Án efa einn af leiðinlegustu leikjum sem ég hef séð Spurs spila. Það var enginn leikmaður nálægt því að spila sæmilega nema kannski Keane. Meira að segja King og Dawson sem eru yfirleitt mjög góðir meiga vera sáttir með að fá 4 í einkun fyrir leikinn. Mér finnst ótrúlegt að það skuli enginn leikmaður Spurs nennt að spila þennann leik (nema eftil vill Keane). Leikmenn Spurs reyndu ekki einusinni að vinna leikinn. Það gerðist reyndar tvennt gott í þessum leik. Liðsmaður Spurs skoraði fyrsta mark okkar á útivelli (hitt markið á útivelli var sjálfsmark Angels). Hitt atriðið var að heilladísirnar voru svo sannarlega með okkur í þessum leik. Sanngjörn úrslit hefðu verið svona 5-1. Það er hreint með ólíkindum að Reading hafi ekki náð setja hann oftar undir lokin þegar þeir áttu m.a skot í stöngina.
Robinson - 5
Lee - 4
Dawson - 4
King - 4
Lennon - 5
Jenas - 4
Zokora - 3
Ghaly - 4
Berbatov - 4
Keane - 6
En ég nenni ekki að skrifa meira um þennann leik. Vonum bara að leikmenn nýti sér þennnan leik til að mótívera sig fyrir næsta leik.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta var skelfilegt á að horfa. Mér fannst Jenas vera okkar besti maður í leiknum, á meðan t.d. Zokora vissi ekki hvort hann var að koma eða fara. Við söknuðum líka Chimbonda mjög greinilega, það var svolítið opið hús hjá Lee kallinum, og það var lítil ógnun af honum fram á við.
Hvað Keane varðar, þá var hann mikið í því að koma langt til baka og sækja boltann, en hlutirnir gerðust alltaf svo hægt þegar hann fékk hann. Þegar hann færði boltann milli kanta, þá sá maður kannski 5 sekúndum áður hvað hann ætlaði að gera, í stað þess að gefa síðan einfalda sendingu þurfti hann alltaf að rekja boltann og gefa síðan. Þannig gaf hann vörninni tækifæri til að taka einfalda færslu og loka öllum hólfum.
Þegar hann hins vegar spilaði stutt og hratt, þá gerðust hlutirnir, sbr. spilið í aðdraganda vítisins. Það var hrein unun á að horfa.
Skrifa ummæli