Ekki tókst okkur að vinna okkar fyrsta útileik í þetta skiptið. Það var svosem ekkert óvænt að gerast í þessum leik. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem þurftu virkilega sigur. Tvö rauð spjöld voru heldur ekkert sem hefði átt að koma mönnum á óvart, þó svo að mér hafi þótt bæði spjöldin heldur strangur dómur. Ég hélt reyndar að Jol hefði fengið reisupassann líka en svo er víst ekki. Þegar Tugay (stafs.) var rekinn útaf gerðist það sem maður sér oft gerast. Blackburn einfaldlega bættu upp missinn með því að spila tvíefldir. Sóknarleikur okkar var ekki upp á marga fiska enda ekki við því að búast. Ég ætla að enda þetta á nokkrum punktum þar sem ég nenni ekki að tengja þetta.
*Markið sem við fengum á okkur var engum að kenna. Tugay einfaldlega smellhitt'ann. Frábært mark!
*Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Malbranque. Var bara lélegur í þessum leik.
*Bjuggust menn við einhverjum stórleik hjá okkur þegar Lennon, Chimbonda og Jenas eru meiddir?
*Fyrir utan Steed var enginn leikmaður að spila illa fyrir okkar hönd þó svo að enginn hafi spilað áberandi vel. Þeir sem mér þótti þó einna skástir voru Dawson, Ekotto, King og THUDD.
*Ég ætla samt að velja THUDD mann leiksins. Mér fannst mjög virðingavert hversu yfirvegaður þessi 19 ára strákur var með boltann í leik sem þessum. Þarna sannaði hann það fyrir mér að hann á eftir að verða stórstjarna innann nokkurra ára.
*Ég stóð bara sáttur upp eftir leikinn. Blackburn meiga eiga það að þeir börðust rosalega vel í þessum leik.
Nú bíður maður bara spenntur eftir næsta leik okkar sem er á móti Leverkusen. Ég get varla beðið, ég elska þessa evrópuleiki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég er bara mátulega sáttur við 1 stig ... ekki eins og við séum eitthvað sterkt útivallalið !!!!
Samt margt í leiknum í dag sem ég er mjög svo ósáttur við ... :
1. Jol að gera ekki breytingu á liðinu fyrr .. Að skipta um striker á 80 mín var alltof seint að mínu mati ... og það að taka Deofe útaf ! DELLA
2. Að setja Malbranque inná í hálfleik fyrir Davids !! Davids búinn að vera alveg ágætur og Malbranque langt frá því að vera tilbúinn í "alvöru" leik. Sá hann á móti Port Vale, og hann gat ekki blautan skít í þeim leik !! hann þarf alla vega 2-3 leiki með varaliðinu í viðbót áður en hann kemur til með að vera einhver viðbót við liðið okkar.
Markið hjá Blackburn fannst mér einnig vera mjög lélegur varnarleikur, skallinn hjá King fer beint út og lendir ca. 2 m fyrir utan D-bogann sem er algjört rugl .. þar stendur Tugay einn og yfirgefinn og hamrar í bláhornið.. hvar voru miðjumennirnir ? Af hverju er King að skalla boltann beint út í stað þess að reyna að skalla í 45° horn frá teignum ... skapar enga hættu.
Annars fannst mér eins og venjulega enginn barátta vera í liði Spurs , urðum einum færri í seinni hálfleik þegar Malbranque kom inná ( btw. sá einhver kallinn í leiknum?? alla vega sá ég hann ekki fyrr en á 89 mín ! ) .. jafnt varð svo í liðum þegar Tugay var sendur af velli ... mjög harður dómur, en eftir jöfnunarmarkið, þá var Blackburn líklegra til að vinna leikinn en Spurs. Það finnst mér vera mikið áhyggjuefni, hvað þarf eiginlega til að koma leikmönnum okkur í "killer" gírinn !?!? þetta er alveg með eindæmum hvað liðið getur verið andlaust og eins og flestir hafi bara einfaldlega ekki áhuga á því að vinna ..
Jol gerði mistök í dag .. afdrifarík mistök að mínu mati og það eru ekki hans fyrstu og ekki hans síðustu !! hann er góður Manager, en hann er að tapa miklu áliti hjá mér þessa dagana .. skrítnar og vitlausar ákvarðanir og að ná ekki að sparka í rassgatið á leikmönnunum og láta þá vinna almennilega fyrir kaupinu sínu er eitthvað sem ætti að vera totally unacceptable !!! Stjórinn og stjórnin ættu ekki að líða slíkt.
Vona bara að þessi partur fari að lagast, annars eigum við varla eftir að vinna leik á útivelli á tímabilinu og þ.a.l. enda í 6-10 sæti. Því það er alveg ljóst að ef við vinnum ekki útileiki, þá gerum við engar rósir í deildinni !!
Vonast alla vega til að sjá sigur hjá mínum mönnum á WHL á sunnudaginn kemur , kominn tími á annan leik á WHL. Alla vega með góðan árangur so far á WHL þetta tímabilið. Búinn að sjá 4 leiki, 3 sigrar og 1 jafntefli og markatalan er 7-3 !!
Kveðja að sinni frá UK
Birgir
Ég er sammála birgi, með það að Jol virðist vera að gera taktíst rangar ákvarðanir. Tekur út af menn, sem eru að reyna að hlaupa og berjast og setur einhverjar varaskeifur eða hálfa menn (steed)
Ég er ekki allveg að skilja æðið fyrir Thudd, því mér finnst hann klunnalegur og gefa boltann allt of oft í lappir andstæðinga, þó svo að Ghaly eigi heimsmetið í því.
Mér fannst mjög pirrandi að horfa upp á okkar menn leggjast í vörn, einum fleiri og þar að leiðandi með andstæðingana á hælunum og í vörn. Nei, þeir bara sátu til baka og biðu eftir lokaflautinu, að því virtist.
Watford, Reading og Blackburn eru lið sem við EIGUM að vinna, heima og úti, hvenær sem er. Þó svo við séum með 3-4 lykilmenn meidda. EIGUM bara alltaf að vinna þau.
En það er víst bara evrópa sem blivar núna, því þar virðast þeir eingungis hafa áhugan og viljan til að sigra.
Gott á meðan það er allavegana til staðar.
Mér þykir þið báðir frekar bölsýnir menn :)
Eftir á að hyggja var það röng ákvörðun hjá Jol að taka Davids útaf. Við vorum hinsvegar marki undir og ég vonaði í hálfleik að Jol myndi bæta í sóknina. Ég sagði á þeim tímapunkti að ég vildi sjá annaðhvort Keane eða Steed koma inná. Ég bara bjóst ekki við að Steed væri svona arfaslakur.
Ég skil samt alveg þessa reiði útaf leiknum. Þetta er bara spurning um hvernig þú horfir á þetta. Ég sé málið þannig að Blackburn spilaði mjög vel og börðust sem aldrei fyrr. Það var ekki síður mikið í húfi fyrir þá þar sem þeir höfðu aðeins fengið 1 stig af mögulegum 15 fram að þessum leik. Mér finnst ekkert gefið að við vinnum Blackburn á útivelli, hvað þá þegar 3 af bestu mönnum liðsins eru fjarverandi.
Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að við séum eitt af sjö liðum sem hafa ekki unnið leik á útivelli. Útivöllurinn er nefninlega mjög mikilvægur og á meðan við vinnum heimaleikina þá ætla ég að geyma alla bölsýni.
Fyrirfram hefði ég verið mjög sáttur við 1 stig ... og eftir leikinn var ég líka sáttur við 1 stig.
Það er bara spilamennska liðsins sem er að fara geðveikt í taugarnar á mér þessa dagana !! og þá sérstaklega hvernig við einhvern veginn getum ekki spilað af krafti á útivelli !! það er eins og liðið geti ekki barist ef rúmlega 30.000 manns eru ekki að hvetja þá!!!
Mér finnst bara kominn tími á að Jol fari að sýna hvað í honum býr og stappa stálinu almennilega í mannskapinn ...
Malbranque er engann veginn tilbúinn í slaginn í úrvalsdeildinni !! hann sást ekki í leiknum og sýndi svipaðað leik og á móti Port Vale í bikarnum ..akkúrat ekkert !! hann verður að fá fleiri leiki með varaliðinu.
Ég myndi aldrei telja mig bölsýnismann, ég læt staðreyndirnar vanalega tala sínu máli og á þessari stundu, á Spurs í verulegum vandræðum með að mótiverast í vinningslið á útivelli.. Spurs er með 2 lið þessa dagana, eitt á heimavelli og svo annað á útivelli !!! þetta VERÐUR að breytast.
Enn svona er bara boltinn og maður verður að bíta í það súra epli að þurfa að bíða enn um sinn eftir fyrsta útisigrinum .. UEFA í vikunni og svo mætir maður að sjálfsögðu á WHL á sunnudaginn að sjá liðið taka Wigan í bakaríið.
Skrifa ummæli