sunnudagur, febrúar 18, 2007

FULHAM 0 - SPURS 4 !!!!!!!!!!

Ef það var erfitt að gera upphitun fyrir leikinn, þá er þetta enn erfiðara. Hvaða lýsingarorð eru nógu sterk til að lýsa því sem gerðist í dag? Þetta var líklega flottasta comebackið sem ég hef orðið vitni af sem stuðningsmaður Spurs. Eftir að hafa hrapað harkalega á botninn í síðasta leik og með ömurlegan árangur á útivöllum tókum við úrvalsdeildarlið Fulham og lékum okkur að þeim. Í síðasta leik átti spilaði ekki nokkur maður ásættanlega. Í dag hinsvegar áttu allir leikmenn liðsins frábærann dag. Meira að segja Robinson spilaði stórkostlega. Þetta var hans besta framistaða í vetur.

Chimbonda og Dawson voru frábærir. Gardner var meira að segja mjög góður. Hafandi fylgst með Gardner í nokkur ár held ég að hann sé að komast á hátind ferilsins. Hann hefur verið að koma mér þó nokkuð á óvart í þeim leikjum sem ég hef séð hann spila undanfarið. Lee átti meira að segja góðann leik. Hann var sífellt að bjóða sig og hljóp mikið án boltans og var bara stórgóður. Lennon var stöðugt að ógna og skapa. Við meigum einfaldlega ekki við því að hann sé mikið fjarverandi. Tainio barðist til síðasta manns og ég dáist af baráttunni hjá honum í leiknum.

Zokora var að mínu mati maður leiksins ásamt Keane. Ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra enda voru þeir báðir geggjaðir í dag. Ég veit ekki hvort menn taki eftir vinnunni hans Zokora því hún er ekki mjög áberandi. Hann er ekki að hlaupa í alla menn eins og Davids. Hann er ekki að hoppa í tæklingarnar og svona heldur er hann alltaf mættur í hjálparvörnina og lokar sendingaleiðum með staðsetningu sinni. Svo er hann með gífurlegann hraða sem ég held að allir hafi séð í dag. Frábær leikur og solid tía. Steed var líka mjög fínn í dag. Hann var síflellt á harðahlaupum. Hann verður allavega ekki sakaður um áhugaleysi eða leti í leiknum. Mido var mjög góður í dag. Hann gerði nokkur mistök, en ekkert afdrifaríkt. Þegar við vinnum 0-4 á útivelli brosir maður bara af svona hlutum. það er engin ástæða til þess að horfa á einhver mistök sem skiptu svo engu máli. Hins vegar var hann sífellt að berjast og maður sá að hann vildi vinna traust þjálfarans á nýjann leik. Þannig að ég er mjög sáttur við innkomu hans í liðið, hann lagði upp 1 eða 2 mörk og því ekki yfir neinu að kvarta.

Keane var hinsvegar magnaður í dag. Sá ætlaði sér að vinna leikinn. Hann var á endalausum hlaupum og sýndi svipaða takta við mark andstæðinganna og hann gerði í fyrra. Hann var valinn maður leiksins á Sky Sport og á það fyllilega skilið. En eins og áður segir deilir hann þeim titli með Zok hjá mér.

Berbatov kom inná fyrir Mido og sýndi af hverju hann er enn striker nr.1 hjá okkur. Þrátt fyrir ævintýralega innkomu fannst mér hann ekkert vera að leggja of mikið á sig. Mér fannst einhvernveginn að hann gæti ef hann vildi skorað nokkur í viðbót. Þetta eru auðvitað gullhamrar en ekki gagnrýni.

Gahly: Er alveg magnaður leikmaður. Hann er svo óútreiknanlegur að það er ekki eðlilegt. Í dag kom hann inn með frábæra takta og ég tók ekki eftir einni feilsendingu hjá honum (það gæti þó verið vitleysa). Hann átti mjög góða innkomu í dag.

Jol: Ég verð nú að gefa honum hrós einnig. Ég ætla ekki að gefa honum kredidið fyrir baráttunna og sigurviljann. Það eiga leikmenn skuldlaust. Hinsvegar verð ég að gefa honum kredid fyrir allt annað. Hann valdi hárrétt byrjunarlið, hann og Hughton hafa lesið Fulham eins og opna bók enda búnir að keppa við þá tvisvar í deildinni. Hann hitti á hárrétta blöndu. það sem hann á þó mest hrós skilið fyrir voru ákvarðanir hans í seinnihálfleik. Í stöðunni 0-2 óttaðist ég að við myndum detta til baka og fjölga í vörninni eins og vaninn er og missa leikinn niður í jafntefli eða tap. Jol hinsvegar hélt áfram áherslunni á sóknarleikinn með því að skipta út sóknarmanni fyrir sóknarmann. Hefði Jol fært liðið aftur eins og hann er vanur hefðum við verið dauðadæmdir. Við hefðum ekkert ráðið við þá hefðum við boðið þeim í bardaga á okkar vallarhelming. þannig að Jol á hrós skilið.

Ég ætla að vona að allir séu nú yfir sig ánægðir með leikinn og reyni að einbeita sér að því að finna allt sem vel var gert í leiknum. það er svo miklu skemmtilegra, sérstaklega þegar maður hefur beðið svona lengi.

Til hamingju allir Spursarar nær og fjær og ég vona að þið njótið þess sem lengst og best!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe vá rólegur á skýinu :)
Þetta var nú ekki allveg svona rosalega gott. við vorum að skora þessi mörk úr hröðum sóknum þvi Fulham menn sóttu á okkur látlaust. Vorum 1-0 yfir lengi vel og vorum undir þungri pressu. Ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur Robinson, þá hefðu við steinlegið í þessum leik.
En ég er sammála þér með Robinson, Zokora og Keane. Þetta voru menn sem ætluðu sér að vinna þennan leik, voru rosalega ákveðnir og mér fannst það vera rosalega jákvætt þegar Robinson húðskammaði Mido fyrir hans fáránlegu sendingu til baka á hann. Og svo tók hann upp á því að skalla á mark okkar strax á eftir. Robinson sagði honum að F.... off upp völlinn eitthvert og ekki láta sjá sig þarna niðurfrá eftur :) Svo sást til hans kalla fram á Mido og klabba hann áfram sem mér finnst mjög jákvætt.
Mido var að skila þessum skallaboltum þarna frammi sem var mjög gott enda skilaði það inn tveimur, nánast eins mörkum frá Keane. Annars fannst mér hann vera frekar út úr korti.
Lennon er alltaf ógn og erum alltaf ógnandi fram á við með hann í liðinu.
Zokora var að skila frábærri vinnu, bæði í vörn sem sókn og vonandi er hann kominn til að vera núna.
Finnst varnarparið Dawson og Gardner ekki vera neitt sérstaklega solid en "clean cheet" er hið besta mál og kominn tími til.
En eins fáránlegt og lokatölur segja til um, þá fannst mér okkar menn í meirihluta leiks liggja í vörn.

Sicknote sagði...

Ekki svona gott???

Við erum búnir að spila frekar ill í vetur. Undanfarin ár hefur það verið veikleiki hjá okkur að geta ekki haldið forustu. Við erum búnir að vera hörmulegir á útivelli í vetur. Við höfum ekki unnið úrvalsdeildarlið í tæpa tvo mánuði hvorki heima né að heiman. Eftir að hafa tapað 0-4 á heimavelli á móti Man U. Töpuðum við gegn einu lélegasta liði deildarinnar í síðasta leik. Í draumum mínum vonaði ég að við myndum merja Fulham. Það var ekkert sem benti til þess að við myndum sigra í dag.

En að vinna mjög sannfærandi 0-4 sigur á útivelli er eitthvað sem ég hefði aldrei trúað. Ég hef það helst á tilfinningunni að mér hafi ekki tekist að koma orðum að snilldinni í þessu öllu saman.

Ég dæmi Mido út frá fyrirfram gefnum forsendum. Þær eru að hann hefur lítið fengið að spila í vetur, framtíð hans hefur verið ótrygg, hann er búinn að vera mikið meiddur o.s.frv. Hann er spilaði ekki neinn stórleik í dag. En miðað við allt þá fannst mér hann ágætur heilt yfir og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir sæti sínu er ég tilbúinn að gefa þeim prik.

Gardner er auðvitað enginn úrvalsleikmaður. Ég hef alltaf haft frekar lítið álit á honum. En hann hefur verið að vinna sig upp og nú er hann að mínu mati bara svona meðalleikmaður. Það eru framfarir og það ber að taka eftir þeim.

Mér fannst við alls ekki liggja í vörn. Það kom kafli eftir annað markið sem þeir voru að sækja mikið og mig minnir að á þeim tímapunkti hafi þeir verið með boltann 70% síðustu 5 mínútur. En annars fannst mér við alltaf hættulegri aðilinn. En það er auðvitað misjafnt hvernig menn upplifa leikinn.

Nafnlaus sagði...

sko þetta var þá hægt að vinna leik, loksins loksins. 0-4 þessi kraftur er eitthvað sem að maður hefur ekki verið vitni að í marga mánuði. Já svo má ekki gleyma því að strikerarnir sáu um að skora, kominn timi til að þeir færu í gang aftur. þetta var sko sanngjarn sigur en Fulham mátti svo sem setja eitt. Svo er það bara að halda áfram í deildinni.
kveðja kiddi magg
poolari
Taiwan

Birgir sagði...

Góður sigur ... hið besta mál.
En 4-0 gefur nú ekki rétta mynd af leiknum, það var nú ekki eins og við hefðum verið að valta yfir Fulham.
Flestir leikmenn liðsins rifu sig upp og spiluðu eins og menn ... en umfram allt fannst mér gaman að sjá leikgleði og bara yfir höfuð baráttu í leikmönnunum, eitthvað sem er búið að skorta mikið í langan tíma.
Við unnum þennan leik á baráttu og góðri markvörslu .. ásamt því að klára færin okkar. Skoruðum úr 4 af 6 skotum okkar sem hittu rammann !!! á meðan Fulham hitti 9 sinnum á rammann.
Við unnum leikinn, mjög gott ... en það sem mér finnst skipta meira máli er þetta "lífsmark" sem liðið sýndi. Með þessa baráttu og leikgleði að leiðarljósi, þó er von um bjart áframhald .. en með þetta Tottenham lið !! þá bara veit maður aldrei.. Getum unnið alla, og tapað á öllum.

Sicknote sagði...

Já Kiddi. Það eru uppi sögur um að leikmenn lesi þessa síðu fyrir leiki, sel það ekki dýrara en ég keypti það. Það má því leiða líkum að því að Berbatov og Keane hafi kinkað kolli þegar þeir lásu kommentið þitt í upphituninni fyrir leikinn ;)

Sammála þér Birgir með stökkbreytingu á hugarfari milli síðasta leiks og þessa leiks. Það var virkilega ánægjulegt að sjá. Nú vonar maður bara að leikmenn séu komnir á bragðið og vilji meira.

Ég er svo sem sammála því að Fulham voru ekki eins lélegir og markatalan gefur til kynna. En þar sem ég er kominn aftur í bjartsýnislandið vill ég snúa þessu aðeins. Hversu frábært er að vinna úrvalsdeildarlið 0-4 þegar þeir eru að reyna sitt besta?

Þetta með að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum á held ég bara við um nánast öll lið í úrvalsdeildinni í dag. Ég vona bara að leikmenn séu búnir að átta sig á því að þeir geti tapað fyrir öllum og leggi allt kapp á að sýna fram á það að þeir geti unnið alla það sem eftir er tímabilsins.