fimmtudagur, desember 28, 2006

Hitt og annað

Ég vill byrja á að óska Tom Huddlestone til hamingju með að hafa náð tvítugsaldrinum. THUDD skrifaði nýlega undir samning sem heldur honum hjá félaginu til 25 ára aldurs. Það er auðvitað frábærar fréttir. Nú byrjaði ég að halda smá upp á hann þegar hann kom til félagsins. Ástæða hrifningar minnar á honum höfðu þó ekkert með leikinn að gera heldur að hann leit út eins og hasarmyndahetja. Nú hefur hann öðlast allt aðra og dýpri virðingu hjá mér, sem og öllum stuðningsmönnum Spurs.

Defoe.
Defoe hefur heldur betur verið að koma til upp á síðkastið og nýtt sér meiðsli Keane til fulls. Hann er nú á topp tíu yfir markahæstu menn í deildinni. Jol hefur gefið það út að hann muni alls ekki selja Defoe í janúar. Það er spurning hvernig maður á að taka því. Í fyrra sagði bæði Jol og Commoli að engin leikmaður myndi fara frá félaginu í janúar. Reyndin var reyndar sú að við seldum minnir mig mest allra félaga í janúar. En ég hef engar áhyggjur af því að Defoe fari. Hann hefur séð það svartara en þetta án þess að yfirgefa félagið. Hann er sá framherji Spurs sem hefur fengið að spila mest allra þetta tímabil í deildinni.

Vanmetnasti leikmaðurinn.
Ég var að sjá ansi skemmtilega frétt áðan. Þar var niðurstaða úr könnun um hver væri vanmetnasti leikmaður Spurs. Sá sem hlaut yfirburðakosningu var Hossam Ghaly. Landi hans Mido var í öðru sæti og Murphy í þriðja. Ég get ekki annað en verið pínu sammála þessu. Ég hef mjög gaman af Ghaly. Hann vinnur mikið og er stórhuga. Hann hefur fengið að heyra gagnrýnisraddir vegna þess hve oft sendingar hans misheppnast. Það er reyndar hárrétt að hann gefur boltann mjög mikið frá sér. Það má að mestu rekja til þess að flestar sendingar hans eru ætlaðar sem stoðsendingar. Ghaly er ekki mikið gefinn fyrir það að gefa á næsta mann og alls ekki fyrir að gefa boltann til baka (í átt að eigin marki). Nei, sendingarnar eru yfirleitt ætlaðar fremsta manni. Ég kann að meta það í fari leikmanns. Leikmenn sem gefa boltann alltaf til baka og andstæðingurinn mætir þeim gera engin mistök en gera ekki leikinn skemmtilegri. Við sjáum það líka að Ghaly hefur gefið nokkrar stoðsendingar og er ekkert feiminn við að keyra á andstæðinginn. Með því hefur hann m.a náð að fiska vítaspyrnur og skapa hættu. Ég er samt ekkert að segja að hann sé sá besti en samt sammála því að hann er vanmetinn.

Í næsta sæti hefði ég reyndar haft Murphy. Hann hefur verið rosalega góður í þeim leikjum sem hann hefur fengið að spila á leiktíðinni. Hann hefur gríðarlega góða sendinga og skottækni og hefur mikla reynslu. Í þeim örfáu leikjum sem hann hefur fengið að spila á þessari leiktíð hefur honum tekist að skora tvö mörk. Hann er líklega markahæsti leikmaður liðsins í hlutfalli við hversu oft hann hefur verið í byrjunarliðinu. Ég vill sjá miklu meira af þessum leikmanni og vona að hann verði ekki seldur í janúar, þó ég óttist það.

Mido er og hefur allt frá atvikinu á afríkumótinu verið vanmetinn leikmaður. Hann hefur réttilega fallið í skuggann á Berbatov. En Mido er frábær leikmaður. Hann er enginn supersub og því þarf hann að fá nokkra leiki í röð til að finna sig. Þegar Mido finnur sig er hann frábær. Það er þó erfitt fyrir Mido að ætla að vinna sér inn sæti í liðinu á meðan Berbatov er að spila eins og hann hefur gert. Jol er harðákveðinn í því að spila ekki saman tveimur "stórum framherjum". En ég þreytist ekki á að minnast á að þeir geta vel spilað saman.

Aðrir leikmenn sem ég tel vanmetna í þessu liði eru t.d Lee Barnard, Davids og Ekotto

Engin ummæli: