sunnudagur, nóvember 26, 2006

Arsenal - Tottenham




Arsenal
VS
Tottenham


Laugardaginn 2. Des. Kl 12:45, á Emirates Stadium



Áður en við byrjum
Það ríkir mikil óvild og jafnvel hatur í garð Arsenal meðal stuðningsmanna Spurs. Ég ætla mér ekki að vera með neitt skítkast í garð Arsenal í þessari upphitun. Það á bara ekki við mig. Þetta þýðir samt ekki að mér þyki svo vænt um Arsenal að ég geti ekki fengið mig til að skrifa neitt slæmt um þá.


Arsenal
Arsenal var stofnað árið 1886 Sem Dial Square. Þeir breyttu nafninu svo í Arsenal Woolwich þegar þeir urðu atvinnumannalið. Það voru starfsmenn Arsenal Royal sem stofnuðu félagið í Woolwich í suð-austur London. Thames áin var ekki brúuð á þeim tíma sem varð til þess að lítil aðsókn var á heimaleikina. Þetta varð til þess að félagið lennti í fjárhagserfiðleikum og ákvað að flytja sig yfir ánna. Árið 1913 fluttu þeir sig yfir á Highbury í aðeins nokkra kílómetra fjarlægð frá WHL. Þetta varð til þess að nágrannarígurinn myndaðist. Þegar þeir fluttu yfir afmáðist Woolwich af nafninu og eftir stóð Arsenal F.C. Þeir eru þar með 1 af 2 "professional" liðum sem bera ekki nafn af hverfi eða borg.
     Oft hefur verið talað um nágrannaríg Tottenham og Arsenal sem þann ofsafengnasta sem þekkist á Englandi. Ástæðuna má ekki aðeins rekja til nálægðarinnar heldur einnig skandals sem átti sér stað árið 1919. Fyrir þann tíma voru 20 lið í úrvalsdeild og tvö sem féllu ár hvert. Þetta ár var hinsvegar ákveðið að fjölga liðum í úrvalsdeild um 2. Tottenham og Chelsea voru þau lið sem áttu að falla en Chelsea fékk að vera uppi (enduðu í 19 sæti) Hitt sætið hefði því með réttu átt að fara til Spurs. Ef ekki Spurs þá allavega til liðsins í þriðja sæti í annarri deild. Henry Norris stærsti hluthafinn í Arsenal sat þá í stjórn knattspyrnusambandsins og fékk hann því framgengt að Arsenal sem endaði í 5. sæti annarar deildar fengi hitt sætið í úrvalsdeild. Margar samsæriskenningar eru uppi um þennann skandal. Ein er sú að árið 1915 komst upp um að stjórar Liverpool og Manchester Utd. hafi hagrætt úrslitum í lokaleik umferðarinnar til að koma í veg fyrir að Liverpool félli. Norris á þá að hafa boðið þeim að berjast gegn því að þeim yrði vikið úr fyrstudeildinni í staðinn fyrir stuðning þeirra í að koma Arsenal upp á kostnað Spurs. Þetta hefur að sjálfsögðu alltaf sett svartann blett á Arsenal í augum stuðningsmanna Tottenham og var aðeins til að kasta olíu á eld nágrannarígsins.
      Í sumar fluttu Arsenal sig yfir á nýjann leikvang þar sem Highbury stóðst m.a ekki evrópustaðla. Nýji leikvangurinn ber nafnið Emrirates Stadium eftir flugfélaginu Emirates Airline. Emirates er ekki stuðningsaðili Uefa og þar með viðurkenna þeir ekki nafnið og kalla hann annað hvort Arsenal Stadium eða Ashburton Grove

Arsenal hefur spilað nú í samfleytt 80 ár í efstudeild, sem er met í ensku deildinni. Arsenal á einnig metið yfir flesta leiki í röð án þess að tapa (49). Á áttunda og níunda áratuginum þótti Arsenal spila einkar leiðinlegan fótbolta þar sem leikur liðsins byggðist mestmegnis upp á sterkum varnaleik. Á þeim tímapunkti byrjuðu stuðninsmenn annara liða að syngja söngva um "boring, boring Arsenal". Þó svo að leikur Arsenal hafi breyst mikið á frá þeim tíma og þeir farnir að spila meiri sóknarbolta eru margir enn á því að þeir spili leiðinlegann bolta þar sem leikmenn eru sakaðir um að spila leikinn óheiðarlega með dýfingum og öðrum óþverrabrögðum. Stjóri Arsenal Arsene Wenger hefur að mörgu leyti tileinkað sér þennann stíl í viðtölum þar sem hann er oft mjög ósanngjarn og óheiðarlegur í garð andstæðinganna og dómarans.

Leikurinn
Því miður er tölfræðin ekki með okkur í þessum leik. Við höfum ekki sigrað Arsenal í 7 ár og ekki sigrað Arsenal á útivelli í 13 ár. Við getum hinsvegar horft til þess að við höfum ekki tapað fyrir Arsenal í 1 og 1/2 ár. Báðir leikirnir í fyrra fóru 1-1. Leikurinn á Highbury fyrr á þessu ári var heldur betur eftirminnilegur leikur. Þetta var þriðji síðasti leikur okkar á tímabilinu og við sátum í 4. sæti en Arsenal í því 5. Þessi leikur skipti því gríðarlegu máli fyrir bæði lið. Arsenal stillti ekki upp sínu sterkasta liði í þessum leik sökum mikils leikjaálags og áherslan var meiri á CL heldur en PL. Ég held að fæstir geti gleymt þessum leik því við skorðum alveg hreint stórkostlegt mark. Tveir leikmenn Arsenal voru eitthvað úti á þekju og hlupu á hvorn annann. Arsenal bjuggust við að við myndum spyrna boltanum útaf en dómarinn mat atvikið þannig að leikurinn gæti haldið áfram. Við skoruðum úr þessari sókn og leikmenn Arsenal voru alveg óðir af reiði (og þá einkum og sér í lagi Lehmann). Það er fátt skemmtilegra en brjálaðir Arsenalmenn. Það var svo Henry sem jafnaði metinn fyrir leikslok. Þetta þýddi að við höfðum nú 4 sætið í hendi okkar. Það fór nú eins og allir vita á annann veg. Það má því búast við að Arsenal vilji bæta upp fyrir þetta atvik sem átti sér stað í fyrra. En Arsenal hefur verið að strögla svolítið í upphafi eins og nokkur önnur lið. Arsenal situr í 6 sæti með 22 stig eftir 14 leiki, aðeins þremur stigum fleirri en Spurs sem situr í 11 sæti. Arsenal hafa nú tapað tveimur leikjum í röð (móti Bolton og Fullham) á meðan við erum ósigraðir í 13 af 14 leikjum okkar. Arsenal eru hinsvegar ósigrandi á Emirates leikvangnum.

Byrjunarliðið


---------------Robbo-------------
Chimbonda---Daws---King----Ekotto
Lennon------Zokora--THUDD--Steed
------------Defoe--Berbtatov------
Markið og vörnin er sem fyrr öruggt mál. Lennon og Zokora eru pottþéttir líka. Steed er svona nokkuð öruggur með vinstri kanntinn. Á þessum tímapunkti eru engar fréttir af Jenas. Þegar hann meiddist var talað um að hann gæti spilað þennann leik en meira hef ég ekki heyrt. Hann mun að sjálfsögðu spila ef hann verður heill. Ég tippa frekar á að THUDD fái að spila á miðjunni frekar en Tainio eða Davids. Framistaða hans í síðasta leik verðskuldar séns í þessum leik. Berbatov er öruggur inní sóknina. Ekkert nema meiðsli geta komið í veg fyrir það. Mido er meiddur og Berbatov átti stórleik gegn Wigan þannig að þetta er pottþétt. Defoe er hins vegar ekki eins öruggur. Ég hef samt trú á honum þarna inn. Málið er að ef Defoe stendur sig ekki getur Keane komið inn og gert góða hluti. Ef Keane byrjar og stendur sig ekki þá mun Defoe örugglega ekki gera það. Ég man bara ekki eftir neinum leik þar sem Defoe hefur komið inn sem varamaður og staðið sig vel. Það á einhvernveginn ekki við hann að koma svona inn í leiki. Defoe á líka sætið skilið eftir góða framistöðu gegn Wigan.

Mín Spá
Þetta er spurning um hvort maður eigi að vera með spá eða drauma. Draumurinn væri að sjálfsögðu að vera fyrsta liðið sem vinnur Arsenal á flugvellinum (djöfull er maður nú hnyttinn). Það væri að sjálfsögðu eitthvað sem myndi stimpla á mann brosið langt fram í næsta ár. Þó ég myndi aldrei segjast "hata" Arsenal er ekki þar með sagt að mér finnist þessir leikir ekki skipta meira máli en aðrir. Eins gaman og mér þótti að horfa okkur sigra Chelsea myndi sú gleði falla í algjörann skugga á þeirri gleði sem það myndi færa mér að vinna Arsenal. Sigur á Arsenal myndi þýða það að Spurs yrði skrifað í sögubækur Arsenal sem fyrsta liðið til að vinna á leik á flugvellinum, byggingin myndi standa sem minnisvarði sigurs okkar á Arsenal.

Til að koma okkur niður á jörðina aftur skulum við hinsvegar ekki gleyma því að við höfum enn ekki unnið útileik. Ef við getum ekki sigrað lið eins og Watford og Reading á útivelli er ansi hæpið að við förum að vinna Arsenal á útivelli. Tap er auðvitað það sem flestir búast við (f.u spursarana auðvitað). Við meigum auðvitað ekki setja ránna of hátt. Í ljósi þeirra staðreynda að okkur hefur ekki gengið alltof vel í deildinni og hörmulega á útivelli, og þeirrar staðreynda að Arsenal er taplaust á heimavelli og vilja eflaust með öllu móti bæta stuðningsmönnum sínum það upp þessa tvo tapleiki í röð er jafntefli mjög góð úrslit.

Ég er með ansi magnaða kenningu. Leikurinn mun fara 1-1. Það hafa aðeins tvennskonar úrslit litið dagsins ljós á Emirates: 1-1 og 3-0. Síðustu tveir leikir liðanna hafa farið 1-1. Ef sú spá rætist mun ég vera sáttur, mjög sáttur. Ég held samt enn í drauminn um sigur.

Coys!!!

Tottenham 3 - Wigan 1

Jæja mikilvægur sigur á Wigan í höfn. Þetta byrjaði nú ekki byrlega fyrir okkur. Við vorum gjörsamlega á hælunum fyrstu 30 mínúturnar í leiknum. Það var ekki annað að sjá en að við myndum tapa leiknum. Allt í einu var svo eins og risinn hafi vaknað. Tvö mörk með mínútumillibili frá Defoe og Berbatov tryggðu að við fórum með forustu inn í leikhléið. Bæði mörkin voru mjög glæsileg. Það var svo Aaron Lennon sem skoraði sitt annað mark á tímabilinu og þriðja mark Spurs og lennti því smiðshögginu á sigurinn. Merkilegt nokk að Lennon hefur nú skorað bæði mörkin með vinstrifætinum þrátt fyrir að vera réttfættur.

Mér finnst þó úrslitin ekki alveg endurspegla leikinn. Wigan fá hrós fyrir að gefast ekki upp og góða baráttu. Það ber þó ekki svo að skilja að við áttum ekki sigurinn skilið. Þrátt fyrir að margir leikmenn Spurs hafi spilað mjög vel var það þó ekki það sem mér þótti markverðast í leiknum. Það sem mér þótti markverðast var að við vorum ekkert að pakka í vörn í stöðunni 2-1. Við vorum að spila bara ágætis sóknarbolta þrátt fyrir að vera yfir. Það er auðvitað eitthvað sem maður er ekki vanur að sjá. Ég ætla að enda þetta á einkunagjöf og einstaka umsögn.

Robbo 8 - Markið sem Wigan skoraði var óverjandi. Þrír góðir leikir í röð. Lægðin hjá honum líklega yfirstaðin.
Chimbonda 8 - Mjög góður sem fyrr.
Dawson 9 - í algjörum heimsklassa í dag.
King 8
Ekotto 8 - Sýndi nýja hlið á sér í dag með því að vera virkur í sóknarleiknum.
Lennon 8 -
THUDD 8 - Hann var yfirvegaður á boltanum og átti mjög góðar sendingar. Mér finnst svolítið skrítið að hann skuli samt ekki vera ákafari í öllum aðgerðum eins og ungum leikmönnum sæmir. Held að þegar hann áttar sig á því hvað hann er góður muni hann vekja svipaða athygli og Lennon.
Zokora 8 - Hann er svona ruslakall eins og Makelele. Stundum finnst manni að maður hafi ekkert séð hann og fer að fylgjast betur með honum og þá sér maður hvað hann er að gera. Líklega þess vegna sem þetta er kölluð "ósýnileg vinna".
Steed 7 - Þegar ég sá hann fyrir viku var hann hræðilegur. Framförin í Leverkusen leiknum og svo aftur núna sýnir manni að hann eigi efir að vera góður þegar hann kemst á skrið.
Defoe 9 - Besta framistaða hans í langann tíma. Frábær snúningur í markinu og mikil markagræðgi (í góðum skilningi).
Berbatov 10 - Maður leiksins. Mér fannst hann minna mig svolítið á Sheva þegar hann var sem bestur hjá Milan. Ég held að Berbatov sé draumaleikmaður allra framherja til að spila með.

Tölvuvandamál

Vegna tæknilegra vandamála mun upphitunin falla niður í dag. Vonandi verður allt komið í lag seinnipartinn svo ég geti skrifað um sigurinn. COYS!

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Leverkusen 0 - Spurs 1

Frábær sigur hjá okkar mönnum í kvöld. Það verður að teljast ansi sterkt að vinna Leverkusen á útivelli. Það var líka frábært að það skuli hafa verið Berbatov sem skoraði markið. Það er líka frábært að við skulum vera búnir að tryggja okkur upp úr riðlinum. Eins frábært og þetta allt var var samt svo mikið sem pirraði mig í leiknum. Pirringurinn stafar held ég aðalega af því að sá sem lýsti leiknum er svo gott sem ótalandi. Ég held að það sé ástæða þess að ég lét aðra hluti fara í taugarnar á mér. Dafoe, Zakora, Simmbonda, Mídú, hosspynna og Doddenham er aðeins brot af því sem maðurinn sagði. Þetta einhvernveginn varð til þess að maður gat aldrei almennilega einbeitt sér að leiknum. Ég vona að Sýn fari nú fljótt að sýna smá metnað í þessum málum. Ég veit ekki hvort er skárra fyrir íslenska tungu að hafa enska þuli eins og Sýn hefur kvartað undan við Skjásport, eða hafa mann sem talar íslensku á við 5-8 ára barn. Ég hallast að því að fyrri kosturinn sé skárri hvernig sem á málið er litið.

Annað sem ég hjó svolítið eftir í leiknum var að Keane er í svolitlum vandræðum með að skjóta boltanum. Það er eins og hann þurfi nánast að vera einn á móti marki til að láta vaða. Ég sá það 2-3 sinnum í leiknum að Keane var kominn einn á móti einum og í stað þess að skjóta þurfti hann að snúa sér í allavega 4 hringi og taka 3 gabbhreyfingar til að reyna að losna við varnarmanninn í stað þess að keyra í átt að marki. Í eitt skiptið var hann svo einn á móti einum og í stað þess að gera það sem allir góðir framherjar gera að taka manninn á, þá hljóp hann út að hliðarlínu til að geta sent boltann fyrir. Ég vill sjá miklu meiri markagræðgi í Keane og aðeins minna kvart og kvein. En Keane var samt sem áður mjög góður og vann vel í þessum leik. Þessi atriði bara stungu mig svolítið.
Ég spyr mig líka að því hvort Tainio og Lennon hafi verið tilbúnir í leikinn. Maður er ekki vanur að sjá þá svona atkvæðalitla.

Ég vill nú alls ekki bara minnast á það sem miður fór. Þessi úrslit eru frábær og það voru leikmenn inná vellinum sem voru að spila glimrandi vel. Dawson, Ekotto, King, Zokora, Keane og Berbatov voru mjög góðir. Steed sýndi mikla framför frá síðasta leik. Robinson hlýtur samt að teljast maður leiksins. Eftir að hafa verið frekar slakur það sem af er tímabili spilaði hann mjög vel í kvöld og varði á köflum frábærlega. Þarna allt í einu sá maður glytta í gamla góða Robbo.

Til hamingju með úrslitin allir Spursarar og njótið vel. COYS!

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Leverkusen - Spurs

Nú er komið að þriðja leiknum í riðlakeppni Uefa cup hjá okkur. Við mætum Bayer 04 Leverkusen á BayArena heimavelli þeirra í Þýskalandi. Það er margt sammerkt með liðunum tveimur. Liðin eru á sama stað í deildunum eftir jafnmarga leiki. Leverkusen er í 12. sæti á meðan við erum í því 13. Það er því óhætt að segja að bæði lið eru að spila undir væntingum. Eins og allir vita er ein af goðsögnum Leverkusen að gera það gott fyrir Spurs. Berbatov er að mörgum talinn einn besti framherjinn sem hefur spilað fyrir Leverkusen. Hann mun því örugglega fá mikil viðbrögð frá áhangendum Leverkusen. Leverkusen hefur spilað einn leik í riðlakeppninni og gerðu þá jafntefli á útivelli gegn Club Brugge.
Við höfum eins og allir vita ollið svolitlum vonbrigðum í deildinni í vetur. Við erum á hinn boginn eldheitir í Uefa. Við höfum til þessa unnið alla okkar leiki í evrópukeppninni. Við að sjálfsögðu munum njóta góðs af því að Berbatov hefur spilað með andstæðingunum. Hann er því líklega búinn að koma upp um öll leyndarmál Leverkusen. Annað sem vinnur með okkur er tölfræðin. Leverkusen hefur aðeins einusinni tekist að sigra enskt lið í 13 leikjum. En auðvitað gefur tölfræðin eingin stig.
Liðin
Spurs.

--------------Robbo-------------
Chimb.-----Daws----King-----Ekotto
Lennon-----Ghaly---Zokora---Tainio
-----------Keane---Berbatov-----

Vörnin er auðvitað engin spurning. Það er kannski spurning hvort Jol treysti Chimbonda í heilan leik svo skömmu eftir þessi meiðsli hans. Lennon fer í læknisskoðun rétt fyrir leik. Ef Lennon verður meiddur verður Ghaly á hægri kanntinum. Zokora er samkvæmt mínum bókum öruggur inn í liðið. Ef Lennon er meiddur þá kemur THUDD inn. Jenas er ennþá meiddur. Vinstri kannturinn er algjört spurningarmerki. Steed var algjörlega ömurlegur í síðasta leik og því á ég ekki von á honum inn í liðið. Davids ætti alveg skilið að vera þarna en ég er ekki viss um að hann fái kallið. Helst myndi ég vilja sjá Murphy eða Tainio spila vinstra megin. Ég er algjörlega gáttaður á því að Murphy skuli ekki fá fleirri tækifæri. Hann var rosalega góður í byrjun tímabilsins en svo er hann tekinn úr liðinu for good. Framlínan er alveg örugg held ég. Þetta er evrópudúóið okkar.

Leverkusen
Ég hef ekki nokkra hugmynd hvernig þeir eiga eftir að stilla upp liðinu. En hérna eru nokkrir leikmenn sem ég þekki.
Voronin
Bernd Scneider
Jörg-Hans Butt
Carsten Ramelow
Athirson
Sergej Barbarez
Marko Babic
Nú ætla ég ekki að þykjast vita neitt um þetta lið enda aldrei fylgst með þýsku deildinni. En ég veit þó að þetta er stærsta áskorun okkar til þessa. Góð úrslit ættu væntanlega að vera jafntefli. Ég hef samt á tilfinningunni að við vinnum leikinn. Ég vona svo innilega að Berbatov skori. Ég spái því að við vinnum 1-2.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Blackburn 1 - Spurs 1

Ekki tókst okkur að vinna okkar fyrsta útileik í þetta skiptið. Það var svosem ekkert óvænt að gerast í þessum leik. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem þurftu virkilega sigur. Tvö rauð spjöld voru heldur ekkert sem hefði átt að koma mönnum á óvart, þó svo að mér hafi þótt bæði spjöldin heldur strangur dómur. Ég hélt reyndar að Jol hefði fengið reisupassann líka en svo er víst ekki. Þegar Tugay (stafs.) var rekinn útaf gerðist það sem maður sér oft gerast. Blackburn einfaldlega bættu upp missinn með því að spila tvíefldir. Sóknarleikur okkar var ekki upp á marga fiska enda ekki við því að búast. Ég ætla að enda þetta á nokkrum punktum þar sem ég nenni ekki að tengja þetta.

*Markið sem við fengum á okkur var engum að kenna. Tugay einfaldlega smellhitt'ann. Frábært mark!
*Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Malbranque. Var bara lélegur í þessum leik.
*Bjuggust menn við einhverjum stórleik hjá okkur þegar Lennon, Chimbonda og Jenas eru meiddir?
*Fyrir utan Steed var enginn leikmaður að spila illa fyrir okkar hönd þó svo að enginn hafi spilað áberandi vel. Þeir sem mér þótti þó einna skástir voru Dawson, Ekotto, King og THUDD.
*Ég ætla samt að velja THUDD mann leiksins. Mér fannst mjög virðingavert hversu yfirvegaður þessi 19 ára strákur var með boltann í leik sem þessum. Þarna sannaði hann það fyrir mér að hann á eftir að verða stórstjarna innann nokkurra ára.
*Ég stóð bara sáttur upp eftir leikinn. Blackburn meiga eiga það að þeir börðust rosalega vel í þessum leik.

Nú bíður maður bara spenntur eftir næsta leik okkar sem er á móti Leverkusen. Ég get varla beðið, ég elska þessa evrópuleiki.

Blackburn - Spurs

Aftur fáum við útileik eftir að hafa verið kjöldregnir í síðasta leik af leikmönnum Reading. Þetta er stór leikur fyrir bæði lið. Spurs hefur enn ekki unnið leik á útivelli og stuðningsmenn Spurs munu fylgjast vel með gangi mála í þessum leik. Það myndi sýna gríðarlegt metnaðarleysi ef leikmenn myndu ekki mæta tvíefldir til leiks, staðráðnir í að bæta upp fyrir síðasta leik. Við höfum ekki tapað fyrir Blackburn í síðustu 4 leikjum okkar við þá. Einhverjir munu því eflaust búast við auðveldum leik þar sem okkar menn munu mæta vel stemmdir til leiks. Þetta er ekki svo auðvelt. Blackburn er nefninlega í sömu stöðu. Eftir að hafa tapað síðustu 4 deildarleikjum og aðeins fengið 1 stig af mögulegum 15 munu þeir eflaust vilja bæta ráð sitt.

Ekki bætir það úr skák að við erum að kljást við töluverð meiðsl í hópnum okkar. Chimbonda, Lennon, Jenas og Stalteri eru meiddir. Þetta verður því erfiður róður hjá okkar mönnum. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Tainio er orðinn heill. Keane skorðai minnir mig þrennu í landsleik í vikunni og Malbranqe er orðinn alheill. Hjá þeim er Lukas Neill og Zurab Khizanishvili báðir frá og Gamst Pedersen er tæpur.

Liðsuppstilling

--------------Robbo---------------
Lee-------King------Daws------Ekotto
Ghaly----Zokora---Tainio--Malbranque
---------Keane------Berbatov--------

Ég veit ekki alveg hvort Tainio verði þarna með Zokora. Ég tippa á það þar sem við gætum þá notað hann sem sókndjarfann miðjumann. Davids og THUDD eru ekkert síðri kostir en Tainio. Þetta verður barátta og Davids skortir ekki baráttunu. THUDD er vöðvabúnt og því myndi hann verða mjög góður kostur í þessum leik. En ég held að ef Tainio er heill fái hann sætið. Ég held að framlínan verði svona þó svo að ég telji að Mido ætti tvímannalaust að byrja leikinn. Mido er svo miklu líkamlega sterkari leikmaður en Berbatov. Styrkur er einmitt það sem við þurfum á móti Blackburn. Berbatov mun einfaldlega ekki vinna eitt einasta skallaeinvígi á móti Blackburn. Dawson sem var 23 ára í gær mun að öllum líkindum spila sinn fimmtugasta leik í Spurstreyju og ef Defoe nær að skora skilst mér að það verði hans fimmtugasta mark.

Dómarinn
Dómari leiksins verður Phil Dowd. Þetta ætti að hennta okkur frekar illa. Við erum að fara keppa á móti því liði sem hefur fengið á sig flest spjöldin í deildinni = Grófasta liðið. Dowd er hinsvegar sá dómari sem hefur gefið næst fæst spjöldin í vetur. Samkvæmt þessu fáum við því að sjá ansi fast spilaðann leik.
Dowd dæmdi sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Bolton lagði Spurs 2-0.

Spá
Þetta verður ekki mjög skemmtilegur leikur. Þetta verður barátta. Við eigum að sjálfsögðu eftir að sakna Chimbonda og Lennon gríðarlega. Ég held að jafntefli verði niðurstaðan í þessum leik. Veit bara ekki hvort það verður 0-0 eða 1-1.

laugardagur, nóvember 18, 2006

Afmæli (ekki tengt sykurmolunum :)

Ég vill nota tækifærið og óska Paul Ifil og Michael Dawson til hamingju með afmælið. Dawson er 23 ára í dag og Ifil er 20. Vonum að þeir fagni líka eftir leikinn á morgunn. Ég er að fara skrifa upphitun núna kemur annað hvort í kvöld eða fyrramálið.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Liðið (hægri bakvörður)

Það vildu margir meina að á síðasta tímabili hafi þetta verið ein af veikustu stöðunum okkar á vellinum. Við skulum aðeins skoða hversu breytt þessi staða er í dag.

Paul Stalteri (7)

Stalteri er 29 ára kanadískur landsliðsmaður. Hann spilaði með Totonto Lynx til ársins 1997. Hann fór þaðan til Bremen í Þýskalandi og spilaði þar til ársins 2005. Eftir tímabilið 2004-05 var hann með lausann samning og gekk til liðs við okkur á Bosmanreglunni. Fyrsta tímabilið hans með Spurs spilaði hann 35 leiki og skoraði 2 mörk.



Stalteri missti sem sagt aðeins af 5 leikjum á síðasta tímabili. Hann hlaut mikla gagnrýni á síðari hluta tímabilsins í fyrra fyrir að vera of mistækur í vörninni. Sú gagnrýni var í raun réttmæt. Hinsvegar
fékk hann ekki það hrós sem mér þótti hann eiga skilið á fyrri hluta tímabilsins. Það er örugglega erfitt fyrir leikmann að það sé þagað um það sem hann gerir vel en gagrýnt um leið og illa gengur. Mér finnst ég sjá það sama vera gerast núna með Ekotto í vinstri bakverðinum. Hann er að standa sig mjög vel en gleymist mjög oft þegar leikmönnum Spurs er hrósað. Það er fyrir mér algjör ráðgáta hvernig leikmaður getur farið úr því að vera frambærilegur bakvörður fyrir lið í toppbáráttu yfir í að jafn lélegur og raun bar vitni um í seinni hluta tímabilsins.


Niðurstaða:

Maður veit eiginlega ekki hvar maður hefur hann núna. Var þetta löng lægð sem hann gekk í gegnum á síðari hluta tímabilsins? Eða var hann að spila sínu bestu leiki á ferlinum fyrri hluta tímabilsins? Ég er allavega sáttur við að þurfa ekki að komast að því "the hard way". Mér sýnist á öllu að Stalteri sé nú þriðji maður inn í hægri bakvörðinn á eftir Chimbonda og Lee. Ég treysti mér ekki til að segja hvor sé betri kostur sem varamaður Chimbonda: Stalteri eða Lee. Stalteri er tvímannalaust nægilega góður leikmaður til að vera varaskeifa, þannig að ég lít svo á að hægri bakvörðurinn sé nú ein best mannaða staðan á vellinum.


Pascal Chimbonda (2)
Pascal Chimbonda er 27 ára gamall Frakki. Hann er fæddur á karabísku eyjunni Guadeloupe. Hann byrjaði atvinnuferilinn í fótboltanum hjá Le Havre. Eftir 4 ár með þeim færði hann sig yfir til Bastia. Þegar þeir féllu svo um deild árið 2004 vildi Chimbonda fara. Wigan keypti hann svo á hálfa milljón punda fyrir tímabilið í fyrra. Chimbonda var fastamaður hjá Wigan frá fyrsta degi tímabilsins til þess síðasta. Hann spilaði mjög vel í fyrra og verðskuldaði að vera valinn sem hægri bakvörður í úrvalslið tímabilsins í fyrra. Eftir útnefninguna í lið ársins gaf Chimbonda það út að hann vildi fara frá Wigan. Spurs sýndu honum áhuga frá byrjun en Wigan vildi ekki sleppa honum. Eftir nokkra mánaða samningaþóf tókust samningar rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað. Verðið 5,25 milljónir punda. Það er því óhætt að segja að Wigan hafi ávaxtað pundið vel.

Það sem af er tímabili er Chimbonda að mínu mati búinn að vera okkar besti leikmaður. Hann hefur spilað alveg hreint út sagt stórkostlega. Hetjudáðin sem hann sýndi þegar hann spilaði meiddur á móti Chelsea var auðvitað bara eins og klippt úr Hollywood mynd. Það hafa eflaust flestir tekið ástfóstri við þennann leikmann eftir þann leik. Chimbonda bíður uppá heilmargt sem við höfðum ekki í fyrra. Hann er mjög sterkur varnarlega. Hann er gríðarlega ákveðinn og ég efast um að ég eigi nokkurtíma eftir að sjá leikmann sóla hann upp úr skónum. Hann er líka mjög sprettharður leikmaður sem nýtist okkur mjög vel í sóknarleiknum. Hann er svo sannarlega búinn að þagga niður allar efasemdarraddir sem heyrðust þegar hann var keyptur... í bili allavega.

Það sem ég hef svolitlar áhyggjur af er viðhorf og hegðun Chimbonda. Hann fer frá Bastia í fússi. Hann sagðist vera búinn að fá nóg af því að vera kallaður ýmsum kynþáttafordómafullum nöfnum af sínum eigin stuðningsmönnum. Það er hinsvegar enginn liðsfélagi hans, þjálfari, eftrilitsdómarar eða stuðningsmenn sem kannast við þetta. Ástæðan er frekar talin að hann hafi ekki viljað spila lengur með liðinu eftir að það féll. Þegar hann kom svo til Wigan sagðist hann vera ánægður með félagaskiptin og sagði að þetta væri skref upp á við. Þegar hann svo kemst að því að hann hafi verið valinn besti hægri bakvörðurinn í fyrra vill hann umsvifalaust fara og segir komu sína til Wigan aðeins hafa verið til að fá athygli stærri liða. Þetta er auðvitað fáránlegt. Maður óneitanlega velltir því fyrir sér hvað myndi gerast ef Man U., Chelsea eða önnur stór félagslið vildu fá hann. Myndi hann fara á augabragði með sömu stælum og hann hefur sýnt í síðustu tveimur félagaskiptum sínum? Við vonum ekki og dæmum hann ekki fyrirfram.

Niðustaða.
Með komu Chimbonda batnaði staða hægri bakvarðar gríðarlega. Undir lok síðasta tímabils var þetta ein af veikustu stöðum okkar á vellinum en Chimbonda hefur gert þetta af einni sterkustu stöðunni okkar á vellinum. Gríðarleg framför og það verður gaman að fylgjast með Chimbonda það sem eftir lifir vetrar.

Young-Pyo Lee (3)
Lee er fjölhæfur bakvörður sem getur spilað hvoru meign sem er. Hann er réttfættur og því hentar honum líklega betur að vera hægra megin. Hann er gríðarlega fljótur leikmaður og ætti að geta stungið flesta af jafnvel með boltann. Hann hefur þó aldrei náð að standa undir væntingum mínum. Hann mun hafa það hlutverk í vetur að vera varamaður fyrir bæði Chimbonda og Ekotto. Ég mun taka Lee ýtarlegar fyrir þegar ég skrifa um vinstri bakvörðinn.


Philip Ifil (29)

Hér er á ferðinni ungur og efnilegur leikmaður. Hann er tvítugur og kom upp í gegnum yngri flokkastarf Spurs. Hann hefur spilað leiki með U-20 liðið Englands og spilað 2 leiki fyrir Spurs í deild. Ég man ekki eftir að hafa séð hann spila með Spurs en af honum fer gott orðspor. Annars veit ég mjög lítið um manninn. Ég í sjálfu sér bind litlar vonir við Ifil en ef það rætist eitthvað úr honum er það bara plús fyrir okkur.



Heildarniðurstaða:

Við getum í raun orðað þetta svona: Stephen Kelly fer frá liðinu og við fáum Chimbonda í staðinn. Það sýnir kannski best þá framför sem orðið hefur í þessari stöðu. Ég býst við að Chimbonda eigi eftir að verða okkur ómetanlegur liðstyrkur í vetur. Eins og hann hefur verið að spila núna undanfarið er á hreinu að við erum með eina best mönnuðustu varnarlínu í deildinni.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Liðið (Markið)

Jæja til að dreyfa huganum aðeins frá síðasta leik okkar gegn Reading langar mig að tala um eitthvað allt annað. Ég hef verið að vellta því fyrir mér að skrifa svolítið um liðið svona lið fyrir lið. Ég ætla mér að taka hverja stöðu fyrir sig og grandskoða hana m.a með tilliti til hvort við stöndum betur nú en í fyrra. Ég ætla að gera þetta í pörtum og taka svona eina og eina stöðu eftir því sem tími gefst til.

Markið

Markið er mannað á sama hátt og í fyrra. Paul Robinson er aðalmarkvörðurinn, Radek Cerny er varamarkvörður og þriðji markvörðurinn er Marton Fulop.

Paul Robinson

Kom til liðsins fyrir tímabilið 2004-05, þá 25 ára gamall. Robinson sem er oft kallaður Robbo eða Englands nr. 1 kom til liðsins frá Leeds eftir að þeir lenntu í fjárhagserfiðleikum. Robinson spilaði frábærlega fyrsta tímabilið hjá klúbbnum. Hann var að mörgum talinn maður tímabilsins og kaus Tottenhamklúbburinn á Íslandi hann sem mann tímabilsins. Robinson hefur mikla persónutöfra og þykir einkar geðgóður. Hann hefur því verið í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum frá því að hann gekk til liðs við okkur. Með frammistöðu sinni tryggði hann sér byrjunarliðssæti í enska landsliðinu.

Síðasta tímabil var svona la la hjá Robbo hann gerði nokkur mistök sem kostuðu okkur mark og var ekki jafn öflugur og tímabilið áður. Það væri þó ofsögum sagt að hann hafi verið slakur í fyrra. Hann átti marga mjög góða leiki og í heildina þá stóð hann sig bara ágætlega. Það er nú samt einusinni þannig að mistök markvarðar eru oft afdrifaríkari en annara leikmanna og því eru þau endursýnd aftur og aftur.

Eftir tímabilið í fyrra hélt þróunin áfram. Robinson var svona sæmilegur á HM. Það komu hinsvegar nokkrar umræður um að England hefði ekki lengur neinn heimsklassa markmann og svona óbein gagnrýni á Robinson.
Það sem af er þessu tímabili hefur Robinson ekki enn fundið fjölina sína. Við vitum alveg að Robinson í sínu besta formi getur varið ótrúlegustu skot. Það sem hefur alltaf verið stærsti kostur Robbo að vera fljótur að átta sig og ná að slæma hendi í boltann hefur ekki látið á sér kræla það sem af er tímabili. Helsti ókostur Robbo í gegnum tíðina hefur hinsvegar alltaf verið að hann vill helst ekki grípa bolta. Hann kýlir þá frekar eða slær þá.

Niðurstaðan:
Í augnablikinu er Robinson ekki að spila eins vel og hann getur. Við þurfum að hafa hann í sínu besta formi ef við ætlum að ná langt í vetur. Ég er þó ekki tilbúinn að afskrifa hann. Ég lít frekar á þetta sem lægð sem er búin að standa yfir helst til of lengi. Robinson þarf að komast í betra form til að vera léttari á sér. Ég held kannski að Robinson þurfi að fá smá wake up call með því að taka hann úr liðinu. Ef hann fær skýr skilaboð um að hann sé ekki að standa sig mun hann líklega taka sér tak og vinna aðeins í sínum málum.

Radek Cerny

Cerny er fyrsti varamarkmaður okkar. Hann er 32 ára tékki, lánsmaður frá Slavia Prag. Cerny sem kom til liðsins í janúar árið 2005 spilaði fyrsta leik sinn fyrir Spurs í 5-1 sigri okkar á Aston Villa þegar Robbo meiddist. Ekki slæm innvígsla það. Cerny stóð svo í markinu þegar við unnum Peace cup sumarið 2005. Hann spilaði svo með varaliðinu á síðasta tímabili og hefur það einnig verið hlutskipti hans núna fyrir utan bikarleiki. Eins og staðan er í dag óttast ég ekki ef að Cerny þarf að spila nokkra leiki. Við höfum einfaldlega ekki verið að ná því besta úr Robbo sem komið er og því spurning hvor sé betri kostur í dag.

Niðurstaða:
Cerny er góður markvörður þó svo að við séum ekki að tala um heimsklassa. Það er ansi erfitt að vera varamarkvörður. Tækifærin eru fá og því erfitt að halda í góða varamarkmenn.

Marton Fulop

Fulop er 23 ára ungverskur markmaður. Hann kom til Spurs í mars 2005 frá MTK Hungaria. Ég veit í raun voðalega lítið um þennann leikmann. Ég held að þetta sé engin verðandi stórstjarna. Hann hefur verið að spila aðeins með varaliðinu og hefur farið tvisvar í lán eftir að hann kom til okkar. Það kæmi mér ekki á óvart að hann yrði seldur áður en hann fengi að spila nokkurn einasta leik fyrir aðalliðið. Ef einhver veit betur er honum velkomið að segja sína skoðun á honum.


Heildar niðurstaða:

Við erum með nægilega góðann mannskap í þessa stöðu á vellinum. Á þessum tímapunkti er hinsvegar Robinson einfaldlega ekki að spila á pari við getu. Ef hann nær að rífa sig upp úr þessari lægð erum við í ágætismálum hvað markmannsstöðuna varðar. Ef ekki þá munum við ekki ná langt í vetur. Við verðum bara að krossa fingur og styðja við bakið á Robbo.


Næst mun ég taka hægri bakvörðinn í gegn. Það er samt algjör óþarfi að halda í sér andanum :) ég ætla mér bara að taka svona pistla annað slagið. Gæti þess vegna verið allt tímabilið að klára stöðurnar. Ég set því labelið "liðið" hérna neðst þannig að þið getið þá smellt á það ef þið viljið sjá öll skrif mín um þetta í framtíðinni.

Reading 3 - Spurs 1

Án efa einn af leiðinlegustu leikjum sem ég hef séð Spurs spila. Það var enginn leikmaður nálægt því að spila sæmilega nema kannski Keane. Meira að segja King og Dawson sem eru yfirleitt mjög góðir meiga vera sáttir með að fá 4 í einkun fyrir leikinn. Mér finnst ótrúlegt að það skuli enginn leikmaður Spurs nennt að spila þennann leik (nema eftil vill Keane). Leikmenn Spurs reyndu ekki einusinni að vinna leikinn. Það gerðist reyndar tvennt gott í þessum leik. Liðsmaður Spurs skoraði fyrsta mark okkar á útivelli (hitt markið á útivelli var sjálfsmark Angels). Hitt atriðið var að heilladísirnar voru svo sannarlega með okkur í þessum leik. Sanngjörn úrslit hefðu verið svona 5-1. Það er hreint með ólíkindum að Reading hafi ekki náð setja hann oftar undir lokin þegar þeir áttu m.a skot í stöngina.


Robinson - 5
Lee - 4
Dawson - 4
King - 4
Lennon - 5
Jenas - 4
Zokora - 3
Ghaly - 4
Berbatov - 4
Keane - 6

En ég nenni ekki að skrifa meira um þennann leik. Vonum bara að leikmenn nýti sér þennnan leik til að mótívera sig fyrir næsta leik.

laugardagur, nóvember 11, 2006

Reading - Spurs

Sunnudaginn 12 nóv. kl:13:30 á Madejski Stadium.

Jæja eftir að hafa spilað 3 leiki í röð á WHL (og unnið þá alla). Er komið að útileik. Andstæðingarnir eru nýliðar Reading. Ef einhver er að hugsa að þetta verði ganga í garðinum er ég með smá fróðleik. Við höfum enn ekki unnið leik á útivelli og markatalan okkar er 1-7. Við höfum aðeins skorað 1 mark og fengið á okkur 7 mörk í útileikjunum. Reading hefur verið svona smá jójó það sem af er vetri. Þeir hafa náð jafntefli á móti Man U. Töpuðu aðeins 1-0 fyrir Chelsea í sögufrægum leik þar sem báðir markmenn Chelsea meiddust og eina markið var sjálfsmark Ívars Ingimarssonar. Leikinn eftir þann leik töpuðu þeir 0-4 gegn Arsenal.Þeir spiluðu glymrandi bolta í 4-3 tapi gegn Liverpool á Anfield í deildarbikarnum. Reading er búið að skora 10 mörk í deildinni á meðan við höfum aðeins sett'ann 7 sinnum. þannig að það er ekkert öruggt, sérstaklega þar sem við náðum aðeins jafntefli í síðasta útileik gegn WATFORD. En nú er upptalið það sem vinnur gegn okkur. Nú skulum við aðeins skoða hvað vinnur með okkur. Við erum búnir að spila núna 10 leiki í röð án taps! Við unnum Chelsea í síðasta leik okkar í deildinni. Það vill oft verða þannig að eftir svona stórsigra verður spennufall í næsta leik og menn koma með skell niður á jörðina. Ég hef enga trú á að það verði staðan í þessum leik. Sumir tóku út spennufallið í síðasta leik s.b Lennon. Leikmenn vita að þó þeir hafi komist yfir risa hindrun í síðasta leik bíður þeirra jafn stór hindrun núna. Þeir einfaldlega verða að fara að vinna útileik! Þess vegna held ég að leikmenn komi inn í leikinn vel stemmdir og ákveðnir. VIÐ HÖFUM EKKI UNNIÐ READING Í 76 ÁR. En þá spiluðum við líka síðasta leik okkar við Reading (múahahahah). Við höfum ekki tapað leik á dags. 12.11 í 40 ár. Með sigri á morgunn lyftum við okkur úr ellefta sæti í það sjöunda og jöfnum Arsenal að stigum (en þurfum að vinna með 14 marka mun til að komast fyrir ofan þá).

Byrjunarliðið
Ég spái svipuðu byrjunarliði og á móti Chelsea. Ég á ekki von á Malbranqe í byrjunarliðið strax þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik fyrr í vikunni eftir mjög löng meiðsli. Ég held að Jol taki ekki þá áhættu. Ég held einnig að þrátt fyrir frábæra frammistöðu gegn Port Vale muni THUDD verma bekkinn gegn Reading. Þá mun liðið líta svona út:
-----------------Robbo--------------
Chimb.------Dawson----King----Ekotto
Ghaly-------Jenas-----Zokora--Lennon
------------Berbatov--Keane---------

Þrátt fyrir að Reading sé búið að skora fleirri mörk en við í deildinni hef ég það á tilfinningunni að við höldum hreinu gegn þeim. Ástæðan er sú að Robbo mun leggja extra efford í að halda hreinu í hundruðasta leiknum í Spurstreyjunni. Því spái ég 2-0 fyrir okkur.

COYS!

föstudagur, nóvember 10, 2006

Ferðasaga (Birgir)

Hann Birgir sem kommentar hér reglulega skrifaði smá ferðasögu eftir leik Spurs og Chelsea. Ég fékk leyfi frá honum til að byrta hana hérna á aðalsíðunni. Endilega ef þið farið á leik þá megið þið skrifa ferða sögu og senda á spursarinn@gmail.com ég gjörsamlega elska þessar sögur. Þetta er hreint út sagt frábær saga, ég var með gæsahúð á meðan ég las þetta. Nú er ég orðinn heitari en nokkru sinni fyrr að fara á WHL. Njótð!

5 . Nóvember 2006

Vaknaði ég fyrir 9 á sunnudagsmorgni , líklega var spenningurinn of mikill.. svona eins og á jólunum þegar maður var lítill.
Var bara chillað um morguninn og svo var farið á lestarstöðina í St. Albans þar sem ég bý um hádegisbilið ( St. Albans er 80.000 manna bær rétt norðan við London ). Pabbi kom í heimsókn til mín um helgina, bara til að fara með mér á völlinn.
Eftir að hafa ferðast frá St. Albans til WHL mörgum sinnum, þá er ég búinn að komast að því að ef allt gengur eftir, þá er þetta rúmlega 45 mín ferðalag... Það var ekki svo auðvelt í þetta skiptið.
Endalausar viðgerðir á lestarkerfinu gerði okkur erfitt fyrir ... King Cross var lokuð og Victoria Line ekki að ganga sem skildi. Eftir 2. lestir, 4. strætóa og tveimur tímum seinna vorum við loksins fyrir utan völlinn !!

Var byrjað á því að skella sér í Tottenhambúðina, en reyndar verslaði bara einn límmiða i bílinn en pabbi gamli verslaði sér Spurs úlpu, húfu og eitthvað fleira.
Nú var maður orðinn frekar þyrstur svo pöbbinn var næstur á dagskrá. Fórum við á Bell & Hare sem er við hliðina á vellinum og skelltum í okkur nokkrum drykkjum og drukkum í okkur stemmninguna sem var að byggjast upp. Pöbbinn við hliðina byrjaði að syngja og þá fórum við að syngja og svo var sungið saman. Frekar gaman og maður fékk alveg gæsahúð.
Um hálftíma fyrir leik yfirgáfum við svo pöbbinn og leiðin lá í hólf H í East Stand ... vorum þar með sæti á fremsta bekk. Hólf H er svotil á móts við vítapunkt á langhliðinni.
Skellti maður smá veðmáli á leikinn hjá Ladbrokes ( auðvitað á Spurs sigur ) og svo var farið í sætið. Þar sem við vorum á fremsta bekk í upperstand, þá vorum við eiginlega með borð fyrir framan okkur, frekar nice. Einnig hægt að nota þetta “borð” sem trommu.. sem maður gerði mikið á meðan á leik stóð.
Áður en leikurinn byrjaði fann maður hvað það var mikill hugur í stuðningsmönnum Spurs fyrir þennan leik, þennan leik átti að vinna.

Ekki byrjuðum við leikinn vel, en aldrei hættu áhorfendur að tralla og syngja og styðja liðið ... það átti eftir að borga sig.
1-1 í hálfleik ... Makelele og Dawson.
Sigurmarkið kom svo fljótlega í seinni hálfleik, og við vorum með hið besta view. Keane leikur sér að Chelseamanni á vinstri kantinum ( þeim megin sem við sátum ) , sendir fyrir, boltinn endar hjá Lennon sem plater Cole og setur hann svo örugglega í fjærhornið.. snilldarmark og allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Það gjörsamlega trylltist allt af fögnuði .. og stóð yfir nokkuð lengi.
Svo tók við rúmur hálftími í stressi ... stangarskot hjá Robben ( hjúkk ) og svo fengum við líka færi ...

Svo þegar flautað var til leiksloka ætlaði þakið að rifna af stúkunni .. fólk fagnaði eins og Spurs hefðu orðið heimsmeistarar !! þetta var rosalegt. Að ná “loksins” að vinna Chelsea er eitthvað sem allir eru búnir að bíða eftir í 16 ár.
Maður var alveg í skýjunum, með gæsahúð og með bros út að vör...
Svo var farið í Ladbrokes á vellinum að sækja vinninginn ( 5000 kall ) .. þaðan var síðan farið á pöbbinn sem er við hliðina á Bell & Hare ... þar var sungið alveg hástöfum allan tímann sem við vorum þar og stemningin ekkert ósvipuð og hún var inná WHL ... svo uppúr 19.30 var ákveðið að halda heim leið ... frábær dagur í Norður-London á enda.
Held að það verði erfitt að toppa þennan dag á WHL í bráðina, nema við vinnum Gunners í apríl !!! Stemmningin á WHL var með eindæmum, minnti mig á fyrsta leikinn sem ég sá á WHL, gegn Gunners ´95 sem við unnum 2-1 .

Svo heldur gamanið áfram á næstunni ... 3 leikir framundan að sjá á WHL , vs Port Vale , vs Wigan og vs Dinamo Bukarest. Geri ekki ráð fyrir skemmtun, stemmningu og fjöri í líkingu við þennan leik gegn Chelsea, en gaman verður þetta engu að síður. Alltaf jafn gaman að fara á WHL, mér líður alltaf eins og ég sé að fara þangað í fyrsta skiptið.

Kveðja frá UK
Birgir

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Spurs - Port Vale

Það segir kannski meira en mörg orð um hversu mikilvægur leikur þetta er í mínum augum að ég hreinlega var búinn að gleyma að gera upphitun. Leikurinn gegn MK dons var mjög mikilvægur fyrir mér því ég vildi sjá okkur fara í gegnum fyrstu umferð. Nú er mér nokk sama. Af þeim 4 keppnum sem við tökum þátt í þetta tímabilið finnst mér þessi keppni skipta minnstu máli. Mér sýnist Jol vera á sama máli. Hann ætlar að leyfa helling af varaliðsmönnum að spila leikinn. Þannig á þessi keppni auðvitað að vera hjá okkur. Það er alveg nóg að þurfa keppa í deildinni og Uefa fyrir okkar bestu leikmenn. Það kannski spilar smá þátt í áhugaleysi mínu á þessari keppni að það virðist vera lítið um að leikir okkar séu sýndir. En þó mér finnist þessi keppni ekkert svakalega mikilvæg svona á byrjunarstigunum þá vill ég með öllu móti að ungu strákarnir komist aðeins áfram og fái smá leikrenslu. Það væri nú gaman að fá samt að sjá einn leik eða svo með leikmönnum á borð við menn sem ég kann ekki að skrifa nöfnin á :) ég reyni. Charley Lee, Dorian Derviette, Ifil og fleirri. En í leiknum í kvöld verður gaman að sjá hvernig Malbranqe stendur sig.

En ég hef þetta ekki lengra í bili enda hálf tilgangslaust að hita upp fyrir leik sem er ekki sýndur. Spái samt leiknum 4-0 fyrir heimaliðið.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Spurs 2 - Chelsea 1

Fyrir leik
Dagurinn byrjaði á þeim nótum sem hann mun enda. Ég vaknaði snemma í morgunn við veðurofsann og skreið fram í sófa með sængina og horfði á einhverja bestu mynd sem ég hef séð. Það er ekkert betra en að liggja undir sæng með video og heyra í veðurofsanum fyrir utan. Ég fór svo einhverntíma um kl 15:20 á barinn að til að horfa á leikinn. Þegar ég kem inn ræðst barþjónninn á mig með spurningu um hvort ég vissi hvernig Arsenal leikurinn fór. Í sannleika sagt vissi ég ekki einusinni að Arsenal væru að spila. Hann tjáði mér það að eitt af botnliðunum West Ham hafi unnið Arsenal 1-0. Til að gera þetta enn sætara sá ég í upphitun fyrir leikinn okkar sýnt úr leiknum. Þetta gat ekki verið sætara. Arsene Wenger brjálaður á hliðarlínunni til að fela vonbrigði sín. Á Klúbbnum voru svona um 30 manns. Ég átti von á að við værum svona ca. 5 Spursarar eins og venjulega. Þegar Chelsea skoraði heyrðust samt bara einstaka bölv. Það var hreynt ótrúlegt að þarna væru næstum því bara menn sem héldu með Spurs. Ef til vill voru þarna nokkrir að horfa sem héldu með öðrum liðum og vildu sjá Chelsea tapa. Í fyrra man ég að yfirleitt voru hið minnsta 20 menn að horfa á leiki Chelsea. Það er engu líkara en að þetta hafi allt verið bara stuðningsmenn Eiðs en ekki endilega Chelsea.

Leikurinn
Leikurinn fór fjörlega af stað. Chelsea hafði yfirhöndina fyrstu 20 mínúturnar. Fyrsta markið kom á 15 mínútu þegar Makelele af öllum mönnum skoraði glæsilegt mark. Eftir það tóku leikmenn Spurs sig saman í andlitinu og spiluðu glymrandi vel gegn sterkustu vörn deildarinnar. 10 mínútum eftir markið náðum við að jafna metin. Michael Dawson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta mark Dawson fyrir Spurs og eitthvað sem ég hafði beðið lengi eftir. Dawson hefur alltaf fagnað mörkum liðsfélaga sinna manna mest. Það var því ánægulegt að sjá hann loksins fá að fagna sínu eigin marki. Eftir þetta var Chelsea líklegri aðilinn til að komast yfir. Í raun meigum við teljast stálheppnir að hafa farið inn í hálfleik með 1-1 því mark Dider Drogba var dæmt af. Ég veit í raun ekki alveg hvað var ólöglegt við þetta mark en ég kvarta ekki. Það var í raun ótrúlegt að dómarinn var alls ekki að gefa Chelsea neitt extra í leiknum eins og sumir dómarar hafa verið staðnir af. Í byrjun seinni háfleik kom leikmaður að nafni Boulahrouz inná. Á 52. mínútu sýndi Robbie Keane að hann er enginn eftirbátur Ronaldhino. Hann gjörsamlega fíflaði Boulahrouz upp úr skónum og gaf glæsilega sendingu á Lennon sem skoraði fyrsta deildarmark sitt í vetur með að mér sýndis vinstri fætinum. Eftir að hafa aðeins verið á vellinum í 17 mínútur var Boulahrouz svo skipt af velli. Niðurlæging þessa leikmanns því fullkomin. Eftir síðara mark okkar tók við taugastrekkjandi hálftími. Ég skal fullyrða það að ég hef aldrei verið jafn taugaóstyrkur á ævi minni eins og þennan hálftíma. Þetta var næstum hálftíma stanslaus stórsókn Chelsea. Þeir kvenmenn sem halda því fram að karlmenn séu tilfinngalausir ættu kannski að taka upp á því að fara á barinn á leikdögum. Ég held að tilfinningaþrungnari andrúmsloft sé vart hægt að finna. Þarna voru menn að fara á límingunum og þegar skot Robbins skall í slánni undir lok leiksins voru margir á barmi hjartaáfalls. Þó svo að við vorum einum leikmanni fleirri á vellinum eftir brottrekstur Johns Terry vorum meigum við alveg teljast stálheppnir að hafa náð sigri í þessum leik.
     Ég held að þessi leikur fari á topp 5 yfir skemmtulegustu leiki sem ég hef séð um ævina. Ég verð að gefa Chelsea prik fyrir framistöðuna í þessum leik. Drogba og Robbin sýndu fáa leikræna tilburði og leikurinn var þannig séð heiðarlega leikinn af báðum aðilum þó hart hafi verið tekist á á vellinum. Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei séð Chelsea leika jafn skemmtilegann bolta og í dag. Það sama má segja um Spurs. Ég hreinlega skil ekki hvað er að gerast með Spurs þessa dagana. Ég skal fúslega viðurkenna að leikir Spurs á síðasta tímabili voru fæstir skemmtilegir, þó ég hafi alltaf gaman af því að horfa á liðið mitt spila. Síðustu leikir hafa hinsvegar verið alveg hreint unun fyrir augað. Hvað sem er að gerast hjá liðinu þessa dagana vona ég bara að það haldi áfram.

Leikmenn
Það var hver einasti leikmaður spila glymrandi bolta í dag. Chimbonda var eins og elding um allann völl og varðist alveg gríðarlega vel. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta hafi verið hans besti leikur á ferlinum. King og Dawson voru líka alveg feikilega góðir. Þetta miðvarðarpar hlýtur að vera skrá sig á spjöld sögunar sem eitt af bestu miðvarðarpörum Spurs. Ekotto átti líka stórfínann leik. Lennon sýndi landsliðsþjálfaranum að þetta er besti hægri kanntur Englands í dag. Jenas var eins og veðhlaupahestur um allann völl og spilaði frábærlega. Ghaly spilaði sinn besta leik í Spurstreyju. Hrikalegar framfarir á þessum leikmanni. Ef þróunin heldur svona áfram verður þetta einn af bestu leikmönnum deildarinnar um áramótin. Robbie Keane átti sinn besta leik í heillangann tíma. Þvílíkt comback eftir að hafa ströglað í upphafi móts. Berbatov var einnig mjög grimmur og var stöðug ógn af honum. Hann sýndi það að þegar hann er búinn að finna sig almennilega í deildinni mun hann verða óstöðvandi. Mig langar ekki að velja mann leiksins þar sem allir eiga það skilið. Hinsvegar langar mig að minnast á leikmann sem mér finnst ekki hafa fengið verðskuldaða athygli fyrir leikinn í dag. Dider Zokora! Þessi maður er gjörsamlega þyndarlaus. Hann var að gera það nákvæmlega sama og Carrick gerði í fyrra en bara svo miklu meira annað líka. Hann er hrikalega góður varnarlega og mjög frambærilegur í sókninni líka. Hann var hlaupandi allann leikinn. Hann var gríðarleg hindrun fyrir leikmenn Chelsea á miðjunni og gerði þeim lífið leitt. En eins og ég segi þá eiga allir leikmenn Spurs skilið 10 í einkun fyrir leikinn í dag. Ég sver það að mér er orðið illt í andlitinu þar sem ég hef ekki hætt að brosa í allt kvöld.

Tottenham 2 - Chelsea 1

Til hamingju allir Spursarar! Njótið augnabliksins!!!!

Ég skrifa meira um leikinn þegar ég er kominn í tilfinningalegt jafnvægi.

Tottenham - Chelsea

Jæja nú er komið að stórleik. Við erum að fara keppa við Chelsea sem hefur unnið alla nema tvo leiki sína á tímabilinu. Leikurinn er á WHL og byrjar kl:16:00. Morinho er samur við sig og er búinn að beina umræðunni í þann farveg sem hann vill. Það hafa borist fréttir af hugsanlegum kaupum Chelsea á Aaron Lennon í janúar. Tilboðið mun víst hljóða upp á 20 millj. pund. Mér er nokk sama hvort hann býður þennann pening eða ekki í Lennon. Lennon mun pottþétt ekki fara. En að leiknum aftur. Við höfum ekki náð að vinna Chelsea í deild frá því tímabilið 1988-1989. Við höfum aðeins skorað 4 mörk í síðustu 9 leikjum gegn Chelsea. Chelsea keppti við Barca á Spáni á þriðjudaginn og náðu jafntefli í gríðarlega leiðinlegum leik (mitt mat). Við náðum hinsvegar að sigra Club Brugge í mjög skemmtilegum leik á fimmtudaginn á WHL. Við fórum í gegnum oktober mánuð taplausir og greinilegt að þetta er allt að smella hjá okkur.

Ég spái byrjunarliðinu svona:
-----------------Robbo--------------
Chimb.----Dawson-----King------Ekotto
Lennon----Zokora-----Davids----Murphy
----------Mido-------Defoe-----------

Vörnin mun halda sér frá síðasta leik og fá frí í bikarnum. Mér finnst það algjört forgangsatriði að Jensa fái nú hvíld. Þetta er orðið of mikið leikjaálag á hann. Davids kemur með baráttuna inn í liðið og Zokora mun fá annann leikinn í röð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr veikindum. Mido og Defoe er held ég hentugasta sóknarparið gegn Chelsea. Mido mun slást um háu boltana og Defoe mun sjá um skyndisóknirnar ásamt Lennon.
Hlutlaust mat á þessum leik er að við töpum leiknum. Spursarinn í mér segir samt að ef Middlesbrough gat unnið þá þá getum við það líka. En ég myndi vera mjög sáttur við jafntefli.

COYS!

föstudagur, nóvember 03, 2006

Leiðrétting

Í gær talaði ég svolítið um hvernig markaskorar okkar fögnuðu eða eiginlega fögnuðu ekki mörkum. Ég komst að því þegar ég horfði á leikinn endursýndann á sýn fyrr í dag að menn fögnuðu vissulega mörkum sínum. Þetta sást samt ekki á þeirri stöð sem ég horfði á leikinn. Ég verð að því að kokgleypa blammeringar mínar í garð þessara leikmanna. Ég veit samt ekki hversu miklu máli öðrum finnst fagn leikmanna skipta. Mér finnst það einhvernveginn fullkomna gleðitilfinninguna sem fylgir því að liðið manns skorar mark.

En ég bið alla afsökunar á þessum skrifum mínum í gær.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Spurs 3 - Club Brugge 1

Já öruggur sigur í kvöld. Club Brugge kom mér reyndar svolítið á óvart með því að vera með stórskemmtilegt lið. Ég átti einhvernveginn von á varnarsinnuðu liði og að þeir myndu spila mun fastar. En leikurinn allur í helid sinni var augnakonfekt. Við vorum meira léttleikandi en ég hef nokkurntíma séð. Það var hrein unun að fylgjast með leiknum. Mér fannst allir í liðinu vera spila bara mjög vel og þá einkum og sér í lagi Berbatov. Maður sér það best á þessum leikjum að það tekur leikmenn tíma að venjast ensku deildinni. En ég get ekki kvartað undan lélegri framistöðu neins leikmanns Spurs og gef því öllum A+ fyrir leikinn.

Það er náttúrulega ekki viðeigandi á svona gleðistundum en ég vill kvarta. Þó svo liðið hafi spilað virkilega vel og spilað sem ein heild þá finnst mér eitt vanta. Mér finnst eins og leikmenn séu ekkert voðalega mikið að skemmta sér á vellinum. Maður sér það hjá flestum liðum að þegar liðið skorar þá hópast leikmenn að markaskoraranum og allir fagna með. Ég gat varla séð að Berbatov né Keane stykki bros á vör eftir mörkin, hvað þá að leikmenn kæmu hlaupandi að þeim til að samfagna. Af einhverjum ástæðum voru Keane og Berbatov tvisvar í leiknum í einhverju rifrildi. Hvað er málið með það? Þú ert að sigra liðið og allt gengur vel og tveir leikmenn liðsins eru að rífast á vellinum. Ég veit ekki hvort fleirri tóku eftir þessu en mér fannst allir áhorfendur skynja þennann pirring og eftir seinna rifrildið heyrði maður varla neitt í áhorfendum. Mér fannst þetta allavega mjög leiðinleg atvik í annars skemmtilegum leik.

Nú getum við held ég bókað það að við komumust upp úr þessum riðli. Jafnvel tap á móti Leverkausen kemur ekki í veg fyrir að við komumst áfram.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Spurs - Club Brugge

Nú er komið að annari umferð í Uefa cup. Við sigruðum Besiktas í síðustu umferð á eftirminnilegann hátt með 2 mörkum gegn engu á útivelli. Andstæðingarnir okkar nú er belgíska liðið Club Brugge. Leikurinn er á morgun fimmtudag kl: 20:00. Club Brugge gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Leverkusen í síðustu umferð. Það sem maður les frá herbúðum belgíska liðsins er að þeir telja sig eiga möguleika gegn okkur. Þjálfarinn kom til London að horfa á leik okkar gegn Watford og sagði að Spurs hefðu verið lakari en hann bjóst við. Við getum nú held ég alveg tekið undir það með þjálfaranum að við vorum mjög slappir að vinna ekki Watford. Club Brugge eru fullur sjálfstrausts eftir að hafa unnið síðasta leik sinn í deildinni 5-1. Með sigrinum komst CB í 5. sætið í deildinni.

Þó svo að við séum nú í efsta sæti riðilsins og okkar stærsta ógn Leverkausen hafi gert jafntefli í síðasta leik tel ég að sigur í þessum leik sé algjör nauðsyn. Næsti leikur er á útivelli gegn Leverkausen og við viljum ekki þurfa treysta á sigur í þeim leik. Við eigum alla möguleika á að vinna Club Brugge. Við höfum aðeins einusinni tapað leik á heimavelli í Uefa og Club Brugge hefur aldrei unnið enskt lið í Englandi (hafa unnið þau á heimavelli). Það er líka engin spurning í mínum huga að Club Brugge er töluvert lélegra lið en Spurs. Hinsvegar erum við í smá bobba. Það hefur verið mikið leikjaálag undanfarið og leikmenn eflaust orðnir þreyttir. Við erum á 6 dögum að fara spila 3 leiki. Næsti leikur okkar eftir þennann er á sunnudaginn gegn Chelsea. Það er spurning hvernig við tæklum þetta? Mun Jol stilla upp sínu sterkasta liði á móti Club Brugge eða hvíla nokkra mikilvæga leikmenn fyrir slaginn á sunnudaginn? Mín skoðun er sú að við getum vel verið með sömu vörnina í báðum leikjunum og hvílt þá svo á móti Port Vale á miðvikudaginn. Ég spá því einnig að við munum ekki stilla upp okkar sterkustu miðju. Við munum eflaust spila með Mido og Defoe frammi. Svona ætla ég að tippa á liðið.

-----------------Robbo--------------
Cimbonda---Dawson-----King----Ekotto
Lennon-----Ghaly-----Davids---Murphy
----------Defoe-----Mido------------

Ég spái því að Jenas og THUDD fái hvíld og Zokora, þó hann sé leikfær held ég að hann verði hvíldur. Ég hugsa líka að ef við verðum komnir í þægilega stöðu muni Jol vera fljótur að taka menn útaf til að hvíla þá. Líklega munu Clubb Brugge menn reyna að þétta vel til baka og treysta á skyndisóknir. Þar er Davids mjög sterkur kostur því þó hann sé kannski ekki lengur sá leikmaður sem hann var má hann eiga það að hann er vinnusamur og er góður í að hægja á skyndisóknum. Auk þess er Davids mjög reyndur leikmaður sem kemur sér vel í svona leikjum. Mér finnst líka nauðsynlegt að fara hvíla Jenas þar sem hann hefur verið undir miklu leikjaálagi.

Nokkrir Punktar
*Við höfum tvisvar spilað gegn Club Brugge. Það var tímabilið 84-85 þá töpuðum við 2-1 úti en unnum 3-0 heima.
*Þegar við unnum Uefa í annað sinn spiluðum við úrslitaleikinn gegn belgíska liðinu Anderlect.
*Árangur okkar í Uefa er :63 sigrar, 19 Jafntefli og 24 töp.
*Höfum unnið alla fjóra leikina í Uefa í ár og ekki enn fengið á okkur mark
*Árangur Club Brugge í Uefa er: 95 sigrar, 36 jafntefli og 73 töp.
*Frá upphafi höfum við aðeins tapað tveimur leikjum á dagsetningunni 2 nóv en aldrei tapað á heimavelli.

Ég spái áframhaldandi velgengni í Uefa og að við munum vinna leikinn 2-0 en ég spái því líka að þetta verði mikill baráttuleikur og jafnvel mikið um spjöld.

COYS!