mánudagur, maí 28, 2007

uppgjör, Tölfræði

Þá er það síðasti pósturinn í uppgjöri tímabilsins. Ég ætla að grúska svolítið í tölfræði. Ég nota tölfræðiupplýsingar frá hinum ýmsu síðum og er þetta allt skrifað með fyrirvara um að tölfræðiupplýsingarnar eiga það til að vera misjafnar. Ég ætla ekki að byrta tölfræði eins og flestar aðrar síður gera heldur ætla ég einungis að byrta þá tölfræði sem mér finnst skemmtileg/áhugaverð og skrifa kannski eitthvað í kringum þessa tölfræði.

Þær síður sem ég mun nota við þetta eru BBC, Sky, Soccernet, Jim Duncan, Paul Smith, Tottenhamhotspurs.uk, Spurs.is, Premierleague.com, Uefa.com, SpursMad, NewsNow. Ef þið viljið finna almenna tölfræði eins og leikir spilaðir, mörk skoruð, felstar stoðsendingar, gul spjöld ofl. er það allt að finna inná þessum síðum.

Spilaðir leikir.
Robinson 54 leikir allir í byrjunarliði.

Dawson 58 leikir þar af 57 í byrjunarliði.
King 27 leikir allir í byrjunarliði

Defoe 49 leikir 29 í byrjunarliði
Keane 44 leikir 31 í byrjunarliði.

Það sem er athyglisvert við þetta er að það fór aðeins einn leikur fram hjá Spurs þar sem Dawson kom ekkert við sögu... BARA EINN LEIKUR ÁN DAWSON!!! Við fengum Dawson á lítinn pening á sínum tíma sökum þess hversu lítið hann gat spilað sökum meiðsla. Það kemur skemmtilega á óvart að Dawson er sá leikmaður í ensku deildinni sem spilaði flesta leiki í byrjunarliði í öllum keppnum, á eftir Frank Lampard.

Ástæaða þess að ég setti Robbo þarna inn er sú að hann var sá sem kom næst Dawson í leikjum spiluðum.


Eins og sást á í póstinum Uppgjör Bestu... fyrir stuttu kaus ég Ledley King sem vonbrigði ársins. Ástæðan: mikil meiðsli. King spilaði aðeins 27 leiki á tímabilinu, sem er það sama og hann spilaði í fyrra. Málið er hinsvegar að í fyrra spilaði hann 67,5 prósent leikjanna. Í ár spilaði hann tæp 46% leikjanna. HANN VAR MEIDDUR Í YFIR HELMING ÞEIRRA LEIKJA SEM VIÐ SPILUÐUM!!!! Þetta er sláandi og ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en sem vonbrigði. Það er enginn vafi á því að King er hæfileikaríkasti varnarmaður okkar. En þegar hann er ekki til staðar í yfir helming leikja okkar er ekki hægt að tala um hann sem mikilvægasta varnarmann okkar. En það er ekki út í neinn að sakast, sumir eru bara óheppnir með meiðsli. Við vonum bara að hann nái góðu tímabili næst. Ef það gerist aukast líkurnar á betri árangri töluvert.


Ástæða þess að ég byrti tölfræðina yfir Keane og Defoe er sú að mér finnst ansi merkilegt að Keane hafi einungis byrjað inná í tveimur leikjum fleirri en Defoe og að Defoe hafi allt í allt spilað fleirri leiki en Keane. Þrátt fyrir þessa tölfræði er Defoe enn einusinni sagður vera á förum frá félaginu. Hvað þaf Defoe að spila marga leiki svo pressan hætti að smjatta á þessari sömu frétt í hverjum einasta leikmannaglugga?

Framherjarnir

Í fyrra vor voru stuðningsmenn óhræddir að láta í ljós skoðun sína á Mido. Margir vildu sjá hann í burtu frá félaginu sökum þess hversu slakur hann var seinni hluta tímabils. Þeim mönnum varð tímabundið að ósk sinni þegar Mido fór í nokkra mánuði aftur til Roma. Við vorum hinsvegar 2 eða 3 sem vildum endilega hafa Mido áfram. Ég skrifaði m.a þetta eftir leiktíðina í þeim tilgangi að fá fleirri í lið með okkur sem vildum halda honum. Hvað haldið þið? Sicknote ætlar að endurtaka leikinn (nú reyndar meira í gríni en alvöru, þó tölfræðin sé rétt)

Nú ætla ég að byrta tölfræði yfir þá framherja sem spiluðu í hlutfallslega flestum sigurleikjum.
1)Mido - 62% (52%)
2)Keane - 56% (52%)
3)Berbatov - 50% (49%)
4)Defoe-48% (51%)

Á þessu sést að liðið sigraði í 62% tilfella sem Mido byrjaði inná. Einnig sést að ef teknir eru með í reikninginn þeir leikir sem hann kom inná líka er hann enn á topnum (ásamt Keane). Það er því nokkuð ljóst að við sigruðum hlutfallslega flesta leikina þegar Mido kom við sögu. Ég er í rauninni búinn að finna fleirri leiðir til að koma Mido á toppinn en ég nenni ekki að tapa mér í einhverri vitleysu. En þessi tölfræði finnst mér þó skemmtileg.

Að öllu mikilvægari tölfræði. Nú er það hvaða framherji skoraði mest per. leik. Ath. Þetta er bara meðaltal, deili einfaldlega fjölda marka niður á spilaða leiki.

1) Keane 22 mörk í 44 leikjum = Skoraði að meðaltali í 50% leikjanna sinna.
2) Berbatov 23 mörk í 49 leikjum = Skoraði að meðaltali í 47% leikjanna.
3) Defoe 18 mörk í 49 leikjum = Skoraði að meðaltali í 37% leikjanna.
4) Mido 5 mörk í 23 leikjum = Skoraði að meðaltali í 22% leikjanna.

Svo er það tölfræðin yfir framherjapörin. Ég ætla að láta Mido vera fyrir utan þetta enda nennir enginn að hlusta á að Mido og t.d Keane hafi verið besta framherjaparið. Tölfræðin nær bara yfir þau framherjör sem byrjuðu saman.

Berbatov - Keane (25 leikir)
Sigrar 15
Jafnt 4

Tap 6
(Markatala 42-31)

Berbatov - Defoe (18 leikir)
Sigrar 9
Jafnt 7

Tap 2
(markatala 34-28)

Ég held að ég útnefni Berbatov - Keane sem besta framherjaparið. Það par var með betra sigurhlutfall (60% gegn 50%), og fleirri stig per. leik (1,96 stig í leik gegn 1,89) . Auk þess skoruðu Keane (15) og Berbatov (11) 26 mörk þegar þeir spiluðu saman. Berbatov (9) og Defoe (10) skoruðu 19 mörk samanlagt. En það má ekki miklu muna á þessum tveimur pörum svona á tölfræðinni. En upplifun mín á tímabilinu hefur verið að Berbatov - Keane sé án efa okkar sterkasta par.


Ef við skiptum leiknum upp í sex 15 mínútna kafla lítur markaskorunin svona út í ensku deildinni:



Ef við höldum okkur við markaskorun liðsins í PL þá er einnig merkilegt að við skoruðum ekki eitt einasta mark í september mánuði.

Við unnum 11 af 17 leikjum okkar með eins marks mun. Við töpuðum hinsvegar 3 leikjum af 12 með meira en tveggja marka mun.

Að lokum.
Því miður eru tölfræðiupplýsingarnar sem ég gat fundið hvergi nærri nógu ýtarlegar. Ég var spenntastur fyrir því að bera saman tölfræði Carricks, Davids, Tainio og Zokora en því miður finn ég hvergi tölfræði yfir tæklingar þeirra, sendingar eða neitt slíkt. Ef einhver lumar á þeirri tölfræði væri hún vel þegin.

Svo koma hérna þrjár spurningar í lokin sem þið getið giskað giskað á svörinn við.

1) Dawson byrjaði inná í öllum leikjum tímabilsins nema tveimur. Hann kom inná sem varamaður gegn MK Dons. Spurningin er þá: Í hvaða leik á tímabilinu kom Dawson ekkert við sögu?

2) Hvaða leikmaður var oftast allra leikmanna Spurs dæmdur brotlegur (ekki spurning um gul eða rauð spjöld heldur hver braut oftast af sér)?

3) Hverjir voru keyptir og seldir í Janúarglugganum?

7 ummæli:

Birgir sagði...

Maður verður nú að reyna við þessa getraun þína.
Svörin mín eru eftirfarandi :
1. útleikurinn gegn Man City, Dawson var í banni.
2. Ég ætla að giska á Dawson, spilaði flestar mínútur og er harður í horn að taka.. Chimbonda og Zokora komu einnig til greina !!
3. Inn komu - Alnwick( sunderland )
- R. Rocha ( Benfica )
- Taarabt ( Lens )
ásamt minni spámönnum - Jansson og Parrett fyrir framtíðina.
Út fóru - E.Davids ( Ajax )
- M.Fulop ( Sunderl.)
- C.Davenport (W.Ham)
lánaðir voru Ziegler og Yeates

kv.

Birgir

Sicknote sagði...

Færð tvö stig af 3 mögulegum. Mjög gott þar sem þetta er ekki bara svona hver er bestur að google-a spurningar og ekki beint auðveldar spurningar (nema kannski 3. fyrir þá sem hafa gott minni).

Sicknote sagði...

Já btw. ég skal byrta svörin á sunnudaginn. En til að geta svarað öllum spurningunum réttum þurfa einhverjir að hugsa "outside the box".

Birgir sagði...

ekki spurning um gul eða rauð spjöld heldur hver braut oftast af sér
Getur verið að þú sért að tala um hver var oftast dæmdur rangstæður !!?? :o)

Sicknote sagði...

Nei ekki hver var oftast rangstæður. En ég býst við að rangstaða sé leikbrot og því líklega talið sem brot, eða það myndi ég halda. Það fylgdi ekki með tölfræðiupplýsingunum sem ég hef skilgreiningar á hvað telst brot.

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að giska á að Berbatov hafi brotið oftast af sér. Maðurinn fékk mjög sjaldan að njóta vafans í einvígjum við varnarmenn.

Sicknote sagði...

Svar nr 1 og 3 voru rétt hjá Birgi og svar 2 var rétt hjá archibald. Berbatov var sá leikmaður sem braut lang oftast af sér næstum því helmingi oftar en næsti maður.

Ég veit ekki hvort það sé rangstöðunum um að kenna eða ekki. Málið er að eins og Archibald bendir á fékk hann mjög sjaldan að njóta vafans í einvígum. Ég held að Berbatov hafi varla farið upp í skallaeinvígi án þess að vera dæmdur brotlegur. Einnig fá sóknarmenn oft dæmd á sig brot vegna þess hversu mikla vernd markmaðurinn hlýtur hjá dómurum.

Svo er það oft þannig að maður man kannski frekar eftir einhverjum svakalegum tæklingum sem eru þó sjaldséðar heldur en einhverjum smávægilegum pústrum eins og hættusparki og hindrunum. Þess vegna hefur maður það á tilfinnungunni að þeir sem spila hvað fastast séu þeir sem brjóta oftast af sér.

En líklega skýrist hluti brotanna af rangstæðum. Annað finnst mér ólíklegt.