sunnudagur, júlí 23, 2006

Mido

Komment frá mér inná Spursspjallinu:

Ég er orðinn mjög þreyttur á að lesa hérna inni hvað menn hafa gleymt miklu varðandi Mido. Mér finnst eins og menn séu ekki alveg að átta sig á því hvað við höfum misst. Kaupin á Berbatov virðast vera nóg til að allir gleymi bara Mido. Ég ætla því að skrifa smá kveðjupóst til Mido. Nokkurskonar uppgjör.

Ég er held ég enginn rosalegur Mido dýrkandi. Ég skal viðurkenna að ég held mikið upp á hann og hef miklar mætur á kappanum. Ég vill samt meina að það skýrist af rökum en ekki vegna blindu af völdum dýrkunar. Það sem ég er að fara skrifa er kannski ekki hlutlausar staðreyndir um Mido. Ég er að reyna að rifja upp fyrir mönnum af hverju hann var jafn vinsæll á WHL og raun var (og er, við höfum nú ekki gleymt Mido).

Ég skal bara segja það strax til að koma í veg fyrir allann misskilning að Keane er sá framherji sem stóð sig best á tímabilinu. Hann var stöðugur og góður allt tímabilið. Margir segja að hann hafi ekkert verið að standa sig neitt alltof vel fyrir áramót en frábærlega eftir áramót. Ég mótmæli því algjörlega. Keane var kallaður supersub fyrir áramót og varð svo bara súber leikmaður eftir áramót.

Mido er ekki langt þar á eftir. Mido var stórkostlegur þetta tímabilið líka. Fyrir þá sem fussa og sveija núna skal ég færa rök fyrir máli mínu. Ég er búinn að liggja svolítið yfir tölfræðinni á framherjunum og hef fengið mjög athyglisverða útkomu. Ég er með tölfræði fyrir Mido, Keane og Defoe. Ég nennti ekki að hafa Rasiak eða Barnard inn í þessu.

1)Mido er eini framherjinn okkar sem er með jákvætt sigurhlutfall. Við sigruðum í 54% leikjanna sem hann byrjaði inná.

2)Mido og Keane er eina framherjaparið sem var með jákvætt sigurhlutfall. Við sigruðum í 57% leikjanna þar sem þeir byrjuðu inná saman.

3)Án Mido var Keane aðeineins með 42% vinningshlutfall, þ.e þegar hann spilaði ekki með Mido sér við hlið vann hann aðeins 5 af 12 leikjum.

4)Án Mido var Defoe aðeins með 36% vinningshlutfall. Vann 5 af 14 leikjum.

5)Mido og Defoe eru með sama vinningshlutfall og Keane og Defoe.

6) Mido er sá framherji sem hefur verið í fæstum tapleikjum okkar á tímabilinu.

Erum við að sjá einhvern samnefnara í þessu? Það væri með réttu hægt að segja að Mido hafi verið okkar sigursælasti framherji þetta tímabilið.

En það var lítið um stóra sigra á þessu tímabili og bera framherjar okkar jafna ábyrgð á því. En það voru hinsvegar nokkur stór töp á þessu tímabili. Það sem vantaði í leik okkar var stöðugleiki. Það eru samnefnarar yfir þessa leiki sem við töpuðum stórt. Það var t.a.m einn maður sem byrjaði ekki inná í leikjunum á móti Grimsby,WBA og Leichester sem við töpuðum. Ég er ekki að segja að Mido sé eina ástæðan fyrir því að við töpuðum þessum leikjum. Við getum samt horft til þess að þeir leikir sem töpuðust þegar Mido var í liðinu eru á móti Chelsea (x2),Liverpool úti, Bolton úti, Newcastle úti. Þetta eru leikir sem er “eðlilegt” að tapa. Þannig að ég vill meina að Mido hafi komið með ákveðinn stöðugleika inn í liðið.

Það er hinsvegar talað um Mido fyrir og eftir Afríkukeppnina. Ég skal viðurkenna að hann var ekki sami maður fyrir og eftir keppnina. Ég tel vera eðlilegar skýringar á þessu.

Defoe þurfti að spila mikið í lokin. Martin Jol hafði engra kosta völ. Ef hann hefði sett Defoe á bekkinn út tímabilið hefði Defoe farið. Ef hann hefði ekki fengið að spila nóg hefði hann bent á það sem ástæðuna fyrir því að hann var ekki fyrsti valmöguleiki SGE á HM. Því varð Jol að leyfa honum að spila (þetta bara kenning). Ekki gat hann sett Keane á bekkinn fyrir Mido þar sem Keane var að spila eins og engill. Þetta er ein ástæðan.

Mido fór í Afríkukeppnina sem dýrlingur í Egyptalandi. Hann vildi spila eins lengi og hægt var með spurs og vildi jafnvel fljúga til englands á milli leikja til að geta lagt okkur lið, svo mikill var ákafinn í að styðja félagsliðið sitt. En hann klúðraði málunum þarna úti. Hann varð sér til skammar og féll mikið í áliti í heimalandinu. Þetta var mikið áfall fyrir hann og ég held að hann hafi ekki alveg náð að jafna sig á því. Þetta gæti verið önnur ástæðan.

Mido var mjög óheppinn með meiðsl eftir keppnina og það spilaði stórann þátt í því að hann náði sér ekki á strik eftir keppnina.

Mido vissi ekkert um framtíð sína. Ég hef aldrei séð neinn leikmann sem er jafn “devoted” klúbbnum sínum. Hann lýsti því yfir allt tímabilið hvað hann elskaði klúbbinn og hvað hann vildi rosalega vera áfram. Hann hafði bætt sig rosalega sem leikmaður og sem einstaklingur. Það gerði honum alveg örugglega ekki gott að bæta þessum áhyggjum ofan á þær áhyggjur sem hann hafði fyrir.

Ég vorkenndi Mido rosalega eftir Afríkumótið. Hann fékk aldrei almennilega að sanna sig eftir hana. Hann byrjaði inná í leiknum á móti Wigan og stóð sig vel. Hann byrjaði inná á móti Blackburn og stóð sig ágætlega. Hann byrjaði á móti Chelsea og var ekki alveg nógu góður. Hann kom inná á móti WBA þegar við vorum 1-0 undir. Leikur liðsins gjörbreyttist við það og við unnum 2-1. Svo fékk hann að byrja inná á móti Newcastle. Það gat bara enginn neitt í þeim leik þ.á.m Mido. Þetta eru leikirnir sem hann er dæmdur af. Ég hef nú séð menn standa sig mun verr en þetta án gagnrýni.

Svo er frasi að ganga um að Mido hafi komið til baka feitur og latur. Ég skal viðurkenna að hann virtist hafa bætt aðeins á sig. En mér fannst hann alls ekki latur. Hann barðist eins og ljón og var að reyna sanna sig fram til síðustu mínútu. Hann ætlaði sér að fá samning. Hann hljóp yðulega til baka og hjálpaði til í vörninni þegar við misstum boltann og var svo kominn fram um leið og við náðum honum til baka. Ég blæs það á haf út að hann hafi verið latur eftir keppnina þó hann hafi ekki verið í jafn góðu líkamlegu formi.

Ég hefði glaður viljað gefa Mido annann séns þó hann hafi ekki brillerað í einhverjum 3-4 leikjum á lokasprettinum.

Ég á eftir að sakna Mido. Hann var ekki 7 milljón punda virði í augum Spurs. Ef Berbatov er 11 milljón punda virði gerist eitthvað stórkostlegt næsta tímabil. Það eru ekki litlar kröfur sem settar eru á Berbatov. Hann þarf í mínum augum að stórbæta tölfræðina hans Mido til að réttlæta kaupin. Ég vona svo sannarlega að hann geri það, því við þurfum góðann leikmann til að fylla upp í skarðið.

Nú þegar Mido er farinn skulum við hugsa um hvað hann gerði fyrir klúbbinn. Það er leiðinlegt að einblína alltaf á það sem hann gerði ekki. Hann á virðingu skilið fyrir framlag hans til liðsins og þeirrar jákvæðu þróunar sem átt hefur sér stað í klúbbnum. Í huga mínum var Mido einn af okkar bestu framherjum í langann tíma.

Ps’

Ég hef þurft að skrifa þetta í pörtum vegna mikilla anna. Ég biðst afsökunar á því að textinn er ekki mjög samrýmdur.

Engin ummæli: