Enþá er allt vitlaust að gera í vinnunni og ég alveg að detta úr öllu sambandi við umheiminn og fótboltann. Náði samt að horfa á bróðurpartinn á móti Middlesbrough og var bara nokkuð sáttur. Við erum með betra lið en þeir, en þeir eru svo óútreiknanlegir að það koma engin úrslit á óvart lengur þegar þeir eiga í hlut. Þeir geta unnið besta lið deildarinnar sannfærandi en geta svo skíttapað í næsta leik á móti lélegasta liði deildarinnar.
Á loka kaflanum í mótinu finnst mér engu máli skipta hvernig leikur okkar er á að horfa. Úrslitin eru það eina sem skiptir máli. Spurs hefur orð á sér fyrir að klúðra hlutunum á síðustu metrum tímabilsins, þ.a.l er eina krafan sem ég geri til liðsins að við tryggjum okkur 7. sætið.
Þar sem ég fer út á land að vinna á mánudagsmorguninn og verð fram á föstudag mun ég missa af tveimur af 3 síðustu leikjum Spurs á tímabilinu. Mér finnst það ansi grátlegt og er mjög svekktur með það. Ég held að leikurinn gegn Charlton verði mjög erfiður. Þeir eru auðvitað í bullandi fallbaráttu og þá eru liðin oft illviðráðanleg. Það skemmtilega við þetta er þó að ég veit um tvo Arsenalmenn á ísl. sem munu vonast eftir sigri Spurs þar sem þeir styðja West Ham í fallbaráttunni. Ég vill meina að síðustu tveir leikirnir séu þó alfarið í okkar höndum. Við erum á heimavelli í báðum leikjunum. Man. City mun ekki vera undir neinni virkilegri pressu um að ná sigri í síðasta leiknum og vonandi mun staðan vera sú sama hjá Blackburn (þ.e ef þeir tapa gegn Newcastle um helgina). Draumurinn væri samt auðvitað að vinna rest. Þá er 5. sætið okkar og það er bara virkilega ásættanlegur árangur. En brennt barn forðast eldinn og ég sætti mig við sjöunda sætið.
Eins og ég segi mun ég horfa á leikinn gegn City og bind ég vonir við að vera hættur allri aukavinnu á þeim tíma og þá mun ég henda inn nokkrum góðum póstum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli