fimmtudagur, janúar 25, 2007

Tottenham 2 - Arsenal 2

Mig langar að byrja á smá reiðipistli áður en ég fer í leikinn sjálfann.

Nú hef ég verið að reyna að minnka heimsóknir mínar á spursspjallið þar sem mér ofbíður svartsýnin og það orðbragð sem haft er um leikmenn, þjálfarann og liðið sem ég elska. Mér er svosem sama þó að aðrir séu að röfla og bölva á spursspjallinu enda er enginn tilneyddur til að lesa það. Því hef ég verið að lesa svolítið á NewsNow og einhverjar svona síður sem ég get sloppið undan því að lesa um hvernig fólk upplifir vonleysið. En nú er fokið í flest skjól þar sem allir virðast vera á sömu línunni. Maður þarf því bara að bíða eftir sigurleik til að geta fengið að lesa eitthvað sem lýtur út eins og þar sé Tottenhamaðdáandi að skrifa um Tottenham. Akkúrat núna virðast allir stuðningsmenn Spurs skrifa eins og Arsenalmenn um Spurs. Mér er nokkuð sama um hverjar væntingar okkar eru og þó að það sé hægt að draga upp ansi svarta mynd af stöðu mála. Það eiga að vera stuðningsmenn andstæðinganna sem vellta sér uppúr því. Það þarf enginn að halda að ég sé að meina að það eigi allir að vera glaðir þegar illa gengur, enda snýst stuðningur ekki bara um gleði. Þannig að til að veita mótvægi við alla þessa rosalegu svartsýni ætla ég eingöngu að skoða hina hliðina. Reiðipistli lokið!

Fyrir leikinn virtust flestir búast við tapi okkar manna og vonuðust margir í besta falli eftir jafntefli. Það er svosem eðlilegt að menn hafi ekki verið að búast við miklu þegar við höfum þurft framlengingu til að klára leiki á móti liðum eins og Port Vale, Southend og Cardiff (annar leikur) í bikarnum á meðan Arsenal hefur verið að fella út úrvalsdeildarlið á 90 mín. En liðið sýndi heldurbetur karakter í fyrri hálfleik og við virtumst vera að yfirspila þá á köflum. Í fyrsta sinn í keppninni voru Arsenal í þeirri stöðu að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Þetta var einhver skemmtilegasti fyrrihálfleikur sem ég hef horft á í langann tíma. Það var rosaleg barátta í okkar mönnum og við vorum að sækja grimmt.

Það gerðist svo það sem ég óttaðist í seinni hálfleik. Leikmenn voru orðnir þreyttir. Þegar maður sá baráttuna og viljann til að leggja sig alla í leikinn í fyrrihálfleik fór maður að óttast það að óþreyttir leikmenn Arsenal myndu ná yfirhöndinni á vellinum þegar liði á leikinn. Við höfum verið að spila nú nánast stöðugt á sama mannskapnum ansi lengi og ansi þétt, enda breyddin ekki mjög mikil hjá okkur þessa stundina. Það sama verður ekki sagt um Arsenal sem var með "unglingaliðið" sitt á vellinum. Meðalaldur liðsins var um 21 ár og þeir voru með 5 leikmenn í byrjunarliðinu sem voru 20 ára eða yngri. Þarna voru 6 leikmenn sem ekki höfðu náð meira en 10 leikjum í byrjunarliði Arsenal í PL þetta tímabilið. Þannig að það er óhætt að fullyrða að Arsenal var með minna þreytt lið. Eins og kom fram hægðist nokkuð á leik okkar í seinni hálfleik og því fór sem fór í seinni hálfleik. Það má því segja að skynsemin hafi vikið fyrir ákefð, vilja og baráttugleði í fyrrihálfleik.

Þeir leikmenn sem ég var mjög sáttur við í gær voru:
Dawson: Líklega maður leiksins hjá okkar mönnum.
Gardner: Kemur skemmtilega á óvart þessa dagana. Ég átti ekki von á neinu frá honum en hann hefur staðið sig ágætlega hingað til.
Ekotto: Frábært að fá að sjá hann aftur. Hann stóð sig ágætlega, en hann þarf að ná fyrri leikæfingu til að ná aftur að vera jafn góður og hann var fyrir áramót. Þetta var þó betri frammistaða en Lee hefur sýnt hingað til.
Zokora: Fín barátta hjá honum og engin mistök.
THUDD: Enginn stórleikur miðað við það sem maður hefur séð frá honum. En hann var þó fínn. En mikið rosalega, svakalega er hann hægur (varð mjög augljóst á móti þessum snöggu gaurum hjá Arsenal). Hann þarf að auka snerpuna, þegar hún kemur verður hann einn sá besti.
Berbatov: Á meðan hann var inná var hann frábær.

Menn meiga ekki afskrifa okkur of fljótt. Í síðari leiknum getum við jafnvel fengið að sjá King, Jenas og Berbatov með liðinu. Við erum ekkert búnir að tapa þessu strax!!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hundrað prósent sammála þér um jákvæðnina, það má bara ekki hengja haus og segja þetta er vonlust. Gott dæmi er Okkar drengir í Íslenska handboltalandsliðinu, skíttöpuðu á móti Úkraníu en skelltu síðan stóra liðinu Frökkum(Arsenal) þetta er bara spurning um hugarfar, og ég hef trú á því að Tottenham geti alveg slegið the gunners út. Áfram spurs í þessum leik.
kveðja kiddi magg
poolari

Nafnlaus sagði...

Seinni leikurinn er nú bara í næstu viku. get ekki séð að það breytist mikið á þeim tíma, satt best að segja.
Auðvitað er alltaf best að vera jákvæður, en hvursu lengi má það standa þegar ekkert gengur upp. Hver tæknileg mistökin á fætur öðrum hjá okkar mönnum.
Það er mjög auðvelt fyrir áhangendur Liverpool, Man.utd, Arsenal, Chelsea að tala um að vera bara jákvæður. Þeir tapa þó bara annað slagið en vinna þess á milli nokkra leiki í röð.
Hversu langt er síðan Tottenham vann nokkra leiki í röð ? Undirbúningstímabilinu kannski.
Ég held bara að mórallinn í liðinu sé í algerum mínus og það er ekkert sem bendir til að það breytist á þessu tímabili skal ég segja þér. Þannig að sigur á móti Southend verður erfiður og sigur á móti Arsenal í næsta leik gerist ekki.

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega sammála þér Sick Note. Ég er orðinn svo leiður á því að lesa alltaf þennan niðrandi tón um Spurs. Allt þetta tal um að reka Jol er út í hött. Maðurinn er frábær stjóri eins og CV hans gefur til kynna. Það þarf bara tíma til að fá liðið til að klikka saman. Það að ná 5. sætinu í fyrra og vera hársbreidd frá því fjórða var frábært og ég hef fulla trú á því að við náum að vera í 5-6 sæti í ár. Liðið er að fara í gegnum ákveðið öryggisleysi og það er leikmönnunum sjálfum að kenna en ekki Jol, um leið og stöðugleikanum sem við höfðum í fyrra er náð aftur þá er voðinn vís fyrir hin liðin. Vitið til við vinum Arsenal á miðvikudaginn og tökum svo ManU í nefið í leiknum þar á eftir.

Musi

Sicknote sagði...

Kiddi: Já svo má líka spyrja sig hvort það auki sjálfstraust leikmanna ef þeir sem eiga að styðja við bakið á þeim hamast við að brjóta það niður á milli leikja. Ég sé kröftum mínum sem stuðningsmanni betur borgið í að peppa upp liðið en ekki að brjóta það niður. Það er bara mín skoðun að ég geri liðinu, leikmönnum og stuðningsmönnum meiri greiða þannig.

Þetta gæti allt breyst á þessari viku því mér skilst að bæði King og Jenas hafi verið á æfingu á mánudaginn. Berbatov er ennþá spurningamerki en Rocha gæti dottið inn í þann leik.

Svo ég taki nú framhald af því sem ég svaraði Kidda þá finnst mér einmitt vera rétti tíminn þegar allt gengur á afturfótunum að styðja liðið sem mest. Það þarf oft sterkan karakter til þess að sjá björtu hliðarnar þegar illa gengur.

musi: Velkominn í hópinn.