Jæja nú er ballið að fara byrja aftur eftir kærkomið hlé. Það verður nokkuð ljóst í svona fríum hvað þetta er svakalega tímafrekt áhugamál. En nóg um mig.
Við erum að fara mæta Reading og ansi margar spurningar ósvaraðar fyrir leikinn. Hafa leikmenn misst dampinn í fríinu? Var fríið kannski kærkomin hvíld fyrir lykilleikmenn? Munum við hefna 3-1 tapsins fyrr í vetur gegn Reading? Er Reading að missa dampinn?
Reading er án nokkurs vafa spútniklið ársins í Pl. Janúarmánuður var eflaust einhver sá ótrúlegasti í sögu félagsins. Þeir byrjuðu á að vinna West Ham 6-0 á nýársdag, og markaði það upphafið af 9 leikjum án taps í röð. Þeir unnu 7 af 9 fyrstu leikjum sínum á árinu og gerðu tvö jafntefli. En hæðir og lægðir eru tímabundið ástand eins og við þekkjum. Nú hafa þeir ekki náð að sigra leik í síðustu 5 leikjum. Reyndar hafa þeir ekkert verið að spila illa undanfarið. Þeir hafa verið óheppnir og hafa spilað bæði við Arsenal og Man U. í síðustu 5 leikjum, og þeir stóðu sig vel í báðum leikjunum þrátt fyrir tap. Þeir eru aðeins stigi á eftir okkur í deildinni með jafn marga sigra og eru því í sætinu fyrir neðan okkur.
Eitt er víst að Reading hefur sýnt það og sannað að það labbar ekkert lið auðveldlega í gegnum leiki gegn þeim. Þeir hafa verið að stríða öllum stærstu liðunum í Englandi með aðdáunarverðri baráttu og seiglu. Þó svo að við séum sigurstranglegri aðillinn í þessari viðureign og ég búist við sigri, á ég von á gríðarlega erfiðum leik þar sem við munum sigra með einu marki. Með sigri gæti svo farið að við næðum 5. sætinu, og því eftir miklu að sækjast.
Liðið
-----------------------Robbo--------------------
Chimb.-------Daws.-------Rocha-------Lee
Lennon------Zokora------Jenas-------Tainio
---------------Keane--------Berbatov---------
Öftustu 5 eru eiginlega sjálfkjörnir. Ekotto og Gardner eru meiddir og því er þetta okkar sterkasta varnarlína. Zokora og Tainio eru mikilvægustu menn liðsins í þessum leik. Ég býst við að við pressum þá framarlega og því verður ansi hörð barátta á miðjunni. Ég stilli upp liðinu eins og ég býst við að það verði en helst myndi ég vilja sjá Jenas á hægri kanntinum og Lennon á vinstri og Tainio og Zok saman á miðjunni. Keane og Berbatov eru svo sjálfkjörnir í framlínunni.
Ef spá mín um liðsuppstillingu gegnur eftir mun:
- Robbo spila 200asta deildarleik sinn á ferlinum.
- Lennon mun spila sinn 50asta leik sinn fyrir Spurs
-Tainio mun líka spila sinn 50asta leik fyrir Spurs.
Ég ætla að tippa á 3-2 sigur okkar manna.
Coys!
föstudagur, mars 30, 2007
miðvikudagur, mars 21, 2007
Að væla yfir væli...
Nú er eitt vinsælasta umræðuefnið á spurs.is hvað Wenger og Mourinho eru að væla. Það er alveg rétt að þeir kasta sökinni oft á aðra og eru oftar en ekki áskrifendur af fyrisögnum blaða með heimskulegum aðdróttunum, kvörtunum yfir dómurum og allt það. Persónulega finnst mér þeir tveir vera með þessu að sýna snilli sína. Góður þjálfari hefur stjórn á öllu. Það eina sem þjálfarar hafa ekki stjórn á í sínum herbúðum eru blaðaskrif og umræða um liðið... Nema þeir tveir, og þá sérstaklega Mourinho.
Það sem skilgreinir velgengni blaða er salan, og til þess að slúðurblöð seljist þarf að hafa eitthvað nógu krassandi umfjöllunarefni. Blaðamenn geta verið ansi útsmognir að finna fréttina sem selur blaðið. Þeir hafa leikmenn undir smásjánni alla daga í leit sinni að næsta skandal sem mun selja blaðið. Þetta tekur á leikmenn og slúður um leikmenn er vissulega áhrifaþáttur hjá leikmönnum. C. Ronaldo sagði t.d að þegar hann var sakaður um nauðgun í fyrra að það hafi haft gríðarleg áhrif á hann. Þannig að blaðaskrif er auðvitað þáttur sem þjálfarar myndu vilja hafa stjórn á.
Mourinho hefur nú náð að stjórna blaðaskrifum með því að auðvelda blaðamönnum starfið. Þeir þurfa ekki að hafa alla leikmenn Chelsea undir smásjánni til að selja blaðið. Mourinho gefur blaðamönnum alltaf eitthvað sem getur selt blaðið þeirra. Með þessari aðferð nær Mourinho að stjórna umræðunni um Chelsea. Það er hann sem býr til fréttirnar með ummælum sínum og því er hann með blaðaskrifin líka undir control.
Það er einnig nokkuð ljóst að með því að stjórna blaðaskrifunum stjórnar hann einnig umræðunni. Stuðningsmenn annarra liða fá aldrei nóg af því að væla yfir vælinu hans Mourinho. Umræðan snýst sjaldnast um leikmenn Chelsea eða eitthvað annað tengt Chelsea. Umræðurnar snúast alltaf um Mourinho. Þannig að þegar ég sé Mourinho væla yfir einhverju eða segja eitthvað heimskulegt minnir það mig á af hverju hann er að ná góðum árangri. Hann er fær stjóri með allt í höndum sér.
Samt myndi ég aldrei vilja fá hann í staðinn fyrir Jol.
Það sem skilgreinir velgengni blaða er salan, og til þess að slúðurblöð seljist þarf að hafa eitthvað nógu krassandi umfjöllunarefni. Blaðamenn geta verið ansi útsmognir að finna fréttina sem selur blaðið. Þeir hafa leikmenn undir smásjánni alla daga í leit sinni að næsta skandal sem mun selja blaðið. Þetta tekur á leikmenn og slúður um leikmenn er vissulega áhrifaþáttur hjá leikmönnum. C. Ronaldo sagði t.d að þegar hann var sakaður um nauðgun í fyrra að það hafi haft gríðarleg áhrif á hann. Þannig að blaðaskrif er auðvitað þáttur sem þjálfarar myndu vilja hafa stjórn á.
Mourinho hefur nú náð að stjórna blaðaskrifum með því að auðvelda blaðamönnum starfið. Þeir þurfa ekki að hafa alla leikmenn Chelsea undir smásjánni til að selja blaðið. Mourinho gefur blaðamönnum alltaf eitthvað sem getur selt blaðið þeirra. Með þessari aðferð nær Mourinho að stjórna umræðunni um Chelsea. Það er hann sem býr til fréttirnar með ummælum sínum og því er hann með blaðaskrifin líka undir control.
Það er einnig nokkuð ljóst að með því að stjórna blaðaskrifunum stjórnar hann einnig umræðunni. Stuðningsmenn annarra liða fá aldrei nóg af því að væla yfir vælinu hans Mourinho. Umræðan snýst sjaldnast um leikmenn Chelsea eða eitthvað annað tengt Chelsea. Umræðurnar snúast alltaf um Mourinho. Þannig að þegar ég sé Mourinho væla yfir einhverju eða segja eitthvað heimskulegt minnir það mig á af hverju hann er að ná góðum árangri. Hann er fær stjóri með allt í höndum sér.
Samt myndi ég aldrei vilja fá hann í staðinn fyrir Jol.
mánudagur, mars 19, 2007
Spurs 1 - Chelsea 2
Uss... Þá er þáttöku okkar í ensku bikarkeppnunum lokið. Ég með trega óska dómaratríóinu sem og öðrum Chelseamönnum til hamingju með sigurinn. Ekki það að ég kenni dómurunum um tapið. Vafaatriðin voru ekkert frekar að detta Chelseameginn heldur voru það augljósu atriðin sem dómaratríóið lokaði augunum fyrir. Það að Carvalho (stafs) skuli ekki hafa fengið rautt, ekki einusinni gult er auðvitað bara dómaraskandall. Undir lokin var svo rúsínan í pylsuendanum þegar línuvörðurinn stendur við hlið Chelseamannsins sem sparkaði boltanum útaf og ÞEIR fá horn. Oooooohhh ég er svo pirraður. En ég ætlaði nú ekki að röfla svona mikið útaf dómaranum. Það vorum VIÐ sem töpuðum leiknum og ekki hægt að saka dómarann um hvernig fór.
Þetta var svo sem ekkert lélegur leikur hjá okkar mönnum. Það varð okkur hinsvegar dýrkeypt að lykilmenn voru ekki að ná sér á strik. Menn eins og Berbatov, Lennon, Zokora og fleirri voru ekki að sýna sínar bestu hliðar. Á móti liði eins og Chelsea gengur ekkert annað en að allir leikmenn eigi mjög góðann dag.
Æji ég er samt svo fúll eitthvað að mér langar helst að blóta og bölva. Ég kannski skrifa eitthvað meira þegar ég er búinn að róast aðeins.
Þetta var svo sem ekkert lélegur leikur hjá okkar mönnum. Það varð okkur hinsvegar dýrkeypt að lykilmenn voru ekki að ná sér á strik. Menn eins og Berbatov, Lennon, Zokora og fleirri voru ekki að sýna sínar bestu hliðar. Á móti liði eins og Chelsea gengur ekkert annað en að allir leikmenn eigi mjög góðann dag.
Æji ég er samt svo fúll eitthvað að mér langar helst að blóta og bölva. Ég kannski skrifa eitthvað meira þegar ég er búinn að róast aðeins.
sunnudagur, mars 18, 2007
Tottenham - Chelsea
Það er engin umfjöllun um Watfordleikinn núna. Ákvað að láta taka hann upp fyrir mig og ætla mér að horfa á hann í landsleikjafríinu. En ég mun að sjálfsögðu fara á pubbinn til að horfa á leik okkar gegn Chelsea.
Hefðum við verið að fara keppa við þá í janúar eða byrjun febrúar hefði maður varla þorað að dreyma um að við ættum möguleika gegn Englandsmeisturunum. En þegar við erum á svona miklu skriði eru möguleikarnir orðnir ansi raunhæfir. Við erum allt í einu orðið eitt af beittustu sóknarliðum Englands og þó víðar væri leitað. Þegar við erum orðnir svo sóknarsinnaðir að markmaðurinn er farinn að skora er sóknarboltinn fullkomnaður.
En maður verður að passa sig á að gleyma sér ekki í gleðinni. Ég hugsa að hlutlaust mat sé að Chelsea sé sigurstranglegri aðilinn í þessum leik. Það er nokkuð ljóst að Chelsea er ekki að fara vanmeta okkur því þeir hafa ekki enn náð sigri út úr þessum tveimur leikjum á þessu tímabili. Máltakið "all good things must come to an end" á auðvitað við okkur líka, það er bara spurning um tíma. Ég vona svo sannarlega að sigurganga okkar verði ekki stöðvuð á morgun.
Liðið
-----------------------Robbo-----------------
Chimb.---------Daws----Rocha--------Lee
Steed----------Zokora---Jenas-------Lennon
------------------Keane---Berbtatov------------
Tainio er víst enn meiddur og það er gríðarlegur missir. Við þurfum að berjast eins og ljón á miðjunni og þar eru fáir jafn öflugir og Tainio. Annars held ég að menn séu nokkuð sáttir við þetta lið. Ghaly gæti hugsanlega verið þarna í stað Steed... en þó ekki. Það er spurning á hvorum kanntinum Lennon verður en annars er þetta held ég eftir bókinni. THUDD held ég að verði ekki þarna. Honum vantar einfaldlega snerpu og ákveðni í varnarleiknum þannig að ég lít á hann sem sókndjarfann miðjumann. Það væri kannski helst að hann fengi séns ef Jenas er ekki tilbúinn í annann leik svo skömmu eftir að hafa komið úr meiðslum.
Hjá Chelsea er Joe Cole meiddur fram á sumar og Wayne Bridge verður ekki með. Jose Morinho segir að það séu möguleiki á að Essien verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn okkur, en ég held að það sé þvaður. Hinsvegar munu Chelsea vera búnir að fá Terry aftur úr meiðslum, sem skiptir þá gríðarlegu máli enda var vörnin þeirra úti á þekju þegar við mættum þeim síðast, þá án Terry.
Ég vonast eftir sigri og spái því leiknum 2-1 fyrir okkur. Það verður athyglisvert að sjá hvernig bestu vörn deildarinnar gengur á móti heitasta sóknarliði deildarinnar.
Hefðum við verið að fara keppa við þá í janúar eða byrjun febrúar hefði maður varla þorað að dreyma um að við ættum möguleika gegn Englandsmeisturunum. En þegar við erum á svona miklu skriði eru möguleikarnir orðnir ansi raunhæfir. Við erum allt í einu orðið eitt af beittustu sóknarliðum Englands og þó víðar væri leitað. Þegar við erum orðnir svo sóknarsinnaðir að markmaðurinn er farinn að skora er sóknarboltinn fullkomnaður.
En maður verður að passa sig á að gleyma sér ekki í gleðinni. Ég hugsa að hlutlaust mat sé að Chelsea sé sigurstranglegri aðilinn í þessum leik. Það er nokkuð ljóst að Chelsea er ekki að fara vanmeta okkur því þeir hafa ekki enn náð sigri út úr þessum tveimur leikjum á þessu tímabili. Máltakið "all good things must come to an end" á auðvitað við okkur líka, það er bara spurning um tíma. Ég vona svo sannarlega að sigurganga okkar verði ekki stöðvuð á morgun.
Liðið
-----------------------Robbo-----------------
Chimb.---------Daws----Rocha--------Lee
Steed----------Zokora---Jenas-------Lennon
------------------Keane---Berbtatov------------
Tainio er víst enn meiddur og það er gríðarlegur missir. Við þurfum að berjast eins og ljón á miðjunni og þar eru fáir jafn öflugir og Tainio. Annars held ég að menn séu nokkuð sáttir við þetta lið. Ghaly gæti hugsanlega verið þarna í stað Steed... en þó ekki. Það er spurning á hvorum kanntinum Lennon verður en annars er þetta held ég eftir bókinni. THUDD held ég að verði ekki þarna. Honum vantar einfaldlega snerpu og ákveðni í varnarleiknum þannig að ég lít á hann sem sókndjarfann miðjumann. Það væri kannski helst að hann fengi séns ef Jenas er ekki tilbúinn í annann leik svo skömmu eftir að hafa komið úr meiðslum.
Hjá Chelsea er Joe Cole meiddur fram á sumar og Wayne Bridge verður ekki með. Jose Morinho segir að það séu möguleiki á að Essien verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn okkur, en ég held að það sé þvaður. Hinsvegar munu Chelsea vera búnir að fá Terry aftur úr meiðslum, sem skiptir þá gríðarlegu máli enda var vörnin þeirra úti á þekju þegar við mættum þeim síðast, þá án Terry.
Ég vonast eftir sigri og spái því leiknum 2-1 fyrir okkur. Það verður athyglisvert að sjá hvernig bestu vörn deildarinnar gengur á móti heitasta sóknarliði deildarinnar.
föstudagur, mars 16, 2007
Of mikið af hinu góða
Nú er ansi þétt spilað í deild og utan deildar hjá Spurs. Þrír leikir á viku er eiginlega bara orðið normið hjá okkur. Ég verð eiginlega að játa það að eins gaman og mér finnst að horfa á og ræða um Spurs finnst mér prógramið orðið full þétt hjá okkur. Nú spilum við við Braga á miðvikudaginn og svo líða tveir dagar og þá er komið að næsta leik. Það eru sannkölluð stakkaskipti hjá okkur milli ára. Í fyrra vorum við að spila svo fáa leiki að það var met. Í ár munum við spila fleirri leiki en við höfum gert í meira en áratug.
Ég verð samt að viðurkenna að að sumu leiti er skemmtilegra að spila færri leiki. Það gerðist nefninlega ansi oft í fyrra að við áttum næstum tveggja vikna frí. Á þeim köflum var maður eins og krakki að bíða eftir jólunum. Maður reyndi að eyða tímanum í að vellta fyrir sér hverjir fengju að spila og umræðurnar voru svo miklu fjölbreyttari, því ekki var hægt að ræða um síðasta leik í tvær vikur. Menn gátu byrjað að spá í næsta leik alveg 5 dögum fyrir leikinn og þegar að leikdegi kom gat maður vart beðið með að komast á barinn að horfa á leikinn.
Nú er öldin önnur. Nú er svo stutt á milli leikja að það er óvinnandi vegur að geta hallað sér aftur og notið sigursins í síðasta leik því næsti leikur er að fara byrja. Þetta hefur líka áhrif á umræðurnar. Þegar maður skoðar Spursspjallið sér maður ekki lengur vandaða og fróðlega pósta. Flestir póstarnir eru innan við 10 setningar og svörin flest innan við 5 setningar. Þetta eru engin leiðindi gagnvart spjallinu hjá mér heldur er þetta eðlilegt þegar svo mikið er að gerast. Ég hef t.a.m ekki fundið neinn tíma til að skrifa um neitt annað en upphitun og eitthvað smá eftir leiki og innan við 5 setningar á spursspjallinu af og til. Þetta leikjaálag kemur líka fram í öðru. Ég er nánast hættur að lesa fréttir af Spurs. Nú fer svo mikill tími í að horfa á leiki og skrifa í kringum þessa leiki að ef maður ætlaði að lesa fréttir og slúður í kringum þetta allt líka væri maður ekki að gera neitt annað en það og vinna og sofa.
Helst myndi ég vilja að leikjunum yrði fækkað aðeins. Ég myndi vilja sjá að lið myndu spila til þrautar í bikarkeppnum í stað þess að ef staðan er jöfn eftir 90 min að það sé spilaður annar leikur. Ég myndi vilja sjá að lið sem spila í evrópukeppnum kæmu seinna inn í bikarkeppnirnar og eitthvað í þeim dúr. Nú er ég bara að vellta fyrir mér þessu leikjaálagi frá sjónarhorni áhangandans. Það er auðvitað líka þannig að leikmenn myndu hagnast á því að leikjaálaginu yrði létt.
Nú vill ég passa mig vel á að enginn misskilji mig. Ég vill auðvitað frekar að við spilum marga leiki í stað þess að spila fáa og ná þá engum árangri. Mér finnst alltaf gaman að horfa á leiki. En mér finnst full mikið að hafa 4 leiki á rétt rúmri viku (8 dagar) eins og staðan er núna þessa stundina. Þá er einhvernveginn miklu minni stemming í manni. Ég vill ná að byggja með mér stemmingu og eftirvæntingu fyrir leiki, þannig að mér líði eins og krakka á þorláksmessu deginum fyrir leik.
Ástæða þess að ég skrifaði þetta var m.a sú að ég var að kíkja á leikjaplanið áðan og fattaði að það sé leikur á morgunn. Það verður því engin upphitun fyrir leik morgundagsins gegn Watford.
Ég verð samt að viðurkenna að að sumu leiti er skemmtilegra að spila færri leiki. Það gerðist nefninlega ansi oft í fyrra að við áttum næstum tveggja vikna frí. Á þeim köflum var maður eins og krakki að bíða eftir jólunum. Maður reyndi að eyða tímanum í að vellta fyrir sér hverjir fengju að spila og umræðurnar voru svo miklu fjölbreyttari, því ekki var hægt að ræða um síðasta leik í tvær vikur. Menn gátu byrjað að spá í næsta leik alveg 5 dögum fyrir leikinn og þegar að leikdegi kom gat maður vart beðið með að komast á barinn að horfa á leikinn.
Nú er öldin önnur. Nú er svo stutt á milli leikja að það er óvinnandi vegur að geta hallað sér aftur og notið sigursins í síðasta leik því næsti leikur er að fara byrja. Þetta hefur líka áhrif á umræðurnar. Þegar maður skoðar Spursspjallið sér maður ekki lengur vandaða og fróðlega pósta. Flestir póstarnir eru innan við 10 setningar og svörin flest innan við 5 setningar. Þetta eru engin leiðindi gagnvart spjallinu hjá mér heldur er þetta eðlilegt þegar svo mikið er að gerast. Ég hef t.a.m ekki fundið neinn tíma til að skrifa um neitt annað en upphitun og eitthvað smá eftir leiki og innan við 5 setningar á spursspjallinu af og til. Þetta leikjaálag kemur líka fram í öðru. Ég er nánast hættur að lesa fréttir af Spurs. Nú fer svo mikill tími í að horfa á leiki og skrifa í kringum þessa leiki að ef maður ætlaði að lesa fréttir og slúður í kringum þetta allt líka væri maður ekki að gera neitt annað en það og vinna og sofa.
Helst myndi ég vilja að leikjunum yrði fækkað aðeins. Ég myndi vilja sjá að lið myndu spila til þrautar í bikarkeppnum í stað þess að ef staðan er jöfn eftir 90 min að það sé spilaður annar leikur. Ég myndi vilja sjá að lið sem spila í evrópukeppnum kæmu seinna inn í bikarkeppnirnar og eitthvað í þeim dúr. Nú er ég bara að vellta fyrir mér þessu leikjaálagi frá sjónarhorni áhangandans. Það er auðvitað líka þannig að leikmenn myndu hagnast á því að leikjaálaginu yrði létt.
Nú vill ég passa mig vel á að enginn misskilji mig. Ég vill auðvitað frekar að við spilum marga leiki í stað þess að spila fáa og ná þá engum árangri. Mér finnst alltaf gaman að horfa á leiki. En mér finnst full mikið að hafa 4 leiki á rétt rúmri viku (8 dagar) eins og staðan er núna þessa stundina. Þá er einhvernveginn miklu minni stemming í manni. Ég vill ná að byggja með mér stemmingu og eftirvæntingu fyrir leiki, þannig að mér líði eins og krakka á þorláksmessu deginum fyrir leik.
Ástæða þess að ég skrifaði þetta var m.a sú að ég var að kíkja á leikjaplanið áðan og fattaði að það sé leikur á morgunn. Það verður því engin upphitun fyrir leik morgundagsins gegn Watford.
miðvikudagur, mars 14, 2007
Spurs 3 - Braga 2
Vá hvað ég á eitthvað erfitt með að finna eitthvað gott sjónarhorn á leikinn. Þannig að þetta verður bara stutt, en segir allt sem segja þarf.
Berbatov er snillingur og maður leiksins. Skorar tvö mörk og leggur upp hitt. Einn sá besti í boltanum í dag.
Robbie Keane er sjóðandi heitur líka. Enda eru Berbatov og Keane búnir að skora 13 af 23 mörkum okkar í síðustu 7 leikjum.
Cerny stóð sig vel í markinu. Átti aldrei séns á að verja þessi tvö mörk.
Chimbonda stóð sig vel í miðverðinum þrátt fyrir að lítið hafi reynt á hann.
Dómarinn arfaslakur, en ég nenni ekki að kvarta þegar vel gengur.
Kannski er maður bara farinn að venjast sigrum aftur. Allavega fannst mér þessi leikur ekkert voðalega vel spilaður hjá okkur og ekkert illa spilaður heldur. Bara svona skildusigur í höfn og klapp á bakið á Braga "stóðuð ykkur vel". Engin dramatík í þessu. En að hafa unnið núna 6 af 7 leikjum er alveg hreint frábært. Mér sýnist svona mestu svartsýnisseggirnir vera búnir að draga sig í hlé frá umræðum, allavega heyrist mun minna í þeim mönnum núna. Ekki það að ég sé að bögga þá. Ég á sjálfur í mesta basli með sjálfan mig. Þetta er svo óvænt að ég þarf að taka mér mun lengri tíma í öll mín skrif núna. Ég var búinn að finna mig í að verja liðið og líta á björtu hliðarnar. Nú þarf ég ekki lengur að benda á þær þar sem þær blasa við öllum og engin ástæða til að verja liðið.
Ég óska því öllum Spursurum til hamingju með frábærann árangur undanfarið og með að vera komnir í næstu umferð UEFA Cup!
Berbatov er snillingur og maður leiksins. Skorar tvö mörk og leggur upp hitt. Einn sá besti í boltanum í dag.
Robbie Keane er sjóðandi heitur líka. Enda eru Berbatov og Keane búnir að skora 13 af 23 mörkum okkar í síðustu 7 leikjum.
Cerny stóð sig vel í markinu. Átti aldrei séns á að verja þessi tvö mörk.
Chimbonda stóð sig vel í miðverðinum þrátt fyrir að lítið hafi reynt á hann.
Dómarinn arfaslakur, en ég nenni ekki að kvarta þegar vel gengur.
Kannski er maður bara farinn að venjast sigrum aftur. Allavega fannst mér þessi leikur ekkert voðalega vel spilaður hjá okkur og ekkert illa spilaður heldur. Bara svona skildusigur í höfn og klapp á bakið á Braga "stóðuð ykkur vel". Engin dramatík í þessu. En að hafa unnið núna 6 af 7 leikjum er alveg hreint frábært. Mér sýnist svona mestu svartsýnisseggirnir vera búnir að draga sig í hlé frá umræðum, allavega heyrist mun minna í þeim mönnum núna. Ekki það að ég sé að bögga þá. Ég á sjálfur í mesta basli með sjálfan mig. Þetta er svo óvænt að ég þarf að taka mér mun lengri tíma í öll mín skrif núna. Ég var búinn að finna mig í að verja liðið og líta á björtu hliðarnar. Nú þarf ég ekki lengur að benda á þær þar sem þær blasa við öllum og engin ástæða til að verja liðið.
Ég óska því öllum Spursurum til hamingju með frábærann árangur undanfarið og með að vera komnir í næstu umferð UEFA Cup!
þriðjudagur, mars 13, 2007
Tottenham - Braga
Ég vill benda mönnum á sem vilja eitthvað vita um Braga að lesa upphitunina fyrir síðasta einvígi liðanna Hér.
Ég er búinn að vera frekar kokhraustur fyrir þennann leik. Hef haft það á tilfinningunni að við séum að fara sjá stórsigur. En eftir því sem nær hefur dregið hafa hlutirnir ekki beint verið að vinna með okkur. Við áttum gríðarlega erfiðann leik á sunnudaginn og stutt í næsta leik eftir þennann. Við höfum aðeins einn miðvörð heilann, þar sem King og Gardner eru meiddir og Rocha má ekki spila í Uefa. Jenas er ennþá meiddur og Berbatov þurfti að fara af velli á sunnudaginn vegna meiðsla. Robinson er enn meiddur.
Ég er samt ekkert að búast við að við dettum út á morgunn. Ég býst ennþá við sigri en geri mér ekkert frekar vonir um stórsigur.
Liðið
------------------------Cerny---------------------
Stalteri---------Dawson----Chimb.--------Lee
Ghaly----------Tainio-------Zokora------Lennon
-----------------Keane-------Berbatov-------------
Nú er ég nánast viss um að eitthvað sé þetta vitlaust. Ég ætla að gera ráð fyrir að Chimb. sé miðvörður en það gæti allt eins verið að THUDD, Zok eða einhver úr varaliðinu spili miðvörðinn. Miðjan er líka spurningamerki í mínum augum. Veit ekkert hvað er að gerast með Steed. Hann er farinn að sjást ansi lítið í byrjunarliðinu. Ég kann engar skýringar á því þannig að ég byggi miðjuna bara af fyrri reynslu frá Chelsea leiknum. Keane er búinn að jafna sig eftir meiðslin og mun því að öllum líkindum byrja enda er hann með "edge-ið" yfir Defoe þessa dagana. En það er spurning hvort hann sé búinn að ná sér að fullu. Sama má segja um Berbatov. Maður veit ekki hversu mikil þessi meiðsli voru sem hann hlaut í síðasta leik. Ég veit þó að þau voru ekki alvarlegri en svo að hann er í leikmannahópnum fyrir leikinn. Það getur þó verið spurning hvort Jol vilji hafa hann á bekknum til að taka ekki óþarfa áhættu. Þá gæti Mido byrjað og ef við lendum í bobba gæti Berbatov leyst hann af hólmi. Svo gæti líka verið að Jol myndi vilja hvíla einhverja leikmenn. Þannig að ég verð að viðurkenna að þessi liðsuppstilling er skot í myrkri hjá mér.
Ég ætla að spá þessum leik 3-1 fyrir okkur. Byggi það m.a á því að Braga hefur verið arfaslakt á útivelli í vetur, bæði í deildinni og í Uefa.
Coys!
Ég er búinn að vera frekar kokhraustur fyrir þennann leik. Hef haft það á tilfinningunni að við séum að fara sjá stórsigur. En eftir því sem nær hefur dregið hafa hlutirnir ekki beint verið að vinna með okkur. Við áttum gríðarlega erfiðann leik á sunnudaginn og stutt í næsta leik eftir þennann. Við höfum aðeins einn miðvörð heilann, þar sem King og Gardner eru meiddir og Rocha má ekki spila í Uefa. Jenas er ennþá meiddur og Berbatov þurfti að fara af velli á sunnudaginn vegna meiðsla. Robinson er enn meiddur.
Ég er samt ekkert að búast við að við dettum út á morgunn. Ég býst ennþá við sigri en geri mér ekkert frekar vonir um stórsigur.
Liðið
------------------------Cerny---------------------
Stalteri---------Dawson----Chimb.--------Lee
Ghaly----------Tainio-------Zokora------Lennon
-----------------Keane-------Berbatov-------------
Nú er ég nánast viss um að eitthvað sé þetta vitlaust. Ég ætla að gera ráð fyrir að Chimb. sé miðvörður en það gæti allt eins verið að THUDD, Zok eða einhver úr varaliðinu spili miðvörðinn. Miðjan er líka spurningamerki í mínum augum. Veit ekkert hvað er að gerast með Steed. Hann er farinn að sjást ansi lítið í byrjunarliðinu. Ég kann engar skýringar á því þannig að ég byggi miðjuna bara af fyrri reynslu frá Chelsea leiknum. Keane er búinn að jafna sig eftir meiðslin og mun því að öllum líkindum byrja enda er hann með "edge-ið" yfir Defoe þessa dagana. En það er spurning hvort hann sé búinn að ná sér að fullu. Sama má segja um Berbatov. Maður veit ekki hversu mikil þessi meiðsli voru sem hann hlaut í síðasta leik. Ég veit þó að þau voru ekki alvarlegri en svo að hann er í leikmannahópnum fyrir leikinn. Það getur þó verið spurning hvort Jol vilji hafa hann á bekknum til að taka ekki óþarfa áhættu. Þá gæti Mido byrjað og ef við lendum í bobba gæti Berbatov leyst hann af hólmi. Svo gæti líka verið að Jol myndi vilja hvíla einhverja leikmenn. Þannig að ég verð að viðurkenna að þessi liðsuppstilling er skot í myrkri hjá mér.
Ég ætla að spá þessum leik 3-1 fyrir okkur. Byggi það m.a á því að Braga hefur verið arfaslakt á útivelli í vetur, bæði í deildinni og í Uefa.
Coys!
Metrómaðurinn Gardner meiddur.
Ég var að lesa um meiðsli Gardners og bara varð að koma með þetta. Nú hef ég ekkert á móti metrómönnum en spyr mig á sama tíma hvort ekki sé of langt gengði í tilfelli Gardners. Fréttir eru að berast af því að Gardner sé frá út tímabilið. Ástæðan er skv heimasíðu Spurs ... "HAIRLINE fracture". Bwahahahah...
En auðvitað á maður ekki að hlægja af meiðslum annara. Fannst þetta bara fyndið heiti á meiðslum. En annars er þetta brákað bein í ökla hjá honum. Þetta eru mjög leiðinleg meiðsli því þau geta rifið sig upp aftur ef menn fara ekki þeim mun rólegra af stað aftur.
Jæja farinn að skrifa upphitun.
En auðvitað á maður ekki að hlægja af meiðslum annara. Fannst þetta bara fyndið heiti á meiðslum. En annars er þetta brákað bein í ökla hjá honum. Þetta eru mjög leiðinleg meiðsli því þau geta rifið sig upp aftur ef menn fara ekki þeim mun rólegra af stað aftur.
Jæja farinn að skrifa upphitun.
sunnudagur, mars 11, 2007
Chelsea 3 - Tottenham 3
Þá er enn einum stórskemmtilega leiknum lokið. Maður er bæði ánægður og vonsvikinn. Maður er vonsvikinn með að hafa misst leikinn í stöðunni 1-3 niður í jafntefli. En fyrir leikinn hefði maður varla þorað að vonast eftir jafntefli. Þannig að ég held að maður taki þann pól í hæðina að vera sáttur við úrslitin.
Þegar ég sá hver byrjunarliðin voru var ég ansi smeykur. Okkur vantaði aðeins of mikið af mönnum í öftustu línuna til að geta verið kokhraustur.
Leikurinn fór af stað eins og undanfarnir leikir. Andstæðingarnir pressuðu en við sóttum hratt upp völlinn. Þetta gerði það að verkum að Chelsea þorðu ekki að pressa mjög hátt á vellinum því við vorum of hættulegir fram á við. Það var nokkuð ljóst á varnarleik Chelsea að þeir söknuðu Terry mikið. Við gerðum svo þau regin mistök að ætla færa okkur aftar á völlinn. Við höfum ekki verið að gera það upp á síðkastið og það hefur verið að skila okkur sigrum. Ég held einhvernveginn að það hafi kannski verið einhver óttablandin virðing sem hrakti okkar menn út í þá ákvörðun. En heilt yfir þá spiluðum við vel og allir fá klapp fyrir.
Ég ætla að halda áfram að nota sömu aðferðir við að kjósa mann leiksins. Þær eru að þeir leikmenn sem komu mest á óvart með góðum leik fá heiðurinn. Ég á í smá basli með þá ákvörðun því Stalteri, Lee, Ghaly, Cerny og Rocha spiluðu allir yfir væntingum.
Ég vona að menn fari nú að hætta að líta fram hjá því sem Stalty gerir vel og einbeiti sér bara að þeim mistökum sem hann gerir. Hann er búinn að standa sig mjög vel í síðustu tveimur leikjum sem hann hefur spilað. Hann átti sigurmarkið gegn West Ham og spilaði svo hörku vel í dag. Hann er svo sem ekkert að sanna sig sem sá besti en hann er að sanna sig sem góður og traustur varamaður.
Lee varðist betur en oft áður og á hann hrós skilið fyrir það. Ég styð ennþá Ekotto í baráttunni um sætið, en geri það aðeins á hans verðleikum en ekki með því að rífa niður Lee. Lee kemur því sterklega til greina sem sá maður sem maður leiksins.
Ghaly er auðvitað óútreiknanlegur. Maður veit ekkert við hverju maður á að búast þegar hann stígur inn á völlinn. Hann gæti farið í vitleysuna og reynt alltaf erfiðu leiðina og klúðrað öllu, eða hann getur spilað frábærlega. Í dag spilaði hann mjög vel. Skoraði frábært mark og var þyndarlaus í hlaupum sínum um völlinn. Hann á svo sannarlega hrós skilið fyrir þennann leik því ekki stendur á gagnrýninni þegar hann á slakann leik.
Cerny spilaði mjög vel líka. Ég vissi eiginlega ekki við hverju var að búast því hann er líklega í mjög lélegri leikæfingu og þetta var ansi stór leikur til að koma inn í. En hann varði á köflum mjög vel og var alltaf á tánum. Það er því óþarfi að kvíða ef Robbo verður eitthvað lengur frá.
En maður leiksins er að mínu mati Rocha. Þetta var klárlega besti leikur sem ég hef séð hann spila og hann var mjög solid þarna. Það er spurning hvort með tímanum hann og Dawson geti ekki bara orðið gott og traust teymi þarna aftast. Hann kom mér mest á óvart af öllum og fær því titilinn maður leiksins frá mér.
Menn eins og Dawson, Tainio, Zokora, Lennon og Berbatov spiluðu einnig gríðarlega vel. En ég hef séð þá spila svona áður og mun vonandi halda áfram að sjá þá spila svona vel.
En ég er mjög sáttur og tel möguleika okkar á heimavelli gegn þeim góða. Jose Morinho hefði kannski átt að spara aðeins stóru orðin fyrir leikinn. Það verður allavega gaman að fylgjast með viðbrögðum hans í dag.
Að hugsa sér að við séum taplausir í 6 leikjum í röð. Það eru eflaust margir sem voru búnir að afskrifa okkur fyrir mánuði síðan farnir að klóra sér í kollinum.
Þegar ég sá hver byrjunarliðin voru var ég ansi smeykur. Okkur vantaði aðeins of mikið af mönnum í öftustu línuna til að geta verið kokhraustur.
Leikurinn fór af stað eins og undanfarnir leikir. Andstæðingarnir pressuðu en við sóttum hratt upp völlinn. Þetta gerði það að verkum að Chelsea þorðu ekki að pressa mjög hátt á vellinum því við vorum of hættulegir fram á við. Það var nokkuð ljóst á varnarleik Chelsea að þeir söknuðu Terry mikið. Við gerðum svo þau regin mistök að ætla færa okkur aftar á völlinn. Við höfum ekki verið að gera það upp á síðkastið og það hefur verið að skila okkur sigrum. Ég held einhvernveginn að það hafi kannski verið einhver óttablandin virðing sem hrakti okkar menn út í þá ákvörðun. En heilt yfir þá spiluðum við vel og allir fá klapp fyrir.
Ég ætla að halda áfram að nota sömu aðferðir við að kjósa mann leiksins. Þær eru að þeir leikmenn sem komu mest á óvart með góðum leik fá heiðurinn. Ég á í smá basli með þá ákvörðun því Stalteri, Lee, Ghaly, Cerny og Rocha spiluðu allir yfir væntingum.
Ég vona að menn fari nú að hætta að líta fram hjá því sem Stalty gerir vel og einbeiti sér bara að þeim mistökum sem hann gerir. Hann er búinn að standa sig mjög vel í síðustu tveimur leikjum sem hann hefur spilað. Hann átti sigurmarkið gegn West Ham og spilaði svo hörku vel í dag. Hann er svo sem ekkert að sanna sig sem sá besti en hann er að sanna sig sem góður og traustur varamaður.
Lee varðist betur en oft áður og á hann hrós skilið fyrir það. Ég styð ennþá Ekotto í baráttunni um sætið, en geri það aðeins á hans verðleikum en ekki með því að rífa niður Lee. Lee kemur því sterklega til greina sem sá maður sem maður leiksins.
Ghaly er auðvitað óútreiknanlegur. Maður veit ekkert við hverju maður á að búast þegar hann stígur inn á völlinn. Hann gæti farið í vitleysuna og reynt alltaf erfiðu leiðina og klúðrað öllu, eða hann getur spilað frábærlega. Í dag spilaði hann mjög vel. Skoraði frábært mark og var þyndarlaus í hlaupum sínum um völlinn. Hann á svo sannarlega hrós skilið fyrir þennann leik því ekki stendur á gagnrýninni þegar hann á slakann leik.
Cerny spilaði mjög vel líka. Ég vissi eiginlega ekki við hverju var að búast því hann er líklega í mjög lélegri leikæfingu og þetta var ansi stór leikur til að koma inn í. En hann varði á köflum mjög vel og var alltaf á tánum. Það er því óþarfi að kvíða ef Robbo verður eitthvað lengur frá.
En maður leiksins er að mínu mati Rocha. Þetta var klárlega besti leikur sem ég hef séð hann spila og hann var mjög solid þarna. Það er spurning hvort með tímanum hann og Dawson geti ekki bara orðið gott og traust teymi þarna aftast. Hann kom mér mest á óvart af öllum og fær því titilinn maður leiksins frá mér.
Menn eins og Dawson, Tainio, Zokora, Lennon og Berbatov spiluðu einnig gríðarlega vel. En ég hef séð þá spila svona áður og mun vonandi halda áfram að sjá þá spila svona vel.
En ég er mjög sáttur og tel möguleika okkar á heimavelli gegn þeim góða. Jose Morinho hefði kannski átt að spara aðeins stóru orðin fyrir leikinn. Það verður allavega gaman að fylgjast með viðbrögðum hans í dag.
Að hugsa sér að við séum taplausir í 6 leikjum í röð. Það eru eflaust margir sem voru búnir að afskrifa okkur fyrir mánuði síðan farnir að klóra sér í kollinum.
laugardagur, mars 10, 2007
föstudagur, mars 09, 2007
Braga 2 - Tottenham 3
Jæja nú er ég hættur að vera hissa. Það er kominn óstöðugur stöðuleiki hjá okkur ef svo má segja. Fyrir nokkrum misserum gat maður nánast bókað það að Spurs skori ekki sigurmark undir lok leikja. Allt í einu getur maður bókað það að ef staðan er jöfn þegar líða tekur á leikinn munum við skora sigurmark. Þannig að ég er kátur með þróun mála. En að leiknum...
Það kom svosem fátt á óvart í leiknum. Braga var að standa sig mjög vel og voru hreyfanlegir. Ég verð að viðurkenna að ég var farinn að geyspa ansi reglulega áður en við skoruðum fyrsta markið. Það spilar inní að dagurinn var erfiður og klukkan að ganga ellefu. En ég hrökk þó snarlega við þegar á sjónvarpinu til hliðar byrtist hálfnökt veðurfréttakona, og flutti veðurfréttirnar af mikilli sæmd. Smellpassaði inn í staðalýmindina um karlrembuna og fótboltann ;)
Markvörður Braga var að standa sig eins og hetja framan af og kom í veg fyrir að Berbatov ræki lokahöggið á snilldartilþrif hvað eftir annað. Mér var hugsað til þess hvort hönnuður búninga okkar í fyrra hafi kannski verið fenginn í að hanna búning hans. Hann var allavega ekki víðari en þeir búningar. En Bragamenn pressuðu meira bróðurpart leiksins án þess að skapa sér mikið af færum. Við hinsvegar fengum mörg úrvalsmarktækifæri sem fóru forgörðum. Það má því segja að við höfum verið líklegri aðilinn allann leikinn.
Mér fannst dómari leiksins mjög fínn mestann part fyrrihálfleiks. Hann var að leyfa mönnum að spila mjög fast og hélt þeirri línu. En þegar líða fór að seinni hálfleik missti hann tökin. Alltí einu fór hann að dæma á brot sem hann sleppti í upphafi leiksins og allt fór í rugl hjá honum. En ég nenni þó ekki að eyða tíma í að rakka hann niður, geymi svoleiðis til tapleikjanna.
Aftur get ég ekki fundið neinn einn leikmann Spurs sem var framúrskarandi og engann sem var lélegur. Keane fær atkvæðið mitt í valinu á manni leiksins. Zok, Lennon og Berbatov voru einnig mjög góðir.
Ég sagði að enginn hafi verið lélegur. Það er kannski með réttu hægt að segja að THUDD hafi verið lélegur í gær. En honum er vorkun af hlutverki sínu. Til að geta spilað vel á móti mjög hreyfanlegu liði þarf leikmaðurinn að vera sjálfur hreyfanlegur. Það er morgunljóst að THUDD er líklega einn svifaseinasti leikmaðurinn í boltanum. Hann er mjög góður á mörgum sviðum fótboltans og snillingur í sumu, en hann er rosalega seinn á fæti. Því skil ég ekki alveg hvað Jol gekk til með að setja hann inná. Þessi leikur hentaði honum aldrei. Því vill ég skrifa framistöðu hans á reikning Jol, þannig séð.
En allavega frábært að sigra þetta lið á heimavelli þeirra. Þessi sigur svo gott sem tryggði okkur farseðilinn í næstu umferð.
Það kom svosem fátt á óvart í leiknum. Braga var að standa sig mjög vel og voru hreyfanlegir. Ég verð að viðurkenna að ég var farinn að geyspa ansi reglulega áður en við skoruðum fyrsta markið. Það spilar inní að dagurinn var erfiður og klukkan að ganga ellefu. En ég hrökk þó snarlega við þegar á sjónvarpinu til hliðar byrtist hálfnökt veðurfréttakona, og flutti veðurfréttirnar af mikilli sæmd. Smellpassaði inn í staðalýmindina um karlrembuna og fótboltann ;)
Markvörður Braga var að standa sig eins og hetja framan af og kom í veg fyrir að Berbatov ræki lokahöggið á snilldartilþrif hvað eftir annað. Mér var hugsað til þess hvort hönnuður búninga okkar í fyrra hafi kannski verið fenginn í að hanna búning hans. Hann var allavega ekki víðari en þeir búningar. En Bragamenn pressuðu meira bróðurpart leiksins án þess að skapa sér mikið af færum. Við hinsvegar fengum mörg úrvalsmarktækifæri sem fóru forgörðum. Það má því segja að við höfum verið líklegri aðilinn allann leikinn.
Mér fannst dómari leiksins mjög fínn mestann part fyrrihálfleiks. Hann var að leyfa mönnum að spila mjög fast og hélt þeirri línu. En þegar líða fór að seinni hálfleik missti hann tökin. Alltí einu fór hann að dæma á brot sem hann sleppti í upphafi leiksins og allt fór í rugl hjá honum. En ég nenni þó ekki að eyða tíma í að rakka hann niður, geymi svoleiðis til tapleikjanna.
Aftur get ég ekki fundið neinn einn leikmann Spurs sem var framúrskarandi og engann sem var lélegur. Keane fær atkvæðið mitt í valinu á manni leiksins. Zok, Lennon og Berbatov voru einnig mjög góðir.
Ég sagði að enginn hafi verið lélegur. Það er kannski með réttu hægt að segja að THUDD hafi verið lélegur í gær. En honum er vorkun af hlutverki sínu. Til að geta spilað vel á móti mjög hreyfanlegu liði þarf leikmaðurinn að vera sjálfur hreyfanlegur. Það er morgunljóst að THUDD er líklega einn svifaseinasti leikmaðurinn í boltanum. Hann er mjög góður á mörgum sviðum fótboltans og snillingur í sumu, en hann er rosalega seinn á fæti. Því skil ég ekki alveg hvað Jol gekk til með að setja hann inná. Þessi leikur hentaði honum aldrei. Því vill ég skrifa framistöðu hans á reikning Jol, þannig séð.
En allavega frábært að sigra þetta lið á heimavelli þeirra. Þessi sigur svo gott sem tryggði okkur farseðilinn í næstu umferð.
þriðjudagur, mars 06, 2007
Sporting Braga - Tottenham
Fimmtudaginn 8 mars kl. 21:35 á Estádio Municipal de Braga
Hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að telja mönnum trú um að leikurinn sé ekki unninn nú þegar? Við erum svo hátt uppi að það er virðist ógerlegt að koma mönnum á jörðina. En staldrið aðeins við þetta... Þetta er oft það sem verður mönnum að falli. Ég býst við að leikmenn séu jafn hátt uppi og við stuðningsmennirnir eftir síðasta leik og undanfarnar vikur. Það er besta ávísun sem fyrir finnst á vanmati á andstæðingunum. Þess vegna skulum við reyna að róa okkur niður og reynum að virða andstæðinginn. Ég ætla gera mitt besta til þess að fá ykkur niður á jörðina, og hefst þá upphitunin.
Sporting Braga FC.
Stofnað: 1921
Gælunafn: Arsenal do Minho
Heimavöllur: Estádio Municipal de Braga (30.154)
Borg: Braga (norður Portúgal)
Nágrannar: Engir (Braga er eina fótboltaliðið í þessari borg)
Stjóri: Jorge Costa
Þetta Braga lið er frekar áhugavert lið. Þrátt fyrir að hafa verið meira og minna í efstu deild í 86 ár, eða frá því liðið var stofnað hefur því aldrei tekist að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna. Porto, Benfica og Sporting Club hafa skipt með sér efstu sætunum í áraraðir. Besti árangur Braga í deildarkeppninni er 4. sætið. en því hafa þeir náð nokkrum sinnum (m.a síðustu 2 tímabil). Eini titillinn sem þeir hafa landað var þegar þeir unnu portúgölsku bikarkeppnina árið 1966.
Viðurnefnið þeirra Arsenal do Minho er fengið þar sem leikvangurinn er í Minho hverfi í Braga og tengingin við Arsenal er komin þar sem þjálfari liðsins á öðrum áratug síðustu aldar fór til Englands að horfa á leik með Arsenal. Arsenal vakti svo mikla hrifningu hjá honum að hann ákvað að láta liðið spila í samskonar búningum og Arsenal. Þessi félög eru því svokölluð "vinafélög" og hafa af og til spilað æfingaleiki gegnum tíðina. Fátt annað virðist vera merkilegt í sögu þessa liðs.
Þó svo að liðið sé ekki hátt skrifað í evrópu eru þarna nokkrir menn sem eru þekkt nöfn. Það kannast eflaust einhverjir við þjálfara þeirra Jorge Costa. Costa þessi spilaði megnið að ferlinum með Porto en gat sér gott orð í portúgalska landsliðinu. Fernando Couto og Jorge Costa þóttu eitt besta miðvarðarpar í sögu landsliðsins.
Það kannast eflaust líka margir við leikmanninn João Pinto sem gerði garðinn frægann með Benfica á árunum 1992-2000, þar sem hann var þrisvar valinn knattspyrnumaður Portúgals. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall er hann þeim samt mikill liðsstyrkur.
Annar leikmaður sem kannski einhverjir kunna að kannast við er Argentínumaðurinn Andres Madrid. En hann hefur lengi verið eftirsóttur af liðum á Englandi og á Spáni. Þessi leikmaður þykir gríðarlega teknískur og yfirvegaður. Það er eins gott fyrir okkar leikmenn að hafa gætur á honum í leiknum.
Að öðru leiti verð ég að játa fáfræði mína á leikmönnum þeirra. En fyrst ég er byrjaður að tala um leikmenn þeirra er gaman að geta þess að Richardo Rocha sem spilar með Spurs í dag var leikmaður þeirra á árunum 1999 -2002. Hann spilaði þar 85 leiki og skoraði í þeim tvö mörk. Hann mun því eflaust geta gefið leikmönnum Spurs einhverjar upplýsingar um andstæðingana.
Leikvangurinn
Þegar ég fór að kynna mér lið Braga kolféll ég gjörsamlega fyrir leikvangi þeirra og hef því ákveðið að gefa honum smá kynningu. Leikvangurinn heitir eins og áður sagði Estádio Municipal de Braga. Það sem gerir þennann leikvang að fallegasta leikvangi sem ég hef séð er að hann er þannig séð BYGGÐUR INN Í FJALL. Já þið lásuð rétt. Margir muna kannski eftir að hafa séð þetta þegar spilað var á þessum velli í EM árið 2004. Leikvangurinn var einmitt byggður EM. Völlurinn er því ekki með þessa hefðbundnu hringlaga stúku, heldur eru stúkur sitthvoru meginn á langhlið vallarins. En myndir segja meira en þúsund orð um þetta mannvirki.Það voru margir sem gagnrýndu hönnun mannvirkisins af þeim ástæðum að það væri erfiðara að mynda stemmingu þegar stúkurnar tengist ekki. Reyndin hefur hinsvegar orðið önnur þar sem þetta er talinn einn erfiðasti völlurinn í Portúgal. Áhangendur eru þekktir fyrir ólæti og henda þá allskyns hlutum inn á völlinn. Sjáið bara þetta!!!
Þetta var þó ekki alveg stemmingin í síðasta evrópuleik gegn Parma. Það mættu rúmlega 6.000 manns á þann leik sökum hás miðaverðs. En ég á ekki von á að það muni gerast gegn okkur og tippa ég á troðfullann leikvang enda mikil eftirvænting eftir leiknum í Braga.
Braga í dag
Sporting Braga situr sem stendur í fjórða sæti portúgölsku deildarinnar. Þeir hafa verið að standa sig mjög vel á heimavelli, en verið ósannfærandi á útivöllum. Það er því mikil bjartsýni fólgin í því að ætla rúlla yfir þá þar því þeir töpuðu síðast á heimavelli í oktober. Braga komst inn í riðlakeppnina með 3-2 sigri á Chievo. Braga endaði svo í þriðja sæti riðilsins en komst engu að síður áfram á stigum.
Braga í Uefa Cup.
Eins og sést á töflunni hafa Braga unnið alla leiki sína á heimavelli samanlagt 7-0. Á útivelli hafa þeir aðeins unnið einn leik (gegn Parma) en tapað 2 leikjum í riðlakeppninni. Eins og menn sjá unnu Braga Parma samanlagt 2-0. Það má vissulega horfa á það þannig að Parma sé ekki beint sterkir í dag. Spekingar sögðu þó að þetta hefði verið frekar óvænt úrslit.
Tottenham.
Við höfum svo sannarlega komið á óvart í þessari keppni. það kemur kannski ekkert á óvart að við séum komnir svona langt.. þannig séð. Það sem kemur hinsvegar á óvart er hversu leikur Spurs í þessari keppni hefur verið skemmtilegur. Jafnvel þegar ekkert gekk í deildinni spiluðum við samt alltaf eins og stórlið í þessari keppni. Það er því kannski umhugsunarefni hvað muni gerast í þessari keppni núna þegar allt er á uppleið í deildinni? Við höfum nú unnið fjóra leiki í röð og skorað í þeim 14 mörk en fengið á okkur 5. Það veit hver einasti Íslendingur sem hefur vott af fótboltaáhuga hvernig síðasti leikur fór hjá okkur gegn West Ham.
Tottenham í Uefa Cup
Eins og við öll vitum var einvígið í 32. liða úrslitum aflýst þar sem Feyenoord var dæmt úr keppni vegna óláta stuðningsmanna þeirra í riðlakeppninni. Af þeim leikjum sem komið er höfum við ekki enn fengið á okkur mark á útivelli og skorað samanlagt 3 mörk í tveimur leikjum frá og með riðlakeppninni, en við unnum einnig útileik gegn S.Prag í forkeppninni 0-1. Staðan er því sú að við höfum ekki fengið á okkur mark á útivelli og Braga hefur ekki fengið á sig mark á heimavelli í þessari keppni.
Liðið
----------------------Robbo------------------
Chimb.------Dawson----Gardner-----Lee
Lennon-----Zokora------Tainio------Steed
---------------Keane-------Berbatov---------
Jenas er því miður meiddur og mun því ekki spila. Sömu sögu er að segja af Mido og Ekotto. Rocha verður einnig fjarverandi þar sem hann má ekki spila í Uefa vegna þáttöku sinnar með Benfica í evrópukeppninni. Val á markmanni og varnarmönnum ætti því ekki að valda Jol miklum heilabrotum. Ég býst svo að sjálfsögðu við að Steed Malbranque fái loksins byrjunarliðssætið sitt aftur. Ég býst einnig við að Tom Huddlestone verði á bekknum þar sem Zokora hefur verið að spila frábærlega undanfarið.Keane kemur aftur úr banninu og ég býst fastlega við honum frammi með Berbatov. En ef Berbatov skorar verður hann fyrsti leikmaðurinn í sögu Spurs til að skora í 4 leikjum í röð í Uefa Cup.
Leikurinn
Í raun hef ég ekki miklar áhyggjur af þessum leik. Ekki vegna þess að ég er 100% á að við vinnum, heldur vegna þess að ég er viss um að við munum rúlla yfir þá á heimavelli. Ef við töpum leiknum núna 2-0 mun ég ekki fá taugaáfall. Við getum rifjað það upp að 1984, tímabilið eftir að við unnum Uefa cup, unnum við þá samanlagt 9-0 og unnum útileikinn 0-3. En ég ætla ekki að missa mig í bjartsýninni og spá þessu 1-2 í erfiðum leik. Við sýndum það gegn Besiktas að við getum unnið leiki á erfiðum útivöllum og því munum við gera það sama gegn Braga. Ég hugsa hinsvegar að heimaleikurinn fari alltaf 4-0, en ég skal þó endurskoða það eftir þennann leik.
Skemmtið ykkur vel yfir leiknum.
Coys!
sunnudagur, mars 04, 2007
West Ham 3 - Tottenham 4
Ég spyr enn og aftur HVAÐ ER Í GANGI?
Er Tottenham ekki liðið sem tapar leikjum á lokamínútunum? Erum við ekki liðið sem hafði aðeins unnið 2 útileiki í deildinni. Nú vinnum við og skorum 4 mörk??? Vorum við ekki að tapa leiknum? Stalteri af öllum mönnum er sá sem tryggir okkur sigur. Maður er einhvernveginn svo ringlaður að ég næ eiginlega ekki utan um þennann leik. Ég ætla samt að reyna.
Framan af kom svo sem ekkert á óvart þannig séð. Maður vissi auðvitað að West Ham myndu mæta brjálaðir í þennann leik sem og þeir gerðu. Ég verð að gefa þeim risastórt klapp fyrir frábærann leik sem þeir hefðu í raun átt skilið að vinna. Ég alveg sárvorkenni öllum West Ham aðdáendum. Þetta verður ekki sárara en þetta. Þessi leikur hefði getað bjargað þeim hugsanlega frá falli en nú held ég að sú von sé úti þrátt fyrir að tölfræðilega sé þetta mögulegt. Þegar andstæðingurinn skorar mark þegar tvær mínútur eru komnar fram yfir viðbótatímann er viðbjóðslega sárt.
En ég ætla ekki að velta mér meira upp úr þeim. Ég verð að segja að eins sárt og þetta tap var fyrir þá var þetta jafn sætt fyrir okkur. Þegar maður sér svona karakter hjá liðinu sínu er maður auðvitað í skýjunum. Þetta var þriðji útisigurinn í röð!!! Við erum búnir að skora 13 mörk í 4 leikjum. Ef að þetta eru ekki tölur sem fá mann til að brosa út að eyrum er mönnum líklega ekki við bjargandi.
Leikur okkar manna var þó ekkert stórfenglegur og enginn að sýna stórleik. Ég sé samt enga ástæðu til að tíunda mistök einhverra leikmanna þegar við vinnum útileikina. Hinsvegar langar mig að draga athygli að unglingi sem kom inná undir lok leiksins. Taraabt náði kannski ekki að sanna sig í leiknum, en hann náði svo sannarlega að vekja á sér athygli. Þvílík ákveðni í þessum dreng. Hann minnir um margt á Lennon ef marka má framistöðu hans í dag. Þetta er sko drengur sem ég ætla að hafa auga á í framtíðinni.
TIL HAMINGJU ALLIR MEÐ FJÓRÐA SIGURINN Í RÖÐ OG NJÓTIÐ HANS ALVEG FRAM Á FIMMTUDAGSKVÖLD!
Er Tottenham ekki liðið sem tapar leikjum á lokamínútunum? Erum við ekki liðið sem hafði aðeins unnið 2 útileiki í deildinni. Nú vinnum við og skorum 4 mörk??? Vorum við ekki að tapa leiknum? Stalteri af öllum mönnum er sá sem tryggir okkur sigur. Maður er einhvernveginn svo ringlaður að ég næ eiginlega ekki utan um þennann leik. Ég ætla samt að reyna.
Framan af kom svo sem ekkert á óvart þannig séð. Maður vissi auðvitað að West Ham myndu mæta brjálaðir í þennann leik sem og þeir gerðu. Ég verð að gefa þeim risastórt klapp fyrir frábærann leik sem þeir hefðu í raun átt skilið að vinna. Ég alveg sárvorkenni öllum West Ham aðdáendum. Þetta verður ekki sárara en þetta. Þessi leikur hefði getað bjargað þeim hugsanlega frá falli en nú held ég að sú von sé úti þrátt fyrir að tölfræðilega sé þetta mögulegt. Þegar andstæðingurinn skorar mark þegar tvær mínútur eru komnar fram yfir viðbótatímann er viðbjóðslega sárt.
En ég ætla ekki að velta mér meira upp úr þeim. Ég verð að segja að eins sárt og þetta tap var fyrir þá var þetta jafn sætt fyrir okkur. Þegar maður sér svona karakter hjá liðinu sínu er maður auðvitað í skýjunum. Þetta var þriðji útisigurinn í röð!!! Við erum búnir að skora 13 mörk í 4 leikjum. Ef að þetta eru ekki tölur sem fá mann til að brosa út að eyrum er mönnum líklega ekki við bjargandi.
Leikur okkar manna var þó ekkert stórfenglegur og enginn að sýna stórleik. Ég sé samt enga ástæðu til að tíunda mistök einhverra leikmanna þegar við vinnum útileikina. Hinsvegar langar mig að draga athygli að unglingi sem kom inná undir lok leiksins. Taraabt náði kannski ekki að sanna sig í leiknum, en hann náði svo sannarlega að vekja á sér athygli. Þvílík ákveðni í þessum dreng. Hann minnir um margt á Lennon ef marka má framistöðu hans í dag. Þetta er sko drengur sem ég ætla að hafa auga á í framtíðinni.
TIL HAMINGJU ALLIR MEÐ FJÓRÐA SIGURINN Í RÖÐ OG NJÓTIÐ HANS ALVEG FRAM Á FIMMTUDAGSKVÖLD!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)