Jæja loksins pósta ég aftur.
Íslenskir Spursáhangendur sem fóru á völlinn geta glaðst yfir úrslitum leiksins þó þetta sé ekki það sem menn vonuðust eftir. Við getum allavega glaðst yfir því að við stálum sigrinum af Arsenal. Þetta geta varla talist sanngjörn úrslit. Arsenal réð ferðinni nánast allann leikinn. Það skiptir svo sem engu máli, það sem skiptir máli eru úrslit leiksins. Annars lítið annað um leikinn að segja. Enginn leikmaður spilaði hörmulega og enginn að skara framúr í liðinu. Rocha kom mér svona helst á óvart. Átti svona von á að hann ætti erfitt með að spila vinstri bakvörðinn en hann var þó sæmilegur. Robbie Keane var frábær framan af en greinilegt þegar líða tók á leikinn að hann væri ekki í 100% formi, enda var jafnvel ekki búist við að hann yrði leikfær í dag.
Við erum enn í góðri stöðu til að ná 7. sæti sem er klárlega markmið liðsins. Við erum tæknilega líka með í baráttunni um meistaradeildarsætið þó það sé svona frekar langsótt.
Undanfarnir leikir valda mér samt smá hugarangri. Eftir að hafa rifið okkur all svakalega úr lægðinni í febrúar (unnum 7 af 8 leikjum okkar) höfum við aðeins verið að dala. Orðspor Spurs um að klúðra alltaf málunum undir lok tímabilsins er réttlætanlegt. Nú höfum við aðeins sigrað einn leik af síðustu 7. Ég vill ekki ganga svo langt að segja að við séum dottnir aftur niður í lægð, því við höfum verið að spila ágætlega og verið í nokkrum meiðslavandræðum og andstæðingarnir verið heilt yfir sterkir. En þetta er vissulega eitthvað sem leikmenn og þjálfari þurfa að hugsa um.
Ég bið enn og aftur afsökunar á litlum afköstum hérna. Ég er að fara kaupa íbúð á næstunni og er að vinna eins og skeppna. Ég reyni enn að horfa á leiki og fylgjast með fréttum um Spurs og ætla mér að taka góða törn í skrifum áður en tímabilinu líkur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Eins og ég sagði á spjallinu þá vorum við hreinlega ekki með í þeim seinni. Vorum gjörsamlega spilaðir sundur og saman og vorum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut, engin ógnun ekki neitt. Úrslitin voru rán um hábjartan dag og ekkert annað. Hef svo sem enga skýringu á þessu nema þá ef vera skildi að þeir eru miklu betri en við, bláköld staðreynd og ekkert annað. Að sjálfsögðu eigum við að stefna uefa keppnina, ef við náum ekki þangað þá erum við einfaldlega ekki með lið sem þolir þennan fjölda af leikjum, sem hefur reyndar oft komið í ljós að við megum ekki við miklum meiðslum þá erum við brothættir.
Ég er sammála þér með því að við höfum rænt sigrinum. Mér finnst það líka það besta við leikinn. Það er viðbjóðslega sárt að missa af sigrinum vegna marks sem var skorað á 95 mínútu. Þetta kemst næst þeirri skemmtun sem fylgir því að vinna Arsenal.
Ég er ekkert endilega sammála því að við séum eitthvað brothættari en önnur lið þegar við spilum þétt og/eða eigum í meiðslavandræðum. Við spiluðum rosalega vel í marsmánuði og hluta febrúarmánaðar þegar við áttum í töluverðum meiðslavandræðum og spiluðum rosalega þétt.
Fyrir utan þennann leik höfum við spilað mjög góðann bolta undanfarið. En auðvitað tekur það sinn toll af öllum liðum að spila mjög marga leiki á tímabili. Ég hef þó meiri áhyggjur af því að það komi upp andleysi í hópnum eftir að hafa komist langt í öllum bikarkeppnum (CC,FA og sérstaklega UEFA) án þess að uppskera neitt. Ég held að það hafi verið svakalegur skellur fyrir leikmenn að detta úr UEFA, samt vona ég að þeir komist yfir það fljótt.
2-1 .... and you fucked it up
2-1 .... and you fucked it up
( lag: go west )
Var sungið í lokin á leiknum .. alger snilld.
Frábært á vellinum eins og venjulega, en extra special þar sem við vorum að spila við Gunners.
Áttum ekkert skilið úr þessum leik .. það er þessi seinni hálfleikur sem er að fara illa með okkur, allt of oft sem liðið bara varla mætir til leiks í seinni hálfleik eftir að hafa átt fínan fyrri hálfleik.
Og svo auðvitað föst leikatriði .. erum örugglega að fá á okkur yfir 80% af mörkum úr föstum leikatriðum .. það er bara eins og við séum alltaf helmingi færri inní okkar eigin vítateig !! maður hefði nú haldið að við værum með alveg ágætis skallamenn í liðinu til að koma tuðrunni frá .. en svo er líklega bara ekki.
En gott jafntefli ... þjófnaður góður og gaman að svekkja Gunners þar sem þeir voru að fagna sigri þarna í lokin. Þetta var frekar tap fyrir Gunners en jafntefli fyrir okkur, sem gerir þetta bara sætara fyrir vikið.
Kveðja frá UK
Birgir
Sæll og blessaður, værirðu nokkuð til í að senda mér mail á einargi@gmail.com ?
Skrifa ummæli