laugardagur, desember 02, 2006

Arsenal 3 - Tottenham 0

Í fyrsta sinn á síðan ég byrjaði að halda með Spurs gekk ég út þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var það ömurlegasta sem ég hef séð hingað til. Ég horfði á okkur tapa fyrir Bolton og Everton sem var ömurlegt. Þessi töp voru þó hátíð við hliðina á þessum leik. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef séð Tottenham ganga inná völl með hangandi haus. Við töpuðum ekki leiknum af þvi að Arsenal var að spila svona rosalega vel, við töpuðum heldur ekki af því að dómarinn var hlutdrægur. Við töpuðum leiknum af þvi að við nenntum ekki að spila leikinn. Það eru engin fordæmi fyrir því held ég að það sé ekki hægt að segja um einn leikmann "hann var þó að reyna". Það er bara ekki hægt með neinu einasta móti að sætta sig við það að leikmenn mæti í mikilvægasta leik tímabilsins með því hugarfari að þeir nenni þessu ekki. Þetta er leikur sem alla fótboltaáhugamenn dreymir um að fá að horfa á. Það á að vera draumur hvers leikmanns að spila þennann leik. Á meðan ég horfði á leikinn hugsaði ég með mér hvernig það væri ef lið gæfu leikina. Ég býst við að ef Jol hefði spurt hópinn hverjir vildu spila leikinn hefði líklega enginn boðið sig fram. Undir þeim kringumstæðum hefði það verið meiri virðingavottur við stuðningsmenn Spurs að gefa leikinn en að fá þá á völlinn. Mönnum hefði eflaust liðið betur með það að liggja heima niðurlægðir en að vera niðurlægðir umkringdir tugþúsunda Arsenalmanna.

Það er bara eitt orð sem ég vill heyra leikmenn og þjálfarann segja. Það orð er "Sorry". Ef leikmenn að þjálfarinn ætlar að kenna dómaranum um (sem var arfaslakur) þá mun hann fara á svartalistann hjá mér. Ef einhver ætlar að segja að Arsenal hafi bara verið of góðir fyrir okkur, fer hann á svartalistann. Það er engum um að kenna nema okkar mönnum og mér finndist það ömurlegt ef við gætum ekki horfst í augu við vandamálið, þ.e litið í eigin barm. Það var ekkert nema hörmuleg spilamennska og algjör skítamórall í liðinu sem varð til þess að við töpuðum.

Ég er of reiður til að skrifa eitthvað af viti þannig að ég slít þessu hér með.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var bara ekkert að þessum skrifum þínum ... þú bara kemur þínum skoðunum á framfæri vel.
Verð að vera sammála þér í mörgu ... einna helst því að menn voru bara ekki að gera blautan skít í dag !!! og ég verð einhvern veginn að koma inn að þætti Martin nokkurs Jol ... Hvað er málið með að taka út Defoe og setja inn Keane fyrir leikinn !!! .... Öll blöð og allir hérna í UK varla búnir að halda vatni yfir þessu "pari" frá í síðasta leik .... og svo " þessar skiptingar í hálfleik !!! Malbranque útaf og Jenas inn og svo Ekotto út og Lee inn .. ( alla vega örlítið vit í varnarskiptingunni .. Ekotto fyrir Lee )
Jenas gat ekki blautan skít í dag frekar enn fyrri daginn og á algerlega 100 % mark númer 3 !!! hvað er maðurinn eiginlega að gera, held að hann sé bara heimskur. Var á jogginu, með boltann í sigtinu en nær svo ekki boltanum !!! aumingjaskapur.
En aumingjaskapur er líklega eitthvað sem á við alla sem léku í dag !! held bara hreinlega að ef ég þyrfti að gefa leikmönnum einkunn fyrir leikinn í dag ... myndi ég gefa 2 fyrir alla. Svo einfalt yrði það.
Ef Jol nær ekki að koma mönnum í gírinn fyrir leik sem þennan. fyrsta útileik Spurs á nýjum leikvangi Anala ... þá vantar held ég eitthvað í persónuleika Jol ... eða þá í persónuleika allra í liðinu ... Svona frammistaða er með öllu óásættanleg, maður var fúll eftir Reading leikinn ... en þetta var 50 x verri frammistaða en þar.. við áttum varla færi í þessum leik.
Nóg komið af skítkasti í bili ... úrslitin breytast ekki og maður verðu bara að bíta í vörina og kyngja stoltinu að sinni !!! það kemur leikur eftir þennan.
En JOL ..... er að verða stórt spurningarmerki hjá mér !!!
Og ... BTW .. þá held ég að það sé kominn tími á G.Poll að dæma í neðri deildum Englands
Kveðja frá UK
Birgir
SPURS 4EVER

Nafnlaus sagði...

maður heyrði hvering þessi leikur færi á blaðamannafundum ...

Wenger sagði að þeir minntu vinna og ekkert rugl


jol sagði að þetta væru altaf erfiðir leikjir,að þeir bæru mikla virðingu fyrir arsenal og blabla

Sicknote sagði...

Takk fyrir kommentin. Ég ætla hinsvegar að bíða með öll skrif hérna þar til mér hefur runnið reiðin.

Nafnlaus sagði...

Verð að taka undir gagnrýni Birgirs á Jol, annað er bara ekki hægt. Mér fannst, miðað við spilamennskuna í byrjun, eins og að dagsskipunin hefði verið að halda hreinu, gott og blessað með það. Menn voru alls ekkert að leggja of mikið á sig í sókninni, spilið var þunglamalegt og hægt og svo var eins og boltinn þyrfti alltaf að koma við hjá öftustu mönnum. Svo lendum við 2-0 undir strax í fyrri hálfleik, nægur tími til að gera eitthvað í málinu. Jú jú það eru gerðar tvær breytingar í hálfleik en furðulegt nokk þá kemur bara miðjumaður fyrir miðjumann og bakvörður fyrir bakvörð, engar taktískar breytingar á liðinu. Þó svo að það að skipta Ekotto útaf hafi verið fullkomlega eðlilegt, það var verið að taka hann í rassgatið trekk í trekk í fyrri hálfleik. Engin merki um að nú ætti að fara sækja meira og reyna drullast til að jafna leikinn, ekki vottur. Svo þegar 10 mínútur eru eftir og staðan 3-0 að þá loksins að setja Defoe inná, ekkert nema hrein og klár móðgun við manninn. Jol hefði átt að láta þá sem voru búnir að gera langt uppá bak allan leikinn sjálfa klára skömmina. Verð samt að segja að mér fannst dómarinn ekki hafa verið eins slæmur og menn vilja meina, það voru allavega 14 aðrir sem áttu helmingi verri dag

Sicknote sagði...

Jæja strákar. Ég get ekki sagt að mér sé runnin reiðin ennþá en ætla þó að svara aðeins. Eins og þið kannski þekkið þá er það minn siður að vera ósammála fólki. Ég vill gera sem minnst úr þessum tæknilegu mistökum Jol í þessum leik. Ég gagnrýni hann þó fyrir að geta ekki móteverað leikmenn sína fyrir leikinn.

Ef við spáum í þessum tæknilegu mistökum hans (ekki tæknileg á sama hátt og mistök Árna voru tæknileg;)) þá var ekki eins og hann hafi tekið inn í liðið einhverja nörda af götunni. Þetta eru atvinnumenn sem eru að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Við vitum í raun ekki hvort þetta hafi verið slæm taktísk breyting eða ekki. Það er auðvitað gott að segja ef og hefði. Jol hefði eflaust látið Defoe spila leikinn ef hann hefði vitað að Keane myndi spila eins illa og raunin varð. R. Keane er ekki lélegur leikmaður ég get ekki séð að það hafi verið mistök hjá Jol að vita ekki að Keane myndi spila leikinn eins og maður sem aldrei hefur snert bolta. Mér fannst það heldur ekkert heimskulegt að setja Tainio inní liðið. Jol hefur hugsað með sér að honum vantaði sókndjarfann leikmann með reynslu í svona stórann leik. Mér finnst það ekkert athugavert. Það sama á við um Tainio og Keane. Ef Jol hefði vitað að hann yrði svona rosalega lélegur í þessum leik hefði hann eflaust ekki látið hann spila. Mér finnst bara að þegar þjálfari gefur mönnum þau forréttindi að spila svona huge leik eiga leikmenn að þakka fyrir sig með því að leggja sig alla fram.

Við erum oft fljótir að gleyma. Defoe spilað leikinn gegn Blackburn. Ekki voru menn ósátti með að hann hafi verið skipt út fyrir Keane í næsta leik á móti Leverkusen. Eftir góða framistöðu gegn Leverkusen var svo Keane tekin úr liðinu á kostnað Defoe. Defoe nýtti það tækifæri til hins ýtrasta. Þá voru menn ekki mikið að gagnrýna Jol fyrir þetta rotation. Mér finnst stundum eins og menn horfi bara á tvo leiki í einu. Það þýðir ekki alltaf að dæma eftir á. Hvernig stendur á því að rót vandans er ekki rotation þegar vel gengur en bara þegar illa gengur? Það hefur stundum verið fleygt fram að með þessu rotation fáum við ekki stöðugleika. Í fyrra var Jol samt gagnrýndur fyrir að vera ekki með nægt rotation. Stuðningsmenn sögðu leikmenn vera alltof þaulsetna í stöðum sínum. En viti menn, í fyrra var Spurs einmitt gagnrýnt fyrir að hafa ekki stöðugleika. Ég er samt ekki að mæla með rotation. Ég held að það sé bara ekki stærsta vandamálið okkar þessa dagana. Vandamálið sem við þurfum að vera vellta fyrir okkur er af hverju við getum ekki spilað fótbolta á útivelli í deildinni? Ég er nokkuð viss um að það hafi ekkert með rotation að gera.

Þau rök að hann hafi gert tæknileg mistök með því að bæta ekki sóknina skil ég ekki. Arsenal var með stórsóknir á okkur sem við réðum ekkert við og við gátum varla komist yfir miðju. Við þurftum að ná tökum á vörninni okkar og svo miðjunni áður en við gátum farið að hugsa um sóknina. Ég hefði meira að segja frekar viljað að við myndum setja inn varnarsinnaðann miðjumann í miðjuna í staðinn fyrir Steed. Það hefur margsannað sig að ef að það lið sem á miðjuna með jafn miklum yfirburðum og Arsenal hafði, þá mun sókn andstæðinganna aldrei standa sig.

Ég held bara að Jol hefði ekki getað gert neinar tæknilegar breytingar sem hefðu getað bjargað okkur. Hann hefði hinsvegar getað mótíverað leikmennina betur. Ég skal hinsvegar vera alveg sammála því að Defoe er vorkun á að hafa þurft nauðugur að vera hluti af þessari niðurlægingu sem átti sér stað inná vellinum.


Sicknote has spoken ;)

Sicknote sagði...

ps
Gæti vel verið að ég sé með helling af þversögnum í öllu sem ég segji. En það vill oft gerast þegar ég er pirraður og sár.

Nafnlaus sagði...

Láttu mig vita það, þú ert ekki sá eini sem ert pirraður.

Mig langar samt aðeins að benda á varðandi þetta rotation, án þess að taka frekari afstöðu til þess. Nema ef vera skyldi nema þegar illa gengur og þá er að sjálfsögðu mjög auðvelt að gagnrýna það. Í fyrra vorum við mest allt tímabilið bara í einni keppni þannig að þörfin var nú kannski ekki alveg eins mikil. Annað, ég vil nú meina(vona) að við höfum aðeins meiri breidd í ár heldur en í fyrra. Varðandi óstöðugleikan þá er það ekkert vandamál sem var að byrja á þessu tímabili eða í fyrra hjá Tottenham, hefur verið viðloðandi klúbbinn í mörg mörg ár.

Hvað með þetta gamla góða að sóknin sé besta vörnin? Það voru bara engir sóknartilburðir í leiknum, það var slökkt á Berbatov og mér finnst keane vera mikið til baka af sóknarmanni að vera.

Birgir sagði...

Rotation er eitthvað sem öll lið sem eru að spila í 4 keppnum verða að nota.
En það er spurningin að velja réttu momentin og velja réttu skiptingarnar fyrir rotation.
Berbi og Defoe fáránlega góðir saman frammi gegn Wigan ... Huddlestone einmitt svona leikmaður sem myndi ljóma í svona derbyleik.
Finnst svo bara R.Keane vera dragbýtur á liðið sóknarlega séð þegar hann er að spila sem framherji !! er alltof mikið að koma til baka ... stundum til þess eins að hægja all svakalega á leik liðsins ...
Finnst Jol hafa gert mistök í valinu á liðinu fyrir þennan leik svo og mistök í skiptingum í leiknum.
En stærstu mistökin og það sem undrar mann hvað mest er að Jol skuli ekki getað fengið leikmenn í gírinn fyrir svona stórleik !!! það finnst mér vera með ólíkindum.
Sem manager , þá kemur kallinn til með að standa eða falla með sínum ákvörðunum .. og eftir þennan leik og þessar ákvarðanir .. þá verð ég að segja að kallinn verði að taka fallið !!

Nafnlaus sagði...

Sammála þessu með keane. Sammála þessari gagnrýni á Jol að öllu leyti nema því að í svona leik á nú ekki að þurfa standa í stappi við að koma mönnum í gírinn. Það ætti að vera nóg að segja í klefanum fyrir leik, jæja strákar nú er það leikurinn við Arsenal, það ætti að duga. Það er ekki alveg hægt að kenna Jol um það menn leggji sig ekki fram, sérstaklega þegar ellefu af þeim gera seka um það.

Sicknote sagði...

Ég er alveg staðráðinn í því að það hefði engu breytt þó Defoe og THUDD hefðu fengið að spila. Það var ekki nokkur leikmaður að spila vel í þessum leik og ástæðan held ég að sé pottþétt ekki af því að Defoe og THUDD sátu á bekknum. Það voru allir eins stemmdir fyrir þennann leik. Það gekk ekki nokkur einasti leikmaður út á völlinn með sjálfstraust. Við höfum unnið Chelsea án Defoe og THUDD þannig að ég er ekki tilbúinn að kaupa það að liðið geti varla spilað fótbolta án þeirra. Það voru ekki bara Keane og Tainio sem áttu afleitann dag. Mér finnst það hæpið að segja að King og Ekotto hefðu spilað betur ef Defoe og THUDD hefðu spilað. Ég staðhæfi það hér með að ástæðan hafi legið í öðru en þessum breytingum á byrjunarliðinu.

En ég er kannski að setja mig í smá gildru núna því við eigum heimaleik á morgunn. Defoe mun spila leikinn og vera einn af bestu mönnunum á vellinum, af því að það heyrir til undantekninga að leikmenn eigi slæmann leik á WHL. Menn eiga þá eftir að segja "það er augljóst hvor er betri". Á sama tíma vilja menn að Keane verði seldur í janúar o.s.frv.

Mark my words.