Jol fékk ósk sína uppfyllta í dag. Hann getur fagnað langt frameftir kvöldi sigur í hundraðasta leiknum og fyrsta útisigrinum á tímabilinu. Það kom mér svolítið á óvart að Dawson skildi ekki vera með. Þegar ég var að skoða netsíður fyrir leikinn sá ég á einni að þar var talað um að Dawson væri í banni. Hinar síðurnar minntust hinsvegar ekkert á það. Ég ákvað því að sjá hvort aðalsíða Spurs hefði einhverjar útskýringar en þar var aðeins tekið fram að Zokora væri í banni. Það var því bara BBC sem var með þessar upplýsingar. Reyndar stóð í sömu frétt hjá þeim að Dawson væri löglegur. En hvað um það. Leikurinn var ansi fjörugur til að byrja með. Dawenport skoraði fyrsta mark sitt í Spurstreyjunni í dag og THUDD skoraði undurfallegt mark. Þegar líða tók á leikinn fór pressan hinsvegar að snúast við og undir lokin vorum við nánast í nauðvörn. Maður var orðinn ansi taugatrekktur á lokamínútunum. Ég get mér þess til að leikmenn hafi verið orðnir ansi þreyttir undir lokin enda búið að líða stutt milli leikja. Ég held að enginn hafi átt von á stórsigri í dag og held ég því að allir taki fyrsta útisigrinum vel þrátt fyrir að við höfum ekki verið jafn sannfærandi eins og í síðustu leikjum.
Það átti enginn leikmaður stórleik en mér fannst þó THUDD spila manna best í dag og fær því titilinn maður leiksins.
TIL HAMINGJU SPURSARAR MEÐ FYRSTA ÚTISIGURINN!!!!
COYS
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli