sunnudagur, nóvember 04, 2007

Smá skrif um ekkert

Ég eiginlega skrifa hérna núna til að láta vita að ég er enn á lífi og enn að fylgjast með Spurs :).

Einhvernveginn finnst mér samt ég eiginlega ekkert hafa að segja þannig séð. Staðan er einhvernveginn þannig að maður þarf bara að bíða.

Við erum að tapa leikjum og gera jafntefli og svona en maður getur eiginlega ekki gagnrýnt liðið. Leikmenn eru að aðlagast nýjum stjóra með nýjar áherslur og því kannski ósanngjarnt að gagnrýna menn fyrir slakan leik á meðan staðan er eins og hún er. Ekki er heldur hægt að gagnrýna þjálfarann, því hann er nýkominn og ekki hægt að ætlast til þess að hann bjargi heiminum í sínum fyrsta leik. Þannig að nú er bara að bíða eftir að allir aðlagist breytingunum svo maður geti áttað sig á hvað koma skal.

Það veldur mér samt smá áhyggjum að Ramos kjósi að setja Berbatov og Keane á bekkinn í sínum fyrsta leik. Heldur hefði ég viljað sjá hann setja Jenas á bekkinn.

Svo vona ég innilega að Ramos gefi BAE og Dervite tækifæri fljótlega. Þá sérstaklega BAE, enda held ég mikið upp á þann leikmann. Svo verður náttúrulega gaman að sjá hvað gerist með Ghaly, fær hann séns?

En merkilegri hluti hef ég víst ekki að segja að svo stöddu. Vona bara að það komi upp einhver stemming meðal leikmanna til að fara vinna leiki.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er ekki hægt að segja eitthvað um skrif um ekki neitt, það segir sig einhvernveginn sjálft. Samt kemur þetta.

Hvað er málið, ertu alveg dauður úr öllum æðum? Er bjartsýnislandið orðið að helvíti? Sérðu kannski ekki neitt jákvætt við spurs lengur? Ég veit að ég hef deilt við þig og við nánast aldrei sammála. Eins og þú hefur margoft sagt þá vilt þú líta öðruvísi á hlutina, gott mál. Það skapar vissulega aðra sýn á hlutina. Ég er ennþá með þig í "Bookmarks" hjá mér en það er bara ekki neitt að koma, engar upphitanir, ekki neitt, jú skrif um ekki neitt. Vil sjá meira, hvað menn í því landi eru að hugsa, já svona er maður nú skrýtinn. Er birgiro hættur að lesa síðuna þína eða hvað? Það kemur yfirleitt alltaf eitthvað af viti þaðan, enda lifir hann og hrærist í hringiðunni á Englandi ef ég skil hann rétt.

"Það sem ég er smeykur við er að ef þetta fer ekki að lagast þá festumst við í þessu fari og náum ekki að rífa okkur upp. Í kjölfarið koma hefðbundnir fylgikvillar, menn verða pirraðir, lélegur mórall o.s.frv. Þetta hefur margsýnt sig hjá mörgum liðum."

Þetta skrifaði ég eftir Fulham leikinn og því miður held ég að þetta sé staðreynd í dag. Við erum fastir í einhverju fari sem okkur virðist ætla að ganga illa að rífa okkur upp úr. Þó svo að við stjórnum leikjum þá eru úrslitin ekki að detta með okkur. Þar fyrir utan þá eru blöðin nærast á Tottenham bulli um að hinn og þessi sé óánægður og vilji helst fara, þá kannski aðallega Berbatov. Já og hverjir muni koma eftir að Ramos tók við. Vissulega hefur margt gengið á og Jol látinn fara og allt það. Það eina sem við getum gert úr þessu er að líta fram sá veginn og vona það besta. Við höfum jú mannskap svona heilt á litið til að gera góða hluti, þó svo að vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka leikmenn.

Ég tel mig vera vissulega sannann spursara, samt sem áður er ég hræddur um að enn eitt jafnteflið muni líta dagsins ljós í dag, því miður. Við þurfum svo sannarlega á sigri að halda. Ég tel mig vera bjartsýnann mann að eðlisfari en samt sem áður á ég alls ekki heima í bjartsýnislandi, svo bjartsýnn er ég ekki, hins vegar tel ég spá mína byggja á raunsæi. Hvers vegna, jú vegna þess að vörnin hjá okkur er ennþá í molum og Ramos hefur svo sem ekki haft neinn tíma af viti, það er spilað svo þétt. Fyrir utan meiðsli að sjálfsögðu.

Sicknote sagði...

Það er ekkert eitt sem veldur því að ég er lítið að skrifa. En ég skal telja upp nokkur atriði.

1. Það er voðalega lítill tími aflögu hjá mér. Það líða oft nokkrir dagar á milli þess sem ég hef tíma til að kveikja á tölvunni. En ég reyni nú eftir fremsta megni að horfa á alla þá leiki sem Spurs spilar.

2. Eins og staðan er í dag er ég ekkert voðalega bjartsýnn á tímabilið. Eins og ég hef oft sagt þá nenni ég ekki að skrifa það sem allir eru að skrifa/segja/hugsa. Og ekki nenni ég að skrifa gegn betri vitund til þess eins að skrifa eitthvað.

3. Það sem kannski á stærstan hluta af þessu er að ég fékk mig fullsaddan af því skítkasti sem átti sér stað áður en Jol fór, sem beindist bæði að leikmönnum og þjálfaranum. Þegar menn gagnrýna þjálfara og leikmenn finnst mér gaman. En þegar menn kalla menn ónefnum verð ég alveg ótrúlega pirraður. Ég hef stundum gaman af því að kíkja líka spjallborðin hjá hinum klúbbunum. En aldrei nokkurntíma hef ég séð Arsenalmenn tala jafn illa um Spurs og stuðningsmenn Spurs gerðu á tímabili á spursspjallinu. En það má þó koma fram að umræðurnar hafa aldrei verið á þessu plani hér.



Þannig að bloggið er í svolítilli biðstöðu. Ég vill samt ekki slútta þessu strax því á meðan ég er ennþá á fullu að horfa á leiki og styð Spurs að öllu hjarta, getur andinn enn komið yfir mig. Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera núna í fyrri hálfleik gegn wigan er aldrei að vita nema að maður fari að detta aftur í bjartsýniskast og hafi þá eitthvað að segja aftur.

Nafnlaus sagði...

Jæja ég hafði sem betur fer rangt fyrir mér. Fínn leikur af okkar hálfu, í rauninni áttum við leikinn í heild sinni. Það verður samt að segjast að það var ekki mikil fyrirstaða í þessu Wigan liði. En þetta var einmitt það sem okkur vantaði þ.e. að vinna leik og gott að ná að laga aðeins markatöluna í leiðinni. Nú þurfum við bara á nokkrum sigrum í röð í deildinni til þess að hífa okkur ofar í töflunni.