Þriðjudaginn 26 des. Kl:13:00 Á WHL.
Aston Villa Fc.
Gælunafn : The Villans
Stofnað árið: 1874
Borg: Birmingham
Heimavöllur: Villa Park (42.553)
Stjóri: Martin O'Neill
Grannar: Birmingham City Fc.
Aston Villa
Þó svo Aston Villa hafi ekki verið í toppslagnum undanfarin ár er þetta ekki eitt af litlu liðunum í deildinni. Það kom mér á óvart hversu stórt félag þetta er í raun og veru í sögulegu samhengi.
Aston Villa er eitt af þeim 12 liðum sem stofnuðu ensku deildina árið 1888. A. Villa er eins og svo mörg önnur knattspyrnulið í englandi stofnað út frá krikket liði sem vildi halda sér í formi yfir vetrartímann. Árið 1897 var Villa Park leikvangurinn opnaður og var á þeim tíma einn glæsilegasti völlur Englands. Villa Park er fyrsti leikvangur í sögu Englands þar sem hefur verið spilaður landsleikur á þremur öldum (19,20 og 21 öld). Gullaldartímabil Aston Villa hófst fljótlega eftir stofnun félagsins. Árið 1894 hófst titlasöfnun Aston Villa. Aston Villa unni á árunum 1894 -1900 fimm englandsmeistaratitla og urðu tvisvar bikarmeistarar. Aston Villa hefur verið á mjög svipuðu róli og Tottenham frá upphafi úrvalsdeildar. Þeir hafa verið svona um miðja deild.
Fróðleikskorn um Aston villa
*Aston Villa er eitt af 7 úrvalsdeildarliðum (þ.á.m Spurs) í dag sem hafa enn ekki fallið um deild.
*Aston Villa er það lið sem hefur átt flesta enska landsliðsmenn í gegnum tíðina. Alls hafa 63 leikmenn Aston Villa verið valdir í enska landsliðið.
*A. Villa er það lið sem hefur spilað næst flesta leikina í efstudeild (Everton flesta). Samanlagt hafa þeir verið í efstu deild í 97 ár.
*Aston Villa er það lið sem hefur skorað flest mörk allra liða í FA cup.
*Tímabilið 1930-31 skoruðu Villamenn 128 mörk í deildinni. Það er það mesta sem hefur verið skorað á einu tímabili í ensku deildinni fyrr og síðar.
*Þegar Aston Villa unnu Uefa cup árið 1982 spiluðu þeir gegn Bayern Munchen. Þeir urðu þar með fyrsta liðið til að vinna úrslitaleik á móti Bayern.
*Í febrúar í fyrra var Aston Villa eitt af 20 ríkustu knattspyrnufélögum heims hvað innkomu varðar.
Titlar:
Uefa cup: 1
Super cup: 1
Englandsmeistarar: 7
FA cup: 7
Deildarbikar: 5
Aston Villa í dag
Það er heldur betur viðsnúningur hjá liðinum frá því að þau mættust fyrr í vetur. Þá hafði Villa ekki tapað leik í deildinni. Þeir höfðu s.s farið í gegnum 7 fyrstu leikina án taps. Nú þegar liðin mætast hefur Villa ekki unnið leik í síðustu 7 leikjum sínum. Staðan hjá Spurs var hinsvegar sú að við höfðum aðeins unnið 2 leiki af fyrstu 7 í deild. Nú er staðan hinsvegar sú að við höfum tapað 2 og unnið 5 í öllum keppnum. Já þetta hefur heldur betur snúist við. En ég get bara ekki annað en leikið mér meira með tölfræðina. Hún getur verið ansi heillandi og hægt að túlka hlutina á marga vegu eftir hvaða formerkjum er farið.brEinhver kann að hugsa með sér að þetta verði auðvelt þar sem að Villa hefur ekki unnið leik í síðustu 7. Þá er á móti hægt að koma með þá staðreynd að þeir hafa ekki tapað á útivelli síðan 8. nóvember þegar þeir lágu fyrir Chelsea. Við höfum hinsvegar unnið 11 leiki í röð á WHL. Svo má aftur segja að við höfum ekki unnið Villa síðan á þarsíðasta tímabili þegar við unnum þá 5-1. Síðustu 3 leikir hafa farið jafnrefli. Við höfum svo ekki tapað fyrir Villa í rúm 6 ár á heimavelli. Nú hlítur þú að vera klóra þér í hausnum og spurja hvert er hann að fara með þessu? Ég er ekki að fara neitt með þessu, mér langaði bara að rugla í þér :)
Þó það hafi gengið illa hjá Villa upp á síðkastið getum við ekki átt von á auðveldum leik. Eins og áður segir hafa Villa ekki unnið leik í síðustu 7 leikjum. Hungrið í sigur vex með hverjum leiknum. Það er bara tímaspursmál hvenar þeir mæta dýrvitlausir á völlinn. Þeir hafa alveg getuna til að vinna hvaða lið sem er á góðum degi. Við vonum að sjálfsögðu að þeir þurfi einn tapleik til viðbótar til að ná botninum.
En þetta er fyrst og fremst í okkar höndum. Ef við spilum eins vel og við getum á heimavelli stöðvar ekkert lið okkur. Leikmenn Spurs vita líka að síðasti leikur var hörmung og stuðningsmenn vilja sjá þá bæta upp fyrir töpuð 3 stig. Þó svo að ég óttist svolítið að leikurinn geti endað með jafntefli spái ég sigri. Annað er ekki ásættanlegt.
Liðið
---------------Robbo-------------------
Chimb.-----Daws-----King------Ekotto
Ghaly------Zokora---Tainio----Steed
-----------Defoe----Berbatov----------
Eins og ég hef áður komið inná verður Jol að hugsa um álagsmeiðsli. Ég spái því að Thudd fái hvíldina núna. Ég óttast það líka að Jol spili Defoe jafnvel þó hann hafi ekki náð sér að fullu. Ef Defoe er ekki leikfær myndi ég rosalega vilja sjá Mido og Berbatov saman eins og ég hef nokkrum sinnum komið inná. En einhvernveginn held ég að Jol sé búinn að útiloka þann möguleika, því miður. Annars er ekkert meira um liðsuppstillinguna að segja.
Ég spái þessum leik 2-0 fyrir okkar menn.
COYS!
1 ummæli:
90 % líkur á að Defoe verði ekki leikfær !!!
Annars spái ég mjög erfiðum leik, O´Neill að gera góða hluti með þetta Villa lið.
En eins og þú komst að, þá erum við alveg gríðarlega sterkir á heimavelli og munum halda því áfram.
Spái sigri okkar manna 2-1
Verð í flugvél frá UK til Íslands á sama tíma og leikurinn er , vonast eftir góðum fréttum þegar ég lendi.
Spurs 4Ever
Skrifa ummæli