Aftur fáum við útileik eftir að hafa verið kjöldregnir í síðasta leik af leikmönnum Reading. Þetta er stór leikur fyrir bæði lið. Spurs hefur enn ekki unnið leik á útivelli og stuðningsmenn Spurs munu fylgjast vel með gangi mála í þessum leik. Það myndi sýna gríðarlegt metnaðarleysi ef leikmenn myndu ekki mæta tvíefldir til leiks, staðráðnir í að bæta upp fyrir síðasta leik. Við höfum ekki tapað fyrir Blackburn í síðustu 4 leikjum okkar við þá. Einhverjir munu því eflaust búast við auðveldum leik þar sem okkar menn munu mæta vel stemmdir til leiks. Þetta er ekki svo auðvelt. Blackburn er nefninlega í sömu stöðu. Eftir að hafa tapað síðustu 4 deildarleikjum og aðeins fengið 1 stig af mögulegum 15 munu þeir eflaust vilja bæta ráð sitt.
Ekki bætir það úr skák að við erum að kljást við töluverð meiðsl í hópnum okkar. Chimbonda, Lennon, Jenas og Stalteri eru meiddir. Þetta verður því erfiður róður hjá okkar mönnum. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Tainio er orðinn heill. Keane skorðai minnir mig þrennu í landsleik í vikunni og Malbranqe er orðinn alheill. Hjá þeim er Lukas Neill og Zurab Khizanishvili báðir frá og Gamst Pedersen er tæpur.
Liðsuppstilling
--------------Robbo---------------
Lee-------King------Daws------Ekotto
Ghaly----Zokora---Tainio--Malbranque
---------Keane------Berbatov--------
Ég veit ekki alveg hvort Tainio verði þarna með Zokora. Ég tippa á það þar sem við gætum þá notað hann sem sókndjarfann miðjumann. Davids og THUDD eru ekkert síðri kostir en Tainio. Þetta verður barátta og Davids skortir ekki baráttunu. THUDD er vöðvabúnt og því myndi hann verða mjög góður kostur í þessum leik. En ég held að ef Tainio er heill fái hann sætið. Ég held að framlínan verði svona þó svo að ég telji að Mido ætti tvímannalaust að byrja leikinn. Mido er svo miklu líkamlega sterkari leikmaður en Berbatov. Styrkur er einmitt það sem við þurfum á móti Blackburn. Berbatov mun einfaldlega ekki vinna eitt einasta skallaeinvígi á móti Blackburn. Dawson sem var 23 ára í gær mun að öllum líkindum spila sinn fimmtugasta leik í Spurstreyju og ef Defoe nær að skora skilst mér að það verði hans fimmtugasta mark.
Dómarinn
Dómari leiksins verður Phil Dowd. Þetta ætti að hennta okkur frekar illa. Við erum að fara keppa á móti því liði sem hefur fengið á sig flest spjöldin í deildinni = Grófasta liðið. Dowd er hinsvegar sá dómari sem hefur gefið næst fæst spjöldin í vetur. Samkvæmt þessu fáum við því að sjá ansi fast spilaðann leik.
Dowd dæmdi sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Bolton lagði Spurs 2-0.
Spá
Þetta verður ekki mjög skemmtilegur leikur. Þetta verður barátta. Við eigum að sjálfsögðu eftir að sakna Chimbonda og Lennon gríðarlega. Ég held að jafntefli verði niðurstaðan í þessum leik. Veit bara ekki hvort það verður 0-0 eða 1-1.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
persónulega þá finnst mér að huddelstone ætti að fá tækifæri í dag, á það bara einfaldlega skilið að mínu mati. Er búinn að standa sig gríðarlega vel í þessum leikjum sem hann hefur fengið að spila. Varðandi sóknina er Mido ekki eitthvað meiddur eða allavega eitthvað tæpur. Ég vil sjá Defoe byrja leikinn. Er vörnin ekki bara sjálfvalin, þá meina ég ekki um neina aðra kosti að ræða. Tippa á sigur okkar manna í bjartsýni, trúi bara ekki öðru en menn komi með réttu hugarfari í þennan leik. Eins og þú segir þá verður þetta mjög svo erfiður leikur og væntanlega fast spilaður eins og vænta má frá Blackburn
Skrifa ummæli