Jæja nú er ballið að fara byrja aftur eftir kærkomið hlé. Það verður nokkuð ljóst í svona fríum hvað þetta er svakalega tímafrekt áhugamál. En nóg um mig.
Við erum að fara mæta Reading og ansi margar spurningar ósvaraðar fyrir leikinn. Hafa leikmenn misst dampinn í fríinu? Var fríið kannski kærkomin hvíld fyrir lykilleikmenn? Munum við hefna 3-1 tapsins fyrr í vetur gegn Reading? Er Reading að missa dampinn?
Reading er án nokkurs vafa spútniklið ársins í Pl. Janúarmánuður var eflaust einhver sá ótrúlegasti í sögu félagsins. Þeir byrjuðu á að vinna West Ham 6-0 á nýársdag, og markaði það upphafið af 9 leikjum án taps í röð. Þeir unnu 7 af 9 fyrstu leikjum sínum á árinu og gerðu tvö jafntefli. En hæðir og lægðir eru tímabundið ástand eins og við þekkjum. Nú hafa þeir ekki náð að sigra leik í síðustu 5 leikjum. Reyndar hafa þeir ekkert verið að spila illa undanfarið. Þeir hafa verið óheppnir og hafa spilað bæði við Arsenal og Man U. í síðustu 5 leikjum, og þeir stóðu sig vel í báðum leikjunum þrátt fyrir tap. Þeir eru aðeins stigi á eftir okkur í deildinni með jafn marga sigra og eru því í sætinu fyrir neðan okkur.
Eitt er víst að Reading hefur sýnt það og sannað að það labbar ekkert lið auðveldlega í gegnum leiki gegn þeim. Þeir hafa verið að stríða öllum stærstu liðunum í Englandi með aðdáunarverðri baráttu og seiglu. Þó svo að við séum sigurstranglegri aðillinn í þessari viðureign og ég búist við sigri, á ég von á gríðarlega erfiðum leik þar sem við munum sigra með einu marki. Með sigri gæti svo farið að við næðum 5. sætinu, og því eftir miklu að sækjast.
Liðið
-----------------------Robbo--------------------
Chimb.-------Daws.-------Rocha-------Lee
Lennon------Zokora------Jenas-------Tainio
---------------Keane--------Berbatov---------
Öftustu 5 eru eiginlega sjálfkjörnir. Ekotto og Gardner eru meiddir og því er þetta okkar sterkasta varnarlína. Zokora og Tainio eru mikilvægustu menn liðsins í þessum leik. Ég býst við að við pressum þá framarlega og því verður ansi hörð barátta á miðjunni. Ég stilli upp liðinu eins og ég býst við að það verði en helst myndi ég vilja sjá Jenas á hægri kanntinum og Lennon á vinstri og Tainio og Zok saman á miðjunni. Keane og Berbatov eru svo sjálfkjörnir í framlínunni.
Ef spá mín um liðsuppstillingu gegnur eftir mun:
- Robbo spila 200asta deildarleik sinn á ferlinum.
- Lennon mun spila sinn 50asta leik sinn fyrir Spurs
-Tainio mun líka spila sinn 50asta leik fyrir Spurs.
Ég ætla að tippa á 3-2 sigur okkar manna.
Coys!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli