VS
Tottenham
Laugardaginn 2. Des. Kl 12:45, á Emirates Stadium
Áður en við byrjum
Það ríkir mikil óvild og jafnvel hatur í garð Arsenal meðal stuðningsmanna Spurs. Ég ætla mér ekki að vera með neitt skítkast í garð Arsenal í þessari upphitun. Það á bara ekki við mig. Þetta þýðir samt ekki að mér þyki svo vænt um Arsenal að ég geti ekki fengið mig til að skrifa neitt slæmt um þá.
Arsenal
Arsenal var stofnað árið 1886 Sem Dial Square. Þeir breyttu nafninu svo í Arsenal Woolwich þegar þeir urðu atvinnumannalið. Það voru starfsmenn Arsenal Royal sem stofnuðu félagið í Woolwich í suð-austur London. Thames áin var ekki brúuð á þeim tíma sem varð til þess að lítil aðsókn var á heimaleikina. Þetta varð til þess að félagið lennti í fjárhagserfiðleikum og ákvað að flytja sig yfir ánna. Árið 1913 fluttu þeir sig yfir á Highbury í aðeins nokkra kílómetra fjarlægð frá WHL. Þetta varð til þess að nágrannarígurinn myndaðist. Þegar þeir fluttu yfir afmáðist Woolwich af nafninu og eftir stóð Arsenal F.C. Þeir eru þar með 1 af 2 "professional" liðum sem bera ekki nafn af hverfi eða borg.
Oft hefur verið talað um nágrannaríg Tottenham og Arsenal sem þann ofsafengnasta sem þekkist á Englandi. Ástæðuna má ekki aðeins rekja til nálægðarinnar heldur einnig skandals sem átti sér stað árið 1919. Fyrir þann tíma voru 20 lið í úrvalsdeild og tvö sem féllu ár hvert. Þetta ár var hinsvegar ákveðið að fjölga liðum í úrvalsdeild um 2. Tottenham og Chelsea voru þau lið sem áttu að falla en Chelsea fékk að vera uppi (enduðu í 19 sæti) Hitt sætið hefði því með réttu átt að fara til Spurs. Ef ekki Spurs þá allavega til liðsins í þriðja sæti í annarri deild. Henry Norris stærsti hluthafinn í Arsenal sat þá í stjórn knattspyrnusambandsins og fékk hann því framgengt að Arsenal sem endaði í 5. sæti annarar deildar fengi hitt sætið í úrvalsdeild. Margar samsæriskenningar eru uppi um þennann skandal. Ein er sú að árið 1915 komst upp um að stjórar Liverpool og Manchester Utd. hafi hagrætt úrslitum í lokaleik umferðarinnar til að koma í veg fyrir að Liverpool félli. Norris á þá að hafa boðið þeim að berjast gegn því að þeim yrði vikið úr fyrstudeildinni í staðinn fyrir stuðning þeirra í að koma Arsenal upp á kostnað Spurs. Þetta hefur að sjálfsögðu alltaf sett svartann blett á Arsenal í augum stuðningsmanna Tottenham og var aðeins til að kasta olíu á eld nágrannarígsins.
Í sumar fluttu Arsenal sig yfir á nýjann leikvang þar sem Highbury stóðst m.a ekki evrópustaðla. Nýji leikvangurinn ber nafnið Emrirates Stadium eftir flugfélaginu Emirates Airline. Emirates er ekki stuðningsaðili Uefa og þar með viðurkenna þeir ekki nafnið og kalla hann annað hvort Arsenal Stadium eða Ashburton Grove
Arsenal hefur spilað nú í samfleytt 80 ár í efstudeild, sem er met í ensku deildinni. Arsenal á einnig metið yfir flesta leiki í röð án þess að tapa (49). Á áttunda og níunda áratuginum þótti Arsenal spila einkar leiðinlegan fótbolta þar sem leikur liðsins byggðist mestmegnis upp á sterkum varnaleik. Á þeim tímapunkti byrjuðu stuðninsmenn annara liða að syngja söngva um "boring, boring Arsenal". Þó svo að leikur Arsenal hafi breyst mikið á frá þeim tíma og þeir farnir að spila meiri sóknarbolta eru margir enn á því að þeir spili leiðinlegann bolta þar sem leikmenn eru sakaðir um að spila leikinn óheiðarlega með dýfingum og öðrum óþverrabrögðum. Stjóri Arsenal Arsene Wenger hefur að mörgu leyti tileinkað sér þennann stíl í viðtölum þar sem hann er oft mjög ósanngjarn og óheiðarlegur í garð andstæðinganna og dómarans.
Leikurinn
Því miður er tölfræðin ekki með okkur í þessum leik. Við höfum ekki sigrað Arsenal í 7 ár og ekki sigrað Arsenal á útivelli í 13 ár. Við getum hinsvegar horft til þess að við höfum ekki tapað fyrir Arsenal í 1 og 1/2 ár. Báðir leikirnir í fyrra fóru 1-1. Leikurinn á Highbury fyrr á þessu ári var heldur betur eftirminnilegur leikur. Þetta var þriðji síðasti leikur okkar á tímabilinu og við sátum í 4. sæti en Arsenal í því 5. Þessi leikur skipti því gríðarlegu máli fyrir bæði lið. Arsenal stillti ekki upp sínu sterkasta liði í þessum leik sökum mikils leikjaálags og áherslan var meiri á CL heldur en PL. Ég held að fæstir geti gleymt þessum leik því við skorðum alveg hreint stórkostlegt mark. Tveir leikmenn Arsenal voru eitthvað úti á þekju og hlupu á hvorn annann. Arsenal bjuggust við að við myndum spyrna boltanum útaf en dómarinn mat atvikið þannig að leikurinn gæti haldið áfram. Við skoruðum úr þessari sókn og leikmenn Arsenal voru alveg óðir af reiði (og þá einkum og sér í lagi Lehmann). Það er fátt skemmtilegra en brjálaðir Arsenalmenn. Það var svo Henry sem jafnaði metinn fyrir leikslok. Þetta þýddi að við höfðum nú 4 sætið í hendi okkar. Það fór nú eins og allir vita á annann veg. Það má því búast við að Arsenal vilji bæta upp fyrir þetta atvik sem átti sér stað í fyrra. En Arsenal hefur verið að strögla svolítið í upphafi eins og nokkur önnur lið. Arsenal situr í 6 sæti með 22 stig eftir 14 leiki, aðeins þremur stigum fleirri en Spurs sem situr í 11 sæti. Arsenal hafa nú tapað tveimur leikjum í röð (móti Bolton og Fullham) á meðan við erum ósigraðir í 13 af 14 leikjum okkar. Arsenal eru hinsvegar ósigrandi á Emirates leikvangnum.
Byrjunarliðið
---------------Robbo-------------
Chimbonda---Daws---King----Ekotto
Lennon------Zokora--THUDD--Steed
------------Defoe--Berbtatov------
Markið og vörnin er sem fyrr öruggt mál. Lennon og Zokora eru pottþéttir líka. Steed er svona nokkuð öruggur með vinstri kanntinn. Á þessum tímapunkti eru engar fréttir af Jenas. Þegar hann meiddist var talað um að hann gæti spilað þennann leik en meira hef ég ekki heyrt. Hann mun að sjálfsögðu spila ef hann verður heill. Ég tippa frekar á að THUDD fái að spila á miðjunni frekar en Tainio eða Davids. Framistaða hans í síðasta leik verðskuldar séns í þessum leik. Berbatov er öruggur inní sóknina. Ekkert nema meiðsli geta komið í veg fyrir það. Mido er meiddur og Berbatov átti stórleik gegn Wigan þannig að þetta er pottþétt. Defoe er hins vegar ekki eins öruggur. Ég hef samt trú á honum þarna inn. Málið er að ef Defoe stendur sig ekki getur Keane komið inn og gert góða hluti. Ef Keane byrjar og stendur sig ekki þá mun Defoe örugglega ekki gera það. Ég man bara ekki eftir neinum leik þar sem Defoe hefur komið inn sem varamaður og staðið sig vel. Það á einhvernveginn ekki við hann að koma svona inn í leiki. Defoe á líka sætið skilið eftir góða framistöðu gegn Wigan.
Mín Spá
Þetta er spurning um hvort maður eigi að vera með spá eða drauma. Draumurinn væri að sjálfsögðu að vera fyrsta liðið sem vinnur Arsenal á flugvellinum (djöfull er maður nú hnyttinn). Það væri að sjálfsögðu eitthvað sem myndi stimpla á mann brosið langt fram í næsta ár. Þó ég myndi aldrei segjast "hata" Arsenal er ekki þar með sagt að mér finnist þessir leikir ekki skipta meira máli en aðrir. Eins gaman og mér þótti að horfa okkur sigra Chelsea myndi sú gleði falla í algjörann skugga á þeirri gleði sem það myndi færa mér að vinna Arsenal. Sigur á Arsenal myndi þýða það að Spurs yrði skrifað í sögubækur Arsenal sem fyrsta liðið til að vinna á leik á flugvellinum, byggingin myndi standa sem minnisvarði sigurs okkar á Arsenal.
Til að koma okkur niður á jörðina aftur skulum við hinsvegar ekki gleyma því að við höfum enn ekki unnið útileik. Ef við getum ekki sigrað lið eins og Watford og Reading á útivelli er ansi hæpið að við förum að vinna Arsenal á útivelli. Tap er auðvitað það sem flestir búast við (f.u spursarana auðvitað). Við meigum auðvitað ekki setja ránna of hátt. Í ljósi þeirra staðreynda að okkur hefur ekki gengið alltof vel í deildinni og hörmulega á útivelli, og þeirrar staðreynda að Arsenal er taplaust á heimavelli og vilja eflaust með öllu móti bæta stuðningsmönnum sínum það upp þessa tvo tapleiki í röð er jafntefli mjög góð úrslit.
Ég er með ansi magnaða kenningu. Leikurinn mun fara 1-1. Það hafa aðeins tvennskonar úrslit litið dagsins ljós á Emirates: 1-1 og 3-0. Síðustu tveir leikir liðanna hafa farið 1-1. Ef sú spá rætist mun ég vera sáttur, mjög sáttur. Ég held samt enn í drauminn um sigur.
Coys!!!