tímapunkti til að hætta ekki á álagsmeiðsli. Ég fór að minnast á það strax í byrjun okt. að Jol væri að gera uppskrift af álagsmeiðslum Jenas. Það gæti verið að ég hafi haft eitthvað fyrir mér í þeim staðhæfingum þar sem Jenas sem var held ég bara aldrei meiddur í fyrra (man það þó ekki) er nú aftur meiddur eftir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Berbatov er nú í hættu enda hefur hann spilað mjög marga leiki án hvíldar. En nóg um það. Það sem mér finnst lán í óláni við meiðsli Keane er að Jol gæti hugsanlega einhverntíma á þeim tíma látið Mido og Berbatov spila saman til að hvíla Defoe. Þó Berbatov sé skilgreindur sem "stór framherji" spilar hann ekki endilega sem slíkur. Mér finnst eiginlega vanta þriðju skilgreininguna sem hefur ekkert með hæðina að gera. Leikmenn eins og Nistelrooy, Sheva og Berbatov eru ekki "stórir framherjar" Þeir eru ekki þekktir fyrir að vinna öll skallaeinvígi sem þeir fara í eða vera mjög líkamlega sterkir eins og "stór framherji" er. Þessir menn geta spilað með bæði litlum og stórum framherja að mínu viti. Mér finnst það ekkert vitlausari hugmynd að hafa Mido til að taka á móti háu boltunum og fleita honum á Berbatov. Mido og Berbatov eru mjög ólíkir leikmenn, rétt eins og Berbatov og Defoe.
Ég er samt ekkert að segja að þetta sé besta framherjaparið eða eitthvað svoleiðis. Mér finndist bara spennandi að sjá hvernig sú samvinna myndi ganga upp. Mér finnst allavega ekki hægt að útiloka þessa samvinnu. Það kæmi mér samt ekkert á óvart þó ég fengi ekki að sjá þessa samvinnu Mido og Berbatov. Mér finndist jafnvel líklegra að Barnard fengi frekar séns með öðrum hvorum þeirra en að þeir fengju að spila saman.
Ég er samt ekkert að segja að þetta sé besta framherjaparið eða eitthvað svoleiðis. Mér finndist bara spennandi að sjá hvernig sú samvinna myndi ganga upp. Mér finnst allavega ekki hægt að útiloka þessa samvinnu. Það kæmi mér samt ekkert á óvart þó ég fengi ekki að sjá þessa samvinnu Mido og Berbatov. Mér finndist jafnvel líklegra að Barnard fengi frekar séns með öðrum hvorum þeirra en að þeir fengju að spila saman.
þriðjudagur, desember 05, 2006
Tilkynning
Það er árlegur viðburður að í síðasta mánuði ársins verður allt geðveikt í vinnunni. Menn taka svo janúarmánuðinn í að tala við sálfræðinga og jafna sig eftir taugaáföll :)
Það er því viðbúið að það muni líða aðeins meira á milli færslna svona fram að jólum hjá mér. Þá kannski ekki síst vegna þess að ég mun missa af nokkrum leikjum. Ég ætla nú samt að koma inn með eina og eina færslu þó þær verði kannski engar langlokur.
Ég missti af leiknum í kvöld en sá liðsuppstillinguna og að við unnum 2-1. Sá að Defoe byrjaði, en veit svo sem ekkert um leikinn. Er alltof þreyttur til að fara lesa um hann. Hlusta bara á útvarpið í fyrramálið og fæ vonandi góða skýrslu í Minni Skoðun í hádeginu. En hvað segið þið? Hvernig var leikurinn?
Það er því viðbúið að það muni líða aðeins meira á milli færslna svona fram að jólum hjá mér. Þá kannski ekki síst vegna þess að ég mun missa af nokkrum leikjum. Ég ætla nú samt að koma inn með eina og eina færslu þó þær verði kannski engar langlokur.
Ég missti af leiknum í kvöld en sá liðsuppstillinguna og að við unnum 2-1. Sá að Defoe byrjaði, en veit svo sem ekkert um leikinn. Er alltof þreyttur til að fara lesa um hann. Hlusta bara á útvarpið í fyrramálið og fæ vonandi góða skýrslu í Minni Skoðun í hádeginu. En hvað segið þið? Hvernig var leikurinn?
mánudagur, desember 04, 2006
Tottenham - Boro
Nú er heppnin með leikmönnum Spurs. Þeir fá tækifæri til að bæta upp fyrir tapið gegn Arsenal aðeins þremur dögum eftir tapið. Við erum á heimavelli og þar erum við að hirða stigin. Við mætum Middlesbrough sem er lið sem ég hef alltaf óttast mikið. Þeir eiga oft í miklum vandræðum með lakari lið deildarinnar en hafa margoft tekið uppá því að vinna stærstu og bestu liðin og það jafnvel á útivelli, svo hafa þeir auðvita líka skíttapað fyrir þessum liðum. Maður veit aldrei hvar maður hefur þetta lið. Ég hef það alltaf á tilfinningunni að Middlesbrough gæti unnið hvaða lið sem er í heiminum en á sama tíma hefur maður það líka á tilfinningunni að utandeildarlið gætu tekið upp á því að sigra þá. Ég hef hinsvegar fulla trú á að leikmenn okkar skammist sín eftir leikinn gegn Arsenal og muni sjá til þess að umræðan næstu dagana snúist um sigurinn gegn Boro. Ég get bara með engu móti séð annað fyrir mér en sigur í þessum leik. Maður á aldrei að bóka sigur fyrirfram, sérstaklega ekki gegn Boro. Ég ætla þó að gera undantekningu núna og bóka sigurinn.
Liðið
-------------Robbo--------------
Chimb.---Daws----King----Ekotto
Lennon--THUDD----Jenas---Steed
---------Defoe---Berbatov
Þeir leikmenn sem ég tel örugga inn í liðið eru Robbo, Chimbonda, Daws, King, THUDD og Defoe. Ekotto er smá spurningamerki. Hann var án efa sá allra lélegasti á móti Arsenal. Lee gæti allt eins verið valinn í hans stað í þessum leik. Hinsvegar hefur Ekotto spilað ágætlega þetta tímabilið og fékk mjög skýr skilaboð á móti Arsenal að spilamennska hans hafi ekki verið ásættanleg. Lennon er ekki öruggur inn á þeim forsendum að við þurfum að passa upp á að ofkeyra ekki leikmennina. Það má vel vera að Jenas fari á hægri kanntinn í stað Lennons. Jenas er hinsvegar nýstiginn upp úr meiðslum og spurning hvort Jol vilji láta líða svo stutt á milli leikja hjá honum. Af sömu ástæðu og ég er ekki viss um Lennon er ég ekki viss um Zokora. Hann er búinn að spila ansi marga leiki í röð og ansi margir leikir framundann. Þess vegna treysti ég mér engann veginn til að segja til um hvort Davids, Zokora, Jenas, Lennon, Steed, Tainio eða Murphy fái að spila þessar þrjár stöður á miðjunni. Ég ætla að tippa á að Berbatov sé svona nokkuð öruggur inn. Mido er meiddur þannig að ekki mun hann leysa hann af. Þá er úr ansi litlu að velja.
En eins og ég segi er ansi erfitt að spá um byrjunarliðið. Jol verður bara að meta hvern og einn leikmann til að hætta ekki á álagsmeiðsli.
Eins og ég segi er ég 100% öruggur á sigri. Ég spái leiknum 3-0.
Liðið
-------------Robbo--------------
Chimb.---Daws----King----Ekotto
Lennon--THUDD----Jenas---Steed
---------Defoe---Berbatov
Þeir leikmenn sem ég tel örugga inn í liðið eru Robbo, Chimbonda, Daws, King, THUDD og Defoe. Ekotto er smá spurningamerki. Hann var án efa sá allra lélegasti á móti Arsenal. Lee gæti allt eins verið valinn í hans stað í þessum leik. Hinsvegar hefur Ekotto spilað ágætlega þetta tímabilið og fékk mjög skýr skilaboð á móti Arsenal að spilamennska hans hafi ekki verið ásættanleg. Lennon er ekki öruggur inn á þeim forsendum að við þurfum að passa upp á að ofkeyra ekki leikmennina. Það má vel vera að Jenas fari á hægri kanntinn í stað Lennons. Jenas er hinsvegar nýstiginn upp úr meiðslum og spurning hvort Jol vilji láta líða svo stutt á milli leikja hjá honum. Af sömu ástæðu og ég er ekki viss um Lennon er ég ekki viss um Zokora. Hann er búinn að spila ansi marga leiki í röð og ansi margir leikir framundann. Þess vegna treysti ég mér engann veginn til að segja til um hvort Davids, Zokora, Jenas, Lennon, Steed, Tainio eða Murphy fái að spila þessar þrjár stöður á miðjunni. Ég ætla að tippa á að Berbatov sé svona nokkuð öruggur inn. Mido er meiddur þannig að ekki mun hann leysa hann af. Þá er úr ansi litlu að velja.
En eins og ég segi er ansi erfitt að spá um byrjunarliðið. Jol verður bara að meta hvern og einn leikmann til að hætta ekki á álagsmeiðsli.
Eins og ég segi er ég 100% öruggur á sigri. Ég spái leiknum 3-0.
laugardagur, desember 02, 2006
Arsenal 3 - Tottenham 0
Í fyrsta sinn á síðan ég byrjaði að halda með Spurs gekk ég út þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var það ömurlegasta sem ég hef séð hingað til. Ég horfði á okkur tapa fyrir Bolton og Everton sem var ömurlegt. Þessi töp voru þó hátíð við hliðina á þessum leik. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef séð Tottenham ganga inná völl með hangandi haus. Við töpuðum ekki leiknum af þvi að Arsenal var að spila svona rosalega vel, við töpuðum heldur ekki af því að dómarinn var hlutdrægur. Við töpuðum leiknum af þvi að við nenntum ekki að spila leikinn. Það eru engin fordæmi fyrir því held ég að það sé ekki hægt að segja um einn leikmann "hann var þó að reyna". Það er bara ekki hægt með neinu einasta móti að sætta sig við það að leikmenn mæti í mikilvægasta leik tímabilsins með því hugarfari að þeir nenni þessu ekki. Þetta er leikur sem alla fótboltaáhugamenn dreymir um að fá að horfa á. Það á að vera draumur hvers leikmanns að spila þennann leik. Á meðan ég horfði á leikinn hugsaði ég með mér hvernig það væri ef lið gæfu leikina. Ég býst við að ef Jol hefði spurt hópinn hverjir vildu spila leikinn hefði líklega enginn boðið sig fram. Undir þeim kringumstæðum hefði það verið meiri virðingavottur við stuðningsmenn Spurs að gefa leikinn en að fá þá á völlinn. Mönnum hefði eflaust liðið betur með það að liggja heima niðurlægðir en að vera niðurlægðir umkringdir tugþúsunda Arsenalmanna.
Það er bara eitt orð sem ég vill heyra leikmenn og þjálfarann segja. Það orð er "Sorry". Ef leikmenn að þjálfarinn ætlar að kenna dómaranum um (sem var arfaslakur) þá mun hann fara á svartalistann hjá mér. Ef einhver ætlar að segja að Arsenal hafi bara verið of góðir fyrir okkur, fer hann á svartalistann. Það er engum um að kenna nema okkar mönnum og mér finndist það ömurlegt ef við gætum ekki horfst í augu við vandamálið, þ.e litið í eigin barm. Það var ekkert nema hörmuleg spilamennska og algjör skítamórall í liðinu sem varð til þess að við töpuðum.
Ég er of reiður til að skrifa eitthvað af viti þannig að ég slít þessu hér með.
Það er bara eitt orð sem ég vill heyra leikmenn og þjálfarann segja. Það orð er "Sorry". Ef leikmenn að þjálfarinn ætlar að kenna dómaranum um (sem var arfaslakur) þá mun hann fara á svartalistann hjá mér. Ef einhver ætlar að segja að Arsenal hafi bara verið of góðir fyrir okkur, fer hann á svartalistann. Það er engum um að kenna nema okkar mönnum og mér finndist það ömurlegt ef við gætum ekki horfst í augu við vandamálið, þ.e litið í eigin barm. Það var ekkert nema hörmuleg spilamennska og algjör skítamórall í liðinu sem varð til þess að við töpuðum.
Ég er of reiður til að skrifa eitthvað af viti þannig að ég slít þessu hér með.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)