Já frábær 3-1 sigur í frábærum leik.
Jæja nú getur maður vonandi loksins fengið að lesa eitthvað af viti á netinu. Það má alls ekki líta á þetta sem einhvern skildusigur. Það er um að gera að nefna allt sem vel var gert í þessum leik og því vill ég fara yfir það mann frá manni.
Cerny: Það er hægt að telja leikina sem hann hefur fengið að spila í vetur á fingrum annara handar. Þrátt fyrir það átti hann mjög góðann leik og gerði engin afdrifarík mistök (þó samspil hans og Dawson hefði geta orðið afdrifaríkt í seinni hálfleik).
Stalteri: var nýstiginn upp úr meiðslum og byrjaði að æfa í vikunni. Hann hefur lítið fengið að spreyta sig í vetur og því bjóst ég við að hann yrði mjög slakur. Annað kom á daginn því hann var bara nokkuð góður. Það voru örfá skipti sem hann var svolítið óöruggur í vörninni en heilt yfir spilaði hann langt fram úr björtustu vonum.
Dawson: Miðað við hvað þessi maður er búinn að spila marga leiki í röð er hreint út sagt með ólíkindum að hann skuli hafa orku í að spila jafn vel og hann er að gera. Þó svo að hann hafi nú ekki spilað sinn besta leik í dag kemst hann nálægt því að vera maður leiksins eða tímabilsins með framistöðu sinni í undanförnum leikjum miðað við aðstæður.
Rocha: Hann hafði frekar hljótt um sig í leiknum enda kannski ekkert mikið álag á vörninni í dag. Ég veit eiginlega ekkert hvernig ég á að dæma þennann mann þar sem ég þekki ekkert til hans og veit ekki við hverju ég á að búast. En hann var alls ekkert að klúðra neinu eða neitt í þá áttina, og það er nokkurn veginn það mesta sem hægt er að ætlast til af manni sem er búinn að vera í Englandi í minna en viku.
Lee: Bara nokkuð sprækur. Southend var aðeins að sækja upp vinstri kanntinn í upphafi leiks en síðan ekki söguna meir. Það er því varla hvorki hægt að setja neitt útá eða hrósa honum fyrir varnarleikinn. Hann var eins og vanalega nokkuð sókndjarfur og var bara nokkuð góður í sóknarleiknum.
Ghaly: Þessi maður er margklofinn. Ég í raun veit ekkert hvað mér á að finnast um hann lengur. Hann getur sýnt tilþrif mánaðarins í einni sókninni en klúðrað öllu öðru í leiknum. Hann var einmitt þannig í dag. Í fyrri hluta fyrrihálfleiks var hann rosalega skeinuhættur og átti nokkur hlaup inn í teiginn og var hrikalega ógnandi. Restina af leiknum var hann bara í ruglinu. Það er enskt orð yfir þennann leikmann sem smellpassar við Ghaly það er orðið "wild card", sem þýðir eiginlega óútreiknanlegur leikmaður.
Jenas: ÞVÍLÍKUR LEIKUR HJÁ HONUM!!! Hann var að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa verið meiddur í um 1 og hálfann mánuð og nýbyrjaður að æfa. Miðað við það var hann stórkostlegur í dag. Það er hægara sagt en gert að koma inn í lið í lélegri þjálfun og í engri leikæfingu og spila jafn vel og hann gerði. Einn af bestu mönnum leiksins í dag.
Zokora: Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið okkar besti maður í dag vill ég titla hann mann leiksins. Að sjá loks Zokora spila stórleik er eitthvað sem ég hef beðið eftir lengi. þrátt fyrir að hann hafi verið stórkostlegur á móti Chelsea vill ég meina að hann hafi spilað sinn besta leik í dag fyrir Spurs. Hann varðist mjög vel og var stöðugt ógnandi í skyndisóknunum þegar hann geystist upp völlinn. Hann er því maður leiksins í mínum huga því eftir þessu hef ég beðið of lengi til að veita honum ekki viðurkenninguna.
Lennon: Í allri sanngirni ætti hann að vera maður leiksins þar sem hann spilaði manna best í dag. Þetta Southend lið hentaði honum líka fullkomnlega þar sem allir leikmenn liðsins voru með lítinn hraða og hann gat því skotist framhjá þeim þegar hann vildi. Eftir þennann leik er ég ekki viss hvor kannturinn hentar honum betur. Hann átti tvær frábærar fyrirgjafir með vinstrifætinum auk þess sem hann á auðveldara með að skjóta á markið þegar hann spilar á vinstri kanntinum. En hann var frábær í dag. Fær 10 í einkun, besta framistaðan á árinu.
Keane: Góður leikur hjá honum. Við fengum að sjá svolítið frá Keane sem hefur lítið borið á þetta tímabil; markagræðgi. Hann var rosalega ákveðinn í sóknarleiknum og stóð sig mjög vel. Það eina sem ég hef út á hann að setja er að hann var á stundum aðeins of gráðugur. Í nokkrum tilvikum kom sending inn í teig og í stað þess að láta boltann fara á dauðafríann mann tók Keane boltann í mjög erfiðri aðstöðu og klúðraði. En aftur miðað við að hann er í lítilli leikæfingu og er enn að komast í líkamlegt form eftir meiðsli var þetta frábær framistaða. En mikið svakalega var hann reiður eftir að dómarinn dæmdi ekki vítið. Hann er litlu skárri en Defoe.
Mido: Var fínn í þessum leik. Hann er að sjálfsögðu enn að jafna sig eftir meiðsli og skortir leikæfingu. Þrátt fyrir það átti hann ágætis leik og skoraði mikilvægt mark. Þetta mark á eflasut eftir að hjálpa honum að ná því sjálfstrausti sem honum vantar. Sú staðreynd að hann spilaði leikinn tel ég binda enda á vangaveltur um framtíð hans hjá Spurs... í bili.
Jol: Verð að taka hann með í þessu. Frábær liðsuppstilling og fínar innáskiptingar. Hann fær þá pásu frá bölsýnismönnunum í bili. Það eina sem hægt er að setja út á hjá honum er hversu lengi hann hafði Lennon inná. Það er spurning hversu ferskur hann verður þá á móti Arsenal.
Þetta er mikill gleðidagur fyrir íslenska stuðningsmenn Spurs þar sem við fengum að sjá frábærann leik hjá Tottenham í dag og svo fengum við íslenskann sigur í handboltanum. Nú er bara að vona að leikmenn Spurs hafi fundið bragðið af velgengninni og vilji meira þegar að leik Arsenal og Spurs kemur á miðvikudaginn.
Coys!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Þetta var svo létt í dag að hálfa væri nóg. Þetta Southend lið gat ekki blautan. Liðið stóð sig samt vel og þá sérstaklega Lennon ... átti stórleik. En engu að síður er erfitt að dæma liðið út frá þessum leik. Sé fyrir mér að Jason Dozzell hefði líklega skorað 2 í leiknum ef hann væri enn að spila... og Robbo hefði örugglega sett eitt kvikyndi ef hann hefði spilað á miðjunni, meira að segja Ramon Vega hefði ef til vill skorað. !!! :)
En við kláruðum þetta verkefni, og það er það sem telur. Þetta var ekkert frábært en á sama tíma ekkert hrikalegt. Job done, simple as that.
Á miðvikudag er svo stóra testið .. býr eitthvað í þessu liði !!! Vona það alla vega.
Næstu 2 leikir eru gegn Gunners úti og svo Man Utd heima ... ef við náum ekki góðum úrslitum úr öðrum hvorum leiknum .. þá erum við miðlungslið, eins sorglegt og það er að hugsa til þess.
Þegar mest á reynir höfum við vanalega kiknað undan því, nú er kominn tími til að breyta því.
Spurs 4Ever
Southend voru bara spila sinn bolta. Bolta sem tryggði þeim sigur gegn Utd og framlengingu gegn Spurs í CC. Það er auðvelt að segja að mótherjarnir voru svo slakir að það sé ekkert að marka leikinn. En áttum okkur á því þó þeir séu glataðir í deildarkeppninni er þetta lið að spila eins og úrvalsdeildarlið í bikarnum. Ég vill meina að við einfaldlega leyfðum þeim aldrei að komast inn í leikinn, nema í kannski 5 mínútur eftir að þeir skoruðu. Annars vorum við bara að herja á þá og fórum aldrei í þann pakka að halda forustunni og detta til baka. Við stjórnuðum öllu á vellinum. Ef Jason Dozzell og þessir kallar hefðu spilað leikinn hefðum við aldrei náð að þessum heljargreipum á Southend.
Þannig að ég vill segja að Southend spiluðu bara jafn vel og við leyfðum þeim.
Þess vegna finnst mér þetta frábært!!!
Keano var arfaslakur í dag og ekki orð um það meir. Hægur-slakar sendingar-missir boltann alltof oft og reynir ætíð erfiðari leiðina en hitt-óþolandi að hann geti ekki einu sinni gert það sem hentar liðinu og sallað 5-6 mörkum á þetta lið.
Takk fyrir
Sammála Johnny B. Keane átti ekki góðan leik, of hægur og drepur niður hratt spil. Og að skora bara 1 mark !!! J.Dozzell hefði skorað fleiri.
Southend í gær voru miklu lélegri heldur en í CC leiknum fyrr í vetur. Þetta var bara arfaslakt lið í gær, áttu greinilega mjög dapran dag.
En ef þér finnst gaman að geta sagt að við höfum stjórnað leiknum frá A-Ö ... átt öll færin og ekki gefið þumlung eftir og aldrei hleypt Southend inn í leikinn ... þá er það í góðu.
Finnst persónulega það bara ekki telja neitt og gefur enga mynd af liðinu. Frábært að geta yfirspilað Southend, sem er að falla úr Championship !!! Og hafa átt 2 góða leiki í CC bikarnum. En getum svo ekki einu sinni spilað mannsæmilegan fótbolta gegn Fulham...
Þessi sigur í gær var bara alger skilda gegn lélegu liði. Það er hægt að líta á þetta sem æfingaleik fyrir næstu 2 leiki. Vonandi eiga þessir yfirburðir í gær eftir að hjálpa okkur í næstu leikjum, stórefa það einhvern veginn.
Svo miðað við lukku Tottenham á þessu tímabili í bikarkeppnunum, þá giska ég á að við mætum Ipswich eða Plymouth í 16.liða úrslitum. !!
Spurs 4Ever
"Þessi sigur í gær var bara alger skilda gegn lélegu liði. Það er hægt að líta á þetta sem æfingaleik fyrir næstu 2 leiki."
Algjörlega sammála þessu og held að það sjáist líka best á því hvernig Jol stillti upp liðinu.
Af hverju er þessi svakalega neikvæðni nú loksins þegar við vinnum líka? Í bikarkeppnum er ekkert hægt að tala um hvernig lið standa sig í deildarkeppnum. For crying outloud Wycombe (stafs) spilaði til í undanúrslitum og Southend komst í 8 liða úrslit í CC. Þetta er ekki af því að þessi tvö lið eru á meðal þeirra liða sem standa sig hvað best í deildarkeppninni á Englandi. Það hefur sannað sig aftur og aftur að deildarkeppnin skiptir ekki neinu einasta máli þegar í bikarinn er komið. Man annars einhver hversu vel Leichester og Grimsby stóðu sig í deildarkeppninni í fyrra??? Ætli þau hafi ekki samanlagt verið svona 50-70 sætum fyrir neðan okkur. Við getum horft til þess að Birmingham rótbustaði Newcastle 5-1 og sendi þá úr bikarnum. það er því ekkert sem heitir fyrirfram öruggur sigur í þessum bikar.
Það er nú bara búið að sannast alltof oft að skyldusigrar enda oft með tapi í bikarnum. Ef við hefðum ekki spilað leik við Arsenal á miðvikudaginn var og átt leik við Arsenal á miðvikudaginn kemur er ég 100% sannfærður um að Jol hefði stillt upp sterkara liði.
Ég skil bara ekki af hverju menn geta ekki verið yfir sig ánægðir með að hafa unnið leikinn? Í stað þess að hrósa leikmönnum fyrir tveggja marka sigur virðist það vera kappsmál að nefna þann sem var verstur í okkar liði og hver af okkar mönnum klúðraði mest. Skiptir það virkilega svo miklu máli hversu stórt við unnum? Það er ekki eins og markatalan gagnist okkur í þessari keppni.
Í vetur höfum við stundum aðeins náð jafntefli eða jafnvel tapað á móti liðum sem voru ekki að spila sinn besta leik. Í gær unnum við lið sem var ekki að spila sinn besta leik. Ég skil ekki hvernig hægt að vera annað en ánægður með það. Af hverju ekki bara að líta á það þannig að við leyfðum Southend aldrei að komast inn í leikinn því við pressuðum þá svo vel? Það er alveg rökrétt skýring á því af hverju þeir voru svona lélegir í dag.
Sicknote:
Ég er alls ekkert neikvæður á eitt né neitt eftir þennan sigur í gær. Góður sigur, eina sem var farið fram á. En ég ætla svo sannarlega að halda mér á jörðinni eftir þennan sigur. Gegn arfaslöku liði. Leikirnir í fyrra gegn Grimsby og Leicester voru báðir hörkuleikir og hefðu getað endað hvoru megin sem er ( voru báðir útileikir, mikill munur þar á ). Þessi leikur á laugardag var allt annað mál. Southend átti ekki sjéns frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu.
KLAPP KLAPP ... finnst mér vera alveg nóg eftir þennan sigur.
Á miðvikudag / sunnudag eru svo leikir sem skipta máli, gegn "alvöru" liðum ... og þá sést vonandi úr hverju Tottenham er.
Mér finnst bara einhvern veginn á skrifuð þínum að við höfum unnið eitt besta lið Englands á laugardag allir áttu stjörnuleik og allir vegir séu færir núna, ekkert getur stöðvað okkur !!!
EN ÞETTA VAR BARA SOUTHEND ....
Birgir: Mér fannst við spila vel í gær hvort sem það er vegna þess að andstæðingarnir voru lélegir eða við bara svona miklu betri skiptir engu máli. Við erum ekki að landa sigrunum í bílförmum þessa dagana og því finnst mér bara eðlilegt að maður fagni þeim sigrum sem við þó náum. Ég lít ekkert á þennann leik sem einhvern prófstein á getu liðsins. Það voru bæði jákvæðir og neikvæðir punktar í þessum leik. En þegar við sigrum er mér alveg sama um alla neikvæðu punktana.
Ef við vinnum Arsenal í næsta leik er mér alveg sama hvort það sé vegna þess að þeir voru lélegir eða af því að við vorum góðir. Mér er líka alveg sama þó við hefðum getað skorað miklu fleirri mörk. Mér á líka alveg eftir að vera sama hvaða fornu lúðar sem einhverntíma spiluðu með Spurs hefðu getað nýtt færin í þeim leik.
Sigur er sigur og ég mun alltaf, ég endurtek ALLTAF fagna þegar Tottenham sigrar leik, og því lengra sem líður á milli sigurleikja því meira mun ég fagna þeim sigrum sem þó vinnast, sama hver andstæðingurinn er.
Það er full ástæða til að vera ánægður með sigurinn. Það eina sem má gagnrýna er nýting á færum. Liðið á hrós skilið fyrir að hleypa Southend aldrei almennilega inn í leikinn. Við spiluðum þennan leik gegn Southend enn betur en þann fyrri. Jenas, Staltieri, Rocha, Cerny, Mido voru allir að koma sér í gang, þannig að þetta var glæslilegt. Dossell, Vega og aðrir nefndir kæmust ekki í Spursliðið í dag. Þegar menn eru að tapa sér í neikvæðni þá er auðvelt að gleyma því hversu miklum framförum þetta lið hefur tekið. Það er ágætt að stoppa stundum og líta aðeins til baka og ef menn átta sig ekki á framförunum þá ætla ég ekki að benda þeim á það.
Ég er ekki alveg að sjá hvar þessi neikvæðni mín er !!!
Er alls ekkert neikvæður eftir þennan sigur ... er bara á jörðinni.
Það er eitt að fagna eins og brjálæðingur eða að vera sáttur við job well done. Ég er meira svona að þetta var fínt, og við unnum leikinn án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því. En við unnum.
Ætla að láta þetta duga í bili. Við unnum, og það er það sem skiptir öllu máli :)
Og þetta með að blanda J.Dozzell og R.Vega í málið var nú bara smá skop. Aðeins að gantast með líka þessa frábæru færanýtingu í liðinu á laugardag !!! simple as that.
Já, já það er svosem ekkert stórmál hvernig menn fagna sigrunum. Það angrar mig ekki neitt að menn fagni ekki á sama hátt og ég :)
En ég verð að segja fyrir mitt leiti að ég er sáttur þó nýtingin er léleg ef við vinnum leikina. Það þýðir bara fleirri markskot, sem fyrir mig þýðir skemmtilegri leikur. Heldur vill ég sjá okkur skora 1 mark úr 20 tilraunum en eitt mark úr einni tilraun. Ég elska að horfa á Spurs vera í stórsókn í 90 mínútur. Ég skil samt alveg hvað þú ert að meina Birgir. Því það er gaman að horfa á þetta þegar við vinnum leikinn. En það má líka líta á það sem svo að við erum að klúðra of mikið og á móti góðum liðum er það ekki vænlegt til árangurs.
Birgir, ég var ekki að beina þessu beint að þér. Ég er orðinn svolítið þreyttur á umræðunni og þá frekar á spurs.is-spjallinu. Það er mun málefnalegra hér.
Ég hef stutt Spurs í 26 ár þannig að ég hef oft orðið fyrir vonbrigðum. Mér finnst liðið í fyrsta sinn í langan tíma á réttri leið núna. Ég verð að sjálfsögðu svekktur þegar liðið missir niður forskot gegn Arsenal á heimavelli eins og aðrir aðdáendur en þó svo að nú sé kannski slæmur kafli þá er mikilvægt að missa ekki sjónar af heildarmyndinni. Jol stóð sig frábærlega með liðið í fyrra og náði þá að koma til baka eftir alla tapleiki, það er ótrúleg breyting á WHL. Núna erum við að fást við leikjaálag sem hefur verið með öllu óþekkt á WHL um langt skeið. Auðvitað fer það ekki þannig að við náum fjórða sæti og vinnum þrefalt í bikurunum. Ég tel Spurs hafa staðið sig best af þeim ensku liðum sem eru í sömu stöðu á þessu tímabili. Það að ná að vinna leiki á sunnudögum eftir fimmtudagsleikina í Evrópu er frábært og ég er viss um að Boro hefðu viljað þann árangur í fyrra. Liðið er enn á uppleið, auðvitað er það enn í mótun líka, en á réttri leið. Mér finnst furðulegt hvað menn eru fljótir að drulla yfir liðið ef allt gengur ekki eins og í sögu. Ég man eftir tíma þar sem hægt var að gera grín að flest öllum leikmönnum liðsins. Þeir voru annað hvort lélegir, meiddir eða of gamlir. Það var ekki nokkur leið til að vera stoltur af liðinu. Núna er liðið ungt og efnilegt og þess vegna er árangur þess enn merkilegri.
Ég vil ekki móðga neinn eða æsa neinn upp. Ég vildi fyrst og fremst koma með annað sjónarmið og reyna að bæta á stærra samhengi.
Spurs-kveðjur
Archibald
Skrifa ummæli