Það var vissulega erfitt að horfa á okkur detta úr evrópukeppninni í gær. En í dag er nýr dagur og nú fagnar maður glæsilegum árangri í keppninni. Það er búið að vera frábært að horfa á okkur loksins spila við lið utan Englands.
Leikurinn
Leikmenn Sevilla munu seint hljóta virðingu í mínum augum. Enginn leikmaður þeirra á skilið að vera kallaður fótboltaleikmaður heldur fótboltaleikarar. Þeir spiluðu óheiðarlega og komust upp með það þökk sé lélegum dómurum frá smáríkjum Lúxenburg og Austurríkis. Í leiknum í gær komst t.a.m Navarro upp með að gefa Berbatov á kjaftinn. Poulsen sparkar í höfuð Jenas. Kanoute hendir sér í jörðina að tilefnislausu þar sem hann hélt að Dawson væri á leiðinni í skallaboltann. Hægri bakvörður þeirra virtist líða vítiskvalir við minnstu snertingu og engdist um í grasinu og skokkaði svo stálsleginn í burtu eftir að sjúkraliðarnir höfðu gefið honum vatn að drekka.
Já þetta var ömurleg "spilamennska" hjá Sevilla. En það er ekki heiðarleiki sem kemur félögunum í næstu umferð, því miður. En árangur okkar er þrátt fyrir tapið frábær. Það eru líklega tugir ára síðan við náðum svona langt í evrópukeppni. Það er svo sannarlega hægt að byggja þessum árangri, og í dag eftir að vonbrigðin hafa runnið af manni er maður bara þakklátur því að hafa fengið að horfa á Tottenham ná langt í evrópukeppninni. Óska ég því þar með öllum spursurum til hamingju með glæsilegan árangur.
ps.
Það er ansi mikið að gerast hjá mér þessa daganna og lítill tími til að skrifa. Reyni samt eftir fremsta megni að koma með einn og einn pistil.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli