Enn heldur glæsileg sigurganga á WHL áfram. Það fer nú eiginlega bara að verða fyndið að við skulum nær alltaf fá á okkur 1 mark í þessum sigurleikjum. Annars var þetta ekki auðveldur leikur. Aston Villa fá klapp á bakið fyrir að berjast fram á lokamínútu. Okkar leikmenn stóðu sig vel í dag. Mér fannst hinsvegar óvenjulegt að sjá Dawson svona slappann. Hann átti ekki neitt hörmulegann leik en hann var ekki að sýna sitt rétta andlit. Nú er ég ekki bara að tala um atvikið sem varð til þess að Villa skoruðu. Þessi gríðarlega barátta sem hefur alltaf verið í Dawson sást ekki í leiknum í dag. Það held ég að sé greinilega komin mikil þreyta í leikmenn og törnin bara hálfnuð. En ég ætlaði nú ekki að tala um slakan leik Dawson. Hann fær 6 og allt í lagi þannig séð. Það sem meira máli skipti voru þeir leikmenn sem voru að spila hvað best í dag. King, THUDD, Defoe og Berbatov áttu allir mjög góðann leik. King gjörsamlega át Agbonlahor og þar með nær allar sóknaraðgerðir Villa. THUDD var endalaust að hirða boltana af andstæðingunum og var að skila boltanum vel frá sér. Defoe skoraði 2 mörk, en þar fyrir utan var hann kannski ekkert spes. En tvö mörk var það sem tryggði sigurinn og hann fær fullt kredid fyrir að klára þessi færi. Berbatov var að búa til færin og varnarmenn Villa réðu illa við hann. Ég ætla samt að gefa THUDD titilinn maður leiksins. Mér fannst hann frábær í þessum leik.
Það kom mér mikið á óvart að Jol skildi ekki hafa neinn sóknarmann á bekknum. Defoe kom inn í leikinn líklega ekki búinn að ná sér fullkomnlega af meiðslunum (þó það væri ekki að sjá á leik hans). Berbatov er búinn að spila mjög stíft núna undanfarið. Þetta var því svolítil áhætta.
Annars er ég bara sáttur við leikinn þetta voru þrjú dýrmæt stig og það skiptir ekki máli þegar upp er staðið hvernig við unnum leikina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli