Ég var með það í hausnum að við værum að fara spila við Southend á sunnudaginn en svo er víst ekki. Það verður því að falla niður upphitunin í þetta skiptið. En nokkur orð um leikinn.
Einhvernveginn er mér orðið alveg sama um þennann FA bikar. Við fáum gott tækifæri til að vinna CC og það er nóg. Ég vill eignilega helst sjá okkur leggja allt í að klára Arsenal í Carling. Ég einfaldlega held að breiddin hjá okkur sé ekki næg til að geta spilað í FA, CC, Uefa cup og PL. Þetta er alltof mikið álag fyrir okkur. Heldur vill ég sjá okkur vinna eina bikarkeppni en að komast í undanúrslit í þeim öllum og klúðra málunum í deildinni. Við erum búnir að gera betur í FA en í fyrra og það er nóg.
Spáið í því ef við dettum úr FA á morgunn þá eigum við allt undir Carling bikarnum. Það þýðir tvennt gott. Leikmenn leggja sig extra mikið fram um að vinna leikinn gegn Arsenal því þeir vita að Uefa sæti er í boði fyrir það lið sem vinnur bikarinn. Ef að við komumst ekki áfram í FA eða CC þýðir það að leikmenn hafa bara deildarkeppnina til að tryggja sér áframhaldandi evrópuævintýri á næsta ári og leggja sig enn meira fram í deildinni með óþreyttann mannskap, því það er æði langt í næsta evrópuleik hjá okkur.
Ég vill samt alls ekki sjá okkar leikmenn reyna að tapa þessum leik. Ég vill helst sjá Jol setja inn strákana sem fá ekki tækifæri með aðalliðinu í þennann leik. Leikmenn eins og Mido, Davids, Murphy, Ziegler og þessa gaura (veit reyndar ekki hvort einhver þeirra sé meiddur). Jol á bara að segja þessum mönnum "hérna er tækifæri ykkar til að sanna ykkur, nýtið það sem best". Það er allavega mitt mat að ef við spilum á svipuðum mannskap og í síðasta leik getum við kvatt báðar bikarkeppnirnar með nokkurra daga millibili. Þessir leikmenn voru örmagna í síðari hálfleik í síðasta leik og eru ekki búnir að hvíla nóg. Það þýðir að þeir munu verða örmagna líka í þessum leik og þeim næsta. Þannig að ég held að það sé skynsemi í að hvíla sterkustu og þreyttustu mennina fyrir Arsenalleikinn og spila þá á aðeins veikara liði gegn Southend og vona að þessir leikmenn standi sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli