Jæja þá er ljóst að við eigum leik gegn Arsenal í Carling bikarnum. Arsenal unnu Liverpool 3-6 í kvöld. Ég horfði á seinni hálfleikinn og ég verð að segja að ég er ekki að farast úr bjartsýni. Þó svo að ég sé ekkert fyrir það að rakka niður lið, þá hef ég held ég aldrei dásamað Arsenal. En ég tek svo sannarlega ofan fyrir þeim fyrir framistöðuna í kvöld. Það lið sem getur mætt á Anfield með unglingaliðið (nb. Það voru 7 leikmenn 19 ára og yngri sem komu við sögu í liði Arsenal) og ekki bara unnið heldur skorað 6 mörk á móti liði sem fær örsjaldan á sig mark á heimavelli, fær mína virðingu. Það er nokkuð ljóst á þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá spila á móti Liverpool að þeir eru sjóðandi heitir. Ég hélt að það myndi vinna með okkur að leikjaálagið á Arsenal myndi verða til þess að Wenger myndi mæta með unga og óreynda leikmenn í leikina. Núna hinsvegar sér maður að það skiptir engu máli.
Ég er þó langt því frá búinn að afskrifa okkur. Það eru nokkrir hlutir sem munu vinna með okkur í þessum leikjum og ég hef enn fulla trú á að okkur takist að vinna þessa keppni. En nóg um það að sinni ég fer betur í þessa leiki þegar nær dregur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já næst er það Arsenal.. mig langar bara segja að Liverpool liðið er bara ekki að geta neitt þannig að þið þurfið ekki að óttast neitt. ´
ég spái því að þið leggjið the gunners 1-0
kveðja kiddi magg
Liverpool
Þessi leikur í gær var auðvitað bara djók ... Dudek varði víti, og var það eina skotið sem hann varði í leiknum !!! Gunners svo til nýttu öll sín færi, alveg eins og þeir gerðu á laugardag ...
Ég hef fulla trú á því að við vinnum Gunners í þessum tveimur leikjum, og komust í úrslitin. En við verðum samt sem áður að spila eins og menn og taka almennilega á Gunners ef það á að rætast. Það þýðir engin frammistaða eins og fyrr í vetur á móti Gunners .. þá valta kjúklingarnir yfir okkur. Greinilega vel haldið á spöðunum í sambandi við leikmannakaup hjá nágrönnum okkar .. Margir ungir og efnilegir leikmenn þarna .. eitthvað sem hefur verið að batna til muna hjá Spurs á síðustu árum.
Spurs 4Ever
Kiddi magg: Ég held að það sé nú alveg ástæða til að óttast Arsenal. En að sjálfsögðu spáir maður okkur sigri. Á þessu stigi í þessari keppni verða spilaðir leikir heima og heiman. Eins og við spiluðum fyrr í vetur á Emrates er auðvitað smá uggur í manni fyrir þann leik, en við tökum þá heima.
Birgir: Sammála hverju orði (aldrei Þessu vant).
Skrifa ummæli