Uss... Þá er þáttöku okkar í ensku bikarkeppnunum lokið. Ég með trega óska dómaratríóinu sem og öðrum Chelseamönnum til hamingju með sigurinn. Ekki það að ég kenni dómurunum um tapið. Vafaatriðin voru ekkert frekar að detta Chelseameginn heldur voru það augljósu atriðin sem dómaratríóið lokaði augunum fyrir. Það að Carvalho (stafs) skuli ekki hafa fengið rautt, ekki einusinni gult er auðvitað bara dómaraskandall. Undir lokin var svo rúsínan í pylsuendanum þegar línuvörðurinn stendur við hlið Chelseamannsins sem sparkaði boltanum útaf og ÞEIR fá horn. Oooooohhh ég er svo pirraður. En ég ætlaði nú ekki að röfla svona mikið útaf dómaranum. Það vorum VIÐ sem töpuðum leiknum og ekki hægt að saka dómarann um hvernig fór.
Þetta var svo sem ekkert lélegur leikur hjá okkar mönnum. Það varð okkur hinsvegar dýrkeypt að lykilmenn voru ekki að ná sér á strik. Menn eins og Berbatov, Lennon, Zokora og fleirri voru ekki að sýna sínar bestu hliðar. Á móti liði eins og Chelsea gengur ekkert annað en að allir leikmenn eigi mjög góðann dag.
Æji ég er samt svo fúll eitthvað að mér langar helst að blóta og bölva. Ég kannski skrifa eitthvað meira þegar ég er búinn að róast aðeins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli