fimmtudagur, október 25, 2007

Jol farinn fyrir Jól.

jæja nú verður maður að koma aðeins inn í umræðuna. Ég hef haldið mig til hlés undanfarið vegna þess að innan sem utanvallar eru aðeins vandamál sem öll hafa komið fram í umræðunum. Þannig að ég hef ekki getað bætt neinu við. Nenni ekki að skrifa eitthvað ef það er bara copy/paste.

En nú getur maður ekki annað en kommentað. Jol kallinn hættur störfum. Ég á svo sannarlega eftir að sakna hans. Ég held hinsvegar að ástandið í búningsklefanum hafi verið svo slæmt að það hefði ekki lagast nema með stórkostlegum breytingum eins og þessum. Maður sá það svo augljóslega að eitthvað mikið var að. Það var enginn einhvernveginn eins og hann á að sér að vera. Dawson sem er vanur að mæta í leiki eins og grenjandi ljón, öskrandi og stjórnandi vörninni með harðri hendi, var farinn að vera eins og ljúfur kórdrengur inná vellinum. Chimbo sem er einnig vinnuhestur dauðans var hættur að nenna að verjast. Berbatov var kletturinn sem leikmenn litu upp til á síðasta tímabili. Hann hefur ekki verið skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili. Jol sjálfur var líka orðin mjög ólíkur sjálfum sér. Hann var farinn að sitja leikina á enda með vonleysissvip. Þetta var eins augljóst og hægt var í leiknum gegn Newcastle. Þá voru þeir 3-1 yfir en Big Sam var ekkert á því að láta fara vel um sig það sem eftir var. Hann öskraði sig hásann og lét leikmenn vita að þeir ættu að klára leikinn og þeir mættu byrja að slaka á þegar dómarinn flautaði. Á meðna sat Jol sem fastast með vonleysis svipinn og horfði í gaupnir sér á meðan leikmenn voru í bullinu inná vellinum.

Við höfum farið í gegnum lægðir áður undir stjórn Jol, en núna var eitthvað meira í gangi, og kannski er það bara félaginu fyrir bestu að fá inn nýjann mann.

Hinsvegar hef ég alls ekki misst trú á Jol og hæfileikum hans. Þetta er án efa einn af 20 bestu þjálfurum evrópu í dag að mínu mati. Ég minnist veru hans hjá okkur ekki af þeim leikjum sem við töpuðum undir hans stjórn heldur þeim framförum sem liðið tók undir hans stjórn. Áður en hann tók við félaginu vorum við að staðnaðir í að vera miðlungslið í deildinni. Nú þegar hann er farinn erum við lið með stór markmið og erum að þróast í að vera ógn við stórveldin 4.

Menn hafa oft nefnt það að skýringin á velgengni okkar sé að það hafi verið eitt svo og svo mörgum milljónum í leikmenn. Það tel ég vera alrangt. Leikmenn eru ekki hlutir sem þú kaupir út í búð. Ástæða þess að við höfum geta keypt menn eins og Zokora, Berbatov, Chimbonda og fleirri (þrátt fyrir mikinn áhuga stóru liðana) er að klúbburinn hefur verið að gera góða hluti innan vallar sem utan. Leikmenn sjá Spurs sem hot prospect og vilja vera með í uppbyggingunni.

Allavega óska ég Jol velfarnaðar og kveð hann með söknuði. Ég mun halda áfram að syngja "I love Martin Jol". Svo er bara að horfa fram á veginn og vona að leikmenn fái aftur andann yfir sig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja kominn á kreik aftur, mikið var, ég fagna því þrátt fyrir að við séum mjög oft ósammála.

Mig langar nú aðeins að leggja orð í belg varðandi þetta ástand sem búið er að vera hjá okkur undanfarið. Ég hef ekki verið neitt svakalega hlynntur því að láta Jol fara, þangað til núna undir það síðasta. Því eins og þú segir þá var ástandið orðið all hrikalegt og það varð að gera einhverjar breytingar. Mín skoðun er sú að Jol hafi ekki verið að ná að rífa liðið út úr þessu ástandi. Hann fékk nú mun meiri tíma en ég reiknaði með eftir uppákomuna með Ramos. Einhver orðaði það þannig að Jol hafi frá þeirri uppákomu í rauninni bara verið brágðbirgðastjóri og ég er alveg sammála því að svo hafi verið. Stjórnin var að ég held fyrir löngu búin að ákveða að láta hann fara. Hefði Ramos viljað, já eða getað, komið á sínum tíma þá hefðu Stjórnin látið Jol fara. Mér finnst stjórnin hafa komið virkilega illa út úr þessu máli og sýnt af sér algeran aumingjaskap. Fyrst þeir ætluðu sér að láta hann fara þá áttu þeir að koma hreint fram strax í byrjun og reka manninn. En þetta er sú stjórn sem við sitjum uppi með hvort sem okkur líkar betur eða verr, það rekur enginn menn úr eigin fyrirtæki. Ég ætla nú bara rétt að vona að stjórnin girði upp um sig buxurnar og komi með einhvern þungarvigtarmann í starfið sem leikmenn bera virðingu fyrir því það er það sem ég vill sjá. Ég er svo sem ekki með neinn sérstakan í huga. Það hafa margir verið nefndir og af þeim sem hafa verið nefndir þá er ég einhverra hluta vegna spenntastur fyrir Klinsmann, veit ekki almennilega afhverju og með því að segja það þá er ég kominn í mótsögn við sjálfan mig því hann er svosem enginn þungarvigtarmaður í Þjálfun. Það er bara eitthvað sem segir mér að hann myndi koma inn með ferskan blæ og blása í þetta lífi. Ég þykist vita að þú ert mér ekki sammála og ég veit líka að það yrði happadrætti að ráða hann. Ég veit að hann hefur enga reynslu af því að stjórna félagsliði, hann náði bara einhvernveginn að heilla mig þegar hann var með þýska landsliðið. Hvern gætir þú séð fyrir þér í þessu starfi?

Varðandi upptalinguna hjá þér á þeim leikmönnum sem hafa ekki verið sjálfum sér líkir þá langar mig að bæta við honum Bent kallinum. Miðað við hans frammistöðu fram að þessu þá var hann svona u.þ.b. 16 miljónum punda of dýr. Einnig hefur Lennon ekki verið að sýna sitt rétta andlit, þó svo að hann hafi átt góða spretti. Hvort um sé að kenna meiðslunum hans fyrr á tímabilinu eða ekki skal ég ekki segja. Þá hefur Jenas ekki verið að sýna neitt heldur sem verðskuldar það að hann sé í byrjnarliðinu leik eftir leik. Hins vegar þá er Bale ljósið í myrkrinu drengurinn hefur verið að spila alveg skínandi vel og í raun langt umfram mínum vonum. Hann færir okkur nýja ógn á vinstri kantinum með hreint eitruðum fyrirgjöfum.

Sicknote sagði...

Veit ekki með þessa stjórn. Hún á á sama hátt og Jol þátt í uppbyggingunni undanfarin ár, og þeir eiga líka þátt í slæmu andrúmslofti innan félagsins. Þannig að ég er ósáttur við stjórnina í "Ramosmálinu" en annars bara sáttur við hana.

Ég er hinsvegar alveg sammála þér með Klinsmann. Hann hefur ekki neina gríðarlega reynslu, en reynslan er ekki allt. Roy Keane hefur enga svakalega reynslu en hefur náð undraverðum árangri á sínum stutta þjálfaraferli. Frank Rijkaard hafði nú frekar litla reynslu sem þjálfari þegar hann tók við Barca. Þannig að ég vill Klinsmann enda hann guð í mínum augum (sem leikmaður).

Ég þekki lítið til Ramos og get því ekkert sagt um hvort hann sé maðurinn í starfið. Einhvernveginn hef ég samt þá tilfinningu að hann sé ekki maðurinn í starfið. En það eru bara fordómar og ég styð hann heilshugar ef hann kemur. Einnig hef ég alltaf haft miklar mætur á Gerard Houlier, hann hefur líka reynslu af enska boltanum. Svo væri ég líka bara til í að fá einhvern noname líkt og Jol var áður en hann varð stjóri hjá okkur.

Varðandi þessa leikmenn sem þú nefndir þá finnst mér Lennon vera bara eins og hann á að sér að vera. Hann er reyndar hvorki í topp líkamsformi né leikæfingu þannig að hann er vitanlega ekki að brillera. Jenas hefur verið slakur í nokkur tímabil og alltaf haldið sæti sýnu þannig að engin breyting þar á, og Bent hefur bara ekki fengið að spila sig inn í liðið. En lélegt andrúmsloft hefur að sjálfsögðu áhrif á allt liðið.