Nú er stutt upphitun fyrir bikarleikinn. Hún er stutt vegna þess að það er lítið um leikinn að segja. Ég hugsa að margir séu smeykir við andstæðinginn vegna þess að þeir sigruðu Man Utd í síðustu umferð. Ég er það hinsvegar ekki. Við munum vinna þennann leik. Það er ekki nokkur einasta spurning í mínum huga. Southend er líklega allra légasta liðið í fyrstu deild (kalla þetta fyrstudeild þó þetta heiti eitthvað Coca Cola championship). Þeir eru í neðsta sæti og geta ekki neitt. Mér reiknast svo til að þeir hafi nú fengið 6 stig af 33 mögulegum í síðustu 11 leikjum. Einhverjir kunna að segja að þeir hafi spilað hörkuleik á móti Man U og við ættum því ekki að vanmeta andstæðinginn. Ég horfði svona með öðru auganu á leikinn gegn Man U. og þeir voru miklu betri. Manchester tapaði hinsvegar leiknum vegna vanmats og það munum við ekki gera, ekki eftir að hafa séð þann leik. Við erum svo miklu betra lið en þetta Southend að það nær engri átt. Við lenntum í basli með Port Vale en það var að mínu mati vanmat okkar á andstæðingunum. Það mun ekki gerast núna. Við erum líka komnir á siglingu og spilum á velli sem tryggir sigur Spurs
Liðið
-------------Robbo-----------
Chimb.----Daws---Davenport--Ekotto
Ghaly----Thudd--Tainio-----Steed
----------Mido---Defoe---------
Það er í raun ómögulegt að segja hvernig hann stillir þessu upp. Jol vill vinna leikinn og veit að hann þarf að hafa hópinn sterkann minnugur ófara Utd gegn þeim. Hann vill einnig hafa menn klára á þorláksmessu í leiknum gegn Newcastle. Hann þarf því að hvíla einhverja. Lennon er meiddur en gæti verið til í leikinn. Reyndar er Ghaly einnig tæpur en annarhvor þeirra mun þó spila held ég.Berbatov hlítur að fá hvíld úr því að Jol á góðann staðgengil fyrir hann. Það vantar hinsvegar góðann staðgengil fyrir Defoe. Reyndar finnst mér að Barnard ætti að koma inná strax ef við náum góðu forskoti. Thudd spilar þennann leik því Jol vill þá frekar hvíla hann þegar hann hefur Zokora sem er í banni í þessum leik. Davenport stóð sig ágætlega gegn Man City um helgina og freistast Jol þá kannski til að hvíla King. En annars er þetta bara eftir bókinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli