Það er árlegur viðburður að í síðasta mánuði ársins verður allt geðveikt í vinnunni. Menn taka svo janúarmánuðinn í að tala við sálfræðinga og jafna sig eftir taugaáföll :)
Það er því viðbúið að það muni líða aðeins meira á milli færslna svona fram að jólum hjá mér. Þá kannski ekki síst vegna þess að ég mun missa af nokkrum leikjum. Ég ætla nú samt að koma inn með eina og eina færslu þó þær verði kannski engar langlokur.
Ég missti af leiknum í kvöld en sá liðsuppstillinguna og að við unnum 2-1. Sá að Defoe byrjaði, en veit svo sem ekkert um leikinn. Er alltof þreyttur til að fara lesa um hann. Hlusta bara á útvarpið í fyrramálið og fæ vonandi góða skýrslu í Minni Skoðun í hádeginu. En hvað segið þið? Hvernig var leikurinn?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli