fimmtudagur, júní 07, 2007

Silly season orðið of silly?

Venjulega hefur silly season (sumartíminn, þegar slúðurblöð bendla alla við okkur og alla okkar menn frá okkur) verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér hefur fundist gaman að vellta mér uppúr slúðrinu og bíða spenntur eftir hvort umræddur komi eða ekki.

Nú er eitthvað breytt. Það gæti verið að ég sé orðinn raunsærri eða þá að pressan sé búin að missa sig. Kaboul, Figo, Giggs, Petrov, Bent, Gamst og fleirri og fleirri eru sagðir vera á leiðinni til okkar. Berbatov, Defoe, Chimbonda, THUDD og fleirri eru sagðir vera á förum. Þetta er svosem í lagi. Svona hefur þetta alltaf verið (kannski fullmargir leikmenn nefndir?). En það sem mér finnst vera öðruvísi núna er að það eru engar einhliða fréttir. Í fyrra dag var t.d NewsNow alveg stórfurðuleg. Berbatov hafði þá látið hafa eftir sér að það væri Man U. væri skemmtilegt lið með nokkrum skemmtilegum leikmönnum sem hann væri til í að spila með. En hann væri þó ekkert á förum þar sem honum liði vel hjá Spurs og allir væru svo næs og bla bla. Þá var c.a önnur hver frétt á þá leið að Berbatov væri að sárbiðja Sir Alex um að fá að koma og þær fréttir sem voru á milli voru á þá leið að Berbatov væri ekki á förum frá félaginu. Allt út frá sama viðtalinu.

Þetta er komið algjörlega út í vitleysu að mínu viti. Ég bið frekar um þá tíma þegar slúðurblöðin höfðu eitthvað eftir heimildarmönnum sínum úr innstu röð félagana (sem var í næstum öllum tilfellum rugl). Það var gott slúður. Ég segi ekki að ég fari að fylgjast með tottenhamhotspur.uk til að fá fréttirnar (menn þurfa minnst að spila 10 leiki fyrir Spurs áður en sú síða staðfestir að þeir séu komnir til félagsins) en ég mun allavega draga úr því að lesa slúðurfréttirnar. Þar til þær fara að batna og verða að alvöru slúðri en ekki bara túlkun og mistúlkun á einhverjum orðum á blaðamannafundum.

Annars bíð ég alltaf eftir fréttum af Mido. Ég var svo viss um að hann yrði seldur um leið og tímabilinu myndi ljúka, en eitthvað er lítið verið að bendla hann við önnur lið.

Engin ummæli: