Úff! Þetta er erfitt. Í fyrsta skipti í langann tíma get ég ekki verið jákvæður. Til þess að vera jákvæður þarf liðið allavega að sýna manni einn ljósann punkt sem maður getur svo röflað endalaust um. Í leiknum í dag sá ég ekkert jákvætt. Það var enginn leikmaður sem spilaði vel. Hugsunin "ef við getum ekki unnið Sheffield á útivelli, þá munum við ekki sigra meira á útivelli í vetur" er bara nokkuð rökrétt. Það var ekkert sem benti til þess að leikmenn vildu vinna leikinn. Þessi ósigur var engin óheppni. Leikurinn var ekki þannig að við vorum betri aðilinn en tókst ekki að skora. Við vorum bara langt um lélegri aðilinn í leiknum.
Það var ansi erfitt að hafa Man U. leikinn á sjónvarpinu við hliðina. Þó svo þeir hafi ekki átt sinn besta leik voru leikmennirnir þó á þeim buxunum að vinna leikinn. Það sem sýndi það kannski best var að þegar leikmaður fékk boltann voru minnst 4 samherjar hans á harðahlaupum til að spila sig fría. Hjá okkur var þetta ekki svona. Það var bara leikmaðurinn sem var með boltann sem hreyfði sig. Andstæðingarnir voru fljótir að loka sendingaleiðum. Það er ekki erfitt þegar allir standa bara og horfa á. Þetta pirraði mig gríðarlega.
Ég bara skil ekki hvað vandamálið er? Hafa leikmenn ekki trú á sjálfum sér? Ég vona að það sé ekki vandamálið. Því ef menn hafa ekki trú á að þeir geti unnið Sheffield, þá er ástandið virkilega slæmt. Þá erum við að tala um að leikmenn séu bara veruleikafirtir og þurfi að komast undir hendur sérfræðinga sem fyrst.
Vantar sigurviljan? Ekki væri það nú skárra. Þegar ég keppi í einhverri íþrótt tek ég það ekki mál að tapa. Ég er mjög tapsár og það er ekki til í mínum huga uppgjöf í íþróttum. Þrátt fyrir það fæ ég ekki milljónir á mánuði. Ef menn hafa ekki sigurvilja eiga þeir ekkert erindi í atvinnufótbolta.
Ég kíkti á spurs.is áðan og í fyrsta skipti í langann tíma var ég sammála flestum um þennann leik. Menn eru eitthvað að vellta sér uppúr því hvað Jol muni segja við fjölmiðla. Í rauninni gæti mér ekki verið meira sama hvað hann segir við fjölmiðla. Það sem hann segir við leikmenn skiptir miklu meira máli. Það var augljóst af svipbrigðum Jol í leiknum að hann á margt ósagt við leikmennina. Þessi annars glaðbeitti hlýlegi maður leit út eins og hann væri að stíga inn í boxhringinn. Kannski er það það eina sem er jákvætt við þennann leik, þó það dugi mér skammt.
Ég ætla þó að hafa þetta eina neikvæða póstinn að sinni. Ég mun halda aftur í bjartsýnislandið um leið og mér er runnin reiðin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það kom að því Sicknote ... frammistaða sem á ekkert jákvætt til að lýsa.
Fyrir klúbb eins og Tottenham, er bara skandall að tapa fyrir liði eins og Sheff. Utd. sérstaklega þar sem við áttum ekkert skilið út úr leiknum. Höfum engar afsakanir og vorum bara arfalélegir.
Sá ekki leikinn í dag en var að fylgjast með á netinu og miðað við það sem maður las og heyrði .. þá var bara eitt orð yfir frammistöðu liðsins í dag : SKELFILEGT.
Það er eitthvað mikið að hjá klúbbnum, menn nenna ekki að leggja neitt á sig , en eru svo til í slagsmál !!
Leikmennirnir allir með tölu eru klúbbnum til skammar og ætti að sekta þá alla með tölu um tveggja vikna laun fyrir ömurlega frammistöðu upp á síðkastið. Ef þessir leikmenn eru karlmenn, myndu þeir taka slíkri sekt og játa sig seka og vonandi hugsa sinn gang.
Jol átti held ég móment dagsins ... að breyta leikskipulaginu úr 4-4-2 í 4-2-4 er eitthvað sem virkar ekkert í alvöru fótbolta !!! þetta virkaði í championship manager og football manager hérna í den ... en come on, hver á að koma boltanum á þessa 4 framherja, hver á að byggja upp spilið á þessa framherja, hver á að vinna boltann þegar andstæðingurinn er með boltann !! fannst þetta bara vera fyndið að gera þessa breytingu. Kom líka á daginn að hún gerði ekki neitt gagn, vorum alveg jafn bitlausir fram á við eins og þegar við vorum með 2 framherja, annan í hjólastól og hinn að ýta honum :)
Nenni ekki að velta mér meira upp úr þessu, leikurinn er tapaður og maður er frekar fúll og svekktur og mikið reiður út í leikmenn liðsins að bregðast klúbbnum.
Er búinn að kaupa mér miða á Bolton leikinn eftir 2. vikur og var að spá í að kaupa mér miða á Watford leikinn um miðjan mars sem fara í sölu á mánudag !!! en er kominn með efa núna. Nenni hreinlega ekki að fara á WHL til að sjá liðið lölla á sig og tapa fyrir Watford .. sem þeir gera klárlega ef þeir taka sig ekki taki og fara að spila eins og menn en ekki eins og hauslausir hálfvitar.
Kveðja að sinni.
Spurs 4Ever
Með þessar skiptingar hans Jol verð ég eiginlega að taka upp hanskann fyrir hann. Það var ekkert annað fyrir Jol að gera. Tainio og steed voru bara ekkert að gera fyrir okkur í sókninni. Steed var bara uppgefinn, sprunginn, búinn á því á þeim tímapunkti sem honum var skipt útaf. Hann gerði held ég bara ekkert síðustu 10 mínúturnar fyrir skiptingu. Jol hafði í raun engann annann möguleika. En taktíkin var í raun 2-4-4 því Ekotto og Chimbonda voru eiginlega að spila sem kanntmenn en ekki bakverðir. Það má líka orða það sem svo að framherjarnir þurftu að draga sig svo mikið til baka að þeir hafi í raun alveg eins verið að spila sem miðjumenn. Í stöðunni 2-1 vantaði okkur bara frískar lappir. Þá var spurning um að setja Cerny, Stalteri, O'Hara, Mido eða Defoe inná. Ég get ekki séð að Jol hafi tekið ranga ákvörðun.
Það sem gerði það að verkum að við gátum aldrei komist í almennileg færi var að það vantaði allt kanntspil. Þetta var alltaf bara 15 manna pakki við vítapunkt og svo var reynt að keyra inn í þvöguna. Sem sagt algjörlega hugmyndasnauður sóknarleikur. Ég á líka alveg eins von á að Jol hafi sett Mido inná sem vinstri kanntmann en hann hafi ekki spilað eftir ráðum Jol.
Skrifa ummæli