sunnudagur, október 07, 2007

Liverpool 2 - Tottenham 2

Ekki léttist á manni lundin við þennan leik. Það var svosem margt gott í þessum leik, jafnvel meira af góðum hlutum en slæmum. En ég er bara orðinn frekar þreyttur á þessu. Þolinmæði mín hefur sín takmörk.

Það fór bara allt í taugarnar á mér í þessum leik. Ef við byrjum að fara aðeins út fyrir völlinn þá fór myndatakan gríðarlega í taugarnar á mér. Spurning um að fá hlutlausa menn á myndavélarnar. Bæði mörk Spurs nást illa. Fyrra markið kom manni í opna skjöldu. Maður þurfti tíma á að átta sig á hlutunum vegna mistaka í útsendingu. Seinna markið er svipað. Myndatökumenn vilja endursýna allt sem Liverpool gera í stað þess að fylgja Spurs eftir í sókn. Arnar Björnsson lýsti leiknum eins og fáráður. T.d fyrra mark L.pool boltanum er neglt rétt fyrir utan teig í varnarmann og boltinn lendir í jörðinni fyrir framan Robbo. Þetta eru gríðarlega erfiðir boltar og oft uppskrift af marki. Robbo nær að slæma höndum í boltann, boltinn dettur inní teig þar sem Voronin kemur einn og óvaldaður að boltanum. En markið skrifast á Robbo???? Er maðurinn ekki með öllum mjalla?

Robbo hefur ekki verið að standa sig vel undanfarið en það gerir það samt ekki að verkum að það meigi skrifa öll mistök sem verða á vellinum á hann.

Í stöðunni 1-2 held ég að flestir Spursarar hafi vonað að við myndum ná jafntefli. Ég velti fyrir mér hvort leikmenn og þjálfari þurfi ekki að kaupa sér minnisblokk, því eitthvað er að. Hversu oft hefur það virkað hjá okkur að komast yfir í leik og pakka í vörn? Kannski í 30% tilvika? Hversu oft þarf þetta að gerast til þess að menn fari að átta sig á að þetta virkar ekki? Í stöðunni 1-2 hefði að mínu viti verið gáfulegra að skipta út allri vörninni fyrir sóknarmenn og blása til stórsóknar. Það hefði þá allavega verið eitthvað nýtt í stað þess að hugsa "við klúðrum alltaf niður forskoti þegar við leggjumst í vörn... uuuhhh Strákar!!! Leggjumst í vörn"

En vissulega var margt jákvætt í þessum leik líka. Jafntefli á Anfield er alltaf ásættanlegt. Flestir leikmennirnir okkar voru að spila vel. Það var barátta í liðinu og margt fleirra. En ég bara nenni ekki að tala um það því mér finnst þetta ekki ásættanlegt að klúðra leiknum á heimskunni einni saman.

Engin ummæli: