laugardagur, október 06, 2007

Orðinn frekar pirraður.

Jæja þá er maður loks tengdur veraldarvefnum á nýjan leik. Þetta hlé gæti hafa valdið kaflaskiptum hjá mér. Ég er nefninlega ekkert voðalega happy yfir stöðu mála. Ég er farinn að standa mig af því að verða mjög pirraður yfir leikjum. Ég hugsa að það sé staðan hjá mörgum öðrum. Málið er að maður sér hvað það býr mikið í liðinu í hverjum einasta leik. Þess vegna verður maður oft ansi pirraður þegar liðið missir dampinn og spilar langt undir getu og klúðrar málunum. Þessi svakalegi óstöðugleiki milli leikja fer líka svolítið í taugarnar á mér þessa dagana.

Í leiknum gegn Fulham komumst við í 1-3 og gátum svo verið ánægðir með 3-3 jafntefli í lokinn miðað við gang leiksins. Gegn villa komast gestirnir í 1-4 og við náum svo að jafna. Við vinnum Famagusta 6-1 í fyrri leiknum en náum svo aðeins jafntefli í seinni leiknum.

Ég veit ekki hverju er um að kenna. Hvað veldur því að leikmaður gengur inná völl þar sem saman eru komnir tugir þúsunda manna til að hylla hann og hann er áhugalaus? Þarf einhverja svaka þjálfararæðu til þess að þú hafir metnað til að standa þig í þessum aðstæðum? Að mínu mati er mesta mótivering sem þú getur fengið að tugir þúsunda manna hvetji þig til dáða. Ef að það hvetur þig ekki áfram þá eru engin orð sem fá þig til þess. En svo er eins og í Villa leiknum að leikmenn hafi fengið samviskubit yfir því hversu svakalega lélegir þeir voru og hafi tekið sig til við að reyna aðeins að bjarga andlitinu. Jol á líklega sök á þessu líka. Hversu vitlaust hefur hann lagt Aston Villa leikinn upp? Ég held að svarið sé að hann hafi lagt hann fullkomnlega vitlaust upp í upphafi og hafi svo náð að bjarga sér aðeins í seinni hálfleik.

Svo á morgun er það Liverpool. Það sem ég óttast mest er að við skíttöpum þessum leik. Það er ekkert í spilunum sem gefur það til kynna að við munum vinna leikinn. En eins og frasinn segir allt er mögulegt í fótboltanum. Ég veit ekki hvort er verra fyrir liðið að tapa leiknum með eins marks mun eða með 7 marka mun. Kannski mun stórtap verða til þess að við náum botninum. Kannski náðum við botninum í síðasta leik í stöðunni 1-4?

Engin ummæli: