Nú hefur það alltaf loðað við mig að vera á móti meirihlutanum. Ég veit ekki hvort það sé ástæða þess að mér fannst Jenas fínn í leiknum eða hvort það sé bara mitt einlæga mat. Á síðasta tímabili hafði ég ekki mikið álit á Jenas þegar aðrir lofuðu hann. Nú hinsvegar er ég farinn að taka hann í aðeins meiri sátt þegar stuðningsmenn Spurs eru farnir að gagnrýna hann. Ég stend þó við það að þessi leikmaður býr yfir svo miklu meiri hæfileikum en hann hefur verið að sýna. En hvernig er annað hægt en að gefa þessum manni kretid á þessum tímum. Jenas hefur skorað helmingi fleirri mörk en allir 4 framherjar okkar. Hann reyndar klúðraði upplögðu marktækifæri í leiknum í dag, en kommon! Jenas var eini maðurinn sem nennti að hlaupa (f.u Davids sem var nýkominn inná óþreyttur). Framherjarnir okkar áttu ekki einusinni gott marktækifæri allann leikinn.
Við vitum það alveg að Spurs hafa verið að spila langt undir getu. Það kallast í fótboltanum að vera í lægð. Lægðin tekur þó enda og það er miklvægt að á meðan liðið þitt ströglar að sýna stuðning. En sanngjörn gagnrýni á alltaf rétt á sér hvernig sem gengur. Ég er viss um að þegar lægðin endar verður ekki skemmtilegra að vera stuðningsmaður neins annars liðs en Tottenham. Þess vegna stöndum við við bakið á okkar mönnum og tökum þátt í jafnt gleði sem sorgum liðsins. Við erum ekki "glory hunters" og það sýnum við með því að styðja liðið á tímum sem að "glory hunterarnir" myndu snúa sér að öðrum liðum.
We love you Tottenham, we do,
We love you Tottenham, we do,
We love you Tottenham, we do,
oh, Tottenham, we love you
COYS!
5 ummæli:
Ég var mjög ánægður með spil minna manna (Liverpool), en ég ætla ekki að fjalla um þá hér.
Upphaflega planið hjá Tottenham var greinilega að halda hreinu og reyna að pota inn eins og einu marki.
Þetta gekk mjög vel í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik gekk þetta líka ágætlega framanaf. Dampurinn virtist vera að detta út Tottenham og þeir virtust vera að bugast undan þungri pressu Liverpool.
Þá tók Jol ákvörðun um að setja inn Davids til að hressa upp á liðinu. Það gekk vel og fengu þeir strax mjög gott marktækifæri.
Og þá kom skellurinn... Liverpool skoraði.
Þá fanst mér Tottenham alveg detta út.
Mér finnst vanta eithað í þetta lið. Menn eru alls ekki að trúa á þetta.
A+ fyrir þetta komment. Allt rétt. Það sem liðinu hefur vantað er karakter. Það er enginn tilbúinn til að bera spilið uppi og enginn liðsheild. Furðulegt hvað liðið gat náð vel saman og spilað sem lið á undirbúningstímabilinu. En ég ætla bíða með að panika í nokkra leiki í viðbót. Ætlast samt sem áður til að við klárum leikinn á fimmtudaginn.
Sjálfstraustið er í mínus þessa dagana hjá Spurs, en um leið og það kemur þá hrekkur vélin í gang og við sjáum liðið klifra hratt upp töfluna og verður með efstu liðum fyrir jól. Við endum ofar en Arsenal. Ég er alveg handviss um það.
That's the spirit Musi!
Ég er ósammála poolaranum. Ákvörðun Jol um að setja Davids inn á umturnaði leiknum - til hins verra fyrir Tottenham. Vissulega gerði hann frábærlega í að skapa færið fyrir Jenas, en að öðru leyti fór leikur okkar í tómt rugl eftir það. Davids kom inn á miðja miðjuna, og Murphy fór út til vinstri. Tainio var búinn að halda Gerrard nánast algjörlega niðri, en eftir þessa breytingu komst hann algjörlega óáreittur upp kantinn sí og æ..
Annars er ég sammála því að Jenas hefur verið að spila vel, og hann ætti skilið að fá verðlaun fyrir það eitt að ná að koma sér í færið sem hann síðan klúðraði.. Flestir hefðu sennilega fallið í yfirlið áður en þeir kæmust að vítapunktinum.
Skrifa ummæli