föstudagur, mars 09, 2007

Braga 2 - Tottenham 3

Jæja nú er ég hættur að vera hissa. Það er kominn óstöðugur stöðuleiki hjá okkur ef svo má segja. Fyrir nokkrum misserum gat maður nánast bókað það að Spurs skori ekki sigurmark undir lok leikja. Allt í einu getur maður bókað það að ef staðan er jöfn þegar líða tekur á leikinn munum við skora sigurmark. Þannig að ég er kátur með þróun mála. En að leiknum...

Það kom svosem fátt á óvart í leiknum. Braga var að standa sig mjög vel og voru hreyfanlegir. Ég verð að viðurkenna að ég var farinn að geyspa ansi reglulega áður en við skoruðum fyrsta markið. Það spilar inní að dagurinn var erfiður og klukkan að ganga ellefu. En ég hrökk þó snarlega við þegar á sjónvarpinu til hliðar byrtist hálfnökt veðurfréttakona, og flutti veðurfréttirnar af mikilli sæmd. Smellpassaði inn í staðalýmindina um karlrembuna og fótboltann ;)

Markvörður Braga var að standa sig eins og hetja framan af og kom í veg fyrir að Berbatov ræki lokahöggið á snilldartilþrif hvað eftir annað. Mér var hugsað til þess hvort hönnuður búninga okkar í fyrra hafi kannski verið fenginn í að hanna búning hans. Hann var allavega ekki víðari en þeir búningar. En Bragamenn pressuðu meira bróðurpart leiksins án þess að skapa sér mikið af færum. Við hinsvegar fengum mörg úrvalsmarktækifæri sem fóru forgörðum. Það má því segja að við höfum verið líklegri aðilinn allann leikinn.

Mér fannst dómari leiksins mjög fínn mestann part fyrrihálfleiks. Hann var að leyfa mönnum að spila mjög fast og hélt þeirri línu. En þegar líða fór að seinni hálfleik missti hann tökin. Alltí einu fór hann að dæma á brot sem hann sleppti í upphafi leiksins og allt fór í rugl hjá honum. En ég nenni þó ekki að eyða tíma í að rakka hann niður, geymi svoleiðis til tapleikjanna.

Aftur get ég ekki fundið neinn einn leikmann Spurs sem var framúrskarandi og engann sem var lélegur. Keane fær atkvæðið mitt í valinu á manni leiksins. Zok, Lennon og Berbatov voru einnig mjög góðir.

Ég sagði að enginn hafi verið lélegur. Það er kannski með réttu hægt að segja að THUDD hafi verið lélegur í gær. En honum er vorkun af hlutverki sínu. Til að geta spilað vel á móti mjög hreyfanlegu liði þarf leikmaðurinn að vera sjálfur hreyfanlegur. Það er morgunljóst að THUDD er líklega einn svifaseinasti leikmaðurinn í boltanum. Hann er mjög góður á mörgum sviðum fótboltans og snillingur í sumu, en hann er rosalega seinn á fæti. Því skil ég ekki alveg hvað Jol gekk til með að setja hann inná. Þessi leikur hentaði honum aldrei. Því vill ég skrifa framistöðu hans á reikning Jol, þannig séð.

En allavega frábært að sigra þetta lið á heimavelli þeirra. Þessi sigur svo gott sem tryggði okkur farseðilinn í næstu umferð.

Engin ummæli: