Markið
Markið er mannað á sama hátt og í fyrra. Paul Robinson er aðalmarkvörðurinn, Radek Cerny er varamarkvörður og þriðji markvörðurinn er Marton Fulop.
Paul Robinson
Kom til liðsins fyrir tímabilið 2004-05, þá 25 ára gamall. Robinson sem er oft kallaður Robbo eða Englands nr. 1 kom til liðsins frá Leeds eftir að þeir lenntu í fjárhagserfiðleikum. Robinson spilaði frábærlega fyrsta tímabilið hjá klúbbnum. Hann var að mörgum talinn maður tímabilsins og kaus Tottenhamklúbburinn á Íslandi hann sem mann tímabilsins. Robinson hefur mikla persónutöfra og þykir einkar geðgóður. Hann hefur því verið í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum frá því að hann gekk til liðs við okkur. Með frammistöðu sinni tryggði hann sér byrjunarliðssæti í enska landsliðinu.
Síðasta tímabil var svona la la hjá Robbo hann gerði nokkur mistök sem kostuðu okkur mark og var ekki jafn öflugur og tímabilið áður. Það væri þó ofsögum sagt að hann hafi verið slakur í fyrra. Hann átti marga mjög góða leiki og í heildina þá stóð hann sig bara ágætlega. Það er nú samt einusinni þannig að mistök markvarðar eru oft afdrifaríkari en annara leikmanna og því eru þau endursýnd aftur og aftur.
Eftir tímabilið í fyrra hélt þróunin áfram. Robinson var svona sæmilegur á HM. Það komu hinsvegar nokkrar umræður um að England hefði ekki lengur neinn heimsklassa markmann og svona óbein gagnrýni á Robinson.
Það sem af er þessu tímabili hefur Robinson ekki enn fundið fjölina sína. Við vitum alveg að Robinson í sínu besta formi getur varið ótrúlegustu skot. Það sem hefur alltaf verið stærsti kostur Robbo að vera fljótur að átta sig og ná að slæma hendi í boltann hefur ekki látið á sér kræla það sem af er tímabili. Helsti ókostur Robbo í gegnum tíðina hefur hinsvegar alltaf verið að hann vill helst ekki grípa bolta. Hann kýlir þá frekar eða slær þá.
Það sem af er þessu tímabili hefur Robinson ekki enn fundið fjölina sína. Við vitum alveg að Robinson í sínu besta formi getur varið ótrúlegustu skot. Það sem hefur alltaf verið stærsti kostur Robbo að vera fljótur að átta sig og ná að slæma hendi í boltann hefur ekki látið á sér kræla það sem af er tímabili. Helsti ókostur Robbo í gegnum tíðina hefur hinsvegar alltaf verið að hann vill helst ekki grípa bolta. Hann kýlir þá frekar eða slær þá.
Niðurstaðan:
Í augnablikinu er Robinson ekki að spila eins vel og hann getur. Við þurfum að hafa hann í sínu besta formi ef við ætlum að ná langt í vetur. Ég er þó ekki tilbúinn að afskrifa hann. Ég lít frekar á þetta sem lægð sem er búin að standa yfir helst til of lengi. Robinson þarf að komast í betra form til að vera léttari á sér. Ég held kannski að Robinson þurfi að fá smá wake up call með því að taka hann úr liðinu. Ef hann fær skýr skilaboð um að hann sé ekki að standa sig mun hann líklega taka sér tak og vinna aðeins í sínum málum.
Radek Cerny
Cerny er fyrsti varamarkmaður okkar. Hann er 32 ára tékki, lánsmaður frá Slavia Prag. Cerny sem kom til liðsins í janúar árið 2005 spilaði fyrsta leik sinn fyrir Spurs í 5-1 sigri okkar á Aston Villa þegar Robbo meiddist. Ekki slæm innvígsla það. Cerny stóð svo í markinu þegar við unnum Peace cup sumarið 2005. Hann spilaði svo með varaliðinu á síðasta tímabili og hefur það einnig verið hlutskipti hans núna fyrir utan bikarleiki. Eins og staðan er í dag óttast ég ekki ef að Cerny þarf að spila nokkra leiki. Við höfum einfaldlega ekki verið að ná því besta úr Robbo sem komið er og því spurning hvor sé betri kostur í dag.
Niðurstaða:
Cerny er góður markvörður þó svo að við séum ekki að tala um heimsklassa. Það er ansi erfitt að vera varamarkvörður. Tækifærin eru fá og því erfitt að halda í góða varamarkmenn.
Marton Fulop
Fulop er 23 ára ungverskur markmaður. Hann kom til Spurs í mars 2005 frá MTK Hungaria. Ég veit í raun voðalega lítið um þennann leikmann. Ég held að þetta sé engin verðandi stórstjarna. Hann hefur verið að spila aðeins með varaliðinu og hefur farið tvisvar í lán eftir að hann kom til okkar. Það kæmi mér ekki á óvart að hann yrði seldur áður en hann fengi að spila nokkurn einasta leik fyrir aðalliðið. Ef einhver veit betur er honum velkomið að segja sína skoðun á honum.
Heildar niðurstaða:
Við erum með nægilega góðann mannskap í þessa stöðu á vellinum. Á þessum tímapunkti er hinsvegar Robinson einfaldlega ekki að spila á pari við getu. Ef hann nær að rífa sig upp úr þessari lægð erum við í ágætismálum hvað markmannsstöðuna varðar. Ef ekki þá munum við ekki ná langt í vetur. Við verðum bara að krossa fingur og styðja við bakið á Robbo.
Næst mun ég taka hægri bakvörðinn í gegn. Það er samt algjör óþarfi að halda í sér andanum :) ég ætla mér bara að taka svona pistla annað slagið. Gæti þess vegna verið allt tímabilið að klára stöðurnar. Ég set því labelið "liðið" hérna neðst þannig að þið getið þá smellt á það ef þið viljið sjá öll skrif mín um þetta í framtíðinni.
2 ummæli:
Þú átt heiður skilið fyrir þessa pistla þína og nú þetta. Gott innslag og mikil fróðleikur.
Takk fyrir það Musi.
Skrifa ummæli