sunnudagur, janúar 07, 2007

Cardiff 0 - Spurs 0 (FA)

Ekki tókst okkur að komast upp úr þriðju umferðinni í dag. Þetta var slakur leikur af okkar hálfu og vorum við stálheppnir að fara með stöðuna 0-0 inn í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins skárri þó leikmenn hafi verið langt frá sínu besta. Það var reyndar mikil meiðsli í leikmannahóp okkar. Ghaly,Mido,King og Jenas stóðust ekki læknisskoðun og Lennon og Keane voru ekki búnir að ná sér af fullu þó þeir hafi komist á bekkinn. Það kannski afsakar ekki slæma spilamennsku okkar leikmanna en kannski skýrir hana af hluta til. Varnarlínan var óhemju ótraust og var eins og gatasigti. Lee var að mínu mati að spila ömurlega í þessum leik. Hann má teljast stálheppinn að hafa ekki átt stoðsendingu á leikmann Cardiff á 15 mín. Ég græt þá ákvörðun Jol mikið að treysta ekki Ekotto í þessa stöðu.

Tainio var heldur ekki að gera góða hluti þannig séð. Hann fær 10 fyrir að reyna en einhvernveginn var lokasnertingin ekki heppnast hjá honum. Murphy stóð heldur ekki undir væntingum í þessum leik. Defoe kom greinilega mjög illa upplagður í leikinn því frá fyrstu mínútu var hann að pirrast og skammast. Í rauninni er eiginlega bara skemmst frá því að segja að enginn leikmaður var að spila á pari við getu, jah nema kannski Davenport. Það kann að skýrast af tvennu. Aðstæður á vellinum voru mjög slæmar þar sem helliringdi látlaust út allann leikinn. Það kann líka að skýrast af því að Cardiff voru að spila frábærlega. Allir leikmenn liðsins voru staðráðnir í því að láta úrvalsdeildarliðið hafa fyrir hlutunum. Baráttan var til algjörrar fyrimyndar. Cardiff á skilið klapp á bakið fyrir leikinn.

En við tökum þá í bakaríið þegar næsti leikur verður spilaður þann 16 jan minnir mig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrirfram vitað að þetta yrði erfiður leikur og í raun óvænt að ná jafntefli.

Mæli með því að spila King með Davenport og hvíla Daws í smá tíma bæði til að fyrirbyggja meiðsli og byggja Davenport upp. Er að koma sterkur inn og enginn þörf á að kaupa CB í glugganum.

Henda Lee á bekinn og gefa BAE sjénsinn aftur-reynir þó að taka menn á og koma með krossa ólíkt Lee sem geysist upp og snýr svo við og sendir til baka, óþolandi.

Selja Murphy ekki orð um það meir.

Framtíðarmiðja hjá okkur er steed-Jenas-Hudd-Lennon.

Berbi og Defoe frammi.

Lifið heil